Bjarki


Bjarki - 21.05.1898, Blaðsíða 2

Bjarki - 21.05.1898, Blaðsíða 2
78 voru ríkir að andlegu og líkam- legu fjöri eins og Friðrik. Það er strax einkennilegt ]>essum manni sjötugum að taka sjer skemtitúr á sýninguna í Björgvin. Hann brá sjer og á Hafnarsýnínguna 1888 með Einari heitnum Asmundssyni. Annars er þetta fimta utanferð Friðriksgamla ogskyldieinginn synja fyrir að hann bregði sjer á sýnínguna miklu í París árið igoo. Það er auðsjeð á öllu fasi mans- ins að hann muni hafa kunnað illa við um dagana að vera aðgerðarlaus, enda er það og svo: Hann hefur verið sístarfandi alla daga og í mörgu brotist, og byrj- aði með því þegar hann kom úng- ur og alslaus frá trjesmíðanámi af Borgundarhólmi, að hann tók lán til að kaupa gamlan skipsræfil, bætti hann sjálfur og hjelt síðan skipinu mörg ár til hákarla; það er »Minerva« »mentagyðjan« hans sem hann á enn og hefur orðið honum lánsöm eign. Margt hefur hann gert fleira um ævina sem vert væri að nefna og á vonandi eitt- hvað ógert enn, því ennþá sagði hann að gaman væri að lífinu. Skyldu margir sjötugir bændur af íslandi verða á sýníngunni í Björgvin! Seyðisfirði 21. Maí. Nú sýnist vorinu vera orðin al- vat a, því nú í þrjá daga hefur ver- ið sumarveður, sama blíðan, og ennþá betri en á dögunum. 111- viðrið og hroðakastið sýnist hafa verið prentvilla; en meinleg prent- villa var það. Fiskur hefur verið góður hjer þessa daga bæði á gufuskipin og eins á báta. Gufuskipin feingu þetta í síðustu ferðinni: Bjólfur 800, Egeria 1600 og Elín 1507. Bjólfur varð í þetta sinn að hætta í miðju kafi, mátti fara til lands til að leita háseta einum læknis- hjálpar. Elín hefur nú íslcnska skipshöfn og þykir hún duga aungu síður en hin norska sem látin var fara heim til sín af því hún neit- aði að vinna með þessum skip- stjóra, að því er sýnist, mjög á- stæðulítið. Það er sami skipstj. og var í fyrra og var þá vel látinn Alt er þetta ágætlega vænn fiskur bæði á bátunum og skip- unum. L a M a n c h e, varðskipið frakk- neska kom híngað þ. 16. Fór aft- ur daginn eftir. E g i 1 1 kom að norðan þann 17. Með honum voru Friðrik jónsson frá Hjalteyri, Jakob kaupm. Hav- steen frá Akureyri og Stefán bóndi Einarsson frá Möðrudal allir á leið til sýníngarinnar í Björgvin. Lár- us Thórarensen og Benjam. Benja- mínsson af Akureyri, Sveinn og Jón læknir Jónsson af Vopnaf. á bind- indisfund sem hjer er haldinn í dag. Yngismey Í’órdís Stefánsd. for- stöðukona kvennaskólans á Akur- eyri, Ágústa Jónsd. frá Vopnaf. til Hafnar. Hans Beck verslunarstj. til Eskifj., Jón Vestmann á Melstað og fjöldi annara manna, því svo margt var á Agli að varla varð þverfótað. Egill fór um nóttina og með honum hjeðan Sig. kennari Sigurðsson frá Eiðum, Skafti Jó- sepsson ritst. og Ingibjörg dóttir hans öll til Björgvinar o. fl. L a g o s, seglskip með kol til Watbnes kom í gær. H ó 1 a r komu í dig. Sagt er að með þeim væri: Guðm. Asbjarnar- son cand. theol., Helga, kona Stef. verslunarm. Baldvinss. í Mjóaf. og fjöldi sjómanna, mest af Suðurlandi. Kr. veitíngam. Hallgrímss. kom. Sjera Geir Sæmunds- s o n kvað gegna prestsverkum hjer á Seyðisfirði í fjarveru sjera Björns. ÓFRIÐURINN. Nýustu fregnir frá 3. Maí segja að sjóorusta hafi staðið við Fil- ippseyar og að Bandamenn hafi tekið höfuðborgina þar M a n i 1 1 a. Þetta er þó lausafregn. f Þann 9. Apríl þ. á. andaðist konan Sezelia Jónsdóttir á Gullbríngu i Svarfaðardal, 65 ára(?), kona Jóhans bónda Jónsson- t ar er leingi bjó á Ingvörum í sömu sveit. Þessarar góðu konu er sárt saknað af eftirlifandi eiginmanni, 2 dætrum og 5 sonum, þar á meðal Arna Jóhanssyni á Seyðicfirði. Ágrip af störfum Sýslufundar N.-Múlas. 10.-12. þ. m. B r e m n æ s. Oddv. skýrði frá gángi þess máls síðan í Seftembermánuði í haust og að hann hefði borgað út sýslusjóðsgjaldið til útgerðarinnar fyrir '97, með fví skilyrði að fjeð yrði feing- ið honum sem veð fyrir lúkníngu skaða- bóta þeirra sem menn hefðu krafist fyrir samníngarof og brot á ferðaá- ætlun Bremnæs sumarið '97, ef þær kröfur reyndust á rökum bygðar. Sýslun. samþ. aðgjörðir oddvita. Vigfús Sigfússon borgarisagði af sjer hreppstjórn á Vopnaf. Samþ. tillaga um að hreppstjórar skyldu vera þar 2 framvegis; annað umdæmið Sel- árdalur með Strönd og Vesturárdalur með Norðurskálanesi og hitt: Kol- beinstángi, Hofsárdalur, Hraunfelsdal- ur, Fjallasíða og Vopnafj. strönd eystii, og tiltók sýslunefndin sem vel haf hreppstjóraefni: Björn Pálsson á Vak- ursstöðum, Jón Hallgrímsson á Ljóts- stöðum, og Sigurj. Hallgrímsson í Ytri- hlíð fyrir vestri hlutann, en fyrir hinn eystra: Runólf Haldórsson og Ól. Jónsson á Vopnaf. og Kr. Arnason á Skálanesi. Sigfús borgari fer nú búferlum til Akureyrar og hafði sent sýslunefndinni skilnaðarkveðju sína og hamíngjuóskir lýsti sýslun. því að mesta eftirsjá væri að honum sem nýtasta manni og ósk- aði honum hamíngju og als velfarnaðar. Jóhann Sveinsson útvegs- maður á Gnýstað hafði sagt af sjer hreppstj. í Seyðisfj. hrcppi. Taldi oddviti það skaða, því hann hefði gengt því starfi heiðarlega. í stað hans voru tilnefndir: Sigurður Einarsson á Há- nefsst., Ólafur Pjeturss. Lórarinsst. og íngim. á Söilast. Eiríksson. Reglugjörðin um hunda- lækníngar var sett í nefnd og samþ. síðan sýslun. nokkrar breytíng- ar á henni. Hundar læknaðir haust og vor sem áður og greiddir 50 au. fyrir hvern hund í hvort skifti. AMir hund- ar skulu hafa hálsgjörð sem sje með brennimarki eiganda eða merkiskildi, sem sýni hvar seppi á heima. Ógyrtir hundar óhelgir. í'rjettaþráðurinn. Samþyktin um hann var birt í síðasta bl. Lögferjur. Samþ. meðal annars að ferjan á Selá í Vopnaf. skuli færð frá Hvamsgerði að Hámundarstöðum. Sveitaverslunarleyfi veitt Vilhj. útvegsm. á Hánefsstöðum. Fjárkláðamálið var sett í nefnd og síðan samþ. þessar tíllögur: í fullu trausti til þess að amtið sjái svo um, að gerðar verði hinar ftrustu ráðstafanir til að uppræta fjárkláðann milli Jökulsánna hið fyrsta, og hefta allan flutníng fjár yfir Jökulsá í Axarf., leyfir sýslun. sjer að leggja til að eftir- fylgjandi ráðstafanir verði gerðar til að hindra útbreiðslu fjárkláðans hjer í sýslu: a, að bannaður sje flutníngur og rekstur á fje yfir Jökulsá á Brú. b, að lokað sje brúnni með tveim hurð- um sinni á hvorum enda hennar. c, Að Jóni bónda Jónssyni á Fossvöllum sje falið að gæta þess, að hurðir brúar- innar sjeu aftur og vitja um það að minsta kosti þrisvar á dag: um fóta- ferðartíma, miðjan dag og háttatíma og hann sje beðinn að styggja fje frá brúnni báðu megin, svo oft sem færi gefst og þörf er. d, Fje það austan Jökulsár, sem kann að koma fyrir í haustgaung- um norðan árinnar sje skoðað ná- kvæml. af þar til kvöddum mönnum, og ekki rekið austur yfir fyr cn næg tryggíng er feingin fyrir því, að það flytji ekki kláðann. Sömul. sje slátur- fje ekki rekið austur yfir Jökulsá nema undir nákvæmu eftirliti þar til kvaddra manna«. Aukaskoðun í nokkrum hluta Túnguhr. var samþ. að borga að helm- íngi; sömul. eftirlit á sótthreinsun fjár- húsa í Vopnaf. 71 kr. ef hreppurinn borgar ógreiddar eftirstöðvar af sótt- varnarkostnaði. Bólusetníng. Samþ. að leita þess við amtsráðið að sjá um að nægt bóluefni og bólusetníngarverkfæri verði til í sýslunni í haust. Sömul. samþ. að hæfir menn verði til bólusetnfnga í Vopnaf., Fellum, Fljótsd., Borgarf. og Seyðisfirði. Ljósmóður á Jökuldal veittar 20, og í Túugu 40 kr. frá síðasta Nýári til að jijóna hinu nýa embætti í Jökulsár- hlíð upp að Hofteigi og Hnefilsdal þar tíl ný ljósm. fæst í umdæmið. Skorað á hrepsnefndir Loðm.fjarðar og Hlíðar að ráða sem fyrst til sín Ijósmæður. Útsvarskæru pöntunarfjelags Vopnfirðínga vísað frá, af því hún væri dómstólamál en ekki sýslunefndar. Spitalamálið. Samþ. að veita ?ooo kr. til spítala á Seyðisfirði auk þeirra c. 500 kr. sem 8 hrepsnefndir höfðu lofað úr sveitarsjóðunum. Á s k o r u n samþykt til hreps- nefnda um að gæta betur fjallskila- regiugjörðarinnar framvegis. Fljótsdalsog Fellahr. leyft að taka lán til jarðabóta, en Iána skyldi aðeins gegn jarðarveði. Hreppsrtefnd Vopnafj. leyft að selja Goodtemplurum norðurenda fundarhússins á Vopnaf. fyrir 1000 kr. (100 kr. afborgun á ári). Sömu nefnd Ieyft að selja hálflenduna Nýabæ á Lánganesströndum fyrir 200 kr. Jónasi skólastjóra á Eiðum veittar 200 kr. til aukinna jarðabóta við skólann. Sjera Birni Þorlákssy ni veitt- ur 200 kr. fararstyrkur til sýníngar- innar í Björgvin og öðrum úr Vopnaf. Pjetri Guðjóhnsen ? Skulu þeir gefa sýslunefndinni og Seyðisfjarðarblöðun- um skýrslu um ferðina. Guttormur Vigfússon kjörinn til eftirlits með jarðabótum í Fellum og Tórarinn Benediktss. til að meta jarða- bætur á Seyðisf. Vigf. Jónss. á Vakurstöðum mælti sýslun. með til verðlauna úr styrktar- sjóði Kristjáns kngs. 9. Vegabætur. Samjr. a, aðgerð á brú yfir Hvanná 6 kr. b. Hrepsvega- gj. í Fellum skal nxstu þrjú ár varið til brúargerða þar. c. 200 kr. til Kald- árbrúarinnar. d. Til dráttar á Selá 90 kr. e. Til Hjálmárdalsheiðar 75 kr. f. Sýsluvega í Túngu 175. g. í Borg- arfirði 30 kr. h. Vegabóta í Hjalta- staðahr. 100 kr. i. Aðgerðar á drætti á Jökulsá hjá Hákonarst. 30 kr. k. Oddvita falið að leita við landsh. að fá verkfræðíng til að meta kostnað við vegagjörðir í strandahr. og Vopnaf. Kvennaskóli. Skorað á Oddv. að koma á sameinuðum sýslufundi til að ræða skólamál sýslnanna, íhuga álit nefndarinnar sem í pað var sett. Strandbáturinn. Endurnýuð A- skorun um að hann komi á Hjeraðsflóa. Brjefhirðín gastað í Skeggja- staðahreppi mælir nefndin með. Endurskoðunárm að u r sýslu og sveitarreiknínganna var endurkosínfl sjera Björn Lorláksson. Leiðrjettíngar. í brjefi Guðmundar læknis Hannessonar til þeirra guðsbarn- anna Jóns og Haraldar, í 17- tbl. þ. á. i. síðu 2. d. hefur mispirentast: .finnast og flestir bestu og hjarta/ireinustu menn aldarinnar«, en á að vera: »finst og fjöldi hinna bestu o. s. frv. í sama tbl. bls. 67 í augl. Guðm. Há- varðssonar stendur í nokkrum eintök- um »brjeflega eða skriflega«, en á að vera »brjeflega cða munnlcga«. A. Heyrðu lagsmaður hvaðan hefur þú feingið svona falleg og traustleg föt, scm þú ert í? B. Já, það skal jcg segja þjer kunnfngi- Jeg sendi í fyrra sumar 8 pund af svartri og mórauðri ull til ullarvínnuhúsins „HíllGvaag' Fabríkker“ við Stavángur í Nor- cgi og laungu fyrir Jól var vaðmálið komið aftur svo jeg gat verið í nýu

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.