Bjarki


Bjarki - 08.09.1900, Blaðsíða 3

Bjarki - 08.09.1900, Blaðsíða 3
r 43 ) Skip. 4. þ. m. Mercur frá Tuli- nius, kom með kol til Imslands. S. d. Angelus til Pöntunarfjelagsins. 6. Lára að norðan, Farþ. híngað meðal annara Kr. agent Jónasson. 8. E g i 11, skipstj. Endresen, frá útl. Farþ. Andr. kaupm. Rasmussen o. fl. M j ö I n i r er sagt að hafi farið til Eyrasbakka og því ekki hjer nú samkv. áætlun. Útlendar frj'ettir. —o— Með Agii í dag. Kina. Þar berst stórveldaher- rnn við Bóxana Víðsvegar um íand, mest þó um mitt landið. Li hcimt- ar frið en stórveldin krefjast að fyrst sje sýnt að stjórn sje til f landinu sem trygt geti friðinn sem saminn verður. Sagt er að keísaraekkja og keis- ari hafi flúið og verið tekin hönd- um austur í landi. Keisari varð glaður og fól sig vernd stórveld- anna. Rússar flykfeja liði suður yfir Amurfljót og hafa sagt Kínverjum stríð á hendur. Vansjeð að Bret- um lítist betur á það en Kínverjum. Búar. Ekkert hefur heyrst meira um það að De Wet hafi fangað 4000 Breta og heldur ekki um iát Steijns forseta og er lík- lega ósatt hvorttveggja. Aftur jeta hvorir úr sírtum poka Wet og Bretar og sýnist þó Wet vfðast drjúgari. Ábyrgð kosninganna. Kosníngin á Fossvöllum á Mánu- daginn er svo ábyrgðarmikil og á- ríðandi bæði fyrir sýslufjelag vort og allan landslýð að Bjarki viunur það ekki fyrir nokkurn mun þegar svo mikið liggur við sem hjer, að fara að hræra saman við málefni vor þeim saur og svívif ðíngum sem óvandaðir menn hafa látið dynja nú yfir blaðið og ritstjóra þess. Að þyí skal síðar snúið. Á því einu ríður nu að athuga sem best hversu vjer búum f hag- inn fyrir nútíð vora og framtíð með dagsverki voru á Mánudaginn. Við vitum með vissu að mörg stórmá! verða útkljáð á næsta þíngi og við Múlssýslúngar ráðum töluverðu um hvort þau verða okkur til góðs e ð a il s. Stjórnarskrármálid höfum vjer. í rauninni útkljáð fyrir vort Ieyti á Rángárfundiuum í vor. Sá fundur hefur orðið oss Múl- sýslíngum til hins mesta sóma uro alt Island og við höfum orðið þar forgaungumenn fjölda annara hjer- aða víðsvegar um land. Þann heiður getur einginn tekið af oss og síst gerum við það sjálfir nú á Mánudaginn. Prestalaunamálið verður vafalaust útkljáð á oæsta þíngi og er þá undir sjálfum oss komið hvort vjer viljum hafa safnaðafrelsi hjer á landi voru framvegis eða neyða oss og afkomendur vora til að sitjs um ótalin ár í fjötrum eins kirkjufjelags eins og harðsnúin tllraun vnr gerð til á þínginu síðast. Þetta vilja þeir hindrá s j e r a Einar í Hofteigi og Jó- hannes sýslumaður og jnun margur góður maður verða til að styrkja þá til þess. Bánkinn Peníngavandræðin efu citt af þeim aðalmeinum sem sárþjá menn bæði til sjávar og sveita. Bánkinn myndi losa fjötra af höadum margra manna, því hata hann allir þeir sem nota vilja skuldakreppuna til þess að hafa okkur í sírm tjóðri. Bæði Jóhannes og sjera Einar Þórðarson telja nýja bánkann oss nijög þarfan. Athugum þetta vel. stöndum fastir og eínbeittir þá verður kjörfundur þessi okkur Múl- sýslingum til sama sóma eins og Rángárfundurinn. Skósmiður er kynni að vilja setjast að hjer í kaupstaðnum næstkomandi vetur getur feingið upp á góða ‘ skilmála ýms skósmíða áhöld, þar með á- gæta skósmiða-saumavjel. Semja má við Eyj. Jónsson. 'Kýr, lömb. Snemmbær kýr (ber um veturnætur eða rjett fyrir þær) er strax til sölu. Sömuleiðis 40 til 50 1 ö m b. Ritstj. vísar á hvorttveggja. Allir sem skulda við versl • un mína á Seyðisfirði eru vinsamlega beðnir að borga nú í sumar, því ella neyðist jeg til aði láta innkalla skuldirnar með lögsókn. f’órshöfn i Færeyjum í J.úlí 1900. Magnús Eínarsson. Allir þeir sem hafa pantað hjá mjer F-I-Ð-U-R mega vitja þess eptir 10. Seftember. Fiðrið borgist í peníngum við mót- töku. Undirsængur íiður kostar 55 au. pundið. , Seyðisfirði Jón Vcstmann. Billegt. Alfatnaður, yfirfrakkar, regnkáp- ur — buxur bláar á 6 krónur. Alt með io°/0 afslætti á móti pen- íngum í verslan Sig. Jóhansens. 76 var Iíf og ljós. Og henni fanst að ef hún kæmist upp þángað þá mundi guðs móðir hreinsa sig af allri synd og sekt. Synd — hvað hafði hún annars gert fyrir sjer — í hverju hafði hún gert sig seka? Hún fann, að þegar öllu var á botn- inn hvolft, þá var það vegna Angels, sem hún strauk heirnan- að, fyrir hann hafði hún dansað, til þess að vinna sjer inn pen- fnga handa honurn. Það gat ekki vertð að hún hefði með þvf brotið á móti honnm, en samt fanst henni að hún verða að komast þarna upp til þess að fá lausn og syndafyrirgefníngu. Hún kraup á knje og hjelt á stað uppeftir stígnum; hún las bænir sínar, signdi sig og fórnaði höndum til himins. Og smá- sarrtan færðist hún hærva og hænra, nær Cg nær krcssinum. En sólin hækkaði á lofti og hitinn varð sterkari og sterk- ari, það sveið undan geisluntim einsog svipuhöggum og rykið sem þyrlaðist upp á veginum var einsog brennandi aska. En Carnien skeytti því ekki; hún hugsaði um, að frelsarinn hefði orðið að þola| svipuhögg Gyðfnga. Hún þoldi ekki við fyrir þorsta, en huggaði sig v'ð að Krist hefði líka þyrst. Og þorst- inn og sátfeaukinn varð henni einskonar Ijettir; hún óskaði sjer enn meiri kvala, því þess meirt yrði sælan og nautnin ú eftir. Og svona bjelt hún áfram og bað og bað, bað u m náð og fyr- irgefnfngu. Svo hnje húnörmagna niður. Henni fanst hún heyra hljóð- færaslátt og margraddaðan saung; hún lyfti höfðinu, leit uppeftir hæðinni og sá þá marga krossa og allir voru á leiðinni niður eftir til hennar. Þeir komu auðvitað til þess að Ijetta henni veginn upp — en hve guðs móðir gat verið góð, að gera nú kraftaverk, og aðeins fyrir hana eina, yfirgefmn vesalíng. Hún ‘órnaði höndunum til þess að þakka, en einhver greip þá um þær. 75 hafði reitt sig á, hann var einsog alt hitt, eða ennþá verri, því hann hafði hræsnað fyrir henni og dregið hana á tálar. Hún steytti hnefana móti höllinni. María guðs móðir! Henni ieið svo ósegjanlega illa. Hún hljóp út á veginn. Alt í kríng var svartamyrkur nema fölur ljósbjarmi yfir borginni og þángað stefndi hún. Hún ras- aði hvað eftir annað um steina á veginum og reif sig til bloðs, en hún skeytti því eingu, hugsaði aðeins um að komast áfram, áfrarn. En alt f einu nam hún staðar. Hvaða erindi átti hún til borginnar ? Hafði hún nokkuð að gera þángað framar? Hún hjet að stíga aldrei framar fæti sínum á leiksviðið hjá don Jósé, En hvert átti hún þá að fara? Til Ronda? Hún hugsaði til dals- íns, til bæjarins, til Angels. Heilaga María! hvað ætli hann segi við öllu þessu? líklega tryði hann eingu hennar orði og sparkaði hettni frá sjer. Henni fanst hún hafa gert honum ó- rjett. Hún datt enn um stein en reis hægt á hnjen, fórnaði höndum til himins og bað: .«Heilaga guðs móðir, sánkti . Páll, sánkti Antonfó, sánkti Jósef, heyrið bæn mína og fyrirgefið mjer. Jeg elska Angel og hef aldrei elskað nokkurn mann annan; í dalnum, á fellinu, hjer og alstaðar er sorg og óhamíngja. Látið hann fyrirgefa mjer og jeg skal trúa á ykkur og þjóna ykkur alla æfi mína«. í götunni fyrir aftan hana heyrðist skrölta í vagni. Hún færði sig út fyrir veginn og vagninn fór fram hjá fast hjá henni. Um leið heyrði hún að sagt var uppi f vagninum: »Og þetta hafði hann fyrir það — hann átti það skilið*. Svo hvarf vagninn. »Já, hann átti það skilið. Heilaga guðs móðir, jeg þakka

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.