Bjarki - 07.05.1898, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr.
borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr.
borgist fyrirfram).
BJARKI
Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af-
slátttur ef oft er auglýst. Uppsðgn
skrifleg fyrir 1. Október.
III. ár. 18
Seyðisfirði, Laugardaginn 7. IVIai
1898.
Kaupendur Bjarka og
Skiftavinir cru beðnir að at-
huga að Arm Jóhannsson
sysluskrifari á Seyðisfirði
annast alla útsendíngu blaðsins og
innheimtu fyrir það frá j. Júlí
þ. á. Í’ví er nú vinsamlcga
skorað á menn að snúa sjer til
hans með alt það, sem Snertir
útsendíngu, pöntun borgun
blaðsins og yfir höfuð öll fjármál
þess eftir þann tíma.
Samkvæmt þessu eru allir kaup-
endur vinsamlega beðnir að greiða
ogoldnar skuldir fyrir síðasta ár
til Arna Jóhannssonar og eins and-
virði þessa árs sem fellur f gjald-
daga i. Júlí næstk. þeir sem það
er hentugra geta og nú sem fyrri
borgað í innskriftum til allra versl-
ana sem skifti bafa við Austur-
land eða Kaupmannahöfn, og sent
viðurkenníngarseðlana til Árna Jóh.
Seyðisfirði 7. Maí 1898.
Utgefendur Bjarka.
Um leið og jeg lýsi yfir því, að
jeg mun eftir fremsta megni gera
mjer far um að kaupendur Bjarka
fái hann með sem bestum skilum,
leyfi jeg mjer að mælast til þess,
að útsölumenn og kaupendur geri
mjer aftur á móti sem greiðust
skil fyrir andvirðí blaðsins.
Árni Jóhannsson.
Utlendar frjettir.
- :o: -
Styrjöld hafin milli
Spanar og Bandarikja
um Cúbu.
Síðustu fregnir nú með Vaagei
1. Maí sögðu, að griðum og frið
v æri lu' slitið milli Bandamann;
og Spánverja og ófriður hafinn.
þess var getið'í síðustu frjett
um að sendihertar beggja rfkj;
væn kvaddir heim og friði mynd
því lokið. Þetta varð líka svo
Báðar málstofur á þingi Banda
manna í Washington samþyktu aí
síðustu að skerast í leikínn nf
þegar og Me Kinlcy skrifaði undii
og sendi Spánarstjórn samstundis
t,c'nharða kröfu um það, að þeii
^ ^eSar í stað að veroa allii
1 burt af p..
-ubu, en að öðrum kost
væri friðnum •,
m '°k'ð milli ríkjanna.
Þ=*'» N«.,kMaíi„n 2a
April »g var Si.í,Jiim
gefinn umhugsunarfrestur til þess
á Laugardagsmorguninn 23. Apríl
kl. 6, þá yrðu þcir að gefa skír
svör af eða á umsvifalaust. Spán-
verjar neituðu að gánga að þessu
og var því ekki annað að gera
fyrir Bandamenn en að hefja upp
hersaunginn og halda af stað.
Báðir höfðu búið sig eftir faung-
um rins og áður hefur verið getið
hjer ( blaðinu, keyft *kip, bæði
herskip og flutníngaskip og Spán-
verjar tekið stór lán, og sagt að
þeir hafi feingið nokkuð af því
láni í Ameríku sjálfri. Þó eru það
ekki sannaðar fregnir enn þá.
Bandamenn hafa þegar stefnt
flota sinum til Cúbu og Portóricó,
sem er eya þar vestur frá nokkuð
fjær strönd Ameriku en Cúba, og
er líka eign Spánverja. Þessar
báðar eyar setja þeir í herkvíar
og þar verða fyrstu atlögurnar, og
væntir Bjarki að geta sagt söguna
af því í næsta blaði. Það var tal-
ið víst að fyrsti hnefaleikurinn yrði
háður um Havana höfuðborg Cúbu,
því hún er í höndum Spánverja.
Grúi af skipum var kominn á ferð-
ina til að flytja herlið Bandamanna
til Cúbu til að taka eyna, og þó
Bandamenn hafi ekki annað en
leigulið, eða sjálfboðalið, þá lítur
ckki út fyrir liðskort hjá þeim
fyrst um sinn, því liðsafnaðarfjelagið
eða fríliðafjelagið, hefur boðið
stjórninni að senda henni 400 þús-
undir liðsmanna undir eins og hún
gefi minstu bendíngu.
Stjórnin hefur tekið 80 þús-
undir manna á mála og gert við
þá þriggja ára samníng til vara
ef ófriðurinn kynni að standa svo
leingi, og allir sýnast nú búast
við að hann verði ckki svo skamm-
vinnur eða hægur viðfángs sem
menn höfðu getið til. I borginni
New York er ákaflega mikill og
fríður skemtigarður, með dýra-
garði, trjám og blómreitum (marg-
ar cnskar mílur ummáls) og er
sagt að 24. Apríl og þá daga þeg-
ar liðið var að safnast saman væri
hann alsettur hermannabúðum.
Margan rnUn stansa á þvf að
Spánværjar hafa vogað sjer í þennan
ófrið við Bandamenn, og er sagt
að stjórnin hafi mjög verið á báð-
um áttum en aðallinn og höfðíngja-
flokkurinn hafi stappað í hana
stálinu og æst þjóðina, sem þeir
gátu til að gera hið sama. Það
er gamli valdahrokin, drottnunar-
girnin og laungunin til að kúga
sem tekur vitið frá þessum mönn-
um, og það þó þeir viti að þeir
hafi ámæli als heimsins fyrir að-
farir sínar á Cúbu og eigi nærri
víst að verða undir í ófriðnum, því
þó þeir heimsæki New York og
stórborgirnar á austurströndinni og
geti gert þar tjón, sem þó er víst
vansjeð, þá er einginn efi á því, að
þeir Uggja flatir fyrir Bandamönn-
um um sfðir, sem og er ekki
nema von.
Aftur á móti geta Bandamenn
sjer með þessu maklegt lof als
heims, þvf þetta er ein af þeim
fáu styrjöldum, sem ást til mann-
úðar og rjettlætis og bróðurtil-
finníng mannkynsins hafa átt upp-
tök að. Hjer sýnist vera svo lítið
undir af eigingirni, að auðvirðilegt
væri að tala um hana hjá Banda-
mönnum svo afarmikið scm nú er
lagt í sölurnar. Og herfrægð
geta þeir ekki hugsað um hjer,
því þeir eru lítið meiri menn þó
þcir komi Spánverjum á knje.
Allur heimur óskar Bandamönn-
um hamíngju og Cúbu frelsis.
Meira næst.
Þíngvalla-
fundarboö.
Með þvf að svo má gera ráð
fyrir, að á næstkomanda sumri, eigi
síðar en 20. Agúst mán., verði bú-
ið að byggja hús það á Þíngvelli,
er styrkur er til veittur í núgildandi
fjárlögum, fyrir þjóðlegar samkomur
og erlenda ferðamenn, þá viljum
vjer undirritaðir leyfa oss að skora
á hin einstöku kjördæmi landsins
að kjósa og senda þángað fulltrúa,
einn eður tvo, eins og ákveðið er
um þjóðkjörna alþíngismenn.
Tilgáng fundarins höfum vjer
hugsað oss þann, að ræða mestum-
varðandi almenn þjóðmálefni, sjer
í lagi stjórnarskipunar málið, cn
teingja þar við jafnframt þjóð-
mcnníngar samkomu fyrir land alt
með svipuðu fyrirkomulagi og gert
var f Reykjavík síðastliðið sumar.
Vjer fulltreystum því, Íslendíng-
ar, að þjer munið gefa þessari á-
skorun því rækilegri gaum, sem
þjer munið finna til þess, eins og
vjer, að aldrei hefur verið brýnni
ástæða til þess en nú, að sameina
bestu krafta fósturjarðarinnar henni
sjálfri til vegs og frama.
Fundurinn verður settur fyr-
nefndan dag, 20. Ágústmánaðar á
hádegi.
Ritað í Aprílmánuði 1898.
B. Sveinsson. Sig. Gunnarsson.
Kl. Jónsson. Jón Jónsson þm.
Eyfirðínga. Pjetur Jónsson.
Til skýríngar þessu fundarboði
skal það tekið fram, að það er
tilætlun vor fundarboðenda, að
allir kjósendur í hverjum hreppi
hinna ýmsu kjórdæma landsins, eða
því sem næst, eigi fund með sjer
fyrir forgaungu bestu manna, að
þeir á þeim fundi kjósi kjörmenn,
I fyrir hverja 10 kjósendur cftir
hinum gildandi kjörskrám, að þeir
kjósendur sem mæta verði nafn-
greindir í fundargjörðunum á sama
hátt sem í kjörskránum, og að
allir kjörmenn hreppanna, að því
búnu, komi saman á einn fund og
kjósi þar fulltrúa til Þíngvalla-
fundarins, I eða 2 eftir því sem
alþíngismenn eru. Það segir sig
sjálft, að alþíngismenn eru ekki
kjörgeingir, hvorki sem kjörmenn,
nje Þíngvallafundar fulltrúar.
Fundarboðendurnir.
Bjarki flytur gjarnsamlcga þetta
fundarboð, þó það komi frá and-
stæðíngum hans í stjórnarskrár-
málinu, og gerir það því fremur,
sem hann hafði lagt það til áður
að reyna líkt ráð til að lægja
brimrótið í pólitíkinni. En ekki
dylst honum það, sem allir aðrir
hljóta að sjá, að hjer er stýrt
nokkuð aðra leið en hann hafði
kosið og bent til, og er, því mið-
ur, hætta á að landtakan geti orð-
ið önnur af þeim ástæðum.
Þetta stafar þó ekki af því að
fundarstaður er hjer kjörinn annar
en hann hafði nefnt til, því vel
sæmir það okkur að koma samau
á Þíngvelii til að ráða ráðum okk-
ar, en jeg get enn þá ekki betur
sjeð en að fundarstaðurinn sje
heppilegastur í Rvík, svo að menn
gætu gefið sjer tóm til ráðagerða
og þyrftu ekki að flaustra neinu
af í fumi, eins og viljað hefur