Bjarki


Bjarki - 23.07.1900, Blaðsíða 3

Bjarki - 23.07.1900, Blaðsíða 3
ii5 P r ó g r a m fyrir þjóðminningarhátið Austfirðinga, á Seyðifirði 13. Ágúst 1900. Kl. 8 Fallbyssuskot, dregnir upp fánar. — 11 Hefst skrúðgánga frá samkomustaðnum. Verður fyrst geigið út að Liverpool, þaðan út á Búðareyri og svo til baka að brúnni. — 12 Aíhjúpun minnisvarða O. Wathnes. — I — 3 Hlutavelta í Bindindishúsinu. — 3—4 Ræðuhöld og saungur. ■— 4—4J/2 Leikfimi og ýmsar íþróttir (verðlaun). — 4V2—S Kapphlaup fyrir karla og konur (verðlaun). — 5 — 5 x/2 Kappgánga (verðlaun). — 5V2—6 Kapphlaup í pokum og fl. (verðlaun), — 6—ð1/^ Hljóðfærasláttur og saungur. — 7 Glímur (verðlaun). — 7x/2 Lcikfimi á Staung (verðlaun). — 8 Dans byrjar. t» — 10 Flugeldar og skrautljós. Forstöðunefndin áskilur sjer rjett til að gera breytfngar ef henni þykir við eiga. Gufuskip verða látin sækja og flytja aftur fólkið ó k e y p i s frá þessum stöðum: Borgarfirði. Loðmundarfirði. Norðfirði. Mjóafirði. Seyðisfirði, 6. Júlí 1900. Forstöðunefndin. um götuskrílsins. Daginn eftir var sendiherra Þjóðverja skotinn úti á götu og öflum útlendíngum ógnað með dauða. Sendiherrarnir útlendu bjuggust þá til varnar, með þeim mönnum, sem þeir höfðu ráð yfir, hjá sendiherra Breta, og sátu upp- reistarmenn þar um þá til I. þ. m. Þá ljetu þeir skríða til skarar, drápu scndiherrana og alla sem þeim fylgdu, en brendu hús þeirra. Hroðalegar sögur fara af þeim að- gángi: Meðan húsin brunnu var konum og úngbörnum kastað á bálið o. s. frv. Annars vantar áreiðanlegar og Ijósar sagnir afþessum hryðjuverk- um. En sagan segir að Tuan prins hafi látið handtaka keisara- ekkjuna gömlu og keisarann og tekið sjálfur stjárnartaumana, en boðið keisaranum tvo kosti, ann- aðhvort skyldi hann taka eitur og deyða sig, eða verða hálshöggvinn. Keisarinn tók fyrri kostinn og kcisaraekkjan ætlaði þá að fyrir- fara sjer á sama hátt,' en eitrið hreif ekki nægilega á hana, svo að hún hjelt lífi, en varð vitskert. Her Evrópumanna er enn á leið til Pekfng, en ferðin geingur mjög seint því upþreistarmenn eru fjöl- mennir mjög og þeim bætist stöð- ugt lið. Aðrar útlendar frjettir verða að bíða næsta blaðs. Takið eftir. Eftirnefndir herrar, og allir þeir sem kynnu að vilja taka þátt f saung á þjóðhátíðinni 13. n. m. og æfíngum undir hann, eru vinsam- lega beðnir að koma á fund í Bindindishúsinu næskomandi í’riðju- dagskvöld kl 9: Haldór Vilhjálmsson á Dvergasteini, Þorst. Skaftason, Haldór Skafta- son og Jón Ólafsson á Vestdalseyri, Jóh. Jóhannesson sýslum., Kr. Krist- jánsson læknir,Árni Jóhansson, Lár- us Tómasson, Sig. Jóhansen, Rolf Jóhansen, f’órarinn Þórarinsson, Karl Guðmundsson, A. Jörgensen, A. Rasmussen, Benjamín Jónsson. Hallur Magnúss., Friðrik Gíslason. Bókasafn alþýðu 4. ár: 1. þættir úr Íslendíngasögu eftir Boga Th. Melsted 1. 1,00 2. Lýsíng ísiands eftir f’orv. Thoroddsen 2 útg. endurb. innb. 1,50 og 1,75 Nýjasta barnaguilið innb . . 0,80 Stafrofskver innb. . . 0,55 Eimreiðin — Eir — Framsókn. Sunnanfari VIII. ár. Búuaðarritið, 14 . . , .0,50 Fæst í bókverslun L. S. Tómas- sonar. Mjólkurskiivinduna Alexandra geta skiftavinir mínir pantað hjá mjer með bestu kjörum. Seyðisfirði 28. Mars 1900. Sig. Johansen. Billegt. Alfatnaður, yfirfrakkar, regnkáp- ur — buxur bláar á 6 krónur. Alt með IO°/0 afslætti á móti pen- íngum f verslan Sig. Jóhansens. búðargluggunum í Malaga, sem hana Iángaði til að kaupa handa honum. En það var ekki iaust við að hún l'ynd: til svima og þýngsla yfir höfðinu — það var að Hkindum vfninu að kenna — átta dagar — hundrað pesctar — Angel — hún hallaðist útaf og steinsofnaði, svat fast og vært einsog barn. Leikhússtjórinn horfði leingi á hana. Hann þóttist hafa spilað tromfum sfnum vel — fimm pesetar, það var hlægilega Iftið. Og svo gestirnir — Iitli lautinantinn, marquis de Calette verður frá sjer, þá konsúllinn og svo þeir allir saman. Látum þá skifta henni milli sfn sem best þeir geta, hugsaði hann, jeg reyni að hafa minn part ■— fimm pesetar, það var besta versl- un sem hann hafði gert á æfi sinni. Hún dansaði framúrskar- andi; og svo þessi augu, þcssi háls. Hann horfði á hana. Pils- in höfðu kipst upp öðru megin upp undir hnje. Augun í hon- um tindruðu, hann reis hægt á tætur og læddist til hennar, laut niður að henni eins og hann ætlaði að taka utan um hana, en hann hikaði við, hugsaði sig um litla stund og sagði svo brosandi við sjálfan sig: »Hlauptu ekki á þig, José minn, eyði- legðu nú ekki alt saman fyrir þjer aftur — hafðu þolinmæði, þá kemur það alt af sjálfu sjer«. Nú kom kvöldið, þegar Carmen fagra átti að dansa í fyrsta sinn í F.l paraiso. Húsið var troðfult; þar komu þunnhærðir, fölir og hálftitlifaðir götuslánar með glerauga f öðrum augn- króknum; sólbrendir og braustlegir skipstjórar og stýrimenn, reigíngslcgir Iautinantar, treinlausir borgarar með konur og börn, úngar stúlkur með nellikur í hárinu, hóstandi og stynjandi sjúkl- íngar frá ýmsum löndum, sem nú dvöldu í Malaga sjer til heilsu- 49 og þessvegna þyggið þjer hjá mjer eitt glas af víni og fs, eða — máske jeg megi bjóða yður að borða?« Hún leit á hann stórum augum. »Eruð þið Angel vinir«, spurði hún og leit fast framan í hann. »Já, við erum mestu mátar«, svaraði don José. Að Iítilli stundu liðinni sat Carmen við borð, sem var hlaðið alskonar krásum. Það var öðruvísi maturinn þarna í Malaga en heima í dalnum — en hvað hann var bragðgóður! Og sVo hlakkaði hún til kvöldsins, kvöldsins. Hún ætlaði að fá sjer eitt glas af valdepenas, en hikaði við og sagði að það mundi vera helsttii sterkt fyrir sig. »Sterkt?« sagði don José, »nei, það er ekki ljettara Valdepenas til en þetta sem jcg hef». En hún hikaði samt við að skenkja í glasið. »I.átið þjer ekki svona«, sagði leikhússtjórinn, »þjer drekkið með mjer skál don Augels«: — »Angels skál«, já, það ætlaði hún að gera. Svo drukku þau skál hans og hún tæmdi glasið til botns. Og það var lika öðruvísi vín þetta, en vínið sem hún var vön að drekka heima í Ronda — sá munur — en samt var það nú nokkuð sterkt. Hún hafði ekki börðað sig sadda síðustu þrjá dagana. Nú leið henni vel. Henn: datt don Antonió í hug, en hvað kærði hún sig nú um hann! Hún var kominn til Malaga og nú átti hún að finna Angel — svo skyldi þeim líða vel! Hún fór að masa við don José um alt sem henni datt í bug, en mest taíaði hún um Angél, hvernig honum mundi líða o. s. frv. Svo spurði hún, hvort hann hefði aldrei minst á Carmen Munos — nei, hafði hann gert það? — Var það nú satt ? í’á var hann henni trúr og það ætlaði hún lfka að verá honum, heldur að deyja en bregðast Angel.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.