Bjarki - 25.06.1898, Side 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr.
borgist fyrir 1. Jú,í' (erlendis 4 kr.
borgist fyrirfram).
Auglýsíngar 8 aura iínan; mikill af-
slátttur ef oft er auglýst. Uppsögn
skrifleg fyrir 1. Október.
BJARKI
III. ár. 25 Seyðisfirði, Laugardaginn 25. Júni
Telegrafinn.
----El-----
Landsh. á móti. JónVida-
lin á móti. Einginn telegr.
nema til Rvikur.
Landshöfðíngi kvað vera algjör-
lega á móti því að einn eyrir sje
lagður úr landsjóði til telegrafs
fram yfir það sem þegar er lög-
tekið. Þetta segja þrennar sam-
hljóða sögusagnir frá Ilöfn svo þ ví
verður að trúa, en ótrúlegt er það
samt. I’að sýnist nærri svo sem
Landsh. hugsi sjer að telegraf
skuli aðeins koma til Rvíkur, eða
að minsta kosti hirði lítt um ör-
lög hans þaðan, úr því hann er
kominn þángað. Það væri óheppi-
legt ef þetta væri fyrsta lífsteiknið
frá því landshöfðíngjavaldi sem þeir
Arnljótur og Bogi eru að sanna
okkur að eigi að leiða land og
þjóð til þroska og framfara, þekkja
hagi okkar og þarfir og vaka yfir
gagni okkar allra. Við binir sjá-
um hjer ekki annað fyrir en þraung-
sýna samanhángandi bendu í Rvík,
sem hefur það eitt fyrir augum, að
efla sitt eigið vald og álit og er
fjandsamleg öllu sem þar er á móti
hvað sem lífi als landsins líður.
þetta gctur nú verið vondur
draumur, cn ekki kæmi það okkur
hjer á óvart þó þeir Arnljótur og
Bogi yrðu með því annar hvor eða
báðir, að leggja telgrafinn upp til
Rvíkur án þess að nokkur vissa
sje fyrir að honum verði haldið á-
fram leingra. Við fáum nú að sjá;
því varla mun þurfa að búast við
þeirri skemtun að heyra þá þegja,
að minsta kosti ekki Boga.
En ætli Lhöfðíngi hjer að fara
að spara fyrir landsjóð, þá er ellin
farin að gera hatin æði nærsýnan.
Í5ví sjái hann það ekki, þá sjá þó
ahir gjaldendur íslands það, að
hagvænlegra er að leggja fram 150
þúsundir nú, en að verða að jafna
niður á sig 45° þúsundum st'ðar,
cöa gleymir hann því, að |>að eru
si.inu mennirnir sem að síðustu
verða að bera hvora tveggja byrð-
ina. Við hinir viljum heldur láta
15o kr_ nij cn gr síðar og
okkur er harmur að því, að æðstu
stjórnaraugun inn]cndu skulu ekki
geta sjeð þetta með okkur.
Sumir sPaðu því nlj strax þegar
þeir heyrðu að Lhöfð. væri móti
telegraf umhverfis land að Jón
Vídalín yrði það líka. Ilvort sem
orsakasambandið hefur verið hjer
rjett rakið eða ekki þá hefur spáin
rætst. Jón ljet [tað, að sögn, í ljósi
hjer og það styrkist líka við brjef
frá Höfn, að hann sje eindregið
með því að leggja telegrafinn upp
til Rvíkur, auðvitað án þess nokk-
ur tryggíng sje fyrir að honum
verði haldið áfram leingra.
Við höfðum nú vænst þess svo
víst að hagur kaupfjelaganna heimt-
aði að þráðurinn kæmi sem fyrst
kríng um alt land, en Jón lítur
víst öðru vísi á þetta.
Auðvitað hcfur hann sínar á-
stæður og er jafnfrjáls að skoðun
sinni og við hinir að okkar, en
okkur er þetta þó ekki alveg íls-
vitalaust. Við höfum sjeð hugsan-
ir margra kaupfjelagsrnanna fara
merkilega saman í stjórnarskrármál-
inu og þó við trúum þeim upp á
dreingskaparorð þeirra að þeir fari
þar að sínum munirat og ekki ann-
ara, þá erum við þó fyrst rólegir
þegar tækifærið býðst til að sýna
þetta í verkinu og þetta tækifæri
er notað að fullu. Og vorkunn
væri þó mönnum fyndist, ef þessir
sömu menn fxri nú að lcita
að rökum til að verja stefnu Jóns,
þvert ofan í skynsamlega hugsun
og velferð meira hluta landsins, sem
það myndi ekki áhrífalaust.
IJetta særir ckki einúngis af því
að við töpum vinum, mörgum kærri,
heldur af þvf að kaupfjelagasam-
bandið, sem við höfum unt, og
óskað allrar blessunar, er þá orðið
að eitraðasta átumeini sem hver
maður er skyldur til að skera burt
sem hníf hefur og hug.
Þetta segjum við þó meir Jóni
Vídalín sjálfum til athugunar held-
ur en forstjórum kaupfjelaganna,
því við höfum af ýmsum fregnum
ráðið að þcir sje Iandþræðinum
hlyntir og muni halda fram þeirri
stefnu. Og við tkorum á þá að
láta þetta ekki hlutlaust, heldur
safna bæði tillögum og loforðuxii um
fjárframlög til vara, og skora sjálf-
lr á ráðgjafann að tryggja öllu
landinu þráðinn, og sje ekki annar
kostur, þá að láta hann ekki
koma til landsins fyrri en
sú trygging er feingin Iaga-
leg. l’að cr skylda als landsins
að sjá um, að atvinnu og verslun
einstakra hjeraða verði ekki slátr-
að fyrir stundarhag hinna. Saga
landsins má ekki sy'na, að danskur
ráðgjafi og einn Íslendíngur f
Kaupmannahöfn skoði einir hag als
landsins jafnt og sjeu að reyna að
koma því fram í verki, en þjóðin
beiti svo á móti þeim því versta
sem hún á til: Þrællyndi sínu og
húsgángsanda.
Hjer skal nú hætt að sinni og
beðið átekta, en við einu viljum
við vara Norðlendínga. I’að hefur
flogið fyrir að telja eigi þeim trú
um að telegrafinn sje trygður til
Akureyrar og Grímseyar frá Rvík,
af því veðurfræðisfjelögin hafi gert
það að skilyrði fyrir fjártiliagi sínu.
Um þetta atriði hefur ritstjóri
Bjarka leitað upplýsínga frá ná-
kunnustu stöðum og hann hef-
ur feingið örugga vissu fyr-
ir að það er blátt áfram
svik og lýgi.
Eingin veðurfræðisstofnun
i heimi hefur ennþá heitið
einum eyri, og getur því
eingin skilyrði sett. íJvert á
móti munu þær stofnanir sem leit-
að hefur verið til telja sjcr það
citt full not þráðarins að hann nái
bæði til Yesturlands og Austfjarða.
Alt landið er ótrygt nú nema
Rvík ein, og landshöfðíngi á móti
land8jóðsstyrk til landsþráðar, að
því cr sagt er, og mjög lítil Iík-
indi til að ráðgjafinn muni gánga
að því að verja alt að hálfri millj-
ón úr landsjóði fyrst um sinn, ef
landið rekur þessar 300 þúsundir
trá sjer nú, nema því að eins að
fjárhagur landsins batni að mikl-
um mun.
Hjer duga nú aðeins áskoranir
og fjárframlög til vara eins og
Norðmýlíngar hafa gert.
Svo verða kaupmennirnir dönsku
og íslensku umhverfis land að Iáta
sjá að þeir lifi.og dugi til annars
en að selja útlent kram og taka
bændur og búslóð þeirra að veði.
Ef þeir duga ckki nú þcgar
þeir eiga sjáifir að fá löðrúnginn,
hvenær á þá það land að vænta
liðs af þeim, sem þeir hafa sjálfir
lifað á og þeir og formenn þeirra
sogið merginn úr um marga mans-
aldra? IJeir eiga nú sjálfir að
skrifa ráðgjafa Islands áskorun um
að láta telegrafinn koma umhverfis
ísland — leggja hann ekki fyr
á land en það er trj'gt —
og heita svo frá tveggja til tíu
þúsund kr. styrk frá sjálfum sjer
eftir efnum. Þetta er það allra
minsta sem þeir geta gert og ættu
allir verslunarstjórar að benda hús-
bændum sínum á þetta, ef þeir
hafa ekki sjeð það áður. Hjer
dugar ekki að bíða. Taflið er
bráðum annað hvorttapað eða unnið.
Dugið þið nú dönsku kaupmenn.
I’að sjást oflítil merki eftir störf
ykkar flestra hjer til gagns híngað
til, á þeim stöðum sem jeg hef
sjeð umhverfis land. Nú getið þið
sýnt að þið v i 1 j i ð hag okkar.
Loks skal það ragt til í s a-
f o 1 d a r að hún hefur farið vcl
og hyggilega að ráði sínu. I’að
er í alla staði rjett að þráðinn má
ekki leggja fyrri en varanleiki hans
er svo trygður í staðarlegum efn-
um sem verður, en hætturnar hjer
á landi eru mestan part grýla.
Hættan er aðeins að þráðurinn
slitni og stóipi velti um og að
þessu getur hver laghentur maður
gert sem til þess er settur í hverri
sveit. Það er svo vandalaust að
hver skynsamur maður getur gert
það þegar búið er einu sinni að
sýna honum hvernig snúa cigi sam-
an. Hann þarf ekki einu sinni að
vera laghentur. Auk þess má hafa
tvær línur á vestu spottunum ef
til þess kemur eins og bent hefur
verið á hjer áður.*
Þegar við erum orðin ásátt um
það, ísafold góð, að ekki eigi að
leggja þráðinn upp í Rvík án þess
að tryggja landið um leið, þá ættu
ekki illyrði Bjarka að verða okkur að
sættaspilli.
»Pjer kann verða annað eins
áður en lýkur nösum*.
Settú stóryrði þín aldrei á lakari
stað en Bjarki gerði í þetta sinn.
N ý a ö 1 d i .1 liefur þó áttað
*) Hvort ritstj. Nýu aldarinn skrökv-
ar því svona að ganmi sínu eða af
gömlum vana, að Bjarki vildi hafa
þ r á ð i n n tvöfaldan á verstu köflun-
um í stað þess sem skýrt var tekið
fram að þráðlínurnar ættu að vera
tvöfaldar — það rífst jeg ekki um við
gamlan kunníngja. Hitt eru vinsam-
leg tilmæli mín þegar hann þarf að
fara með ósannindi eða útúrsnúníng að
hafa það þá ekki ámilli tilvitnunar merkja.
Ritstjóra Nýu aldarinnar villast menn
síður á en menn gætu glæpst á »gæsa-
fótununu.