Bjarki


Bjarki - 04.02.1901, Page 3

Bjarki - 04.02.1901, Page 3
15 sem það er vant að byrja með, þegar það ætl- ar sjer einn eða tvo sólarhrínga í skorpunni og jea er ekki einn um þá trú að þetta hafi nú staðið til. En svo herti það á sjer, eins Og það væri að flýta sjer, og andskotaðist með megnustu austanfýlu allan daginn, svo það gæti dottið í dúnalogn undir myrkrið og gefið öllu t/ma til að búa sig, bæði á himni og jörðu. Og himininn var sannarlega dýrðlegur, eins og sjera í’órhallur sagði. Heiðið var í dekkra lagi og svo tært að óvenjulega lángt sást upp í djúpið, en öllu svo vel fyrirkomið, líka þar, að mjög lítið bar á smástirninu, svo að fyrstu þrír »rangk!assarnir« urðu í þeim mun meiri ljóma. Norðurljósin voru svo kurteis og nærgætin að þau voru heima, svo að hin ljósin, himn- esku og jarðnesku sæjist. Svona var allt eins og það átti að vera — nerra Máni; hann hafði ekki gætt þess að hann mátti ekki vera nema í hæsta lagi hálfur, og helst ekki það, en nú var hann nærri því fullur. Stöku maður láði honum þetta, en aldamóta- gleðin var umburðarlynd og það því fremur, sem hann hjelt sig hjá kvennaskólanum eða þar bakatil, meðan dýrðlegast var á Austurvelli. Fjöllin, eyjarnar og nesin voru í hvítu. Það voru jólafötin þeirra. Er unt að hugsa sjer konúngshöll sem væri dyrðlegra leiksvið en þetta? Og þó máninn væri að þessu, þá mátti bara skoða hann eins og hirðfífl. Reykjavík »tók sig líka út« þegar hún kom kl. ii fram á sviðið glóandi hrein af aldamóta- grænsápu og nálega södd af aldamótagraut, og hóf upp saunginn. Það var messuupphaf, að Helgi Helgason og íúðraflokkur hans gekk norður Lækjargötu, vestur Austurstræti og inn á Austurvöll og Ijek: O guð vors lands. Jeg heyrði það því miður ekki og þótti skítt, því mig hefur oft lángað til að heyra það lag svo, að lofsaung- urinn fylgdi ekki með. jeg náði í endann á því og einmitt þegar jeg kom að Austurvelli miðjum að austan braust á móti mjer raust sjera Þórhalls frá veggsvölum alþíngishússins og heyrði jeg ná- lega hvert orð þángað, svo skírt mætti hann og hátt. Tala hans er í ísafold og er ágæt. Sjer- staklega þótti mjer bænin í endanum kröftug og áhrifamikil, því þó hann bæði þar fyrir okk- ur öllum bæði austan hafs og vestan og um Norðurlönd, þá var það svo heitt og hjart- næmt og svo ríkulegt að jeg fann það að minnsta kosti á mjer, að það sem kom f minn hlut fríaði mig algjörlega frá öllum bænagjörð- um næstu io — 20 ár. þá var leikið á lúðra upphafið á aldamóta- Cantate eftir Einar Benediktson. Það hafði stúdentafjelagið verðlaunað með 100 kr. Um þær keftu flest hin ýngri skáld í bænum en Einar hlaut og er frægur fyrir. I3á las Hal- dór bánkafjehirðir lesljóðið í miðjunni og var þvínæst súnginn sfðari hluti inngángskvæðisins og svo niðurlagskvæðið. Þá saung flokkur saungmanna ýms þjóðlög fram um kl. I. Trjereinglur voru settar uppmeð grindunum umhverfis Austurvöll og stög milli allra og þar á heingt allavega lit pappírshylki á stærð við tveggja potta tunnur og var það svo bjart á- samt Ijósaskrúðinu utan um Thorvaldsen og ljósunum úr gluggunum í kríng að hver mað- ur þekti vel annan í mannþraunginni sem iðaði í kríng og sáu nokkurn veginn til að skrefa yfir krappollana sem komnir voru á göturnar. Um það leyti sem kl. varð 12 var hríngt kirkjuklukkunum. Það var gert til þess að fólkið skyldi byrja öldina með andlegum hug- leiðíngum og minna þá á að líta upp til stjarn- anna sem ekki höfðu athugað það áður. Jeg þurfti ekki þeirrar áminníngar við, því jeg gerði það um leið og síra Þórhallur. Jeg gat því notið óskiftur fallbyssuskotanna og flugeld- anna, sem dunuðu og ljómuðu um sama leyti; einkar prýðilega tókust flugeldarnir. Þeir flugu eins og bænagjörðir eldheitar og marglitar upp frá hjarta Reykjavíkur upp til stjarnanna og fóru hátt og hljóta að hafa verið fagrar og hrffandi sjenar ofan frá. En voldugastur af öllu var bengalski ljóm- inn frá apóteksþakinu, þvf þá var svo bjart um Völlinn og allar götur umhverfis að jeg varð um stund dauðhræddur um að fólk tæki eftir því að jeg var ekki með skóhlíf nema á öðrum fætinum. Hina misti jeg í krapaendemi í mannþraunginni og gat ekki verið að planta upp á hana, því hún var rifin hlífar skömmin hvort sem var og toldi illa og var mjer að- eins til armæðu. En þetta litla var það bjart, bengalska Ijós- ið á apótekinu. Þær 3—4 þúsundir sem þarna höfðu verið kríng um Austurvöll fóru nú að dreifast um göturnar og fólkið að gleðja sig við skraut og tignarbragð borgar sinnar. Um allar göt- ur heyrðist 'kátt samtal sem ekkert trufl- aði nema ein og ein púðurkellíng sem kast- aðist hvæsandi og fretandi út úr dyrum eða hliðum. 148 anna, Faðir vor og Ave Marfa*. Prestarnir hjeldu til Alhambfá með skjalið, og Musa notaði það til að æsa reiði borgarmanna. Þúsundir riddara voru saman komnir í Gomelesgötunni, sólin tindraði á sverðum og brynjum, í hverju brjósti logaði heift og hefnigirni. En hendur þær sem lyftu hinum helgu herfán- um og vfgðu sverðum voru veikar og máttfarnar og meðfram vegi þeirra drógust húngraðir aumíngjar með hálfum burðum og báðu um brauð — brauð. A Biba ramhla hljóp fram vit- stola öldúngur, greip um tauminn á hesti Musa og heimtaði mat handa börnum sínum, sagði að þau liðu sult og dæu úr húngri, en menn soldánsins væru klæddir purpura og gulli; hann kall- aði Allah til vitnis um að hann gæti ekki sjálfur bjargað lffi þeirra og hjet að einginn skyldi komast fram hjá fyr en hann hefði feingið brauð; hann sagði að gammarnir sveimuðu kríng- um hús sitt, þeir fyndu hrælyktina, þeir ætluðu að rífa þær sundur Fatímu og Sulejmu — nei, einginn fer fram hjá, eing- inn, fyr en þær feingju brauð og gammarnir og hrafnarnir flýgju burtu. — Augu hans voru ókyr og loguðu af æði, og hendurnar sem hjeldu um taumana voru skinhoraðar og taugaberar. Musa hrópaði, að hann mætti ekki tefja sig; hesturinn reis upp á afturfótunum og gamli maðurinn misti tökin á taumunum og fjcll um köll á götunni. Musa kallaði: »Afram í nafni Allahs. í nafni Islams og fyrir Granada; hver sem reynir að hefta för okkar hlýtur að deyja, fram, fram Granadabúar,* Og liðið ríður fram, yfir blóðugt lík gamalmcnnisins, til Puerta Elvira. *) Riddarinn Peres de Pulgar halði svarið, að hann skyldi koma inn í Granada á undan Fcrdinand konúngi og ísabellu. Hann synti yfir Darro og fiesti skjalið á dyr musterisins. I45 írúvillfngarnir, sem myrt hafa bræður okkar, sem hæða Múha- med spámann og berjast gegn hinni helgu trú; en Allah hegn- ir þeim, og þið, Granadabúar, skuluð verða sverð hans«. Múgurinn tók undir þessi orð með margföldu fagnaðarópi; menn tíndust smátt og smátt burt frá Alhambra og hjeldu inn í borgina. En þar var allt í uppnámi. Við Puerta Bib Ramla hafa Abenzerrajar komið saman, á annað hundrað manns, og eru búnir til orustu; öldúngur ættarinnar talar til flokks- ins og hvetur hann til hefnda við ætt Zegriera. Svo rfður flokkurinn fram, eftir Zecatfngötunni, með vopnabraki og há- reysti, konur og börn beygja sig útyfir gluggakarmana til þess að horfa á, kaupmennirnir þrífa það sent þeir ná til af vörum sínum og flýja. En allt í einu heyrist hófadynur frá hinum enda götunnar og rjett á eftir heyrast óp: »Zegrierar, Zegrierar.« Og það eru Zegrierar sem þar koma; merki þeirra er borið fram; þeir eru sigri hrósandi og glaðir yfir hefndinni, sem þeir hafa nú náð yfir óvinum sfnum. Sverðin blika f loftinu, konur og börn æpa í gluggunum. Því nú ráðast þeir á Abenzerraja; hestarnir rfsa upp á afturfótunum jog falla nið- ur f götuna og hinar hvítu kápur litast rauðu blóði. »Hefnd, hefndl* hrópa Zegrierar. »Hundar, böðlar, morðíngjar!« æpa Abenzerrajar. 1 götunni er allt í uppnámi; á einum staðnum óp, há- reysti og bardagi, á öðrum stunur og dauðaandvörp. Þá er kallað með þrumandi rödd, sem yfirgnæfir alla háreystina: »Str(ðsfáninn er kominn upp á Puerta monaita!« Þetta gcingur mann frá manni, breiðist út á svipstundu

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.