Bjarki


Bjarki - 23.07.1898, Side 1

Bjarki - 23.07.1898, Side 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí’ (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af- slátttur ef oft cr auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. III. ár. 29 Seyðisfirði, Laugardaginn 23. Júli 1898. Útlendar frjettir (ná til 15. Júlí) —o — I’að vantar ekki að það hafi v.erið telegraferað nógu oft yfir til Evrópu síðan 5. Júlí að Santiagó væri búin að gefast upp, en ósatt var það samt, því á Föstudaginn var voru Bandamenn víst litlu nær því að vinna hana heldur en þeir höfðu verið io dögum áður. Hvað þessum drætti veldur er bágt að skilja, og af hraðskeytum herforíngjanna amerisku verður ekki sjeð nein sennileg ástæða fyrir því hvers vegna þeir eru ekki cnnþá búnir að taka Santiagó, þrátt fyrir öll sín borginmannlegu orð 4. og S- Júlí: að þeir ætluðu að taka hana þá á tveim sólarhríngum. Annars sýnist alt gánga á trjefótum á báðar síður þar vestra. Síðast var skýrt frá þvi að Shafter foríngi Bandamanna hafði veitt borginni 24. tíma vopnahlje til þess að sárir menn, börn, konur Og gamalmenni gætu farið burt úr borginni áður en á hana væri skot- ið. Nú bíður þetta lið utanborg- ar bjargarlaust og alslaust og hef- ur borið neyðarkvartanir sínar fram fyrir Shafter og beðið skýlis og matar, og þó hann heiti öllu góðu og hafi vafalaust besta vilja, þá leynir það sjer ekki að hann brest- ur faung til að hjálpa fólkinu svo það verður nú að þola húngur og hrakíng meðan verið er að brenna og skjóta niður hús þess f borginni. Svona er ástandið þar. Svo sýnist sem borginni hafi verið boðið að gefast upp með þeim kosti að liðið mætti fara ó- hindrað heim til Spánar, og kvaðst Shafter bjóða þetta sakif eymdar- astandsins sem væri innan borg- ar og utan. Vopnahlje var sett I3- °g 14. þ. m. til þess að ræða um uppgj-,f svaraði borgarfor- íngi því að hann yrði að fá heim- ildir heiman frá Spáni til slíkrar uppgjafar; þau svör komu svo það. an þ- 14. að stjórnin gæfi foríngj. unum vald til að selja borgina af hendi og allan austurhluta Cúbu, þegar sem nauðsynin krefði; en þeim Spánverjunum hefur líklcga s)nst Shafter linur í sóknum. Jjví l’egar Shafter þ. 14. skoraði á *)0rgina að gefast upp svaraði borgarforíngi, að ef Shafter lángaði í Saniagó yrði hann að sækja hana. Shafter gerði nú ráð fyrir þ. 14. að hann myndi vinna borgina á þrem sólarhríngum í leingsta lagi, en eftir öllu sem á undan er kom- ið er eins líklegt að það geti dregist nokkra sólarhrínga til. Bæði er veður þar nú sem verst, og svo mikið rigndi þar þann 12. að allir skotgarðar sem búið var að róta upp til varnar báðum herum runnu ofan í hlífigrafirnar, svo að lið beggja stóð þar sem á bersvæði. Nú var og sagt síðast að gula pestin væri farin að gera vart við sig í bandahernum og getur hún orðið Spánverjum drjúgur styrkur ef hún nær sjer vel niður. Ofan á alt þetta bætist að styrktarliðið vestan frá Havanna sem stansað hafði 5. Júlí 5 mílur burtu frá Santiago komst á end- anum alla leið inn í boigina fram hjá uppreistarhernum og gegn um hersveitir Shafters. Má nærri geta hvernig tekið var á móti honum eftir að hafa leyst svo hreystilega af hendi slíka glæfra- för. Hefur það og aukið Spán- verjum dug enda berjast þeir eins og vargar og gánga 1' návígi við Bandamenn og jafnvel únglíngar miða á einstaka Iiðsmenn þeirra og skjóta þá niður, og öll er vörn þeirra mjög lofuð. Aftur eru einhverjar vöflur á sögnum Bandamanna af sínum eig- in athöfnum. Ymist þykast þeir hafa komist alla leið inn að sjáif- um útjöðrum borgarinnar og segja að þar hafi vcrið að eins fallbyss- um úr trje raðað á skotgarðana ti! að ógna með; svona sjeu Spánv. vopnlausir og því sje sjer sjálf- gefið að taka borgina; en í hinu orðinu að svo ílt sje aðsóknar og ervitt að draga að sjer stórbyssur að alt verði að fara með hægð. En hverjar sem orsakirnar eru, þá er það víst að Santiagó var ó- unnin á Fimtudaginn tyrir helgina og eingin von til frjálsrar upp- gjafar. Bandamenn búa í óða önn flota deildina sem á að fara að skjóta á strandborgir Spánar. Um daginn var búið að skýra eitt stærsta vistaskipið, sem fylgja á flotanum, eftir stóru og frægu veitíngahúsi í New York, en þá urðu allir hinir vcitíngamenn borgarinnar SVo æfir yfir því að veita húsinu þessa víð- frægð, sem yrði því stórgróði, að stjórnin varð að halda skipinu að nýu undir skírn og gefa því ann- að nafn. Mælt er að Bandamenn ætli að heimta Cúbu, Portóricó og eina höfn á Canarieyum og svo tólf hundruð milljónir fránka í hcrnað- arkostnað, og halda Filipscyum til þess það er goldið. Fyrir þetta eiga Spánv. að kaupa sjer frið, og má heita vonlegt að þeir sje tregir. Danir koma með. 12. Júlí skýrði Hedemann, land- stjóri á Vestureyum Dana, ameriska konsúlnum á St Tomas frá því, að kol, sem Bandamenn eigi þar á eyunum sje m e i n a g ó s s (c: brot á þjóðarrjetti að láta það aí hendi við þjóð ssm á í hernaði) og það sje skerðíng á friði ef þeir sæki þau meðan á stríðinu stend- ur, enda mundi danskur byssubátur verja þeim kolin. Konsúllinn svarar þegar, að þá taki Bandamenn kolin með valdi. Hedemann svarar, að þegar sem þeir geri slíka tilraun skjóti þýsk, frönsk og ítölsk herskip tafarlaust á þá. »Samt sem áður munum við rcyna að ná í kolin* svaraði kon- súllinn og þar við sat þegar síðast frjettist. Spánverjar kvarta sáran yfir að Bandamenn hafi steinolíu í spreingikúlum sínum og því fari alt svo fljótt í bál sem þeir skjóti á. Voðaslys varð nýlcga á Atlants- hafinu. Afarstórt fólksflutníngaskip frakkneskt, La Bourgogne að nafni lagði út úr Nýu Jórvíkur höfn kl. 10 á Sunnudagsmorguninn 10. þ. m. og ætlaði til Havre á Frakk- landi; kl. 2 fór það fram hjá vita- skipinu við Sandy Hook fyrir aust- an Nýu Jórvík, og sagði til með merkjum, að skipa hætti, að alt geingi að óskum, og hjelt svo leið sína austur á hafið með 506 far- þegja og 212 skipverja. En þcgar það var að fara austur um Ný- fundnalands grunnin í þoku kl. 5 á Mánudagsmorguninn — þar er þoka nálega alt árið — rakst það alt í einu á seglskip, sem braut sig inn í stórskipið. Allir sáu dauðann fyrir og alt komst í æði og uppnám, mcnn, konur og börn þustu æpandi upp úr rúmunum og ruddust upp kveinandi, bölvandi, biðjandi og grátandi og æftu á bát- ana sem farið var að losa og renna niður, en fyrsta bátnum, fullum af konum og börnum, hvolfdi rjett sem hann snerti sjóinn og þegar verið var að koma ofan öðrum bátnum riðaði skipið til og sökk til grunna eins og steinn. Af þess- um 718 mönnum varð einum 169 bjargað. Eins og þessi skip eru vön hafði Bourgogne farið 16—18 míl- ur á vökunni þó niðaþoka væri. Austur á Filipseyum er alt ó- breytt. Manilla hefur ekki gefist upp enn þá, en er mjög illa stödd og mænir vonaraugum eftir flota- deildinni sem er á leið þángað og á bráðum að fara að koma. Síðustu iregnir segja að flota- deildin ameriska sje komin á leið- ina austur yfir til Spánar, og við þá fregn sje fólkið í óða önn að fiýa úr sjóborgum Spánar -og upp í sveitir. Spánn er nú farinn að tala um frið og sýnist nú ekki vanta annað en' ráðaneyti sem hefur hug til að uppfylla kröfur Bandamanna. Ut dráttur úr fundargjörð amtsráðs Austur- amtsins af fundi er haldinn var á Seyðisfirði, dagana 11.— 14. Júlí 1898. —o— Á dagskrá: 1. Hafci verið endurkosinn aðal- amtsráðsmaður í Austur-Skaftafelssýslu, Forgrímur bórðarson læknir, og í Suð- ur-Múlasýslu A. V. Tulinius í stað Sig- urðar bónda á Hafursá. Varamtsráðs- menn: Jón Jónsson prófastur á Stafa- felli og Fr. kaupm. Möller á Eskifirði. 2—4. Framlagðir og úrskuráaðir reikníngar jafriaðarsjóða, búnaðarsjóðs, búnaðarskólasjóðs og sýslusjóða Aust- uramtsins. Lítið eitt athugað við nokkrar sýslufundagjörðir í umdæm- inu. 5. Fjarkláðamálið. Eftir að amts- ráðið hafði kynt sjer rækilega allar skýrslur og brjef er fyrir Iágu viðvíkj- andi þessu máli, svo og. lagafrumvarp síðasta alþíngis um fjárkláða og önnur næm fjárveikindi samþykti amtsráðið með litlum orðabreytíngu frumv. til laga um fjárkláða er lagt hafði verið fyrir það og fól oddvita sínum að senda það til landshöfðíngja með meðmæium sínum ogfá það sjerprentað almenníngi til Ieiðbeiníngar.

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.