Bjarki


Bjarki - 23.07.1900, Blaðsíða 2

Bjarki - 23.07.1900, Blaðsíða 2
Þessa dagana er rerið að sýna naut og hesta. Gripirnir eru teymd- ir í kríng á stóru, afgirtu svæði og eru ríðandi menn hjer og hvar, til þess að gefa þeim bendíngar sem gripina teyma. Eklci öfunda jeg samt riddara þá af reið.skjótunum og mundi ekki hafa hestakaup við þá á góðum hesti heimanað, ef jeg vildi eiga reiðhest. Gripina má einnig skoða inni í húsunum. Þar er fjöldi svfna, nokkuð af sauðfje, hundar margir og ólíkir að stærð og úfliti, um 2500 fuglar, flest hænsn, talsvert af fiskum, en bý- flugur svo margar að jeg á ekk- ert orð yfir þann fjölda, n.ema ef segja mætti um þær einsog segir nm djöflapa í ritníngunni, að þeirra tala er lelgfó. Gripirnir, sem fram eru leiddir, eru einkum þeir, er dæmdir hafa verið verðlauna verðir og bera þeir vott um hve skepn- urnar geta orðið fallegar og arð- samar ef vel er með þær farið. í einni deild sýnlngarinnar eru sýndar skrautplöntur og garðávext- ir, á öðrum stað er sýnishorn af skógarræktinni. Búnaðaráhöid Dana á þessari öld eru sýnd í stóru húsi og má á þeim lesa sögu atvinnu- veganna þar frá síðustu aldamót- um til þessa dags. Vjelar og önn- ur vinnuáhöld eru sýnd bæði úti og inni og eru sumar vjelarnar í hreifíngu fyrir vindi eða gufu. Mjólk og mjólkurvjelum er ætlað sjcrstakt hús og er þar einnig sala á mjólk, brauði, smjeri og osti og fá menn að neyta þess þar inni, ef menn vilja. A öðrum stað er slátrarasýníng, kctvörur, matreidd- ar á ýrasa vegu, alskonar pilsur o. s. frv. Þær vörur eru einnig til söla. Fiskiveiðaáaöld öll eru á ein- um stað og þar er einnig fiskur- Inn sýndur ýmislega verkaður og matreiddur. I öðru lagi eru svo veiðiáhöld við landdýraveiðar og afurðir þeirra. Ein deildin er iðnaðarsýníng. Þar er heimilisiðnaður af ýmsu tægi, þráður, dúkar, teppi, ýmiskonar búshlutir og úr ýmsu efni. Yfir- lcitt má sjá hjer sýnishorn af öll- um dönskum áhöldum og afurðum til lands og sjávar og er þatta svo margbreytt, að jeg býst ekki við að fá þekkíngu á því að gagni á þeim 6 dögum sem nú eru eftir af sýníngartímanum. jCg hef hripað þetta brjef upp í mesta flýti og ekki haft tíma til að dvelja leingi við nokkuð sjer- stakt; ætlast jeg því aðeins til að þetta sje prentað, að betra þyki en ekkert í bráð. Sígurður Sígurðsson. Herrmann á þeim rauða. Eins og auðvitað var er brjef C. B. Herrmanns á rauða sneplinum, sem »Austri« sendi út 13. f. m,, íóm ósannindi og verður ekki sjeð, hvað hann hefur ætlað sjer að vinna með því, að láta Skafta sinn hlaupa með þær frjettir. Garðarsstjórnin sendi Salomon hæstarjettarmálfæf slu- manni í Khöfn fregnmiðann og bað hann að spyrjast fyrir um það í ísl. ráðaneytinu, hvort ummæli Herrmanns þar hefðu við nokkuð að styðjast. Svar málaflutníngs- mannsins fer hjer á eftir. Kaupmannahöfn 2. Júlí 1900. Til Fiskiveiðahlutafjelagsins >Garðar* á Seyðisfirði. Samkvæmt beiðni yðar í brjefi dags. 13. f. m', sem fregnmiði, eða aukablað af »Austra* fylgdi, dags. sama dag, hef jeg sent br. Dybdal, deildarstjóra í íslenska ráðaneytinu, áðurnefndan fregnmiða og jafnframt beðið hann um upplýsíngar viðyfkj- andi ummælum þeim sem þar koma fram undir nafni hr. Herrmanns um fiskiveiðahlutafjelagið »Garðar«. Deildarstjórinn skýrði mjer svo frá: Nokkru áður hafði maður einn heimsótt hann í skrifstofu ráðaneyt- isins og kvaðst sá heita Herrmann og vera framkvæmdarstjóri, eða fyrverandi framkvæmdarstjóri, fiski- veiðahlutaíjelagsins »Garðar*. Herr- mann spurði deildarstjórann, hvort hann mætti vænta svars frá ráða- neytinu upp á fyrirspurn ura það, hvort fiskiveiðahluíafjeiagið »Garð- ar« gæti álitist löglegt, og svar- aði deildarstjórinn því svo, að frá ráðaneytisins hálfu yrði svohljóð- andi fyrirspurn eingu svarað fyr en ráðaneytið hefði feingið upplýsíngar frá hlutaðeigandi yftrvöldúm um fjelagið og sakir þess, að svo miklu leyti sem þeim væri kunnugt um þær. Herrmann skýrði þá deildar- stjóranum frá ýmsu viðvfkjandi fyrirkomulagi »Garðars «-fjelagsins m. m., en eins og auðvitað er, gat deildarstjórinn ekkert um það dæmt, að hve miklu leyti það væri rjett hermt, en sagði, að ef frásögn hans reyndist sönn, gæti »Garðar«, eftir sinní skoðun, ekki álitist fullnægja fyrirmælum laganna. Um þetta vænti ráðaneytið upplýsínga frá hlutaðeigandi yfirvöldum. Eins og auðsjeð er á þessu, hef- ur deildarstjórinn ekkert sagt hr. Herrmanni um það, hvort »Garðar« gæti skoðast Iöglegt fjelag eða ekki, fyrst og fremst af því að deildarstjórann vantaði, eins og hann hefur tekið sjálfur fram, nauð- synlegar upplýsíngar til þess að hann gæti nokkurt álit látið uppi á því cfni, og því síður hcfur deild- arstjórinn sagt nokkuð í þá átt, að þegar væri gerð gángskör að því, að lagaleg rannsókn yrði hafin um hagi fjelagsins. Og ef nokkuð í þá átt er sagt, eða gefið í skyn, í fregnmiða eða aukablaði »Austra« dags. í 3. Júní þ. á., þá er það með öllu heimildarlaust. í’etta, sem hjer er sagt, hef jeg leyfl til að tjá yður og skal, eftir beiðni yðar, afrit af því verða sent til Grimsby. Með virðíngu. Frederik Salomon. Fjárbaðanir. Amtmaður hefur eftir tillögum amtsráðsins í norðuramtinu fyrir- skipað þar almennar fjárbaðanir mcð fdýfubaði á næsta hausti, eftir að fje er tekið í hús. Þetta mál mun einnig vafalaust verða tekið til um- ræðu á amtsráðsfundi þeim sem hjer fer í hönd og almennar fjár- baðanir fyrirskipaðar, að minsta kosti norðan Jökulsár. Austri og Garðarsfjelagið. Merkilegt er það að »Austri« getur aldrei talað satt orð um »Garðarsfjelagið«,eins og hann virð- ist þó bera hag íjelagsins fyrir brjósti sjer Það er t. d. hrein og bein lýgi að hásetarnir á »Gol- den hope* hafi verið brauðlausir nokkurn dag meðan þeir voru úti; sömuieiðis haugalýgi að nokkur há- seti hafi geingið af skipinu af á- stæðum þeim sem »Austri« nefnir, enda eru laun og allur viðgjörn- íngur við menn á skipum fjelagsins betri en hjer hefur þekst nokkru sinni áður. Hitt er sattj að nokkr- ir skipstjórar danskir — fimm, — sem C. B. Herrmann hafði ráðið til fjelagsins og höfðu auk fæðis 125 kr kaup á mánuði, haía neitað að vinna leingur hjá fjelagmu nema þeir feingju 50 kr. viðbót á mán- uði, hver um sig. Að þessari gíf- urlegu launahækkun gat stjórn fje- lagsins auðvitað ekkí geingið, en bauð þeim í þess stað í viðbót við laun þeirra sæmilega uppbót (prem- iu) af aflanum. I'eir vildu ekki "sinna því og fóru af skipunum, en gánga nú hjer um göturnar sjálf- um sjer og öðrum til leiðinda og stóriðrast þessa tiltækis síns, sem sagt er að þeir hafi verið flekað- ir til. Þorsteinn ritstjóri Erlíngsson brá sjer til Rvíkur á einu Garðars- skipinu, >Norðfirði«, til þess að fá íslenska skipstjóra á skip fjelagsins í stað hinna dönsku. Seyðisfirðl Veðrið. Sd. -j- 10; þoka, logo, Md. -j- m; sama v. Þd. -j- 9; þoka, regn. Míd. -)- 10; sama v. Fid. -j- 8; regn, stormur. Föd. -j-i4;heiðskírt, Iogn. Ld. -j- 12; sama v. Tveir síðustu dag- ar þessarar viku eru fyrstu góðviðris- dagarnir sem hjer hafa komið eftir lángvint rígníngakast. Á Hjeraði hef- ur rignt miklu minna, einkum á upp- hjeraði. Grasvöxtur er þay nú með besta móti. S k í p. 15. Norðfjörður til RvíkUr. 19. Mars, vöruskip Gránufjel., með kol frá Skotl. Fer til Eyjafjarðar. 21. Mjölnir frá útlöndum. Norðfjörður kom í gaer og Þorsteinn Erlíngsson með skipstjórana. Páll amtmaður Briem kom híngað Iandvégá Föstud. kvöld til þess að halda amtsráðsfund, en hann byrjaði í dag. Wathnes skipin þrjú fiskuðu vikuna sem Ieið 28 þúsund af vaenum þorski. Jóhann Vigfússon verslunarstjóri og Páll Árnason frá Bræðraborg hafa leigt eitt af fiskiskipum »GarðarsfjeI,«, »Vesp- er«; annað, »Morning Star«, leigðuþeir Stefán Th. Jónsson kaupm. og Jón Vestmann á Melstað, en þriðja skipið »G. I. C*, leigði Gísli kaupm. Hjálm- arsson í Norðfirði. Petta er ein af tilraunum »Garðarsfjel.« tii þess að hjáfþa við ftskiveiðunum hjeT austan lands. Jón í Múlafórá Ld.dag upp að Egils- stöðum á stjórnarfund pöntunarfjel. Fljótsdæia, Fiskitregt á opna báta hjer útifyrir, en undan Borgarfirði hefur verið hlað- afti á góða beitu, eins á handfaeri. íngimundur íngimundarson og Ragn- hildur Ásmundsdóttir giftu sig hjer f bænum fyrra Laugardag. Herrmann ókominn enn, enda eru þeir nu orðnir í rneíra lagi iángíeitir lyfsalinn og ritstjóri >Austra«. Útlendar frjettir. Boxastríðið. Rimman f Kfna harðnar stöðugt. Fyrir Boxa- uppreistinni stendur Tuan prins. Hann er sonur Hain-feng’s keisara, sem sat að völdum frá 1850—61 og náskildur keisaraekkjunni gömlu, sem mestu hefur ráðið í Kína nú á síðari árum, en sonur Tuans prins er nú kjörinn ríkiserflngi og kvcðst prinsinn hefja þennan ófrið gegn útlendfngunum til þess að vernda rjettindi sonar síns. 19. f. m. var ráðherrafundur í Peking og þar á- lyktað, að stjórnin skyldi gera alt sem í hennar valdi stæði til þess að sefa Boxauppreistina. Keis- araekkjan gamU fjelst á þctta, en Tuan prins neítaði og hefur ti! þess fulltíngi forseta herstjórnar- deildarinnar, Kagyí að nafni. Þeir lýstu yfir því, að þeir byrjuðu stríð- ið gegn útlendíngunum á eigin á- byrgð og lá við upphlaupi í borg- inni þegar fundinum var stítið, svo að Jungla, sá er mcst mælti gegn ófriði, slapp nauðulega hjá meiðíng-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.