Bjarki - 12.02.1898, Blaðsíða 1
F.itt blað á viVu minst. Árg. 3 kr.
borgist fyrir 1 Júii» (crlendis 4 kr.
borgist fyrirfram).
Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af-
slátttur ef oft er auglýst. Uppsögn
skrifleg fyrir 1. Október.
BJARKI
III. ár. 6
Seyðisfirði, Laugardaginn 12. Febrúar
1898.
Til Jóns i Múla.
—o—
Fyrst færi jeg þjer ynnilega
þokk tyrir brjef þitt, og geri það
ekki fyrir siða sakir, því jeg skal
játa það hrcinskilnislega að jeg hef
fá brjef feingiá fyr eða síðar sera
mjer þótti vænna um en þetta.
I’yrst og fremst kann jeg vel að
virða þá vinsemd við mig að Iofa
Idaði því, sem jeg er ábyrgðamað-
ur fyrir, að flytja þjóðinni atkvæði
þitt í þessu máli en scnda það
ckki öðrum biöðum á bak við mig.
1 öðru lagi er mjer unun að sjá,
hve brjef þitt er skrifað fallega
og hóflega og svona vildi
jeg að bæði jeg og aðrir gætum
rætt hvcrt mál. Smáolbogaskotin
sem innan um það eru, verða þ a r
ekki annað en þægilegar áminníng-
um, að ofmetnast ekki, og skyldi"
cinginn lasta það.
Enn var mjcr það gleði að hafa
á einum stað í stuttu máli aðalat-
riðin f »trúar játníngu* þinni í
stjórnarskrármálinu. Eftir henni
munu ýmsir spyrja og þykir mjer
gott að svarið er í Bjarka.
En allir þessir kostir brjefs þíns
eru þó lítils verðir í samanburði
við þuð, að það hefur frelsað mig
frá þeirri kvöl, að þurfa að eiga
orðastað við Austra og Stefni, og
þeirra nafnlausu1 brjefritara. í5etta
var mjer svo góður greiði, að þó
hann hefði átt að kosta það, að
jeg bæði opinberlega fyrirgefníng-
ar á þeim orðum í Bjarka,
sem hafa móðgað ekki cinúngis
j>ig beldur alla Bíngeyínga og alla
F.yfirðínga að undanteknum þeim
mönnum sem í Stefni skrifa, j>á
befði jeg unnið það til og gert það
með ánægju
Jeg skal og játa þaði að mjer
h>. fur oft verið kaldara hcldur en þær
1 tUr þegar jeg skrifaði greinarnar
''l t'snar °g l30 get Jes
tkki skotið - •
mjer undir þá skýlll
að jeg hafi skrifað bær < ■
augnabliks bráðræði; jeg gerSj
mjer hvert orð ljóst — eins þau
vestu, sem jeg vissi að mest
mundu særa ykkur alla vini mína
' ^mgeyarsýslu og Eyafirði, og þau
efðu ekkl orðjði gátu
orðið óðru
vís’ aHa þá stund þáng-
Sð H1 fJPkk brjef þiIt.
Jeg vildi fá svar frá „m , •
Ira ykkur, brjef
aungu hvað
oða grein
mig skifti
hún kostaði. Jeg vissi að baeði
þú og fleiri vinir mínir sáu berum
augum að jieiti skeytum var mið-
að á mig sem hlutu að særa mig
mest af öllum ; þið hlutuð líka að
sjá að jeg gat ekki vitað nema
brjefin væru frá einhverjum ykkar
— eins og sannast hefur lfka um
eitt — og þið gátuð ekki annað
en sjeð, að hvorki mjer nje öðrum
var huggun eða gleði að eiga þá
vini, sem notuðu Austra eða
Stefni til að senda slík skeyti á
laun, og fyrir hvað ? Hvað hafði
jeg hafst að ?
Jú, jeg hafði fylt annan flokk
en þið í stj Jrnarskrár stríðinu —
eftir þíng.
Jeg tók það fram í Bjarka í
sumar um þíngtímann að mjer þætti
frv. Dr. Valtýs hafa f sjer of veika
tryggíngu fyrir því að ráðgjafinn
yrði Íslendíngur, en það vissi bæði
Dr. Valtýr og kunnfngjar mínir
hjer að var fyrsta skilyrðið fyrir
því, að jeg fylgdi að því máli. Ur
'þessu bætti svo efri d. svo, að
aungar líkur eru til að við getum
feingið danskan ráðgjafa eftir því
frv. fremur en danskan Iandshöfð-
íngja nú. Hvort tveggja er að mínu
viti nær óhugsandi.
Með þessu var þá komið skil-
yrði fyrir þvf að jeg gæti fylt
fiokk Dr. Valtýs ef jeg vildi og
sæi ekki annað betra. En jeg var
aungum heitum bundinn við Dr.
Valtý eða neinn annan mann. En
jeg hafði, eins og jeg sagði ykkur
Jóni á Sleðbrjót, hvatt Dr. Valtý
til að freista að láta stjórnina við-
urkenna eitthvað, gánga að ein-
hverju, og lofað að styðja að
framgángi þess, ef jeg væri viss
um að b ó t væri að þvf, þó hún
væri lítil.
Þetta loforð gaf jeg af sömu á-
stæðum eins og þeim, sem jeg veit
að bentu dr. Valtý á sínar miðl-
unartilraunir; mjer sýndust undan-
farin ár benda ljóslega á, að þfng
og þjóð skortu efni, vilja og for-
ustu til að halda út í óKunna og
óútreiknanlega styrjöld, og ekki ó-
hugsandi að við gætum komið öllu
okkar fram með minni skaða og á
skemri stundu.
llafi mjer nú fundist þetta fyrir
þinS» getur þú þá láð mjer að
mjer fanst það ekki sfður eftir
þ’ngið í sumar r Jeg haf i hálf-
vegis vonast eftir með sjálfum
mjer að þið móstöðumenn Dr. Val-
týs mynduð geta safnast saman
um eitthvert ærlegt orð, sem gæti
orðið okkur öllum leiðarstjarna eða
heróp til sigurs á ókominni tfð t. d.
þ í n g r æ ð i, þó formið væri ekki
fast ákveðið að öðru leiti. Jeg
hef að vfsu aunga von um að sjá
þann sigur, en alt um það er ckki
víst að jeg hefði staðið aftar f
þeirri fylkíngu en hver ykkar.
En jeg sá ekkert slíkt orð, sá
aunga slíka tylkíngu. Jeg sá að-
eins höfuðlausan her á flótta frá
öllum sínum hugsjónum og kröfum,
sem vert var að gánga f stríð
fyrir — þú fyrirgefur orðin.
Það voru nú reyndar hvorki
kröfurnar nje hugsjónirnar, sem
gátu laðað mig að hinum flokkin-
um, til þess nær ferðaáætlun hans
of skamt. En jeg sá ekki, og sje
ekki betur, en að hann stefni þáng-
að sem bæði jeg og þið ætlið að
komast, og jeg kýs þvf að fylgja
honum meðan vegir okkar liggja
saman.
En •— »meistari« hvað á jeg að
gera til að erfa guðsríki?* eða
rjettara sagt: hvað hefði jeg átt
að gera í þfnglok þegar jeg fjell í
sekt hjá ykkur Þíngeyíngum, brást
vonum ykkar og fortíð minni? —
Núna renni jeg grun í að jeg eigi
að fylgja frumvarpinu frá ’8g til
að verða hólpinn. —
En í þínglok?
Þú ætlast þó ekki ti! að jeg
fylgdi frv. Benedikts Sveinssonar,
sem einginn ykkar hafði þorað eða
viljað bera fram á þíngi? Varla.
Bjuggust þið við að jeg fylgdi
fram milliþínganefndinni ? Að
minsta kosti ekki þú. Fví á sakn-
aðar orðum þínum yfir henni í
neðri d. skildist mjer ekki betur
en að hún væri dáin.
Síst af öllu hefur þú vænst eftir
að jeg færi að herða á ríkisráðs-
fleygnum, sem þú hafMr sjálfur
sjcð að var ónýtur frá upphafi og
aldrei gat fleygað neitt.
í’ú ert og svo nærgætinn að þú
hefur aldrei vonast eftir því, að
jeg gæti tekið að mjer frv. frá
’89; hjer vissi einginn eystra þá
að þið ætluðuð að fá únga úr því
eggi. Jeg mundi, í einlægni sagt,
ekki cftir að það vairi til á jörð-
unni, enda vissi jeg ekki betur en
að foreldrarnir hefðu flogið frá því
sem fúleggi fyrir 8 árum.
En þá fer að vandast málið fyrir
mjer, og nú verðurðu að fyrirgefa
mjer, því nú ætla jeg að segja
ljótt: jeg skil ekki að þú eða
þið hafið ætlast til, að jeg færi
að fylgja krossferli ykkar á þing-
inu, aðeins að bregða fótum fyrir
Valtý, en hafast ekkcrt það að
sjálfur, sem dugur væri í fyrir
neinn mann. l’etta geta vel hafa
verið hyggilegar aðfarir frá ykkar
háifu eins og á stóð, en jeg sje
aunga ástæðu tii að þið gætuð
vænst þess af mjer.
Hafi nú ekkert af þessu verið
orsök í vonbrigði ykkar, þá er
ekki annað eftir en ef þið hafið
vonast eftir að jeg myndi annað
hvort þegja um stjórnarakrána eða
þá að finna einhverja nýa leið, sem
til lífsins lægi.
Þetta getur verið, en um hvort
tveggja efast jeg samt. Mig grun-
ar að vonbrigðin felist ekki í. því
að jeg talaði, heldur hinu: að jeg
talaði úr skökkum flokki. Hefði
jeg vitað það fyrir fram að þið
ætluðuð að grafa upp frv. frá ’8g
eða lagt það á brjóstíð þegar það
kom, þá skilst mjer sem allar vonir
ykkar lifðu enn þá við góða
heiisu þar í stað.
A nýum leiðum skil jeg ekki að
þið finnið þörf. Við eigum þar
svo margar hugsjónir að gánga
eftir, sumar göfugar og fagrar, ait
ofan frá aðskilnaði Jóns Oiafsson-
ar og lýðveldi og niður til fleygs-
ins sæla. Þú og þið skiljið og
finnið fullljóst hvernig um þær
allar hefur farið, og mjer er til
efs að þið haldið í alvöru að mig
lángi til að eiga nýtt leiði í þeim
kirkjugarði. .
Svona stóð nú mál okkar eftir
þíngiok; svo kemur þú híngað á
leiðarmótið og jeg segi þjer þá
það sannasta og hreinskilnislegasta
sem jeg átti til af högum mfnum
og stefnu. Jeg skýrði frá þínum
orðum á mótinu syo satt og rjett
sem jeg hafði vit á. Jeg hafði
aunga ástæðu haft til að sveigja
persónulega að þjer eða nokkrum
öðrum Þíngeyfngi eða Eyfirðíngi.
Jeg hafði aðeins farið nokkrum
storkunaryrðum um frammistöðu
andstæðfngafloks Dr. Valtýs á
þíngi, en jeg sje ekki betur enn í