Bjarki


Bjarki - 25.02.1899, Blaðsíða 2

Bjarki - 25.02.1899, Blaðsíða 2
30 næsti á eftir svo mildur, að ærnar þar voru aldrei hýstar. Jeg spyr hann hvort minna hafi verið um glaðværð og ölteiti þar' í hverfinu, þegar hann var úngur. Þessu neitar hann hiklaust og það tíl sanninda, að útreiðar og drykkjuskapur voru algeing um allar helgar á sumrin. Enn fremur sagði hann, að eitt sinn hefði hann tekið þrennivínstunnu i' tjelagi við 3 menn á sumarkauptíðinni. En í skammdeginu næsta koma fjelagar hans, sem feingið höfðu sinn fjórða- hlutann hver, til hans og voru þá orðnir alveg þurbrjósta. Þá átti Þórarinn 7 potta eftir af sínum hlut. Annar elsti maður í veislunni er Þórarinn Björnsson á Víkíngavatni— 5. eða 6. maður frá Hrólfi sterka í beinan karllegg. Hann skortir 2 vetur á áttætt. Hann er fjöl- fróður maður og stálminnugur, eink- um á sögu, og málsnjall. En eing- um tökum næ jeg á honum: hann er sestur út í horn með öðrum bóndamanni og eru þeir sokknir niður í ættfræði svo þeir sjá hvorki nje heyra til hægri eða vinstri Í5egar fram á nóttina líður, eru púnsskálar bornar fram og mælt fyrir minni brúðhjónanna og það drukkið. Síðan er rnælt fyrir minni sveitarinnar; þá minni brúðguma og seinast fyrir minni æskulýðs sveitarinnar. Þegar drykkurinn er tekinn að svífa á gestina, espast orðahljóm- urinn. Fyrst eru kvæði súngin, en síðan er farið að kveða vísur. Kvæðamcnn eru margir góðir og kveða alt »upp úr sjer« — vísur eftir Þ. E.: »Fyrsti Maf«, »Lág- nætti*, »LitIa skáld«, »Elli sækir Grím hcim« o. fi. Þeir kveða ýmsar fallegar lausavísur, og rím- ur eftir Breiðfjörð. Þeir kunna heilar samstæðar rímur úr Núma- rímum, Svoldar og Jómsvíkínga og kynstur öll á víð og dreif. Mjer ógnar alveg hvað þeir kunna og hvað þeir endast til að brýna rödd- ina. Þeir kveða hálfa nóttina og fram að hádegi og er þá fyrst lítið eitt farið að draga af röddinni. Jeg uni mjer ágætlega í þessum glaum og óska, að sjera Bjarni á Hvanneyri væri kominn til þess að ná þcssum fallegu kvæðalögum á pappírinn. Fólkið er mannborlegt og ágæt- lega til fara. Erviði sumarsins hefur ekki markað andlitln til veru- legra muna eða beygt vöxíinn. Það sjer ekki á því að það I efur staðið hálft, kaldrar.alegt vötviðra sumar niðri í vatnseir ginu, mittis- djúpu. Svo kvcð jeg kóng og prest um hádegisbilið óg held heimleiðis; Loftvogin hefur fallið gríðarlega um nóttina og þori jeg því ekki að bíða við að komast yfir heiðina, og er þó annað auðveldara en að slíta sig frá hinni gestrisnu sveit. Brúðguminn lætur okkur förunaut minn hafa konjakksflösku í nesti. Jeg veit ekki hvort jeg verð f veislu framar, sem heitið getur því nafni. En jeg veit það, að nú hefi jeg verið í fyrirmyndar norður- þíngeyskri veislu, íslenskri, eins og þær hafa verið bestar — og ættu að vera. G. F- Seyðisfirði. Veðrið hefur helst mátt heita vor- veður þessa viku 6 og 7 stiga hiti á hverjum degi, oftast logn, en stundum regn, þýðvindi og besta hláka, svo að snjórinn hefur mjög sjatnað hátt og lágt. Kaldast í fyrra dag -J- 2 st. R., heitast í gær og dag 8 st. Lítið róið og valla vart við fisk. Glasgowarbrunin n. Bæar- fógetinn biður þess getið, að allir þeir mcnn, sem tóku þátt í að slökkva og bjarga við brunann, megi leita til sín um hæfilega þóknun fyrir starf þeirra. Gott væri að menn gæfu sig fram sem fyrst. L e i k i r. Leikfjelag utan af Eyrum ljek hjer á Þriðjudagskvöldið í bindindishúsinu »Narfa« og »Maurapúkann« (eftir Gunn- laug Gunnlaugsson Skagfirðíng, nú í Ameriku). Leikirnir hvorugur góður eða skemtilegur og er það þó ekki sagt neinum manni til álass, því úr hverju er að velja hjer á landi ? í maurapúkanum. eru nokkur góð svör, sem höfundinum lánast þó nokkurn veginn að gera út af við með mýgrút af vandræðasvörum og allri byggíngu leiksins. Og Sigurður greyið Pjetursson á þvi miður ekki betra skilið en hann fjekk. Að fara að rífa í sig leikend- urna væri órj ettlátt og tilgángs- laust, óvanínga sem aldrei hafa sjeð leik og aungan haft til að segja sjer til. Líklega finst þeim nú sjálfum kannske að þeir þurfi ekki tilsögn, og er það ekki nema náttúrlegt. En eitt má benda öllum á sem leika vilja »komidíu«. Það er hreinn óþarfi að gera menn að meiri skrípum á leik- sviðinu, en þeir eru í hversdags lífinu fyrir augum okkar, því það ætti að vera nóg. Stúdentarnir, einkum annar (Árni Pálsson), kaupmaðurinn og læknirinn (Jón Vestmann) Ijeku mikið myndar- Iega og maurapúkinn (Þorst. Guðna- son) og Narfi. (Gunnlaugur bókbindari) voru ekkr óliðlegir, kannske var þó vofan best. Vitlausa stelpan og niðursetníngUrinn eru sjálfsagt ótæk frá hendi höfund- anna og bötnuðu heldur ekki í með- förunum, sem ekki var von. Húsið var fult og meiri hluti manna skemti sjer vafalaust betur en hann hefði gcrt á bestu leikhúsum hcimsins. Smátt og stórt. — * :o:»-7- Ritstjóri »JóIarósa« (Julersoer) í Kaupmannahöfn,. Ernst Bojesen, hef- ur í þetta sinn sem óftar fundið upp á ýmsum snjöllum brögðum til þess að gera bókina skemtilega og fræðandi. Eitt bragð hans í þetta sinn er það, að hann hefur skrifað ýmsum merkum mönnum og lagt fyrir þá margskonar spurníngar. Einn af mönnum : þessum er Georg Brandes og mun mörgum vera velkominn dálítill útdráttur úr svari hans. Hann drepur á spurníngarnar á undan hverju svari. Hver sjeu aðal skapferliseipkenni mín: Stælíng*. Sú lyndiseinkunn sem jeg met roest hjá manni: Staðfesta. Sá eiginlegleiki sem jeg met mest hjá kvennmanni: Hæfilegleikann til að elska við það að gleðja. Hæfi- legleiki sem jeg vildi helst eiga: Hrífa aðra. Sá löstur sem jeg vildi si'st vita á mjer: Spurnt'ngin er meim'ngarlaus. Uppáhalds vinna mín: Að berjast móti heimsku. Mesta hamíngja sem jeg gæti hugs- að mjer. Hafa vald tii að gefa rjettlætinu sigur. Sú lífsstaða sem jeg kysi mjer hclst: Á aungar óskir. Hvað jeg myndi álíta mesta óhamíngju. Stöðúg ' veikindi ög fátækt. Uppáhaldsdýr mitt: Pegasus. Bækur, sem mjer þykir vænst um: þær sem vel eru skrifaðar. Mynd- ir sem mjer þykir fegurstar: Mich- el Angelos, Liohardos, Rembrandts. Hver saungvérk mjer þykir best: þau sem best eiga við skap mitt* þá stundina. Hverja menn í sög- unni jeg setji efst: Cæsar, Michel Angelo, Spinoza. Þær konur í sögunni, sem jeg met mest: Corn- elia, Jeanne d'Arc, Florence Night- ingale. Þær persónueinkunnir í sögunni sem jeg fyrirlít innilegast: Sýnishorn af þeim er Kristján 8. í Noregi 1814. Þær persónur í skáldverkum, sem jeg er mest htifinn af: Henry Percy (í »Hinriki fjórða eftir Shakespeare), flamlet, Alces.te (í Mánnhataranum eftir Mol- iére. Það nafn, sem rnjer geðjast best: að: Danmörk. Þeir gallar á öðrurn mönnum sem jeg á hægast með að umbera; því svarar Brand- es á Frönsku: þroskaaldurinn er umburðarlyndur í fyrirlitníngu sinni. Sú fjelagsskipunarbót sem jeg vildi helst lifa að sjá : Vænti ekki neinna. Lostadrykkur minh og lostmiti: Agæt vín, góðar ostrur. Hvaða árstíð og veðurátta mjer geðjast best: kemur undir því hvernig í *) Troðs, rjettara stælíng en þrt.i; harú.ia \ið hverja pláguna, stælaít. mjer liggur. Máltak mitt: Perse- verando, (með þrautseigju). P ó s t a r. Það er til nýlundu ( þetta sinn, að við hjer feingum ekkert af þeim brjefpm, sem við höíðum vænst eftir frá útlöndum til Rvíkur með Lauru 27. f. m. Þetta er þvi ,kyn- legra scm við sjáum á Isafold að skipið hefur komið tvéim dögum á undan áætlun til Rvíkur, svo hjer getur ekki neitt hafa farist á mis. Að því er kunnugt er, hafa og frá : Rvík aðeins komið blöð og böglar en eingin brjef. Þó skal það ekki fullyrt ennþá. En líkur vfsa til, að útlendu brjefin hafi verið látin í eina hft, lakkaða híngað, eins og vant er, og hafi sá poki farist ein- hversstaðar eða gleymst, þó und- arlegt sje að eingín vitneskja kæmi um það ef hann hefði týnst. Þetta getur bakað mönnum ann- að en lítið tjón og er vonandi að komist verði fyrir hvernig í því liggur. Blaðafár kvað nú vera að stínga sjer niður í Rvík. Blaðið Island skildi við á Gaml- árs dag og hafði leingi verið lasið áður, og eingin meðul dugað. Isa- fold segir þó að nafna mínum hafi verið markað nýtt lamb eftir nýárið en það kvað vera ósköp veiklulegt og ekki bæra á sjer nema tvisvar^í mánuði. Isafold segir það fyrir, að það muni ekki verða lánglíft og’gæti það verið sennilegt ef það er satt að fæðíngin hafi geingið jafn stirt og þar er sagt. Það er sitt hvað gæfa eða görfugleiki með lambalánið hjá nafna mínum. Það tná nú segja. Hcyrst hefur, að D a g s k á væri lasin, en það hefur líklega ekki verið nema kveisa, því ekki stendur lát hennar í sunnanblöðum Og þess er heldur ekki getið, að hún liggi neitt þúngt haldin; þó kom hún ekki með þessum pósti híngað. Nýa Öldin kvað ætla að skffta hömum og verða að alþýðlegu tímariti. Þetta er tekið eftir Isa- fold, og ef blaði.ð segir satt, þá er þetta orðið nú um þessa daga, því síðasta IsEfofd 28. Jao, segir,, að þá sjeu eftir aðeins tvö blöð. ókomin af Nýu Öldinni. En það er því miður svo valt að trysta Isafold, þegar hún talar um hin blöðin. Henni virðist vera fremurillavið þau öll saman og þvíer vísara að bíða síðari pósta um af- drif blaðapestarinnar og alt sem henni viðkemur. Ný blöð eða tímarit, þrjú aA 1 töfu, hafa aftur fæðst í Höfuðstaðn--

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.