Bjarki - 30.03.1901, Side 4
4§
Útsölumenn og kaupendur
Bjarka,
Þeir sem enn eiga að meira eða minna leyti
ógreitt andvirði Bjarka frá fyrri árum (I.—V.
árg., 1896—1900), eru hjer með ítarlega á-
minntir um að láta nú eigi leingur dragast að
gjöra mjer skil á því. Andvirðið má greiða
við allar þær verslanir hjer á landi, er síðan
vilja gjöra skil á því til mín eða verslunar Sig.
Johansens kaupmanns hjer á Seyðisfirði, eða
gefa ávísanir fyrir hinu innborgaða á dönsk
eða norsk verslunarhús. Borgun má einnig
senda mjer í ölium algeingum íslenskum versl-
unarvörum, með sanngjörnu verði.
Þeir Islendíngar í Ameríku, er skulda fyrir
tjeða árgánga blaðsins, mega — ef þeim þykir
það hægra — borga á þann hátt, að senda
mjer neðanmáissögur Lögbergs og Heims-
krínglu (samstæðar að svo miklu leyti sem
unnt er) eða tímaritin »Öldina« frá 1893 —
1896 og »Svövu«.
Á. Jóhannsson.
Seyðisfirði.
Jörðin Eyjólfsstaðir í Vallahreppi í Suður-
Múlasýslu, sem er 39,38 hndr. að dýrleika, fæst
til byggíngar og ábúðar frá næstkomandí far-
dögum. Jörðin er afbragðs heyskaparjörð og
mjög hæg. Túnið fóðrar 5-6 nautgripi. Þeir
er kynnu að vilja fá jörð þessa til ábúðar,
snúi sjer hið fyrsta með tilboð sín til undir-
ritaðs eiganda jarðarinnar.
Eyjólfsstöðum 28. febrúar 1901
Vigfús Þórðarson.
Það auglýsist hjer með að jeg frá I. jan-
úar þ. árs að telja hef selt mínum trúa og
áreiðanlega samverkamanni um mörg ár, herra
Pórarni Guðmundssyní, verslun mfna á Seyðis-
firði — að vínsölunni undantekinni — ásamt
1 öllum húsum, áhöldum, vöruleyfum og úti-
I standandi skuldum. Vínsölunní heldur hann
áfram yfirstandandi ár fyrir mig og svo hefur
hann og tekið að sjer að greiða inneignir
þeirra manna, sem til góða eiga við verslunina.
Jafnframt því að þakka skiftavinum mínum
góð viðskifti, leyfi jeg mjer að mæla sem best
með eftirmanni mínum við þá.
Kaupmannahöfn 2. mars 1901.
V. T. Thostrup.
Eins og sjá má á framanskráðri auglýsíngu
hef jeg nú keypt verslun þá, sem jeg hef veitt
forstöðu í 19 ár, og leyfi jeg mjer að láta í
Ijósi þá ósk og von, að viðskiftamenn versl-
unarinnar sýni henni sömu velvild eftir sem
áður; sjálfur mun jeg gera mjer allt far um
að verðskulda traust og hylli viðskiftamanna
minna.
Versluninni verður haldið áfram undir nafn-
inu V. T. Thostrups Efterfölger.
Seyðisfirði 18. mars 1901.
þórarinn Guðmundsson.
Jörðin Steinsnes i Mjóafjarðar-
h r e p p i, 5 hundr. að fornu mati, er til leigu
frá næstk. fardögum. Vægir byggíngarskil-
málar. Semja má við Vilhjálm Árnason á
Hánetsstöðum.
er bestur og heilnæmastur drykkur. i
Fæst hjá L. S, T ó m a s s y n i.
Strokkar
frá hinni nafnfrœgu Sænsku strokka fabriku
á 35 kr.
eru hjá St. Th. Jónssyni
Seyðisfirði.
17! (4 j y~. q.<í blað höfuðstaðarins.fest pant-
5 5 *->1 * Gt 11 1 q 5 _að hjá öllum póstafgreiðslu-
mönnum á Iandinu. Ársfj. kostar 75 aura.
Brunaábyrgðarfjelagið
»Nye danske Brandforsikrings
Selskab«
Stormgade 2 Kjöbenhavn
Stofnað 1864 (Aktiekapital
4,000,000 og Reservefond 800,000).
Tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæj-
um, gripum, verslunarvörum, innanhúsmunum
o. fi. fyrir fastákveðna litla borgun (prernie),
án þess að reikna no kkra borgunfyrir bruna-
ábyrgðarskjöl (police) eða stimþilgjald.
Menn snúi sjer til umboðsmans fjelagsins
á Seyðisfirði
ST. TH. JÓNSSONAR.
Duglegur og reglusamur v i n n u
m a ð u r óskast. Gott kaup.
Ritstj. vísar á.
Nafnstímpia
er best að panta hjá Páli Böðvarssyni söðlasmið.
R i t s t j ó r i:
Þorsteínrs Gíslason.
Prentsmiðja Bjarka.
178
ast niður í stólinn og tók höndum fyrir andlitið; hann greip
nelllkuna og kastaði henni aftur upp á svalirnar. »Geymið
þjer blómin þángað til þeirra þarf á líkið«, sagði hann og
gekk burt. Allt varð aftur dauðahljótt, en greifafrúin sat
grátandi á svölunum.
Aftur er nautaat í Granada. Það er reyndar eingin ný-
úng, en nafn Mansanvini stendur á auglýs'nguni m
Frá því við skildum við hann síðast hefur hann verið í
höfuðstaðnum, Madrid, og drottníngin sjálf hefur launað hon-
um frammistöðu hans á leiksviðinu; þar hefur allt kvenfólk
verið reiðubúið til að launa honum, en hann hefur ekki kært
sig um það. Það er sagt að Mansanvini sje Jrvennhatari. En
því meir elskar kvenfólkið hann.
Og nú átti hann aftur að sýna sig á leiksviðinu í Gran-
ada.
Hvert sæti er skipað í leikhúsinu, því Mansanvini hefur
orð á sjer fyrir að vera mesti toreadorinn á öllum Spáni.
Og enn tekst honum allt meistaralega; hann hefur fcllt tvö
naut, en nú er það þriðja ettir. Hann hugsar tií þess þegar
hann var síðast inni á þessu leiksviði; hann hefur enn ekki
getað gleymt greifafrúnni og hann hefur oft hugsað til þeirr-
ar stundar, sem nú nálgast. Hann vissi að greifafrúin mundi
verða við stödd — og nú fjekk hann auga á henni uppi á
áborfendabekkjunum; honum sýndist hún venju fremur föl, en
hann vissi að hún átti ettir að verða enn fölari.
Síðasta nautið var komið inn. Það var búið að reita það
til reiði og hestar piTadaranna' lágu blóðugir á leiksviðinu.
179
Mansanvini kom fram og honum var heilsað með háværum
fagnaðarópum. Hann leit upp þángað sem greifafrúin sat;
hún var róleg og hallaði sjer aftur á bak í sætinu. Mansan-
vini brosti. Nautið renndi sjer á hann hvað eftir annað, en
Mansanvini hoppaði undan því eins og áður. »Bravó, Mansan-
vini, bravó!« kvað við frá áhorfendabekkjunum. Nautið þreytt-
ist meir og meir og hann fór smátt og smátt að narra það
með rauðu kápunni nær og nær sæti greifafrúarinnar af Car-
illo. AHir sátu með öndina í hálsinum og horfðu á Mansan-
vini. Menn skildu ekki hvað hann ætlaði — hversvegna drap
hann ekki nautið? Allir sáu að honum var það hægðarleikur.
Greifafrúin af Carillo hafði risið upp og lá á olbogana
fram á grindurnar og leit niður. I'á sáu menn að upp f sæti
hennar flaug glóandi hríngur neðan af ieiksviðinu. Mansanvini
rauf þögnina Og kallaði:
»Nú fell jeg til heiðurs fyrir yður!«
Hann kastaði korðanum frá sjer. Þúsundfallt ángistaróp
kvað við frá áhorfendunum og í sama bili lá Mansanvini á
leiksviðinu fljótandi í blóði sínu.
.—. — Nóttina eftir braut skríllinn í Granada hús greifafrú-
arinnar af Cariilo.
/