Bjarki


Bjarki - 22.10.1898, Page 1

Bjarki - 22.10.1898, Page 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af- slátttur ef oft er auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. Seyðisfirði, Laugardaginn 22. Október 1898 III. ár. 42 Skiftafundir í þrotabúi konsú's W. G. Spence Patersons verða haldnir hjer á skrifstofunni Miðvikudagana 30. Nóvember og 28. Desember næst- komandi. A fyrri fundinum verður lögð fram skrá yfir eigur og skuld- ir búsins svo og frumvarp til út- hlutunargjörðar á þvt, en á síðari fundinum verður skiftum á búinu væntanlega lokið. Utborganir fara fram 12 vikum eftir skiftalokin, verði skiftunum ekki áfrýað. Bæarfógetinn á Seyðisfirði 13. Okt '98. Jóh. Jóhannesson. Grímur frá Grund. — o — Austan um haf kom hann Grímur frá Grund. þeir^gáfu’ honum land út við Parry-sund. Og þángað um haustið með faung sín hann fór, þá freðin var jörð og kominn var snjór. En enskir þóttust ei þekkja mann, sem þreklegri svndist á velli, en hann; því sterkur var hann og stór. Hann reisti sjer kot, hann ruddi, sinn skóg og ræktaði garð, þegar leysti snjó; hann girti sitt land, hann bjó sjer braut, og breytti í eingi sjerhverri laut. En enskir sögðu, að eingan mann ötulli hefðu þeir sjeð, en hann. Og heiðurs-orðstýr hann hlaut. Og svo liðu árin, að Grímur frá Grund varð gildur bóndi við Parry-sund. Hann ræktaði garðinn, og ruddi sinn skóg, hann reri til fiskjar, — og saung og hló. En enskir þóttust ei þekkja mann, sem þvílíka atorku sýndi og hann. — Að laglegu búi hann bjó. En svo kom þar fár í bæ og borg, sem breiddi yfir hjeraðið trega og sorg; það kom og til Gríms — í kotið hans inn — Svo konuna misti’ hann og dreing- inn sinn. En enskir sögðust ei sjeð hafa maníi, er söknuður beygt hefði meira en hann, þvf tíðum var tárvot hans kinn. í garðinum tók hann grafir tvær, með »gleymdu-mjer-ei« hann skreytti þær. Er sól rann til viðar hann settist þar, og sár var sá harmur, er hjartað hans bar. En enskir þóttust ei þekkja mann, sem þögulli væri, og gætnari’, en hann. Því varkár maður hann var. Og grannar hans buðu’ honum betri kjör, — þeir buðu’ bonum þángað, sem meira var fjör — þá benti hann grafirnar grænar á, og gat þess að seint mundi’ hann hverfaþeim frá. En enskir þóttust ei þekkja mann, sem þolmciri og tryggari væri, en hann; þeir vel kváðust vita hans þrá. Og svo liðu árín, að Grímur frá Grund varð grár af hærum við Parry-sund. Hann reri til fiskjar, hann ruddi sinn skóg, og ræktaði garð, þegar leysti snjó. En enskir sögðust ei sjeð hafa mann, um sextugt, með hár eins hvítt og hann. — Einn sínu búi hann bjó. En nú eru í garðinum grafir þrjár, þar grænkar á sumrum víðir smár. Og enn stendur kotið við lítinn lund hjá læk, sem að rennur f Parry-sund. Og enskir segjast ei muna mann, sem meiri staðfestu bar, en hann, -— hann íslenski Grfmur frá Grund. J. Magnús Bjarnason.* Hvað á jeg að lesa? 11. Bókmentafj elagið hefur í ár gcfið út bækur upp á 745 blað- síður als, og ætti það að geta var- að nokkur kvöld, sje hver stafur lesinn. Frá því telst þó registrið *) Kvæði þetta er prentað hjer eftir Pjóðv. Únga og er bæði blaðið og hinn heiðraði höf. beðinn velvirðíngar á gripdeild Bjarka. Svona elskulegt og þýðróma kvæði verður að komast til allra kvæðavina. Parry frb.: perrí. 1 yfir 4 bindi Fornbrjefasafnsins 208 bls. sem cr í þessa árs bókum. Bókmentafjel. hefur tekið þá stefnu að sinna sjerstaklega íslenskum fræðum og því má vísa þeim mönnum þángað, sem einkum hafa hug á að fræðast um Island að fornu og nýu. Miðað við þessa stefnu verður ekki annað sagt en að þ. á. bækur sje fullsómasamlegar og margt gott og fróðlegt í þeim. I’etta 3. hefti af 2. bindi Landa- fræðissögu Þorvaldar er sjerlega fróðlegt og besta skemtun fyrir hvern mann að lesa það, og þá bók alla. Ritgj. Bjarnar Olsens rektors um Sturlúngu er aðeins bókfræðileg, og síður við alþýðu hæfi, en gott tækifæri er þar til að sjá hvernig menn fara að því að rekja sig eft- ir stigum og brautum í óljósi fornra sagna. Sjálfsagt má deila þar um ýmisleg atriði, og verður ugglaust gert, en við það ve-ður þá höfð einmitt hin sama sönnunaraðferð, sem Björn hefur hjer. Vísindin gera einskorðaðar kröfur: Ekkert er satt, í neinni bók veraldarinnar, nema það sje sannað með reglum, sem nægja sannleikskröfum vís- indanna. Nú cr einmitt öllum fornum fræðibókum eddum, biblíum og þess háttar líka, flett í sundur með sama hnífnum, sem Björn hefur stúngið hjer í Sturlúngu, og því er það mentandi að sjá aðferð hans og handatiltektir; hvortveggja er strang- vfsindalegt að öllu leiti og ritgjörð- in prýði íslcnskra bókfræða. Skírnir er furðu ljóst yfirlit pólitiskra viðburða liðna ársins, svo fáort sem það er, og væri gott lið að samkyns yfirliti yfir ýms merk atriði úr menníngarsögu heimsins: athafnir vísinda, lista, bók- menta og þess kyns als. Misrit- ast hcfur eða misprentast um Púk- ey (Djöfley) að hún væri í Suður- álfu í stað þess sem á að vera: í suðurhluta Vesturálfu, eins og menn hafa sjeð í blöðunum. Eins er rjettara að skrifa Rússar, sem gert hefur verið híngað til, heldur en Rúsar, eins og Skírnir gerir. Siík breytíng er til truflunar, og vernd- un málsins til ógagns. Af ritgjörðum tímaritsins er greinin »Um skóga og áhrif þeirra á loftslagið* eftir Helga Jónsson og »Garðrækt í Danmörkuc eftir Einar Helgason, mjög þar'far hug- vekjur og menta lesarann um leið. Þær sýna ljóst og vel hve stór- mikla þýðíngu það hefði fyrir fram- tíð landsins að komið væri hjer upp skógum. Þær eru líka báðar skemtilegar að lesa, sjerstaklega Einars. Helga ritgjörð er nokkuð vísindalega nákvæm til þess að vera alþýðleg, en mjög röksamleg. Ritgjörð Jóns prófasts Jónssonar um Islendíngasögur hlýtur að vera ljúfmetisbiti fyrir ættartöluvini svo lángrakin og hnjóskþurr sem hún er. »Tilraunir Danakonúnga að selja lsland« eftir Dr. Jón Stefánsson og »Oddur lögmaður Sigurðsson og Jón biskup Vídalín* eftir Jón Jóns- son eru mikið fróðlegar glepsur. Sjerstaklega mun mörgum þykja merkilegt að lesa um þá Odd og meistara Jón, og sje því ekki gleymt, að ránghverfan snýr þar meira út en rjetthverfan á báðum mönnunum í þeirri viðureign, þá er ritgjörðin góð bjalp til að skilja mennina og' öldina sem þá 61. Leingsta ritgjörðin í Tímaritinu er eftir Grím heitinn Thomsen um Aristoteles; hún er 65 hls. Rit- nefnd Tímaritsins segist ekki hafa treyst sjer til að dæma um vísinda- legt gildi ritgjörðarinnar, og láir vfst einginn það, þv/ til þess þyrfti maður að þekkja hvorki 'meira nje minna en alla heimspekfnga síðan Aristoteles, því Grímur segir að þeir sje allir bergmál eða stælíng af honum, og jafnvel sjálfur Hegel, sem Grímur sýnist þó að setja næstan þeim Aristoteles og sjer. Um Aristoteles tala víst állir með heiðri, en það sem jeg hef sjeð talað um Hegel og heimspek- ismoldviðri hans, segir alt einum rómi, að hann hafi haft nauða litla þýðíngu fyrir héimspeki nútímans. Af því mjer' nú finst Grfmur setja Hegel hærra en Spencer, þá öygg' jeg að dómur hans um heim- spekíngana »síðan AristoteIes« geti verið vafasamur, og vísindalegt gildi ritgjörðarinnar að því Isiti mest, að hún sje »gamaldags rari- tet«. Að sýna speki Aristotelesar htf- ur þar á móti vafalaust vfsindalegt gildi sje það gert rjett — og tin-

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.