Bjarki - 25.06.1898, Page 3
99
Landshöfðinginn bjó í Höfn hjá
Jóni kaupmanni Vídalin og sögðu menn
og brjef frá Höfn að ýmislegt hefði þar
verið um þá vistarveru talað og ekki
af löndum einum. En nokkur ágrein-
ingur var sagður um hvort þetta myndu
vera fæðíngar hríðir að dannebrogs-
krossi eða bresku konsúlati.
Flogið hefur fyrir að landshöfðíngi
væri nú orðinn Valtýs megin í stjórnar-
skrármálinu, en deigur til allra að-
gerða. Mælt er að stúdentar í Höfn
hafi ætlað að halda honum gildi, en
það hafi farist fyrir þegar þeir heyrðu
hvað pólitík hans leið. íJetta hvort
tveggja selur Bjarki þó ekki dýrara en
hann keyfti það.
MJÓLKUR SKILVINDAN
„ALEXANDRA44
lítur út eins og hjásett mynd
S)'nir.
Hún er
stcrkasta og
vandaðasta
skilvindan
sem snúið er
með hand-
krafti. Ljett
að fiytja
heim til sín,
vegur tæp
70 pund í
kassa og öllum umbúðum, skilur
90 potta af mjólk á klukkutíma,
nær ralsvert meiri rjóma úr mjólk-
inni en þegar hún er sett upp,
gefur betra og útgeingilegra smjer,
borgar sig á meðal heimili á fyrsta
ári. Agæt lýsíng á vindunni eftir
skólastjóra Jónas Eiríksson á Eið-
um stendur í 23. tölubl. Bjarka.
Verksm’ðju verð vjelarinnar er
150 kr. og 6 kr. að auk ef mjólk-
urhylki með krana fylgir. — Þegar
peníngar fylgja pöntun eða hún
borguð í peníngum við móttöku
gef jeg 6°/0 afslátt. Að öðru leyti
tek jeg sem borgun alla góða
verslunarvöru án þess að binda mig
við það verð sem aðrir kaupmenn
kunna að setja á hana móti vörum
sínum. —
A L L A R pantanir hvaðan sem
þær koma verða afgreiddar og
sendar strax ef hægt er.
Seyðisfirði 24. Júní 1898.
Aðalumboðsm. fyrir Austurland.
St. Th. Jónsson.
»Konan mín hefur núna upp í hálf-
an mánuð ekki sagt eitt einasta ónota
orð til mín.
■ Hvenær kemur hún heim aftur?»
Aðalfundur
Gránufjelagsins
verður í ár haldinn á Oddeyri 14.
dag Seftembermánaðár næstkom-
andi, cg er hjer með skorað' á alla
þá, að sækja fundinn, er til þess
eru skyldir.
í stjórnarnefnd Gránufjelagsins.
Oddeyri 7. Júní 1898.
Davið Guðmundsson
Frb. Steirisson. Björn Jónsson.
S amkvæmt fundargjörð
aðalfundar „Seyðisfjarðar
sí!darfjelags“, sem haldinn var
hjer þ. 18. s. 1. er hjer með skorað
á alla hluthafa fjelagsins að inn-
borga til undirritaðs formans fje-
lagsins 25 krónur i pening-
um fyrir hvert hlutabrjef
innan 10. Júh' næstkomandi.
Seyðisfirði 23. Júm' 1898.
Sig. Johansen.
Bókasafn alþýðu 2. árg.
1. Flammarion: Urania 1'kápu 1,00
2. Topelíus: Sögur her-
læknisins — 1,00
Báðar bækurnar með myndum,
fást einnig í bandi á °/35 °/75 og Vso-
Kveðjuspjöld,
(gratulationskort) ljómandi falleg,
alskonar r i t f a u n g o. m. fl.
fæst í bókaverslan
L. S. Tómassonar.
Kennarir.n lofaði verðlaunum því
barni sem kæmi hreinast í framan í
skólann næsta dag. Daginn eftir þekti
hann ekki helmínginn af krökkunum.
Gamalt silfur,
hverju nafni sem nefnist, en þó
sjerstaklega millur, hnappa,
spennur og belti, kaupir:
St. Th. Jónsson á Seyðisfirði,
fyrir hátt verð móti peníngum.
Lambskinn
kaupir STEFÁN TH. JONSSON
á Seyðisfirði móti peníngum.
Vitrir menn segja að heyrnin skerp-
ist þegar menn loki augunum; þess
vegna lykjast svo mörg augu á Sunnu-
dögunum í kirkjunni.
Svört lambskinn smá eru
kcyft háu verði fyrir penínga út í
hönd í apótekinu á Seyðisfirði.
Deildarfundur
Gránufjelagsins í Seyðisfjarðar- og
Eskifjarðardeildum verður í ár að
öllu forfallalausu haldinn á Egils-
stöðum á Völlum Laugardaginn
þ. 2. Júlímánaðar næstkomandi, á
hádegi, og þar sem þá liggur fyrir
að endurkjósa deildarstjóra og vara-
deildarstjóra ásamt 5 fulltrúum og
varafulltrúum til 3 ára samkvæmt.
lögum fjelagsins 9, 10 og 12 gr.
auk ýmis annars meira er fyrir
kann að koma á fundinum, þá vildi
jeg óska eftir að sem flestir fje-
lagsmcnn vildu mæta á þessum
fundi.
Vestdalseyri 13. Júní 1898.
E. Th. Hallgrimsson.
deildarstjóri.
Eigandi: Prentfjel. Austfirð ínga.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Þorsteinn Erlingsson. *
Prentsmiðja Bjarka.
p. t. formaður fjelagsins.
112
þcssu augnabliki, og hún sat því kyrr og horfði á lampafctinn,
sem hríngurinn hafði oltið inn undir.
Gabríela stóð líka kyrr nokkrar sekúndur og horfði í ljósið
eins og hóggdofa; en svo hleyfti hún alt í einu kjarki í sig.
»Góðar naetur! oll saman!« sagði hún og- gekk að stofu-
dyrunum.
Jóhannes vildi hlaupa eftir henni, cn faðir hans aftraði honum:
»I,áttu hana fara að sofa mcð þetta. Ekki mcira í k\öld; á
morgun er — guði sje lof! Ííka dagur. Jeg sagði þjer það —
Jóhannes! hjer var þcrf sterkra meðala; þökkum guði fyrir að
það er afstaðið og að þú stóðst sigii hrósandi á reynslunnar
stund. A morgun skulum við milda þetta stránga kvöld, og
jeg jeg skal ekki erfa þetta f minsta hóti — því lofa jeg
þjer. I ræðunni ætla jeg að gefa henni hin góðu orð, sem
hún getur þarfnast eftir hirtínguna, og svo seinna hjá fóget-
anum —«
hiú Júrgcs fórnaði upp hendinni: «Hún er að fara 1' ferða-
fötin«.
»Þvaður, Mína!« sagði prestur gramur; »hvcrt ætli hún atti
að fara núna«. •
!’ n Jóhaniles hljóp til og reif upp dyrnar. Fyrir utan stóð
Gabriela, komm ( skinnfóðurkápuna og var að fara í loðskóna.
»IIvað stendur til! .— Gabriela! hvert ætlarðu? — þú hlýt-
ur að vera öldúngis viti þfnu fjær,« kallaði Jóhannes upp yfir
sig og skalf cnnþa meira cn móðir hans, »komdu nú inn aftur,
og taktu þetta ckki svona«.
Gabriela losaði sig liðlega úr höndum hans og sagði hnuggint
»Við þurfum hvorugt framar ncitt við annað að tala. ]>ú
Varst ekki sá maður, sem jcg hjelt. Vertu sæm _ 0<y láttu
m'g fara«.
Ilún var búin að taka hcndinni um lássnerilinn.
»1 rcken PramU kallaði presturinn öldúngis hamslaus- »fram-
koma yðar hjer er þcss kyns _€.
Gabiiela sneri sjer hægt við, cins og hcnni kæmi eitthvað f
hug, scm ún hefði gleymt, vjek sjer að frú Jiirges svo óbifan,-
109
sverja af þvi’ hann trúir ekki — burt með hann. Og komi
annar, sem getur ekki unnið eiðinn, sakir trúar sinnar, •— burt
með hann líka. Þá eina, sem eru svo sljóvir eða svo gagn-
drepa af hræsni að þeir hika sjer ekki við, að játa kristintrú
sína með því að svívirða hana, sem ekki blygðast sín fyrir að
hrækja framan í meistara sinn og kalla það lotnfngu — þá eina
getur þctta þjóðfjelag notað! Og prestarnir! Þeir klóra yfir
þennan viðbjóð og vernda hann af öllum mætti, af því þeir
vita og finna, að alt gángverkið er samsett eftir sömu lögum
mcð fordild og' ur.dansvikum alt ofan frá hinum æðstu og nið-
ur á botn! Og alt þetta er svo sem ekki gert með þeirri
viðurkenníngu að hvort tvcggja sje jafnaumt bæði breytni og
kenníg, — nei! — heldur er það barið fram með frekju, að
þetta, einmitt þctta sjí hinn sanni ófalsaði kristindómur! — Og
þetta vitið þið! — þú veist þaðjóhannes! — þú getur ómög-
ulega vcrið kominn eins lángt og jeg veit að þú ert— án þess að
hat'a sjeð þetta geingdarlausa svikaspil með allan þcnnan krist-
indóm og allan þennan kirkjuleikaraskap! — jeg veit að þú
getur ekki brugðist mjer svo hræðilega; segðu að þú viljir
einga hlutdeild eiga í þessu, þú viljir heldur láta túnguna!«
I því hún þagnaði fór stormbylur yfir húsið og tók svo mikið
á að húsið hríðnötraði og frú Júrges var nær dauða en lífi af
hræðslu. Jóhanncs stóð höggdofa á miðju gólfi og fálmaði eft-
ir tinhverjum orðum. Hann gat ómcgulega fundið það f fiýt-
inum sem liann hafði lært um eiðinn og ætlaði að scgja til þess
að fá ráðrúm. Það eina sem hann gat fest fíngur á var spurn-
íngin í Pontoppidan: er þá öldúngis ekki leyft að sverja ? —
og svarið: jú þegar yfirvaldið í umtoli guðs krefst þess. En
ritníngarstaðirnir, hvar voru þeir? Hann gat ómcgulega fundið
þá í augnabiikinu; en auðvitað voru þeir margir; og það ætlaði
hann einmitt að fara að scgja þegar faðir hans kom þrumandi
með sinni voldugu raust scm tók upp fyrir óvcðrið og drundi
í eyrum þeirra. Hann.gat ekki leingur vcrið að eltast við
slíka smámuni sem dæmi Gabríelu; en þegar hin margbælda
vandlæting hans braust út, þá leysti hann frá pokanum og sagði
henni vægðarlaust bláberau sannlcikann þar scru hún hallaðj