Bjarki


Bjarki - 14.01.1899, Page 1

Bjarki - 14.01.1899, Page 1
Eitt blað á viku mmst. Árg. 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar 8 aura Hnan: m.kill af- slátttur ef oft er avglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október BJARKI IV. ár. 2 Seyðisfirði, Laugardaginn 14. Janúar 1899. Um Hjerað, og jarðabætur þar. Nú er þar til máls að taka, sem fyrr var fráhorfið. Jeg nenni nú ekki orðið að fara margar útúr- götur hjeðan af, en það er þó satt að segja, að þau orð eru mörg i málinu, að jeg skrifa þau aldrei svo nje les, að ekki hverfist fylk- íngar af hugsunum utan um þau. Ætti jeg nú að láta slíkan her fylgja orðunum í hvert sinn, þá hefði jeg aldrei getað talað um nokkurt málefni hvorki í rími nje lesmáli. Það var sagt um Gísla heitinn Brynjólfsson, háskólakennara, að einu gilti á hvaða málefni hann byrjaði, hann endaði altaf á Egyfta- landi. lJetta var víst oft svo. Og Íeg gct sagt það til dæmis, að einu sinni vorum við að tala um Einar Hjörleifsson og Hannes Haf- stein. Jeg þagði, eða sagði víst mjög lítið, en Gísli talaði, og eitir svo sem þrjár klukkustundir vakn- aði jcg við það, að hann var á flugferð með mig rínglaðan og ráðalausan einhversstaðar t ættar- tölu Ramses i. og drögunum til undirbúníngs undir frumhugsun pýramtdanna á Egiftalandi. Mig minnir jeg vaknaði við að hann nefndi ártalið 1500 eða 2000 lyrir Kristsburð. Jeg brosti líklega þá — f svefnrofunum, en síðan hef jeg stundum fundið a$ fleiri eiga ekki svo lítið skylt við Gísla í þessu. þó það sje sjerstaklega málið íslenska, sem fer með mig á gand- reið þá kann þó fleira taumhaldið þar í stað, þegar gætt er að og sagt satt frá. En þetta, að segja satt frá, er ekki svo altítt. Pað eru ekki einúng- is dagblöðin sem hafa það fyrir at- vinnu að vera tvíræð, heldur er allur þorri þeirra manna, sem jeg hef haft þrnn heiður að kynnast, svo skapi farinn, að mjer finst hann eiga tvö andlit og tvær túngur — minst, og tali með annari í sinn hóp, en með hinni þegar hann á að vera »ffnn« og tala opinberlega, eða við ritstjóra. En þetta kemur á öðrum stað — vona jeg — og því sleppi jcg því. En þetta er satt, að sjálf orðin hafa tafið rr.est fyrir mjer hvað sem ieg hef átt að skrifá á Islensku, og þá dcttur mjcr oft í hug Gísli. Jeg man vel hvernig hann komst frá Hannesi til Ram- sesar og pýramídanna. Það var hjá Gísla bein braut og varla nema steinsnar. Hann sagði að Hannes væri læri- sveinn Drachmanns. Og þó Gfsli segðist vera í mörgu ósamþykkur Georg Brandes, þá væri lýsíng hans á Drachmann og hinni nýu anda- stefnu alveg rjett. Brandes væri skarpur og frjálslyndur eins og Gyðíngar hefðu altaf verið og þau dæmi rakti hann gegn um alla gyðíngasöguna til Abrahams, og frá honum til Kaldea, og eftir dá- lítinn krók inn í Ulfarsrímur og Kýros persakonúng, sem hann sagði að rjettu nafni hefði heitað Kúrus á Fornpersamáli, þá komst hann út í viðskifti Persa og Kaldeumanna við Egifti og Ramses. Jcg man nú ekki annað áf því, en að Ramses var voldugur kon- úngur og af bestu ættum, en hitt er satt að eitt orð hefur oft farið með mig eins og Gísla og er jcg þó smár hjá honum að fróðleik, og margt mun honum hafa flogið í hug þegar hann las nýíslenskuna ekki síður en hina fornu, og aung- an mann hef jeg sjeð nema Gísla komast viðiaf því, íslenskunnar vegna, að sjá danska setníngaskipun í blaði á íslenskum orðum og þá stund fann jeg það fyrst, að bana- sár málsins verður aldrei það, að taka við útlendum orðum, eða rjett- ara sagt dönskum orðum, heldur hitt að láta úrþvættið úr skáldsög- um á dönsku, eftir mentunarlitla þýðendur, sem einginn mentaður danskur maður þekkir, ráða setn- íngaskipun í Islensku, og þó heyr- ist þetta og sjest á mörgu sem skrifað er, að minsta kosti annari hverri grtin í sumum blöðum. Otal fleira datt mjer í hug út úr þessum orðum »sem fyrr var frá horfið«. Jcg sá nýlega þessa sögn, að »hverfa« misskilda í skrifi og talsháttinn lagaðan, af því orð- ið »hverfa« þýddi »að fara úr aug- sýn eða að týnast eða glatast«. Þetta er að vísu rjett, eftir nútima máli, en fyrir þvt má ekki afbaka forna talshætti. Orðið hverfa merk- ir að snúa, í gömlu máli, og merkir það í rauninni ennþá Við sjáum það ef við athugum orðið hvirfill, hvirfíng, hverfi, svo scm Múlahverfi, »Fiskilækjarhverfi« og hverfisteinn, það er steinn sem er snúið. Það, sem fyrr var frá horfið, merkir því: það sem fyrr var snúið frá, og í þessari merkíngu er orðið víðs- vegar um allar sögurnar fornu. Annars er málið í heild sinni ckki vcrra hjer cystra en annars- staðar og ýms einkennileg orð geymast hjer á Hjeraði, sum æði forn. þetta samtal átti jeg við greind- an mann og merkan hjcr á Hjer- aði: »Hvernig var nú húsaskipunin hjer þegar þjer kornuð híngað?« »I’á stóðu húsin alt öðru vtsi, þau sncru þá öll fram á hlaðið og jeg held jeg megi segja að skcmm- urnar væri sjö.« »Stóðu þær þá aliar saman eða voru sund á milli?« »Það var vanaleg skemmu- byggíng og innangeingt á milli sumra.« Nú var þessu breytt, og laung hús komin þvers um. Skemma og skemmubyggíng er því enn hjer lifandi hugsun, sem mótsetníng til laungu húsanna fornu þegar eldaskáli og stofa, eða eld- hús, skáli og stofa voru hvert af enda annars, því þá var skemman rjett nefnd skemma sem var svo miklu skemmri en aðalhúsið. þetta hef- ur Dr. Valtýr Guðmundsson skýrt rjett í bók sinni um hús og húsa- skipan á Isl. að fornu, cn það er gaman að rekast á þessa fornkunn- íngja lifandi og í besta geingi, sem maður hjelt að væru dauðir og dotnir upp fyrir fyrir laungu. Jeg þarf ekki að ' nsfna hjer neina heimildarmenn, því skemmu- byggfng er alkunnugt orð hjer efra, í Fljótsdal og Fellum að minsta kosti og getur hver feingið það sannað sem vill. Fleiri orð hcyrði jeg hjer, scm mjer voru lítt kunn eða ókinn. Jeg nefni þessi: votroki. í’að cr syðra kallað "raki eða saggi í húsum. Börðusteinn. Það var syðra kallað barsmíðasteinn eða fiskasteinn, oftast hið fyrra. F o r- skygni. í’að er í Rvík kallað skúr á húsurn en hjer á Seyðis- firði þekkist ekki annað en »b í s 1 ag« um alla sh'ka forskála. I Flióts- hltð voru eingin slílc æxli eða hús- aukar ncma á fjárhúcum á stöku stað, og voru þar kailaðir forskál- ar. Forskygni er gott orð og fallegt, þvf forskáli merkti víst oítast annað í fornöld og var frem- ur það sem forstofa er nú kallað. Utlend orð og málskrípi eru hjer ekki fá og þó miklu fleiri á Seyðisfirði en á Hjeraði. Málleys- urnar nenni jeg ekki að telja, að minsta kosti ekki hjer, en sem dæmi upp á útlend orð skal j*g nefna danska orðið »pisk« sem hjer er búið að nema iand. Svípa var altaf kallað á suðurlandi, og svo keyri. Svipu hef jeg ekki heyrt nefnda hjer af innbornum mönnum og keyri aðeins fáeinum sinnum. Það er hvort tveggja kallað hjer ej'stra einu nafni »p|sk- ur«, og þó einkurn svipan, hún mun varla nefnd annað en pfskur. Jeg fer nú ekki leingra út í mál- fræðina, en þeim sem safna vildu austlenskum einkcnnisorðum «ða orðmyndum vil jeg þð beoda á, að alt er ekki austfirsfea s^m hjeð- an kann' að koma fyrir augu þeirra eða eyru. Þannig er orðið »dufl« haft þríkynja í Austra í fyrstu köflunum úr ferðasögu Nansens, og það í sama dálkinum: (hann) dufl- inn (hún) duflan og (það) dufiið. Þetta er ekki austfirska, hvaðan sem það kann að vera aðkomið. Hjer cr orðið altaf kynlaust (dufl- ið) en annars oftast nefnt hjer »baua« (danska orðið: »boje«). Illgjarnar árásir í dönsku blaði á þjóð vora og yfirvöld. Aður en jeg birti þessar blaða- greinir er skylt að taka það fram greinilega og ótvírætt, að þessar árásir eru hvorki frá hinum dönsku blöðum í heild sinni, nje heldur frá hinni dönsku þjóð eða leiðtog- um hennar. Þau ciga þar aungan hlut í. Arásirnar eru aðeins komn- ar frá einu kvöldblaðanna í Kaup- mannahöfn, sem Köbenhfivn hcitir. Það er eitt af þeim blöðum, sem Danir sjálfir kalla stundum saur- blöð, og lifa mikið á því, að flytja morðsilgur, nauðgunarsögur og alt scm fáheyrt er og athygli vekur, en oft líka þarfar bcndíngar og gagnlegar. Blaðið cr töluvert út- breýtt, mest í Khöfn og gæti því

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.