Bjarki


Bjarki - 22.10.1898, Qupperneq 2

Bjarki - 22.10.1898, Qupperneq 2
hver fáist til að lesa það. Annars rýrnar gildið. En heldur hefði jeg kosið í tímaritinu einhverja glepsu úr Spencer heldur en þessar rit- gjörðir Gríms. Það þarf nú víst ekki að vara ritnefndina við að taka meira af slíku, síst svo lángorðu, og er að því leiti heppilegt að Grímur er dauður. Eitt hefði ritncfndin getað gert og það var: að dæma um gildi stafsetníngarinnar á ritgjörðinni og koma svo í veg fyrir að menn haldi að Grímur hafi annað hvort ekki viljað hafa neina stafsetníngu með viti í eða aunga kunnað. Eins og áður er sagt eiga þeir menn, sem sjerstaklega er hugur á íslenskum fræðum, varla kost á að verja sínum 6 krónum betur en að kaupa bækur Bókmentafjelags- ins. Þar er ýmislegt gott, sem hefur varanlegt gildi, og baek- urnar ekki dýrar. Eins geta þeir, sem styðja vilja íslensk fræði og loks þeir, sem skilja íslensku eina, með góðri samvisku geingið í Bók- mentafjelagið. En þeir sem dönsku skilja og fræðast vilja um heims- lifið og »heyra æðaslög aldar sinn- ar«, hvað mennirnir vita og hugsa um tfmann Qg eilífðina, verja bet- ur fje sfnu til að kaupa Kríngsjá, eða Review, þeir sem skilja Ensku. þær eru lftið. dýrari, en þrefalt stærri og þúsundfaldar að auði. Húsbruni varð á Nesi í Norð- firði á jLaugardagskvöldið var, og brann þar til kaldra kola íbúðar- og verslunarhús Gísla kaupmans Hjálmarssonar, stórt hús og vand- að og prýðis fallegt. Þau hjónin voru ekki heima og er sagt þau væru í skírnarveislu. Þetta var seint um kvöldið, að sögn, og vinnufólkið, sem sefur annarsstað- ar, var alt farið burt að sofa, og því einginn heima í húsinu. Haldið er að eldurinn hafi kvikn- að við það að dreingir, sem scndir voru inn í búðina um kvöldið eftir einhvcrju (lampa?) hafi fleygt ógæti- lega frá sjer eldspítum, sem þeir hafa kveikt á til að lýsa sjer. Víst er það að eldurinn sást fyrst í suðvestur horni hússins, þar sem Lúðin cr. Eldsins varð fyrst var cinn af uábúunum og hljóp þegar til og vildi gera fólkinu aðvart sem hann hjelt vera í húsinu, en rjett í þeirri svipan kom Gísli kaupmað- ur heim, en þá hafði eldurinn læst sig svo um alt húsið að aungu var auðið að bjarga, aðeins náðist eitthvað af verslunarbókunum, þó ekki allar, og orgel. Alt annað brann og allur fatnaður vinnufó'ks- ins svo að það stendur eftir í því einu sem það gekk í, og er það sjerlega tilfinnanlegt, þar sem alt slíkt mun hafa verið óvátrygt. I’ar á móti voru bæðl hús og eignir Gfsla kaupmans vátrygð að sögn. Húsið brann til grunna. Menn úr Mjóafirði sögðu svo söguna hjer í fyrra dag og væri gott að einhver kunnugur vildi leiðrjetta ef eitthvað kann að hafa misfregnast. Seyðisfirði. Veður skúrasamt þessa viku, og hvít fjöll nú niður undir sjó. Fiskur góður þegar gefur en láng- sóttur. Sumir feingið undanfarandi daga svo sem á bátana hefur komist. móti hafa fleirí menn en einn farið mjög svo vingjarnlegum orðum um skipstjórann og jafnvel taláð eins og utan að því að Bjarki gæti um greið- vikni hans og tilhliðrunarsemi. Bjarka er nú fremur lítið um þakk- arávörp, bæði af því að sýróp er frem- ur væmið, og eins vegna hins, að þakkarávörp fæða oftast fremur af sjer háðbros og ónot heldur en heiður. En að öllu samanlögðu fer það víst næst sanni að Hólar munu hala full- nægt þeim kröfum, sem menn hafa gert til strandbátsins eftir því fyrir- komulagi sem ákveðið er, og eins hitt að Jacobsen skipstjóri getur vel unað við þann orðstýr sem hann fær eftír sumarið. Við væntum þess að sjá aftur Hóla og Jacobsen nxsta ár, að minsta kosti munu margir segja þá kompána vel- komna að vori, en síður annað minna skip, ef í ráði skyldi vera að skifta um af því þessar strandferjur sje of stórar. með í, en einginn þorir að standa við. 2. Islenska þjóðin álítur kann- ske blöð sín svo ónýt að dómar sem þau dæmi, sje jafn ódæmdir eftir sem áður, eða álítur kannske aðalætlunarverk þeirra sje, að þýða útlenda reyfararómana, segja frá slysförum og svo kannske hnífla náúngann. 3. Kannske verða þeir þó fleiri, sem játa það, samkvæmt reynsl- unni, að blöðin geti halt þýðíngu — ef þau vilja gera rjett. En þau sje flest svo veðsett eða vil- höll ýmsu stórmenni að þau þori ekki að sjá rjett eða vilji það ekki. I fám orðum sagt: Jeg hugsa mjer að orsökin að þessu sje hin sama eins og mörgu okkar basli öðru: Gömul ánauð hefur kent okkur að beygja okkur, heldur cn eiga undir þvf að fá högg, og hún hefur líka sljófgað rjettlætistilfinn- ínguna og dreingskaparhugsunina. Freistíngin verður svo mikil — syndafallið svo alment. í’að er þá orðið svo háskalaust að selja sig fyrir bita eða skildíng. Menn hafa sömu virðíngu og tiltrú af þjóð sinni fy.ir því. Hún hugs- ar ekki hærra. Hinir sem, reyna að halda sjer óháðum, fá svo litla upphvatníngu til þess. þjóðin þarf þeirra ekki við. Bóluhjálmar sagði það í tveim línum: »Eru því ficstir aumíngjar en illgjarnir þeir sem beturmega.« Örið hverfur svo seint þegar þrællinn hefur einu sinni verið brcnnimerktur. Kjelland segir að hundurinn hafi kent manninum að flaðra og dfngla rófunni. það er vandi að vera rjettsýnn yfirmaður, cf aungan stuðníng er að finna í rjcttlætistilfinníngu und- irsátanna. Undirsátarnir hafa líka ábyrgð. Okkur lángar alla tll að laga það sem áfátt er. Er það ekki satt ? Og við eigum morg ráð til að efla dáð og dreingskap, dug og rjett- sýni. I5að má finna ráð við mörgu ef vel cr leitað. 1 þessu máli er ráðið þetta: Rannsakaðu, svo vel sem þú hef- ur tök á, það sem þjer þykir á- fátt, og jeg er þess full viss að 1 hverjum stað á Islandi verður ein- hver maður cil að vitna með þjer hafir þú eða aðrir orðið fyrir ó- dreingskap eða rjetti verið haliað- Gáttu svo á röði.ta, og jeg er jafn viss um að einhver blaðamaður ber fram mál þitt, og verður dns til að verja þig ef á þig er lagst fyr- ir umkvörtun þína. Sje svo farið að, og ekki beitt illgirni eða ó,- Læknirinn ráðgerír að fara nú þessa daga af stað til Hafnar til að vera skylduvist sína á Fæð- íngarstofnuninni. Hann fer kann- ske af stað nú á morgun með Ingu gufuskipi Gránufjelagsins, ef það verður komið þá og ferðbúið. það er yfir höfuð mjög meinlegt að missa tækninn burtu og sjer- staklega er það óheppilegt nú, þar sern alment kvef og lasleiki er í fólki um þessar mundir, og þó vitja megi Stefáns Iæknis, þá er það frcmur mögur huggun, því þó hann sje sagður góður læknir, þá er það lítið gagn þegar svo lángt er að leita og hafa svo nokkurn veginn vissu fyrir þegar komið cr upp yfir heiði, að verða að sækja hann upp í Fljótsdal, út í Túngu eða upp á Jökuldal eða jafnvel norður á Fjöll, mann, sem aldrei á frið heima. Læknirinn ráðgerir að koma aft- ur í Desember. En þángað til verðum við að hafa þetta svo búið. Þar er ekkert undanfæri. f í nótt andaðist hjer í bænum Friðrika Þorláksdóttir ljósmóðir, ekkja Odds Oddssonar fyrrum bónda á Melnum við'Rvík, bróður þeirra Brynjólfs heitins bók- bindara og Jóhannesar bónda frá Bústöðum. Synir þeirra hjóna eru þeir Oddfreður og Jóhannes bænd- ur hjer á Seyðisfirði. Friðrika var myndar og sóma kona og þótti mjög heppin ljós- móðir. Ilún varð rjett sjötug að aldri. HÓIar komu að norðan í fyrra kvöld; fóru suður í morgun. Með þeim var fjöldi farþega. Letta er síðasta ferð Hóla í ár og má segja satt um þessi fyrstu skifti þeirra við okkur, að þau hafa víst heldur bætt vináttuna en hitt. Eitt er víst, og það er það, að ekki ein ein- asta kvörtun yfir Hólum eða skipstjóra þeirra hefur borist Bjarka„ þvert á. Hvers vegna? I brjefi, sem jcg fjekk um dag- inn, stóðu þessar línur. »Scgið þjer mjer eitt ef þjer gctið, jcg er sjálfur í vandræðum með það. Hjer gánga ýmsar kvart- anir um sveitir, bæði út úr skiít- um við kaupmenn, við embættis- menn og sveitarstjórn og eins milli manna innbyrðis. Fæstar ?f þeim varða við lög, en margt sem til saka er fundið er eyðileggjandi lyrir fjelagslífið og rjettsýnis og hreinskilnis tilfinníngn manna. Gætu blöðin ekki vcrið dómarar hjer og bætt úr þessu, dæmt þann í sekt sem sekur er hvort sem hann er hár eða lágur? Mjer finst það, en því gera þau það ekki ? Jeg hef að vísu búið mjer til svar, en »tali nú aðrir fyrst«, eins og prúfasturinn sálugi sagði stundum. — — •— Af því fieiri menn hafa minst á þetta sama bæði munnlega og í brjefum þá skal jeg svarB því í fám orðum. Fyrsta skilyrðið fyrir því, að blöðin tali um slíkt eða »dæmi« í slíkum málum, er það, að þau fái vitneskju um sakaratriði, og fái svo ríkar sannanir að á þeim verði bygt. Svo kemur næfta skilyrðið að þau hafi drcingskap til að dæma óvilhalt. Jeg held nú aðalsvarið verði þetta: Menn leita ekki blaðanna, vilja ekki nota þau eða kunna það ekki — ekki hjer á landi. Og orsakirnar hef jeg hugsað mjcr eitthvað af þessu þrennu eða það alt saman: i. Menn eru of meinlausir til að klípa aftur þó þeir sje ktipnir, — eða of latir til þess. Heldri mennirrir sjá sjer hag í að láta kyrt, hinir þora ekki annað. ' Eða kannske er oft um laust þvaður að tata, sem allix verða a.ð krúnka

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.