Bjarki - 30.03.1901, Side 1
Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr.
borgist fyrir 1. júlí, (erlendis 4 kr.
borgist fyrirfram).
Uppsögn skrifleg, ógild nema koroin
sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi
sje þá skuldlaus við blaðið.
VI. ár. 12
Seyðisfirði, laugardaginn 30. mars
1901
Dagmar Johansen,
fædd 4. júni 1887,
dáin 21. mars 1901.
Lag: Atburð sje jeg anda mínum nær.
Ertu dáin únga silkihlín?
Eru slokknuð brúnaljósin þín?
Ertu sofnuð æsku mitt á stund?
Ertu fölnuð, beygð að kaldri grund?
Fyr sem gladdir föður hjartað milt,
fyr sem gekkst með sinnið blítt og stillt,
fyr sem móður mýktir sorg og tár,
muntu dáin? Kaldur fölur nár?
Ungdórnsstyrkur, æska, fjör og lífl
er þá hvergi móti dauða hlíf?
Megnar ekkert móti valdi hans
mild og viðkvæm hjúkrun elskandans?
Dreypifórn, þjer dauði, boðin var
dýrst á jörð, þú sinntir henn’ei þar:
föður, móður, vina viðkvæm tár,
vökunætur, andvörp djúp og sár.
f’ú gaíur þó ei hamlað hinnsta sinn
henni, sem ei þirmdi kraftur þinn,
að kveðja sína kæru lífs á storð
krömdum hjöitum segja þögul orð:
»Faðir! móðir! systkin sæl og blíð!
sjá, jeg hefi endað dauðans stríð,
sjá, jeg hefi sæla hlotið ró,
svefn mjer væran aðeins dauðinn bjó.
Hjartans þakkir fyrir allt og eitt
er mjer hafið fyr og síðar veitt,
fyrir tryggð og fölskvalausa ást
foreldranna, sem mjer aldrei brást.
Legf;ið blóm á legstað hinnsta minn '
— liljuskiúð þar eigi bústað sinn,
babbi’og mamma blómið »Gleym mjerei«
breiðið yfir ykkar kæru mey.
Góða nótt! í gegnum myrkrið svart
Guð rnjer Ijósið sendir hlýtt og bjart;
grátið ei þó gröfin hylji ná
Guðs á landi fáið mig að sjá.c
P. S.
Bækur og rit.
3. Sunnanfari 8. ár. Sjöundi árgángur
Sunnanfara kom út í tveim heftum er kostuðu
hvert um sig i kr. og var hið síðara ekki
sent kaupendum, öðrum en þeim sem borgað
höfðu árgárginn, en er til sölu hjá cand. phil.
Einari Gunnarssyni í Reykjavík. Eftir að Björn
Jónsson keyfti útgáfurjett að blaðinu Iá það
dautt nær því í hálft annað' ár, en byrjaði að
koma út aftur I. maí í fyrra og var þó ár-
gátiginum lokið við áramót. Af því að rit-
Stjóri Bjarka er gamall kunníngi Sunnanfara,
finnst honum rjett að minnast hans með nokkr-
um orðum. ■
Ritstjórarnir eru auðsjáanlega að reyna að
gera hann úr garði sern líkastan því er áður
var og er það ekki óskynsamlega hugsað.
Sunnanfari var leingi eina málgagn Hafnar-
Islendínga og hafði meðal annars að þcssu
leyti nokkuð afmarkað og sjerstakt verksvið;
jafnframt því scm hann var fræðirit og skemti-
rit, var hann einnig frjettablað. Þetta getur
hann auðvitað ekki verið í Reykjavík, innan
um allan blaðasæginn þar. Og vegna þessa
hefur það nú einga þýðíngu að gefa blaðið út
rnánaðarlega í stað þess að láta það Isoma út
í hefium, tveim eða fjórum á ári. En ókost-
urinn vi' þessa cinnar-arkar útgáfu er sá, að
cfnið verður að kubbast sundur í mörg blöð
og gerir það ritið í heild sinni miklu óskipu-
legra og óeigulcgra en ella mætti vera. Nokk-
ur breytíng er það frá því sem áður var, að
Sunnanfari er nú farinn að flytja myndir af
ýmsu konúngafólki og svo þýddar sögur ti!
eyðufyllíngar. Hvorugt er framför og hið síð-
ara afturfaramcrki. Sunnanfari er svo lítill, að
það er nóg verkefni fyrir hann að flytja myndir
af íslenskum mönnum, og eftir því verður hann
metinn bæði nú og síðar, hvertiig hann .leysir
það af hendi. Haldi hann því áfratn og stækki
ekki úr þvi scm nú er, þá er það svo lítið
sem hann getur flutt af útlendum myndum, að
úr því verður ekki annað en ónýtt kák. Og
sama et að segja um þýddu sögurnar. Hin
blöðin hafa þær á boð.stólum jafngóðar og
Sunnanfari og fyrir margfalt minna verð. Fari
jafnlftið blað og hann er að breiða sig yfir
þýddar sögur, er það urn leið orðið lítils
virði.
Myndirnar eru flestar dágóðar, en á því sem
um þær er sagt í blaðinu þekkist he’.st til
víða handbragð Björns okkar garnia Jónsson-
ar. Sunnanfara vegna ætti hann að skrifa
sem minnst í hann sjálfur. í samtíningsdálk-
um frjettablaða þarf sá óheflaði' styrbusastíll
ekki að hneyxla eyrun, en í blaði einsog Sunn-
anfari á að vera er hann óhafandi. Blaosins
vegna ætti Einar Hjörleifsson að reyna að
koma Birni í skilníng um þetta. Og hætt er
við að ýmsum eldri kaupendum Su nanfara,
þeim er smekk hata fyrir sliku, hafi brugðið
I við þetta í staðinn fyrir stíl dr. Jóns Þorkels-
sonar. — »Ættui ítölsk að uppruna, en flutst
til Mecklenburg« o s. frv. (setníngin ítblsk að
uppruna, en flutst til Isafoldar). »Þeim tveim
hefur nú Sunnanfari feingið sjer myndir af, til
þess að gæða á lesendum sínum» . . . . « Fög-
ur rrynd og áarifamikil, sú af Búunum« 0. s. frv.
o. s. frv. (Ljót mynd í Sunnanfara, sú af ís-
lenskunni). Og það er leiðiniegt að eini víslr-
inn, sem enn er upp kominn bjer á landi til
skrautblaðs, skuli þurfa að nærast í þeirri
mold sem uppúr spretta aumustu horblöðkur,
sliollafingur og mosajurtir málsins.
Hið lángbesta sem Sunnanfari hefur að bjóða
f þessum árgángi er dálítil saga eítir Einar
Hjörleifsson. Hún er stutt, en það sem hún
nær, er hún ágæt. Það á vel við að Sunnan-
fari flytji frumsamdar sögur, en um þýddu sög-
urnar er áður talað. Kvæði eftir E. H. eru
Iíka a'iltaf góð og þau eru nú nokkur í Sunn-
anfara. Oþarfi finnst mjef samt |að vera að
hampa hátt öðrum eins sannieik og þessum
(í kvæðinu »þokan«):
*Það fær cinginn ofbirtu í augun
í íslenskri niða þoku.«
Ekki svo að skilja, að nokkurt orð verði
móti þessu haft; en jeg hugsaði að mönnum
væii hvergi hætt við ofbirtu í þokunni, hverki
íslenskri, danskri, enskri, franskri nje amerík-
anskri þoku.
»Þar hafa þeir hitann úr« heitir fyrirlestir,
sem Sunnanfari flytur, eftir Guðmund Finnboga-
son. Fyrirlestuiinn var haldinn í Reykjavík
sumarið 1899 og var mjög vel og áheyrilega
fluttur. Þar er og margt smellið og vel sagt,
en af skörpum og sjálfstæðum hugsunum er
þar ekki margt. Efni fyrirlestrarins er hvöt til
þjóðernis- og ættjarðar-ástar.
Ýmislegt er fleira vel læsilegt í árgángin-
um.
Breytingar á fátækralöggjöfinni.
Margt ’nefur, einkum nú í seinni tíð, verið
rætt og ritað um fátækralög vor, einkum um
sveitfestu, en svo virðist scm eingin uppá-
stúnga í þá átt hafi átt afmenníngs • hylli að
fagna. Menn eru óánægðir með það fyrir-
komufag sem nú gildir í þeim sökum n. 1. 10
ára vmnuhreppinn. Ilcfur þótt sem sumir hrepp-
stjórar, meðan sú tíð var að þcir höfðu fá-
tækrastjórn á hendi, beittu helst til mikilli slægð
og prettum ti! að koma af sjer hreppsómög-
um á aðra hreppa, og hörku og *ómannúð
gagnvart ómög'unum sjálfum, t. d. méð því að
gera fátældínga, sem að því voru komnir að
verða sveitlagir hjá þeim, en þó enn sjálf-
bjarga, að ósjálfbjarga þurfamcnnum á níunda
eða tíunda árinu, svo hreppur þeirra losaðist,
við þá; og hreppsnefndir sumar hafa fetað dug-
lega í fótspor þeirra. Er þetta ofur eðlilegt
cftir hinum wkjandi hugsunarhætti, að hver
vili skara eld að sinni köku.