Bjarki - 25.06.1898, Qupperneq 2
g8
Umfram ait ættu menn að sjóða eða
steikja alt ket vel og neyta sem
minst ósoðinnar mjólkur.
Mjólk og ket nautgripa eru talin
einn háskalegasti pestberi erlendis
og þetta dæmi sýnir og sannar að hjer
dugur aðgerðarleysi ekki heldur.
Heimdallur hafði farið norður til
Eyafjarðar þ. 16. Júní og kom híngað
aftur þann 18. fór aftur hjeðan 22.
Díana kom þ. 18. ogfór aftur þ. 22.
Gwent gufuskip með vörur til pönt-
unarfjel. kom |i. 19. þ. m. Með skip-
inu komu Skafti ritstjóri Jósepsson og
Ingibjörg dóttir hans. Fór aftur þ. 20.
norður og vestur um land. Með því
tók far sjera Lars Oftedal ritstjóri.
IVIanChe herskipið frakkn. kom 20.
Fór á Miðvikudagiun og teymdi á eft-
ir sjer frakkneska skútu sem hjer hef-
ur Iegið inni um stund. Með því fór
suður á firði Carl konsúll Tuliníus og
Georg Richelsen.
Thyra kom sama dag og með henni
Jón Vídalín með konu sinni, Iæth kaup-
maður, sjera Jónas frá Ameriku og
fleira af fólki. Fór hjeðan daginn eft-
ir og mcð henni hjeðan Elín Tómas-
dóttir til Akureyrar, sjera Einar Fórð-
arson í Hofteigi til Vopnafjarðar, sjera
Forsteinn Haldórsson o. fl.
Vaagen kom 23. |>. m. með vörur
til pöntunarfjelagsins, og kol.
Smátt og stórt.
—:o:—
Sjera Lars Oftedal notaði tímann
hjer til að heilsa upp á vini sína Og
gömul sóknarbörn. Hann brá sjer og
upp yfir heiði til að sjá hjeraðið. Hann
er töluvert einkennilegur maður bæði að
yfirlitum og ásigkomulagi. Hhnn er
með minstu mönnum að vexti en þrek-
inn vel og með nokkra ístru. Andlitið
kríngluleitt og vel við sig, svarthærður
og skeggið stuttskorið, mjög þjett og
nokkuð hært. Svipurinn sýnist harð-
legur og lýsa þreki og fjöri. Honum
lágu hlýlega orð til íslands og íslend-
inga-
Zeuthen læknir á Eskifirði hefur
fcingið lausn frá embætti frá 31. Júlí.
Þorvaldur Thoroddsen hefur
verið geríur brjeflegur heiðursfjelagi
konúnglega landafræðisfjelagsins; Lund-
únum.
sig á því að miður sanngjarnt
væri að láta sýslu- og jafnaðar-
sjóði kosta þráðtnn umhverfis land
að meira eða minna leiti, þegar
landsmenn allir væru búnir að
kosta hann jafnt til Rvíkur. Nú
vill hún þó lofa öllu landinu að
taka lán til lagníngarinnnr áfram,
þegar hann er fyrst kominn til
Rvíkur.
Þetta er þó strax framför og
mesti munur að hún stcfni í rjetta
átt. En um bilunarhættu þráðar-
ins og lagníngu yfir land hefði rit-
stjóri Nýu aldarinnar ekki þurft
að tala nærri svona mikið til þess
að sýna að hann veit ekki meira
en Bjarki um þá hluti. Það eru
einkum ofsarok scm verða þráðum
að grandi og þau vita allir að cru
tíðari sunrrar meir en hjer. Hjer
munu og fárr staðir á landinu þar
sem líða myndu margir dagar svo
að ekki værí hægt að senda mann
með skeytið yfir þann kafla sem
bilaður væri. Hvernig er farið að
erlendís þegar svo ber að, sem
títt er, að eíngrn eimlest kemst á-
fram fyrir snjó eða vegabilun?
Danir og Rússar senda menn á
milli með skeytin. Jeg veit ckki
hvað Amcrikumenn senda.
Að fara að vitna í ást sr'na á
Austurlandi eða umhyggju fyrir því
var hreinta óþarfi, og betra að
geyma það þángað til þess þurfti
meir við, fyrst hnoða átti úr því
snjókúlu á annað borð. Við vit-
um allir að »sá er vinur sem í
raun reynist« og það sannfærir
miklu bctur bæði vini og vanda-
lausa heldur cn öil óðamælgi og
hitaflog.
Hjer er spursmálið aðerns þetta:
Hverir vilja tryggja öllu landinu að
þræðinum verði haldið tafarlaust
áfram hvar sem hann er lagður á
land? Hvað gera menn til að
styðja þetta? Ilvar láta menn ó-
gert það sem þcir gætu gert?
IJvað vinna menn því til bölvunar?
Þetta er að líta á.
Þetta er að muna.
Fjárkláði i Vopnafirði.
Af þvr' það er málefni sem alla
varðar, þá vrl jeg ekki láta hjálíða
að gefa yður til vitundar til frek-
ari auglýst'ngar í blaði yðar að jeg
hefi fundið hinn reglulega kláða-
maur (sama sem t' sunnlenska kláð-
anum) í hrúðrum af 2 gcmlíngum á
Eyvindarstöðum og 1 gemlíng frá
Búastöðum hjer í Vopnafirði. Gcml-
íngarnir á Eyvindarstöðum voru
fluttir þángað t' vor frá Hániund-
arstöðum en gemlíngurinn á Búa-
stöðum var tekinn til fóðurs í
haust þángað frá Bakka í Skeggja-
staðahreppi.
Nú þegar hafa tvr'baðanir farið
fram á bæjum þessum og má telja
vr'st að rcynt vcrði að gera alt frá
hálfu yfirvaldanna sem unt er til
að útrýma þessari landplágu.
Alt um bað ættu allir að leggj-
ast á eitt með að gera sitt til að
kláðinn nái ekki að útbreiðast og
þá sjerstaklega að gæta þess að
als einginn samgángur sje á fje
yfir Jökulsá á Brú sem virðist í
bráðina vera sjálfskrifuð takmarka-
lt'na.
Virðr'ngarfylst.
Jón Jónsson
(læknir.)
Spitalinn á Seyðisfirði
er nú kominn á ágætan veg. Hann á
að standa sunnan ár upp frá apótekinu
mitt á milli og brekkunnar. Þar er
nú umgirtur fallegur túnblettur töluvert
stór og á honum miðjum er nú lángt
komið með að hlaða grunninn alt að
tveggja álna háann. Eví verki stýrir
Sigurður Sveinsson múrari, og er það
vandað hið besta. I-Iúsið á að verða
30 álnir að leingd og forskáli að auki,
en 19 álnir að breidd til endanna en
12 um miðju.
Húsið sjálft er nú í smíðum hjá
Friðriksen et Co í Mandal og á að
koma upp um miðjan næsta mánuð.
Húsið getur því staðið fullbúið nú í
haust og komið þá þegar í gagnið ef
ekki skorti fje, en það hefur því mið-
ur orðið oflítið, af því að byggíngin
brást, sem menn böfðu feingið ádrátt
um hjá holdveikishússnefndinni i Dan-
mörku. Hann getur því ekki orðið til
afnota fyrri en einhversstaðar að er
komrð fje til áhalda og húsbúnaðar.
húsið sjálft er að sönnu stærsta stykk-
ið en hins má heldur ekki án vera.
Vegur er þegar lagður upp að spít-
alanum milli apoteksins og prentsmiðju
Bjarka 125 faðma Iángur óg 6 álna
breiður.
Spítalahúsið með því öðru sem hjer
er talið á samkvæmt samníngum að
kosta rúmar ellefu þúsundir króna.
—1 iti íii m 1--
Utlendar frjettir
(ná til 18. þ. m.)
Ófriðurinn.
Gegn um alla lýgina sem fer frá
ófriðnum eins og fjaðrafok um all-
an heim sýnist það nú nokkurnveg-
inn víst að Bandartienn hafa komið
herdeild á Iand á Cúbu við stað
sem heitir Guantanamó á suður-
ströndinni, nokkrum mílum fyrir
austan Santiagó. Þeir eru þó svo
liðfáir enn þá að þeir verða að
bíða þar í skjóli flotans og eru á-
sóttir af Spánverjum úr skógunum
í kríng. Bandamenn eru nú að
búa út fjórar hersendíngar; tvær
til FiDppseya.,. eina til Portoricó,
eina til Santiagö eða þar í. nánd-
ina og eina til Havanna. Þær til
Filipseya, Portoricó og Santiagó er
sagt að sje komnar af stað og als
hafa Bandamenn nú 280 þúsundir
manna undir vopnum.
Ofan á alt þetta hefur neðri
málstofa samþykt að taka Hawaii
eyar í sambandið eða leggja þær
undir það. Þetta var samþykt nú
15. Júni' með 209 atkv. móti 91
og ekki efað að efri deild sam-
þykki það líka.
Víða um Norðurálfu er nú tal-
að um að mál sje að fá frið og
var fyrst sagt að Bretar ætluðu að
gángast fyrir því, en svo þagnaði
það aftur. Nú er sagt að Vil-
hjálmur þýski hafi haft orð um að
skerast í leik á Filipseyum, og hafa
ýmsir blaðamenn Bandamanna haft
mjög Ijótt t' munninum út af því
og Iofað Þjóðverjum að þeir skyldu
heldur en ekki fá fyrir ferðina.
Annars trúa Bandamenn því ekki
sjálfir, en nokkur þýsk skip er sagt
sje á leið til Manillu, en líklegast
rjett til vonar og vara.
Nú er aftur sagt að Manilla,
höfuðborg Filipseya, hafi ekki gef-
ist upp enn þá, en sje á heljar-
þröminni, og vopnafá og vistalítil.
Bandamenn telja sjer lítinn styrk
að uppreistarmönnum bæði eystra
og á Cúbu, en ekki sjest hvort
það er af viljaleysi eða getuleysi
eða af hvoru tveggja.
Húngurupphlaup hafa verið víða
um Italr'u og Spán og stjórnin Iát-
ið skjóta niður soltinn og vinnu-
lausan verkalýð tugum saman.
Aðalorsökin hefur verið afarverð
kornsins Og þó fleira blandast sam-
an við. Korn var þó nú að falla
í verði.
Seyðísfirði 25. Júní.
Veður hefur verði fremur mein-
hægt þessa viku, en þó hráslaga kuldi
meiri partinn aðeins 7—8 stig í skugga.
Sýslumaður kom úr þíngaferðum á
Mánudagskvöldið var (þ. 20.)
Fískur mjög lítill um alla fjörðu,
bæði slæmar gæftir þessa viku og rjett
að bátar og gufuskip verða vör þegar
út er farið.
Berklaveik kýr. Díana keyfti
hjer kú til sláturs núna í vikunni. Kýr-
in var hraustleg að sjá og í góðum
holdum. En útlendíngar hafa víða eitt-
hvert eftirlit með því sem þeir láta
ofan í sig, og það gerðu og þessir menn
og fundu þá að kýrin var mjög herjuð af
berklum, svo bæði gat mjólk hennar
og kct verið háskalegt heilsu manna.
Peir greiddu vcrð kýrinnar ei að síður,
en heltu steinolíu yfir skrokkinn og
söktu honum svo í hafið.
pað hefur lftt verið rannsakað hve
berklar sje magnaðir í búpeníngi hjer
á landi, en ýmsar Iíkur eru til að þeir
sje töluvert almennir. Væri ekki van-
þörfá aðslíku \æri gefinn gaumur, þeg-
ar berklar eru að drepa fólk í hrönn-
um um aít land..
Helgi Jónsson jurtafræðíngur hef-
ur verið hjer í firðinu við rannsóknir
síðan hann kom, en fór nú hjeðan með
Thyru norður á leið.
Konráð Hjálmarsson í Mjóafirði
er nú búinn að fá gufubát sinn. Hann
fór í fyrstu leit sína núna í vikunni og
fjekk 600 að sögn.
Skemtiferð til Jan Mayen.
í »Dagens Nyhedcr* segir að
Hjálmar, skip Þórarins Túliníusar, hatí
ætlað af stað frá Höfn um miðjan þenn-
an mánuð með 20 manna, mest útlend-
ínga, til íslands og Jan Mayen; þar
xtla þeir að vera í hálfan mánuð
víð fiski- og fuglaveiði (drepa mæður
frá úngum?) og koma svo til Austur-
lands og ferðast eitthvað upp í land.
Kaupmennirnir Ernst og Johnsen
standa fyrir förinni..