Bjarki


Bjarki - 31.12.1898, Síða 2

Bjarki - 31.12.1898, Síða 2
20 6 nákvæmlega allar aðfarir sóttarinn- ar í sjálfum sjer og skrifaði alt upp meðan kraftar unnust til. Hann lifði aðeins nokkra daga, og síðan veiktust og dóu tvær aðstoðar- stúlkur þar við stofnunina. Alt þetta kom slikum ótta af stað að stofnunin með öllum sem þar höfðu að komið, var sama sem múruð inni og settur strángur vörð- ur fyrir utan, en öll tílraunadýrin drcpin og brend. Arnars kvað varla stafa nein hætta af sóttinni nema þar sem sóðaskapur er æði mikill, en þó var ekki laust við að beygur kæmi í Evrópu, og Vínarborg ætlaði al- veg að verða vitlaus. Um kýlapestina var annars hald- in mjög fróðleg tala í Höfn um þær mundir; þar var skýrt frá að pcstin flyttist mest með rottum og að jafnan færi rottudauði á undan pestinni og að hún rekti sig svo einmitt eftir þeim stöðum þar sem rottupestin hafði farið á undan. Eftir þessu kváðu Kínverjar hafa tekið fyrir laungu, og því er sagt að þeir fýli jafnan húsin, þegar þeir verða varir við að drep er komið í rotturnar. En hvernig rotturnar sýktu hver aðra og svo mennina, var eftir að vita. Menn tóku þá eftir tvennu, sem einkenni- lcgt var; fyrst því, að rotturnar sýktu fr£ sjer aðeins litla stund fyrst í stað eftir að þær voru dauðar; og svo öðru, að fiestar sjúku rotturnar höfðu á sjer meira eða minna af flóm. Mönnum kom því í hug að flærnar kynnu að flytja gerlana á milli. Til að reyna þetta hreinsuðu menn svo nákvæm- lega flærnar af veikri rottu og Ijetu hana svo hjá annari heilbrigðri og raunin varð sú, að hún sýktist ekki af hinni veiku. Rottur með flóm sýktu þar á móti allar frá sjer. Það er því álit manna nú, að flærnar sjeu hættulegustu póstarnir þar í stað. í mörgum sóttum öðr- um eru annars flugurnar taldar mestu hættugripir til þeirra verka. Norðmenn, frændur okkar, hafa leingi átt í stjórnarskrárþrasi við stærra bróðurinn fyrir austan Kjöl- inn og er fremur gánglítið þar, líkt og hjá litla bróðurnum á Islandi, og væri þó órjett að bera Norðmönn- um á brýn áhugaleysi eða fylgrs- leysi í því máli, því það var víst um eitt skeiá skamt á milli að verra yrði úr millum þjóðanna. Norðm. þykjast einkum vanhaldnir með ut: anríkismálefni sín; segja að konsúl- ar sje Svíar, flcstir, ng hlýrri þeim og hagráðari en sjcr, sem ciga þó miklu mciri skipastól og verslun en Svíar. í'eir eru og flciri en Ncrð- mepn, scm scgja nokkuð tilhæft í þessu. Fyrir nokkru settu báðar þjóðir menn í nefnd til að ræða um mál sín, en sú nefnd skildist árángurslaus og kenna hvorir öðr- um um það. Það má! verður þvf gánglítið um stund. En uú hafa Norðm. tekið það í lög að nema sambandsmerkið úr þjóðmerki sínu. Það teikn hafa báðir haft í þjóðmerkjum sínum, Norðmenn og Svíar, til að tákna samband þjóðanna. Það var reynd- ar leyft Norðmönnum að hafa merkið án sambandsteiknsins og notuðu það ýmsir, en það var ekki löggilt þjóðmerki, Nú eE það lög- fest, því Iögþíng þeirra hefur sajm- þykt nýmæiið þrisvar, og það er landsrjettur Noregs, að það sje lög, sem þíng þeirra samþykkir þrisvar, þó konúngur neiti þá enn stað- festíng sinni. Oskar konúngur hefur neitað tvívegis og má gjarn- an neita í þriðja sinn ef hann vill; þýðíngu hefur það ekki leingur. En svo varlega hafa Norðmenn farið með vald sitt, að þetta eru fjórðu lögin sem til eru orðin á þennan hátt síðan 1814. A Cúbu er sagt að uppreistar- menn hafi valið Gómes, uppreistar- foríngjann gamla, til lýðveldisfor- seta, en ekki fara sögur af hversu Bandamönuum líki valið. Annars hafa farið hálfljótar sögur af flutn- íngi spánsku hermannnanna heim þaðan. Sagt að Bandamenn hafi nú síðast látið bera með valdi út á skip sjúka menn og suma dauð- vona, sagt að margir dæi á leið- inni en aðrir hnigji dauðir niður er þeir komu á land á Spáni. Þykir slíkt ómannleg harðýðgi og mælist afarilla fyrir. Þetta er telegraferað um heim- inn hvað sem satt er í því. Spánverjar kváðu nú svo fjevana að þeir sje ráðalausir með að nálg- ast herleifar sínar vestan um haf. Annars sýnast Bandamcnn nota sjer það rækilega að Spánverjar eru komnir á knje. Eínafræðfngur enskur, W. J. Russel að nafni, kvað hafa fundið ráð til ar Ijósmynda brjef staf fyr- ir staf gegn um heil umsl'igin. Það er nú kanskc citthvað orðum aukið þetta, því jjað er sannleikur, að goður helmíngur af þcim nýu uppgötvunum sem blöð flytja, bæði íslensk og crlend, er haugalýgi frá rótum, scm logið er upp af mönn- um og bloðum, sem vinna vilja al- þýðu hylli. Að ljúga að alþýðu og svíkja hana, borgar sig vanalega vel, og er nú urn stundir cinn vís- asti vegur til auðæfa og mann- virðíiiga. I þ.ttasinn lu.'íer frcgn- in þó staðið í þeim blöðum, sem fslensk blöð, og erlend raunar líka, ausa úr scm ósviknum lindum og því er ekki ólíklegt að húu sje sönn. En gaman verður að vita hvað ýngisfólkiðog stjórnmálarefarn- ir taka þá til bragðs. Húseignamenn í Khöln hafa ráð- ið herfór móti rottunum, sem þeir segja að geri þar voðausla árlega á húsum og munum, svo að hundr- uðum þúsunda skifti í krónum. Þeir áttu nýlega fund með sjer um þetta og var þá fallist á þá uppá- stúngu að þeir skyldu skjóta fje sama’n til höfuðs rottunum og borga vissa aura tölu hvern rottuhaus sem þeim yrði færður á tiltekna staði í borginni. Var ráðgert að fitja upp með 180 þúsundum króna og ætlast á, að fyrir þá skildínga myndi mega ná sjer í alt að hálfri fjórðu milljón hausa. Gæti þetta ekki grynt á rottunum með tímanum kváðu þcir hægt við að bæta, þvf aungan munaði hvort sem væri um skerfinn til þessara 180,000. I Khöfn, með útjöðrum er nú frarn undir það hálf ínilljón manna og 18 þúsundir húsa. Þó hvert mansbarn af Islandi væri komið til Hafnar, þá yrði þó allur hópurinn ekki meira en einn sjöundi hluti borgarbúa. Og húseigendur í Höfn vcrja á ári scm svarar einum þriðjúngi af öllum landssjóði Islands til þcss að kaupa fyrir rottuhausa. Margt er skrítið í Harmoníu. Og ekki er að furða þó á hallist að ýmsu leiti. Úr brjefum og blöðum. —o— (Úr brjefi að norðan.) Kiáðafrjett. Nú hefur nýlega borist sú fregn úr Skeggjastaðahrepp, að þar hafi fundist 6 kláðakindur á einum bæ, og að í þeim hrepp hafi aðeins verið baðað þannig, að baðinu hafi vcrið helt ofan í ullina á fjenu, en náttúrlega að viðstöddum skoð- unarmönnum, scm cflaust hafa á- litið þctta fulltrygt, og scm ætla má að sjen jafn heiðvirðir mcnn, og skoðunarmennirnir við Jökulsá Jcg scl þessa sögu eins og jcg keyfti hana, en ábyrgist ckki áreið- anicik hcnnar, en mjer sagði hana nábúi Strandamanna- * * * Ath; Af því sarnskonar fregnir, urn þetta hafa borist blaðinu úr fleirum stöðum en einum, þá vill Bjarki ckki þagja yfir þessu ef satt kynni að vera. Hitstj. Lítil leiðrjetting frá brjefritaranum úr Vopnafirði. Brjefritarinn úr Vopnafirði, vill leiðrjetta þann misskilníng hjá ritstj. Bjarka að þeir sem böðuðu sjcu argir af því, að þeir þarna eystra hafa sloppið of kostnaðar- lítið við kláðaráðstafanirnar. Því fer fjarri. Við hjer nyrðra unnum þeim þcss vel, og erum mjög á- nægðir margir yfir þvf, að drepa lúsina með Kreolini. En okkur þótti óþarft og tilgángslaust, að' hafa hjer svo dýrt bað, eins og kláða baðið er, og dýrt eftirlit mcð böðunum, úr þvf ekki var baðað alt fje, sem norðan Jökulsár gekk í sumar, því ef það dugði lausleg skoðun, (cins og skoðun í rjettum hlýtur að vera) við sumt af fjenu hjer úr norðurheiðunum, því dugði hún þá ekki við það alt? og því var þá verið að baða kláðabaði, nema þar sem kláða óþrif hefðu fundist? Það er þessi tvískinnúngur í ráðstöfunum gegn kláðanum, sem óánægju vakti, og sem getur haft ill áhrif á hlýðni manna við kláðaráðstafanirnar síðar meir, ef til frekari ráðstafana þarf að taka. — Að sýslumaður hafi ekki gert það sem hann gat eftir því sem á stóð, um það hefur ei verið talað. * * * Ath: Ritstjóri Bjarka vill ekki þrátta meir um þetta, allra síst við trúfastan brjefritara sinn, en vænt- ir þess, að þessi »ójöfnuður« hamli aungum frá að fylgja skipunum eða samþyktum sem miða að útrýmíngu fjárkláðans, ef þeim verður ekki fundið annað til saka en það, aðþetta kom fyrir nú. Og svo viil hann óska þess bæði yfirvöldum og und- irgefnum að hamíngjan verði í þetta sinn drýgri en forsjáin. Ritstj. Um Hof í Vopnaf. eru í kjöri: Sjera Geir Sæmundsson á Hjalta- stað. Sjera Kristinn Daníelsson á Söndum og sjera Sig. P. Sivert- sen á Útskálum. Þessir þrír vald- ir úr 10 sækjendum. Um Þóroddstað í Köldukinn: Sjcra Sigtr. Guðlaugsson á Sval- barði, sjcra Sigurður Jónsson á Þaunglabakka og Þorv. Þorvarðar- son cand. theol., aðrir sóttu ekki. Seyðisfirði. V e ð u r hefur þessa viku verið líkt og hina fyrri, en oftast úr- komulítið, hreinviðri jóladagana og hægt frost, og svo hefur vcrið flcsta dagana, þángað til í fyrra- dag, þá herti frostið og urðu hjcr

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.