Bjarki - 02.06.1900, Side 4
88
Sandness uilarverksmiðja
sæmd verólaunum i Skien 1891; i Bergen 1898.
Sandness ullarverksmiðja hefur meiri viðskifti á Islandi en nokkur
önnur ullarverksmiðja, og hvers vegna ? Auðvitað bæði af því, að það-
an koma bestu vörurnar og af því, að hún tekur á móti borgun fyrir
vinnuna í ull, sem nú í peníngavandræðunum er hið einasta scm menn
1 eægga geta borgað með, þar sem penínga er hvergi að fá.
Eingin ullarverksmiðja vinnur jafnmikið úr íslenskri ull og Sand-
ness verksmiðja, og hversvegna? — Það er af því, að þar eru vinnu-
vjelar af nýustu gerð.
Sandness ullarverksmiðja keyfti handa sjálfri sjer árið 1899, 50,000
pund af íslenskri ull, og hversvegna? Það er af því, að í nýu vinnu-
vjelunum getur hún unnið haldgóða, fallega og ódýra dúka, sem seljast
um öll lönd.
I’essvegna ættu allir, sem ætla að senda ull út til vinnu í sumar
og vilja fá sterka, íallega og ódýra dúka, að senda ullina til
'gfp- SANDNESS ULLAR VERKSMIÐJU.
Sendið ullina til mín eða umboðsmanna minna, hjá mjer og þeim
eru sýnishorn, sem hver og einn getur valið eftir.
Sýnishorn og verðlista sendi jeg ókeypis.
Umboðsmenn mínir eru:
Hr. Jónas Sigurðsson Húsavík
— JónJónsson Oddeyri.
— Guðmundur S. Th. Guðmundsson Siglufirði.
— Pálmi Pjetursson Sjávarborg pr. Sauðárkrók
— Björn Arnason í5verá pr. Skagaströnd.
— Þórarinn Jónsson Hjaltabakka pr. Blönduós,
— Olafur Theódórsson Borðeyri.
— J ó h a n nes' O 1 a f sson Þíngeyri.
— Magnús Finnbogason Vík.
— Gíslijóhannsson Vestmannaeyjum.
— Stefán Stefánsson Norðnrði.
Seyðisfirði 24. Aprí! 1900. .
L. J. I m s 1 a n d
fulltrúí verksmiðjunnar.
Aaígaards ullarverksmiðjur
vefa margbreyttari, fastari og fallegri dúka úr íslenskri ull
en nokkrar aðrar verksmiðjur í Norvegi.
AALGAARDS ullarverksmiðjur feingu hæstu verðiaunVguIlmedalíu)
á sýningunni í Björgvin í Noregi 1898 (hinar verksmiðjurnar
aðeins silfurmedaliu).
NORÐMENN sjálfir álíta því Aalgaards ullarverksmiðjur standa láng-
frcmstar af öllum sínum verksmiðjum.
A ISLANDI eru Aalgaards ullarverksmiðjur orðnar láng-útbreiddastar
AALGAARDS ULLARVERKSMIÐJUR hafa síðástliðið ár látið byggja
sjerstakt vefnaðarhús fyrir íslenska ull og afgreiða því hjer
eftir alla vefnaðarvöru lángtum fljótara en nokkrajr
aðrar verksmiðjur hafa gjört hingað til.
VERÐLISTAR sendast ókeypis.
SYNISHORN af vefnarvörunum er hægt að skoða hjá umboðsmönnum
verksmiðjunnar sem eru:
á Borðeyri verslunarmaður Guðm. Theódórsson.
á Sauðárkrók herra verslunarmaður Pjetur Pjetursson,
- Akureyri — verslunarmaður M. B. B 1 ö n d a 1,
- Þóishöfn — verslunarmaður Jón Jónsson,
- Vopnafirði — skraddari Jakob Jónsson,
- Eskifirði — úrsmiður Jón Hermannsson,
- Fáskrúðsfirði ■— ljósmyndari Asgr. Vigfússon, Búðum,
- Djúpavogi — verslunarmaður P á 11 H. G í s 1 a s o n,
- Hornafirði — hreppstjóri Þorl. Jónsson, Hólum.
- Reykjhvík — kaupmaður B. S. Þórarinsson.
Nýir umboðsmenn á fjarliggjandi stöðvum verða teknir.
Seyðisfirði 1900.
E y j. Jónsson.
Aðalurnboðsmaður Aalgaards-ullarverksmiðju.
Billegt.
Alfatnaður, yfirfrakkar, regnkáp-
ur — buxur bláar á 6 krónur.
Alt með i o°/0 rabat á móti pen-
íngum í verslan
Sig. Jóhansens.
Ritstj.:
Eigandi: Prentfjel. Austfirðínga.
Þorsteinn Erlíngsson,
Þorsteinn Gislason.
Ábyrgðarm. þorsteinn Erlingsson.
Prentsmiðja Bjarka.
34
Hún hafði einga huginynd um, hvernig Antoníó ríka, frænda
hennar, leið í raun og veru; hún ímyndaði sjcr að dagar hans
væru hver Lðrum ánægjulegri. Og þó kvaldist hann af
sífeldri sálarángist; hann gat ekki sofið . væran blund nokkra
nótt, velti sjer andvaka og eyrðarlaust í rúminu, fór við
og við á fætur, gekk út að glugganum, iagðist út
f gluggkistuna og hlustaði eftir öldufallinu neðanundir,' því
glugginn á svefnherbergi hans vissi út að gljúfrinu, en húsið
stóð fremst á gljúfurbarminum og var þaðan þverhnítt ofan í
ána. Hann starði oft leingi þar ofan, strauk hendinni yfir enn-
ið, dró fíngurnar eftir gluggakarminum, gekk svo burt og fjell
á knje á bænaskammclið í herbergishorninu, kraup þar oft leingi
og þulöi endalausar og óskiljanlegar bænir. Þetta veitti hon-
um stundarró og hann hallaði höfðinu framá bænaborðið, scm
hann kraup við. Oft lá hann þar kjökrandi; og yrði lítil hvíld
á hugarángri hans, kipptist bann snöggt við á eftir og gaut
augunum út í gluggann, hlustaði, reis svo á fætur og la;ddist
út að glugganum, stakk höfðinu út, skimaði í allar áttir og
hlustaði.
Einusinni sem oftar stóð hann þarna. Hann heyrði hljóð
í fjarska og kipptist við. F.n það var ekki annað en fótatak
niðri á brúnni; hann kinkaði kollinum ánægður óg leit þángað;
þar stóðu tveír menn í túnglskininu; það voru næturverðir.
Don Antoníó glotti háðslega, steytti hnefana móti þöim og
kinkaði kolli. Svo hrökk hann við aftur; hann bjelt að þeir hefðu
komið auga á sig í glugganum. Hann hörfaði lítið eitt inn í
herbergið og gægðist þaðan út til þeirra. Hann sá að þeir
bentu upp í gluggann, svo stúngu þcir saman nefjum; það var
35
auðvitað, að nú töluðu þeir um hann. Hann lagði eyrað við,
heyrði óminn af orðunum, en gat ekki skilið hvað þeir sögðu.
Það var rjett, sem hann gat sjer til; þeir voru að tala um
hann og gamla, ískyggilega sögu, sem hafði gerst í Ronda fyr-
ir tuttugu árum síðan.
Það hafði verið eitt kvöld að margir menn, sem voru á
ferð um Nýjubrú, eða þar umhverfis, þóttust hafa heyrt áng-
istaróp. Næturvörður einn, sem var á gángi niðri á Alarcon-
torgi, spölkorn þar frá, þóttist eirinig hafa heyrt það. Hann
hljóp á hljóðið. En þegar hann kom á Nýjubrú var alt orðið
kyrt. Þó heyrði hann að glugga var skelt hart aftur og það
gat ekki verið annarsstaðar en í veitíngahúsinu, Vista hermosa,
því gaflinn á því sneri út að gljúfrinu. En næsta morgun fundu
malaradreingitnir blóðugt lík niðurmeð ánni. Þann mann þekti
einginn þar í bænum og menn komust aldrei að því hver hann
væri; helst leit út fyrir að það væri farandkaupmaður, en þó
fundust hvorki skjöl nje peníngar á líkinu.
Þetta hafði vakið mikið umtal í bænum. Sumir rifjuðu
upp gömlu söguna um þursinn, sem hvert ár hafði heimtað
mann í gljúfrið, aðrir ker.du um slysi og cnn aðra grunaði, að
hjcr væri um morð að ræða, en einginn gat bent á morðingj-
ann. Gensdarmarnir voru sendir í allar áttir, til smáþorpanna
í kríng, og áttu að taka hvern sem grunsamur gæti verið, cn
fundu eingan. Loks tóku þeir einhverja rjett til málamynda,
til þess að ekki væri hægt að segja, að lögregluliðið væri ó-
nýtt. En eingum datt í hug að þeir menn væru morðíngjarnir.
Þá kom upp sagan um gluggann f Vista hermosa. Nætur-
vörðurinn hafði sagt dómaranum hana, en dómaranum þótti scm
Míkert gæti veríð á henni að byggja. Einginn maður í vcit-