Bjarki


Bjarki - 23.07.1898, Qupperneq 2

Bjarki - 23.07.1898, Qupperneq 2
Til þess að útrýma kláðanum á svæðinu milli Jökulsánna taldi amts- ráðið nauðsynlegt: a. Að amtm. setji sjerstakan rnann til þess að annast lækníng á kláða- sjúku fje og böðun á því fje, sem er kláðagrunað og fái hann þókn- un fyrir starfa sinn úr jafnaðar- sjóði. b. Að maður þessi kenni öðrum mönnum lækníng á fjárkláðanum og taki þá sjer til aðstoðar eftir fyrirmælum amtmans og fái þeir einnig þóknun fyrir starfa sinn úr jafnaðarsjóði. c. Að lyf þau, sem verða notuð til fjárbaðana og sótthreinsunar þeg- ar almennar fjárbaðanir eða sótt- hreinsanir eru eigi fyrirskipaðar, verði kostuð af jafn.sjóði. d. Að almennar fjárbaðanir fari fram í allri N.-íd'ng.sýslu og í N.-M.sýslu að Jökulsá á Brú fyrir lok Nóvbr. mán. í haust eða að minsta kosti fyrir árs lok. e. Að skoéað verði siátur- og útfi. fje í N.-fksýslu og N.-M.sýslu í rjettum í haust. f. Að amtm. brýni fyrir mönnum var- kárni með alla meðhöndlun kláða- sjúks tjár og nauðsyn á sótt- hreinsun fjárhúsa. g. Amtm. brýni fyrir mönnum að fylgja reglum útg. 18. Júní f. á. Að öðru leyti fal amtsr. forseta að uera nausynl. ráðst. til útrýmíngar fjárkl. 6. Amtsr. samþ. að taka 4000 kr. lán til að standast kostnað við útrým- íngu fjárkl. og fól forseta framkv. í því efni. 7. Eftir beiðni samþ. amtsr. að veita 40 kr. 77 au. upp í kostnað við sótthr. fjárhúsa í Skeggjast. hr. og að minsta kosti 100 kr. til Vopnafj.hr. í sama skyni. 8. Tillögur forseta um hluttöku í stofnun búnaðarfjelags fyrir alt landið: a. Að N.-amtið leggi til 400 kr. og A.-amtið 200 kr. á ári gegn því, að Búnaðarfjel. S.-amtsins legg: fram sjóð sinn, og þá sje ferða- kostn. eigi greiddur af fjel.sjóði, eða b. að fólksfjöldi í ömtunum sje lagð- ur til grundvallar fyrir tillögum til bún.fjel., og verði þá ferðakostn. greiddur af fjel.sjóði. Til vara: að tillög amtanna yrðu færð niður um helm. í 200 og 100 kr. auk þess sem þau legðu fram í ferða- kostn. til búnaðarþíngsmanna og í þess stað legði Bún.fjel. S.-amtsins að eins helmíng af sínum sjóði, en hinn helm. sjóðsins sje lagður í sjóð, sem ein- gaungu sje varið til hagsm. fyrir S.- amtið. Amtsráðið samþ. þessar till. forseta. 9. Út af brjefi amtm. S.-V.-amtsins samþ. amtsráðið að fela forseta að bera það undir sýslunefnd Suður- og Norður-Múlasýslu hvort námstími á búnaðarskólum yrðu 3 ár í stað 2 ára. 10. Rætt um að hreppsnefndir með aðstoð lækna gæti betur skyidu sinnar í tilliti til eftirlits með heilbr. ástandi. 11. Sýslunefnd A-Skaftafelssýlu veitt leyfi til að taka alt að 1500 kr. Ián til vegagjörða frá Hólum að Hornafjarðar- fljóti. 12. Skýrslur um grenjaleitir og grenjavinnslu framlagðar og forseta fal- ið að semja aðalskýrslu. Skýrslur þessar vantaði úr A-Skafta- felssýslu. 13. Bólusetníngar gegn bráðafí'ri: Eftir áskorun sýslunfd. N-Múlasýslu ákvað amtsr. að fela forseta sínum að fara þess á Ieit við læknirinn á Vopna- firði og Djúpav. að útvega nægilegt bóluefni og bólusetnínga áhöld fyrir amtið og að kostnaður við þetta yrði greiddur af amtssjóði. 14. Sigurður Sigurðsson á Drafla- stöðum sótti um 150 kr. styrk til að Iæra að bólusetja fje, en þar sem amts- ráðið hafði áður tekið ráðstafanir í þessu máli, sá það sjer ekki fært að veita þetta fje. 15. Sýslunefnd N-Múlasýsiu veitt leyfi til að taka 2000 kr. lán til að styrkja spítala á Seyðisfirði. 16 — 20. Úrslita ákvæði um reikn- fnga sem getið var um hjer að framan. 21. Samin bráðabirgðarfyrirmyndfyrir skýrslum hreppstj. út af Iögum 2ej2 þ. á. um horfelli á skepnum. Tillaga sýslunefnda skyldi leitað um endilega samníngu fyrirmyndar þessarar. 22. Amtsr. samdi nýar reglur fyrir útlánum bóka úr bókasafni A.-amtsins og gerði þeim fjarlægari sveitum hægan aðgáng að safninu. 25. í bókasafnsnefnd voru kosnir til fjögra ára: E. Jónsson Kirkjubæ, Jóh. Jóhannesson sýslum., Sk. Jósefs- son og L. S. Tómasson. 24. Sjúkrahússnefndinni á Seyðisf. veittar 300 kr. styrkur úr jafnaðarsjóði fyrir yfirstandandi ár, til spítalaá Seyð- isfirði sem byrjað er að byggja. 25. Leikfimisfjelagi á Eskifirði veitt- ar 50 kr. styrkur til skot- og Ieikfim- isæfínga (eftir beiðni). 26. 150 kr. veittar (eftir ósk) til hússtjórnarskólans í Rvík. 27. Kvennaskólum Eyfirðínga og Húnvetnínga veittar hvorum 100 kr. úr jafnaðarsjóði. 28. Amtsráðsmaður N.-M.sýslu gerði þá till. að amtsr. veitti ritstj. Skafta Jósepssyni á Seyðisf. 200 kr. til viður- kenníngnr fyrir það, að hann hefði stofnað bókasafn A.-amtsins og á sín- um tíma útvegað því bókagjafir og fjárstyrk erlendis. 29. Gerð breytíng á yfirsetukvenna- umdæmum i S.-Múlasýslu samkvæmt framlögðu brjefi frá amtsráðsm. þaðan. 30. Amtsráðið tók til íhugunar, að það væri mjög mikið velferðarmál fyrir amtið að hinn fyrirhugaði frjettaþráður yrði eigi eingaungu Iagður upp til Rvíkur heldur einnig til Austfirðínga- fjórðúngs. Fyrir því felur það forseta sínum að Itera fram þá einhuga ósk amtsráðsins, að ráðgjafinn fyrir ísl. vildi gera alt sem á hans valdi stæði til þess, að frjettaþráðurinn yrði lagður á land á Austfjörðum og þaðan til Ak- ureyrar, Reykjavíkur og ísafjarðar. 31. Samin áætlun um tekjur og gjöld jðfnaðarsjóðs Austuramtsins 1899. T e k j u r: 1. Væntanlegar eftirstöðvðr Kr. 500,00 2. Jafnaðarsjóðsgjald. . . —. 2700,00 3. Lán til útr. fjárkl. . . — 4000,00 Samtals: Kr. 7200,00 G j ö I d: 1. Kostn. við amtsráðið . Kr. 1000,00 2. Til heilbr.mála .... — 100,00 3. Til mentamála: a. Til bókakaupa og á- halda handa Eiða- skóla . . Kr. 100,00 b. Kvennask, á Ytri Ey — 100,00 c. Til kv.sk. í Eyafirði — 100,00 d. Hússtj.sk. — 150,00 e. Bókasafn A.-amtsins — 500,00 f. Tímarit um heilbr.mál — 150,00 ----£_!—Kr. 1100,00 4. til Ieikf. og skotf. á Eskif. — 50,00 5. Til ritstj. Sk. J. ... — 200,00 6. Til útr. fjárkl........— 4000,00 7. — spítala á Seyðisf. . . — 300,00 8. Óviss útgjöld .... — 450,00 Samtals: Kr. 7200,00 Fleiri mál komu eigi til umræðu; fundarbók var upplesin og samþ. og svo var fundi slitið að kvöldi hins 14. Júlí 1898. Páll Briem. A. V. Tulinius. ÍÞorgr. Þórðars., Árnijónsson Einar Jónsson. ------41*----- Ritstjóri Bjarka fjekk í gær svohljóð- andi brjef með áskorun um móttöku þess í blaðið. Herra ritstjóri! Jeg sje að þjer gefið hlutdrægn- islaust rúm í blaði yðar hverjum sem eitthvað er á hendi, og í þetta sinn er jeg alvarlega óánægð- ur; en jeg skal skýra rólega frá því sem jeg hef að kæra. Gufuskipið Hjálmar fór frá Kaup- mannahöfn 3. Júlí og kom í dag 22. Júlí. híngað til Seyðisfjarðar. Aður hafði hann á suðurfjörðunum sent yfir í gufuskipið »Moss« all- ar þær vörur, sem áttu að fara til Seyðisfjarðar, en Moss er að sögn farinn til Norðurlands í síldarleit og óvíst nær hann kemur til Seyðis- fjarðar. Er mögulegt að rjettlæta slíka meðferð á góssi því sem lát- ið var af hendi til móttöku í Hjálmar, og eftir vörulistanum á að skilast viðtakanda svo fljótt sem auðið er? Jeg vil alvarlega benda Thor. E. Túliníus í Kaup- mannahöfn á, að hann gefi skip- stjóra sínum eða umboðsmanni á Islandi skipun um, að afhenda farm- góss tafarlaust á rjettan stað og rjettum tíma áður en skipið er íeingið privatmönnum í hendur til eigin nota; að öðrum kosti á herra Túliníus á hættu að orðstír hans sem áreiðanlegs og viss viðskifta- mans geti beðið tilfinnanlegan hnekki. Með þakklæti fyrir móttöku þessara lína í blaðið er jeg: yðar með virðíngu, X. Smátt og stórt. —o— Prestafundurinn á Sauðárkróki sem getið var um í næsísíðasta blaði hefur sent einu eða tveimur Rvfk- urblöðum skýrslu um athafnir sínar og sjest þar að þeir þrír prestar sem skorað er á andlega valdið að leysa frá embætti sakir óein- íngar við söfnuði sína — eru þess- ir: Haldór prófastur Bjarnarson á Presthólum, sjera Björn I'orláksson á Dvergasteini og sjera Magnús Jónsson í Vallanesi. Maður samgleðst Norðlendíng- um að alt er svo hreint þar norð- ur frá að fundurinn hefur eingan prest fundið nær sjer til að benda kennivaldinu á. Það er og altaf skemtilegra að vita hvar takmörkin eru milli hins hcilbrigða og hins sjúka og grunaða. Við erum nú rólegri eftir þegar við vitum að fundurinn fann aðeins þrjá presta t a Islandi sem spiltu hjörðinni. Og traust okkar verður þeim mun ör- uggara, sem við sjáum að fundar- menn hafa rent augunum yfir alt landið og leitað vel, því annars hefðu þeir varla fundið sjera Magn- ús. Sjera Björn og sjera Haldór kunna nú að vera nógu bersynd- ugir sakir málaferla sinna og gætu líklega fram undir það jafnast við sjera Arnljót, svo á þá var tiltölu- lega hægt að miða, en um sjera Magnús vissum við ekki hjer að hann ætti í ncinum óeirðum við sóknarbörn sín síðan óánægjan reis forðum út úr veitíngu og samein- íngu brauðanna og verður hæpið að gefa honuni eða nokkrum ein- stökum manni sök á því eða kala þeim sem af því varð. Af því þessi fundur hefur nú einkum fest augu á ósamlyndinu, þá er rjett að geta þess til leiðbein- íngar fyrir síðari fundi, sem kunna að vega syndir presta í öðrum fjórðúngum og bera þá saman við þessar þrjar svörtustu kindurnar — að þessir þrír eru allir fyrir- myndar menn að reglusemi og hafa aldrei svo kunnugt sje, rótað með kámugum fíngrum í hugsunar- eða samviskufrelsi manna. Orói og óbilgirni í sveic eru slæmir ókostir á hverjum manni í fjelagslífinu, en sumar tillögur sjera Eyólfs Kolbeins, sem virðist hafa verið eins konar forustusauður á þessum fundi, með Friðriki Frið- rikssyni, gera hann heldur ekki sjerlega fýsilegan til sambúðar þó hann kann ske kunni ekki að lenda í lögtaksmálum eða öðrum skær- um við söfnuð sinn, en það meinar fjarlægðin að rannsaka. En þetta átti ekki að verða neinn yfirdómur yfir dóm þessara presta. í’að átti aðeins að vera þökk fyrir •■hreina reiknínga«. Að öðru leiti voru merkust tíð- indi af fundinum uppástúngur um ýmsar alkunnar heimatrúboðs bolla- leggíngar: að reyna að nudda folki til altaris, koma upp trúuðum úng- língum og yfir höfuð að halda gamla veginn : kýta þjóðinni inn í krcddu- formið, cn gera aunga raun til að lag-i þetta form eftir þörf þekk- fngar og mcnntngar.

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.