Bjarki


Bjarki - 01.07.1899, Síða 2

Bjarki - 01.07.1899, Síða 2
102 börn Carls Ewalds. Þá er Ækkjan við ána« eftír Guðm. Friðj.; mikið gott kvæði, en ekki á-við hitt. Næst er »Trúarofsí«; þýtt, lítíl grein en lagleg. »Veikinda stunur« eftir Guðm. Friðj. Ekki svo fátt gott í því Ijóði líka, einkum f II, III. og IV. Þá er »þíngkosníngin« kafli úr sögu eftír Gunnstein Eyjólfsson. þar sjást axarförin nær alstaðar, skrubbað á einstöku stað, hvergi sljetthcflað og þvf síður pólerað. Það er kvistóttur grenibútur úr Canadaforunum, líklega að mastu leiti í laginu eins og gúð og for- æðin hafa geingið frá honum, en þó er manni ekki grunlaust um að Gunnstcinn hafi heldur aukið á ein- staka vankant. En jiað er fróðlegt að sjá þessa grenibúta líka eins og annað í nátt- úrunnar ríki og við þökkum Gunn- steini bútinn þó hann sje »illa pól- eraðuri. Pá eru nokkrar línur um fón- meistarann Sveinbjörn SveTn- björnsson með mynd hans. Heft- ið byrjar og á lagi eftir svcinbjörn. Hjer á landi er víst lítið kunnugt áður af verkum hans nema lagið við »Ó gað vors lands«, en það hefur líka kynt sig svo, að mörgum manni mun þökk á að sjá meira eftir þann höfund. »Saga ritsímans«, eftir Jón Þor- láksson, er mjög fróðleg grein og einkar skilmcrkileg. Þá eru tvö erindi »í Hallorms- staðar skógi, eftir Þ. E. Það get- ur verið ógreiði bæði höfundi og lesendum að útgefandi prentar kvæðisbrot, sem honum berst í hendur, ekki ætlað til prentunar. Búturinn getur haft alt annan blæ sjerstakur, en hann hefur í sínu rjetta samheingi, og slík sundur- liðun skemt báða bútana. Sjerstaklega er það hraparlegt hjer, að meinleg prentvilla hefur endaskifti á hugsuninni í vísunum. ar stendur »sjúklíngur« en á að vera sjúklíngi. »1 ið sjáist aldrei framar«, er sögubrot eftir J. S. Abbets, látlaus þsíng á skilnaði hjóna, þar sem maðurinn er fluttur dauðvona frá konu sinni: seinustu úrræðin til að leita honutn læknínga. Yfir þessu ktla sögubroti er hlýr blær og hrcinn. í} ðandinn hefði vel geta greint sig fyrir þvf, að hann að minsta kosti ekki verr en Þá cr »Hugarburðir« smú eftir Stgr. 1 h. sem minnir rr »Svanina« hans en jafnast nærri við þá. Seinast er »Islensk kringsj Við málið er fátt að athuí stendur »tankl« á bls. 135, sem er prentvilla, bögumæli eða vitleysa í staðinn fyrir »tálkn«. Sögnina: »að djarfa,« á bls. I42,hefjeg ekki heyrt áður. »Urriðarnir »vöktu«« kannast jeg heldur ekki við. Jeg hef lært að beygja sögnina veikt, eins og vaka vakaði, vakað (búa til vök á ís). Kanske eiga tilvt's- unarmerkin líka að sýna að mynd- in sje raung. Ogagnrýni útgef- andans hefði verið voðfeldari á bls. 234 heldur en »gagnrýnisleysi út- gefendans.« ---------* #-------- Fundargjörð frá þíngmálafurtdi á Rángá 12. Júní. (Ágrip). Til umræðu: 1. Stjór nars krármálið; samþ., með 12 atkv. móti 6, fundaráiyktun Vopn- firðínga í því máli. Sjá Bjarka IV. 22 2. Fundurinn skorar á alþ. að veita fje til brúar á Lagarfljót undan Egilsst. og svifferju undan Steinsvaði. 3. Fátækramál. Aðaltill. að milli- þínganefnd verði sett í máiið. a. Til vara: Að fæðíngarhr. sje látinn haldast sem framfærsluhreppur, þó þannig, að dvalarhreppur sje skyldur að annast þurfalíng um 2 ára tíma og borga flutníng hans til fæðíngarhrepps- ins, þó sje vegabrjef handa þuffalíng eigi gefið út hafi hann mínna þegið en 150 kr. í alt. b. Munaðarlaus börn innan toára og örvasa gamalmenni skulu fá fram- færslueyri úr amtssjóði. 4. Frjettaþráðarmálið. Samþ. sama tillaga og á fundi Seyðfirðínga. Sjá Bjarka Nr. 21. 5. a. Fundurinn áleit heppil. að stjórn- in feingi fje til »verklegra og vísindal. fyrirtækja« en að þíngið útbýti sjálft slíku fje. b. Fundurinn leggur það ti! að þíngið að svo stöddu hverfi frá því að leggja fje til akbrauta, en leggi þeim mun meira fje til að gera vegi lands- ins greiðfæra og brúa stórárnar 6. Fundurinn skorar áóalþ. að leggja toll á kynjalyf, byttera og gosdrykki. 7. Fundurinn skorar á al]>. að styrkja fullkomnar ullarverksmiðjur í landinu með sem allra rífustum fjárframlögum. 8. Fundurinn skorar á þíngið að banna með lögum sölu áfeingra drykkja í landinu, en bæta því upp tekjumissinn með auknum tóbakstolli. 9. Fundurinn skorar á alþ. að taka upp Iæknamálið (sjá fundargjörð Seyð- isfjarðar í Bjarka IV 21.) 10. Fundurinn skorar á aiþ. að taka bánkamálið til rækilegrar íhugunar. 10. Fundurinn skorar á alþ. að taka horfellislögin til rækilegrar endurskoð- unar. Bestí gróður hjer, svo menn segja gras orðið betra en í meðallagi. Sama er og að heyra af Hjeraði. Fiskur hefur verið mjög tregur bæði á báta og gufuskip undan farið, en nú síðustu dagana hafa bátar aflað vel og lítur út sem nú sje farið að lifna við aftur, en því miður eru menn að verða beitulausir og síld veiðist ennþá eingin. Björn Ólafsson, augnalæknir, fór nú aftur heim með Hólum. Mesti fjöldí manna hefur komið að leita hans þennan tíma sem hann hefur dvaliðhjer. Tannlæknír gæti míkið lagað hjer líka, og mun ekki lángt að bíða áður reki að því, að menn verði að leggja drög fyrir hann annarsstaðar að ef hann kem- ur ekki frá Reykjavík Mannkvæmt töluvert þessa viku. Björgvin umboðsm. Vígfússon og frú Elisabet Sigurðardóttir frá Hallorms- stað. Stefán Gíslason læknir og Vig- fús Pórðarson cand. theol. með konum sínum. Kristján Kröjer óðalsbóndi á Hvanná og Sigurður Éinarsson í Mjóa- nesi. Sjera Tórarinn á Valþjófsstað kom með konu sinní aftur norðan af Vopna- firði nú með Hóium. SKIF Egill kom að norðan 28. og fór ut- an næsta dag. Hólar komu og fóru eftir áætlun. Farþ. híngað: Jón jónsson ljósmyndarí, sjera Tórarinn með konu sinni o. fl. Hjeðan fóru með Hólum frú Jóhanna Kctilsdóttir til Reyðarfj. og Skafti rit- stjóri til Rvíkur.' Diana hefur iegið hjer þessa viku. Nokkrir af foríngum á Díönu, með yfirforíngjann í broddi fylk- íngar hjeldu hjeðan upp yfir heiði á Mánud. var. Ætluðu norður til að skoða og mæla Dyrfjöll ogfleiri fjöll sem þeir hafa haft fyrir mið á mælíngum sínum. Sjera Magnús í Valianesí og Irú Guðríður Kjerulf hjeldu brúðkaup sitt Föstudaginn 23. f. m. Jóhann Lúther prófastur gaf brúðhjónin saman. Úr brjefum og blöóum. — :o: — N ý d á i n er á Eskifirði, Haldóra íngimundardóttir. Hún var nálægt hálffertug og ógift. Hún var dóttir Katrínar 1 Firði Ofeigsdóttur cn systir Önnu konu Haraldar í Firði og hálfsystir Jóhönnu Jóhansdóttur, ekkju Jóhans heitins Mattíassonar. Hún var myndarleg stúlka og vel látin Banamein hcnnar var heila- bólga. A U S T R I. Þó menn alment haldi það, þá þarf það als ekki að vera af hugleysi hjá Austra að hann þegir síðast bæði um þíngmála- fundina og flöskubrjefin frá Andrée. Það getur þvert á mótí verið ein- mitt vaxandi sómatilfinníng og virð- íng íyrir lesendum sínum, sem þar hefur borið hærra hlut, og það ættu menn miklu fremur að virða við gamlan mann heldur en að á- lasa honum fyrir hugleysi og kalla hann ýmsum leiðinlegum nöfnum. Það er og hreinn misskilníngur að ritstj. Austra færi suður með Hól- um til þess að segja ósatt af þíng- málafundum eða öðru hjer eystra. Hann átti alt annað erindi til Reykjavíkur hann Skafti. Undirritaður kaupir fyrir 20. Júlí næstkomandi 3 folöld ein- lit, helst rauð, Ijós eða brún, Og borgar þau vel; einnig mó- rauð tóuskinn með hæsta verði. Seyðisfirði 30. Júní 1899, Jóhann Viglússon. Auglýsíng. Hjer með lýsi jeg undirskrifaður yfir því, að eingum ferðamannabest- um má sleppa hjer fyrir innan hina svo kölluðu »Búðará« — sunnan- megin við Seyðisfjörð, og eins að norðanverðu við fjörðinn má held- ur ekki sleppa hestum nema fyrir utan hina svo kölluðu -Bræðra- borg«. Að öðrum kosti verða hest- arnir settir inn, og verða hlutað- eigendur að kaupa hestana út, ef út af er brugðið; en geta skal þess, að hagabeit getur feingist á öðrum stöðum í landinu, gegn borg- un út í hönd. Hestar passaðir ef hlutaðeig- endur viija, gegn borgun. Fjarðarseli 29. Júní 1899. VIGFÚS ÓLAFSSON. Aldamót VIII. ár.........1,20 Eimreiðin V. 2. hefti . . . 1,50 Kv e n n a fr æð a ri nn ib. 2,50 og 2,75 Kvæði eftir Guðm. Magnússon 0,60 Tvö vestur-fsl. sönglög 0,50 B 1 e k og öll ritfaung best og ó- dýrust í bókverslan L. S. Tómassonar. Legstei nar. Jeg undirskrifaður tek að mjer að höggva 1 e g s t e i n a fyrir fólk- ið á næstkomandi vetri, og mun gera mjer far um að hafa þá svo vandaða, en þó ódýra, sem unt er. Þcir sem vildu fá lcgsteina, ættu að panta þá sem fyrst hjá rojer. Steinholti 22. Júní 1899. Þórarinn Stefánsson. Sundmagar eru keyftir við verslun Andr. Rasmusens á Seyðis- firði á 50 aura pundið. Seyðísfirði. Veðurlag þessa viku: Sd.-f-u; rcgn • slitríngur, vindur au. Mád. -f' l3; sól- skin, vestanvindur. Td. -J- 14; sana veður. Mid. J- 10; sólsk. vestv. Fid. + 7; austanstormur. Föd. + 6+ regn- hryssíngur, stinnur kaldi á au. I dag , + 91 byk-t loft, kyrt. mrg., síðar sólsk I I Svarfaðardal við Eyafjörð, sem er • einhver feingsælasta veiðistöð Iandsins, varð fyrst vart við fisk 7. f. m, en lítið hægt að stunda róðra, sökum, béitu- og gæftaleysis. Skepnuhöld urðu þar góð og útlit fyrir árgæðsku til lands. (Úr brjefi þaðan).

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.