Bjarki - 21.05.1898, Blaðsíða 1
Eitt blað á víku minst. Árg. 3 kr.
korgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr.
borgist fyrirfram).
Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af-
slátttur ef oft er auglýst. Uppsögn
skrifleg fyrir i. Október.
BJARKI
IH. ár. 20
Seyðisfirði, Laugardaginn 21. Mai
1898.
Cúba.
Saga Cúbu og ásigkomulag.
Cúba er ákaflega frjóvsöm og
stórfræg fyrir fegurð. Hún er að
stærð 11S þús. [J kílómetrar, eða
lítið eitt stærri en ísland (lsl. er
rúmir 104 þús. Q kílóm.). Hún
er ákaflega laung 0g mjó og horfir
frá austri til vesturs, hjcr um bil
30 vikur sjávar í suður af Florída-
skaga sem geingur suður afBanda-
rikjum austast. Höfuðborg á eynni
heitir Havana eða Havanna, oftast
skrifuð Ilabana. Hún stendur
norðan á eynni vestan til. í hitt
eð fyrra voru borgarbúar á þriðja
hundrað þúsundir en nú er þeim
fækkað að mun.
Cúba er stórauðug að landsnytj-
um og þaðan eru flutt ógrynnin
öll af sykri, tóbaki, kaffi, baðmull
cacaó, mais, hrísgrjónum og mörgu fl.
C.úba hefur verið eign Spánverja
síðan Cólumbus fann hana 1492 og
hefur verið illa leikin. Kram á
miðja seinustu öld var þar einok-
un eins og á íslandi var fram á
þessa öld. Landstjórar Spánverja
á ( úbu hafa verið einvaldir og ó-
hlutvandir harðstjórar flestir, svo
að landslyðurinn hefur hvað eftir
annað gert þar uppreist, en alt
verið bælt með vopnum og kæft í
blóði híngað til.
Uppreistin.
Næst síðasta uppreistin stóð frá
1868 til 78, og endaði með því
að uppreistarmenn urðu að gefasi
UPP’ eða nærri því, en feingu þc
loforð um ýmsar bætur, en þæ,
voru sumar dregnar úr hömlu, flest-
ar gerðar gagnslausar og margat
sviknar. l’egar loks svo var kom-
i(1> > hitt eð fyrra að ástandið var
niðið ennþá óþolanlegra eftir um-
bæturnar en fyrir þær, gerðu þeir
ul'preist. Meiri hluti eyarbúa gekk í
samband, myndaði lýðveldi, þcirkusu
stjmn og settu embættismenn að
öllu eins og íBandaríkjunum. J’ó
heir lægi undir í fyrri upprcistun.
um þá höfðu þcir lært mikið af
þcim, þar á meðal það, að fram-
kvæmdarvaldið mætti ckki grípa
’nn í herstjórnina. lrað hafði verið
,s )'^’n síðast. 1 síðustu styrjöld-
m hefðu Spánv. scnt 150 þús.
' . Út>U sagt að So þús. af
þeim jctu hfið, krónur hefur það
kostað fleiri
en nokkur viti tölu
Nú hafa foríngjar uppreistar-
manna þvælt og þreytt Spánverja
í tvö ár. Þeir hafa sent þángað
150 þús. manna og er sagt að
ekki muni eftir meira en x/3 af því
liði. Maximó Gómez foríngi
uppreistarmanna er sagður ágætis
foríngi, gáfumaður og besti dreing-
ur. Hann var áður foríngi í liði
Spánverja, en þeim fórst illa við
hann og strákslega svo hann sagði
af sjer.
I þessi tvö ár hafa uppreistar-
menn í raun og veru ráðið miklu
meira á Cúbu en Spánvcrjar og
heita má að Iýðveldið hafi ráðið
allri eynni í verkinu, nema Havana
þar sem landstjórinn og embættis-
mennirnir spánversku sitja; þeir
halda enn borginni og nokkrum
sveitum þar í kríng. Landsstjórn
hefur í mörgu orðið að fara að
vilja uppreistarmanna, svo að allur
póstflutníngur og brjef voru viss-
ari að koma með skilum ef upp-
reistarmenn tóku þau að sjer.
Þetta varð stjórnin að láta sjer
lynda, því ella voru vagnar og
brýr spreingd í loft.
Flokkar á Cúbu
eru sagðir fjórir sem nokkuð kveð-
ur að. E i n n er spánski flokk-
urinn sem situr í Havana með
landsstjórn og embættismenn í
broddi fylkíngar. l’eir vilja aungu
breyta og hafa verið Spánar
megin í öllu stríöinu. A n n a r
flokkurinn vill fá frjálsari stjórn en
undir vernd og yfirráðum Spánar.
Hinn þ r i ð j i vill að Cúba fái
frjálsa stjórn, undir vernd og yfir-
ráðurn Bandaríkja og loks vill sá
f j ó r ð i að Cúba verði alfrjálst
lýðveldi aungum háð og er jafnilla
við presta- og aðalskúgun Spánar
eins og við auðvald Ameriku kóng-
anna.
Þessir flokkar þrír hinír síðast-
töldu hafa allir tekið þátt í upp-
reistinni meira og minna, og er
sagt að hinn síðast nefndi, sem
vill Cúbu alfrjálsa, sje fjölmenn-
astur. Því lustu Spánvcrjar upp
þeim kvitt, þegar Bandam. höfðu
sent þeim herboðið, og sendu
hraðskeyti um það út um alla ver-
öld, að uppreistarmenn hcfðu þeg-
ar geingið í lið með Spánverjum
og ætluðu að berjast með þcirn móti
Bandamönnum því upprcistarmenn
hötuðu þá ennþá meira. Spánv.
sögðu líka að Cúbumenn hefðu
unað vel stjórnarbótinni og tekið
feiginshendi vopnahljenu, svo alt
hefði rjett að segja verið komið í
ágætasta lag en það hefðu Banda-
menn ekki viljað, og því byrjað
ófriðinn.
Alt þetta hefur reynst lýgi.
Stjórnarbótinni var neitað af öll-
um nema stjórnarflokkinum, og
vopnahljeð aftóku uppreistarmenn
nema því að eins að herinn færi
burt af Cúbu og hún yrði lýðveldi.
Þessu var synjað og því hefur
hernaðinum haldið þar áfram alt
fram á þennan dag. Á öllu þcssu
er auðsjeð, að uppreistarmenn töldu
sjer sigur vísan hversu sem færi,
enda hafa þeir fcingið góðan styrk
frá vinum sfnum í Ameriku. Spán-
verjar segja að uppreistarm. hafi
feingið 70 sendíngar frá megin-
landi af vopnum og vistum.
Víðbúnaður.
Um liðveisluna mun það vera
sannast sem hraðskeyti til Lund-
úna segja. Þegar ófriðarfregnin
kom til Cúbu lýsti herinn og
spánski flokkurinn í Havana því,
að þeir berðust með Spánv. með-
an nokkur þeirra stæði uppi. Þeir
fóru þegar að víggirða borgina og
búast til varnar. En þann dag
fóru fimtán hundruð Spánverja út i'r
Havanaborg til að berjast með
upPreistarmönnum móti Spánv. því
áreiðanlegt er talið að þeir berjist
allir með Bandamönnum. Þann
dag steig ket í Havana frá 20 cent
upp í 50, (úr c. 75 aurum upp í
1 kr. 85), því búist er við umsátri.
Þetta er ástandið á Cúbu og
mun flestum ekki þykja það efni-
legt fyrir Spánverja.
Flotarnir.
Fyrir 20 árum áttu Bandam.
eingin herskip, en áður þeir tóku
að búa sig í þennan hernað höfðu
þeir komið sjer upp þessu: 23
bardagaskipum. (10 stórum 13
minni) 20 ljettiskipum (fimm af
bestu sort, hin lakari), áttu fáeina
spreingibáta, en einga vjelveiðara
(Það eru bátar, sem fánga og
eyðileggja spreingiskotin, sem
spreingibátarnir senda út niðri í
sjónum til að spreingja skipin í
loft). I ár hafa þeir bætt við sig:
3 brynskipum (bardagaskipum), 8
ljettibátum brynjuðum og 12 ó-
Lrynjuðum og 20 vjelvciðurum
með nýasta og besta útbúnaði, og
eru altaf að kaupa ný skip.
Spánn á eingin bardagaskip, en
8 ágæt og 6 góð ljettiskip og 20
góða vjelveiðara. Þeir hafa og
keyft nokkur skip. En eins og
menn sjá eru Bandam. komnir lángt
fram úr þeim. Hitt er víst að lið
Spánv. er miklu æfðara en Banda-
manna, og munu þar þó vera góðir
sjómenn enda mest komið undir
forustunni. Sagt er að landlið
Spánverja muni nú undir aungum
kríngumstæðum fara fram úr 150
til 200 þús. manna.
Bardagaskipin eru heljar bákn.
Stærsta skip Bandamanna heitir
Kentucky og kostar hvert skot á
því þrjár þúsundir króna.
Alít heimsins.
Einglendíngar, og allir frjáls-
lyndu flokkarnir í Evrópu eru Banda-
mönnum þakklátir og fagna dreing-
skap þeirra sem sigurboða frelsis
og rjettlætis og sjerstaklega er
þetta fagnaðarefni eftir að’öll stór-
veldi Evrópu höfðu komið sjer
saman um í fyrra að kúga og
myrða Kríteyínga í nafni guðs cg
mannúðarinnar til þess að skjóta
öllum frelsisvinum skelk í bríngu.
Þjóðversku blöðin flest skamma
þar á móti Ameriku og segja að
þetta sje gert af eigingirni en
mannúð og rjcttlæti haft aðeins að
yfirvarpi, og frakkncskur auðmað-
ur einn hefur gefið Spánv. 250
þús. fránka til flotans.
Loks skal þess getið að Cúbu-
búar eru flestir af spánvórskum
ættum; þeir eru fríðir menn og
kvennfólkið sjerstaklega frægt fyrir
fegurð, og er mælt að herforíngj-
unum spánversku sje aungu ókærra
að vera hjá því en hjá byssunum.
Sá sem þetta skrifar hefur haft þá
ánægju að sjá tvær Cúbu-meyar,
og finnur ekki hjá sjer neina sjer-
lega ástæðu til að lá fon'ngjunum
þetta. Nokkrir eru þar og blend-
íngar af Spánverjum og Svertíngj-
um og töluvert af hreinum Svert-
íngjum. Loks eru þar nokkrir
Amerikumenn.
Friðrik á Bakka, Jóns-
son, úr Eyafirði kom hjer við um
daginn á Agli. Það er gaman að
rabba við þann karl, og jeg he:
fáa gamla bændur liitt scm svj