Bjarki


Bjarki - 24.09.1898, Side 2

Bjarki - 24.09.1898, Side 2
150 vera að gera samband milli ríkja sinna, sem komið sje vel á veg. Fjelagsskapur og samtaka-andi tímans sýnist nú að hafa náð til flestra afkyma beimsins nema til ættlands Gizurar Þorvaldssonar og Sturlúnga. Argentina og Chilí láta mjög ófriðlega nú um stundir og ensk blöð frá 15- þ- rn. segja, að hæglega geti svo farið að úr því verði eldur um alla Suðurameriku, því Perú og Bolivia kváðu líka vera flæktar inn í þá stælu. Ar- gentína hefur 50 þús. hers til- búnar og hefur neitað æfíngar- liðinu um heimfararleyfi. Hoilendingar kiýndu mey- kóng sinn núna 6. þ. m. og var þá ákaflega mikil prýði í Amster- dam. Hún var nú orðin fullvcðja drottningin þcirra og kvað vera laglegasta stúlka, kríngluleit og þykkleit eins og þær holllensku eru sagðar að vera, og vel að sjer til munns og handa og svo prýði- lega skynsöm að hún getur að miasta kosti verið konúngur. Híng- að til hefur ríkisráðið haft stjórn- ina á hendi í nafni hennar, en skilaði nú af sjer völdum með há- tíðlegu ávarpi og eins sendi mey- kóngurinn þjóðinni ávarp einstak- lega fallega stýlað. Sjerstaklega er sagt að drottn- íngin hafi verið lystileg krýníngar- daginn, þegar hún gekk inn eftir hátíðasalnum 1' mjallahvitum silki- kjól með laungum slóða og með koffur það um enni, sem á útlend- um túngum kallast »díadem« og er hinn besti gripur og dýrt eftir því. Svo settist hún í hásæti og þá var hún meykóngur, og fyrir framan hana lágu á flauelskodda ríkissverðið, veldissprotinn og Holl- lands kóróna og svo ríkiseplið. Það er gullepli og segja sumir það sje sett dýrum steinum en aðrir segja annað. En Brochhaus segir það sje kúla með krossi upp úr og gæti það vel verið satt. Sverð- ið, sprotann og krónuna þekkir maður af tigulkóngunum og víðar. Væri annars ekki mcira gaman að samþykkja meykóng heldur en landstjóra? Lovisa, Danadrottníng, Drottníngin er nú 81 árs. Landsþíngskosníngar eru nú að fara fram í Danmörku. Þær eru aðeins að litlum mun bygðar á almennum kjörrjetti, og efri deild danaþíngs því ennþá ó- frjálsiegar skipuð en efri deild al- þíngis. A þeim hluta kjörsins sem afstaðinn er, sjest, að hægri menn muni fá aungu betri meðferð en við þjóðþíngskjörið í sumar, því nú er reiknað út að þeir muni missa 4 eða 5 sæti í hendur Vinstri mönnum og Socialistum. Smásaxast á limina hans Björns míns. Seglskip sigldi á eitt af skip- um Þíngvallalínunnar «Norge« í þoku við Newfoundlandsgrunnin. Seglskipið rakst á Norge aftur und- ir skut, svo hart, að það brotnaði sjálft og sökk eftir hálfa aðra mín- útu; á því voru als 25 mans og var einum 9 aí þeim bjargað en 16 Ijetust, og segja þeir sem sáu að atburðurinn væri voðalega hrylli- legur. Hefði skipið rekist lítið eitt framar á »Norge« svo að vjel- in hefði skaðast, var því skipi eingin björg möguleg, og þeim 300 manna sem á því skipi voru hefði veriðvís bani. Nýfundnalandsgrunnin sýnast vera sjerlega hættuleg í ár, það var líka þar sem Bourgogne fórst í sumar. 24. Seftember. Veður er hjer ágætt nú, nokkuð kalt á kvöldin, en stillilogn, sólskin og heiðrikja um daga. Fiskur hefur verið tregur svo vítt sem spurnir ná bæði hjer eystra og eins fyrir fillu Norður- og Vesturlandi. Hlaðfiski nálega um ailan fjörð í Sxr- ______ Síld veiðist og hvergi í nætur svo menn viti, en góður afli net, og um það ber öllum saman að sjórinn sje fullur af síld útifyrir, en svo lángt nær nótaveiðin eftir hinni norsku aðferð ekki. Hún bíður eins og kunnugt er, eftir því að síldin sæki útvegsmennina heim inn á fjörðu. Aftur taka Holllend- íngar milljónir sínar með reknetum á hafi úti, og sama lag kváðu Skotar og Einglar farnir að hafa. Öllum ber þeim saman um að síldin sje ágæt heim að sækja og oftast heima. kvað nú vera lasburða mjög, svo að hún getur nú ekki sjálf klæðst eða farið af klæðum og eins verð- ur að hjálpa henni við allar mál- tíðir. Hún er þó klædd og borin út hvern dag þegar gott er veður og þá stundum ekið í hjólastóli um hallargarðinn. »Politiken« seg- ir að máttur hennar þverri nú meir og meir og þó líf hennar sje ekki í neinni augnabliks hættu, þá blakti það þó svo á skari að þar n uni vada orðið nemaum n ánuði að tef.a. Heyafli sagður ágætur alstaðar að. Pað sem úti var nú síðast hjer í nær- sveitunum næst vafalaust heim nú á þessum sólskinsdögum. Gestkomandi hefur verið hjer þessa daga fjöldi manna bæði sjó- og landveg. _____ Jón Ólafsson og Páll hróðir hans komu sunnan af fjörðum nú meðVestu og hjelt Jón suður aftur með henni til Rvíkur; hann hefurnúkeyft hraðpiessu í Skotlandi og ætlar nú að taka til starfa með hjnni í Rvík. Hann tekur sjálfur við útgáfu Nýu aldarinnar nú í haust, en ekki kvað hann það satt að hún ætti að sameínast blaðinu ísland, eins og staðið hefur í Rvíkurblöðunum. Fremur dauft var hljóðið í Jóni í póli- tíkinni og ekki væntir hann neinna stórtíðinda á næsta þíngi. Jón Jakobsson fór nú suður með Vestu, oghafði dvalið hjer nokkra daga uppi á hjeraði hjá föður sínum, frænd- um og mágafólki og skoðað æskustöðv- ar sínar. Hann er fæddur hjer á Hjaltastað og fór 13 ára af Hjeraði. Hann hafði meðal annara erinda skygnst eftir fornum munum, en kvað nú lítið eftir af því sem slægur væri í. Þó hafði hann fest sjer sverð gott, og var happalegt að ná í það. Jón prófastur á Stafafelli kom og híngað með Vestu og fór suður aftur með henni, ætlaði svo vestur og norð- ur um land til Hrútafjarðar til að sitja gullbrúðkaup foreldrá sinna 27. Seft- ember. Maður treystir því að sjera Jón hefði getið þess ef stórtíðindi hefðu verið að spyrja þaðan að sunnan, en það fer eins og vant er að talið verður mest um íslenska túngu og íslensk fræði forn og ný þegar maður finnur þann mann. »Mjer þykir eins vænt um falleg ís- lensk orð, eins og um jöklana íslensku fjölkn og dalina«, sagði sjera Jón einu sinni í brjefi, J>að er meiri ánægja að tala við sjera Jón um annað en daglegt mas og sveitaþvaður — þess vegna gleymist það að spyrja hann tíðinda. Olafur Thorlacíus læknir með konu sinni, sjera Jón Finnsson og Stefán verslunarstjóri Guðmunds- son komu híngað á Priðjudaginn land- veg og fóru aftur í fyrradag. Hótelið nýa stendur, nú al- búið að heita má og eigandinn herra Kristján Hallgrímsson fluttur inn og tekur þar nú á móti gest- um bæði til als greiða og gistíng- ar. Hann á nú hægra um vik en í gamla húsinu, því nú hefur hann 11 herbergi á loftinu smá og stór, og eru 9 þeirra gesta-svefnher- bergi. Sum af þessum herbergjum eru ágætlega rúmgóð og tvö at þeim stærstu eru rjetthyrnd svo að ekki sjest að það sje loftherbergi. Nokkur af þeim eru með ská- gluggum á þaki, en björt og rúm- góð fyrir því. Gángur er eftir miðju lofti og dyr þaðan inn í öll herbergin ne.ua tvö þau minstu. Niðri eru veitíngastofa, eldhús, borðstofa og dagleg stofa alt sam- an rúmgóð herbergi; svo á að koma salur í hinnm endanum 11 álnir á hvern veg og tvær litlar stofur innar af, en þær 3 stöfur eru þær einu sem ekki verða full- búnar, fyrri en eftir nokkra daga. Als er húsið 28 álnir og 14 eins og getið hefur verið uti í blaðinu. Húsið er hin mesta bæarbót, og búið til að taka móti gestum eins og Kristján Hallgrímsson auglýsir hjer á öðrum stað í blaðinu. Guðmundur Magnússon Ias hjer upp í Bindindishúsinu kvöldið 21. nokkur kvæði eftir ýmsa höf. og tvö kvæði frumsamin (Á kóngs- ins nýatorgi, og við Eyrarsund). Hann les ekki óáheyrilega upp yfir höfuð, og ýmsar setníngar sagði hann mikið vel og þær bcntu á að hann geti orðið liðlegur upplesari við æfíngu. Olafur Guðmundsson frá Höfða á Vatnsleysuströnd, hvarf hjer á Laugardagskvöldið svo að einginn veit hvað af honum hefur orðið. Mansins hefur verið leitað alstaðar þar sem f hug hefur kom- ið og síðast í fyrradag voru 12 menn látnir leita hans hjer alstað- ar um kríng og eins við bryggj- urnar, en alt árángurslaust. Það kvað þó ekki vera óhugsandi að hann hafi farið suður með öðrum Sunnlendíngum á Vestu þó menn vissu ekki. Hitt þykir ólíklegra að hann hafi farið burt úr firðinum því hann hafði verið lasinn, og ljct hjer eftir dót sitt. Plann ætlaði suður með Vestu Og sást það síðast til hans á Laugardagskvöldið að hann gekk út til Búðareyrai og var þá sagður algáður. SKIP. Vesta kom þ. 19. og fór aftur s. d., með hennl fóru, auk peirra manna sem nefndir eru, Bjarni Sæmundsson fiskifræðíngur með konu sinni heim til Rvíkur og Helgi Jónsson jurtafræð. á leið til Hafnar, Gauðlaug Arasen og eitthvað af ensku dóti. Vestu hafði seinkað sakir illviðra í hafi. Hólar komu 20. og fóru í gær. Með þeim kom Guðmundur Magnússon prentari með konu sinni. Pau fóru aftur til Rvíkur með skipinu. Pángaá fóru líka skólasveinarnir Haldór Jónas- son og Pórarinn þórarinsson en Guð- mundur bróðir hans til Hafnarfjarðar. Pórarinn Guðmundsson, verslunarstj. fór til Mjóafjarðar. Egill kom þ. 20. að norðan og með honum þeir Bache og Chr. Ilavsteen. Egill fór í fyrra dag. Suður á firði fóru með skipinu: Fr. Wathne með konu sinni og Thorvald Imsland. Vaagen kom frá Skotlandi 21. og íærði nýasta póst til 15. þ. m. hún fór hjcðan suður á fjörðu og er von híngað aftur um þessa daga. Muggur, fiskigufuskip Pjeturs Thor- steinssonar á Bíldudal, skipstj. As- björnssen, kom híngað í fyrra dag til síldarkaupa og bíður hjer til þess Vaagen kemur að sunnan ef síld kynni að vera suður á fjörðum, Því hvorki hjer eða á Eyafirði var bjarg' vænlegt með síldarkaup. ínga gufusk. Gránufjel. fór hjeðan þ. 21. til útlanda. Rcykir, skip Konráðs kaupm. í Mjóafirði kom híngað að sxkja lækni á Sunnudagsnóttina var og kom með hann aftur á Sunnud. Með skipinu kom híngað auk læ'knisins, þeir Kon- ráð kaupm.,’ sjera Þorsteinn Haldórs- son o. fl- Lí nufiskari, cnskur, kom hjer snöggvast inn í dag.

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.