Bjarki


Bjarki - 09.04.1901, Qupperneq 1

Bjarki - 09.04.1901, Qupperneq 1
Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr, borgist fyrir 1. júh', (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Uppsögn skrifleg, ógiid nema komín sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupand| sje þá skuldlaus við blaðið. Vi. ár. 13 Seyðisfirði, þrlðjudagínn 9. april Kínastrióið. I’að er sagt að Kínaófriðurinn sje háður gegn ómenntaðri þjóð í menníngarinnar nafni, og á þennan hátt vilja Norðuráifubúar rjett- læta grimdar- og ódæðis-verkin. En það er mikiu nær sanni að rjettlæta Búaófriðinn með þeirri afsökun. Og afarmikill munur hefur verið á framferði Einglendínga gegn Búum og athæfi Norðurálfumanna í Kína. Þeir hafa stundum komið þar fram líkari viiludýrum cn siðuðum mönnum. Skoðun Norðurálfumanna almennt á Kína og Kfnverjum hefur að miklu leyti myndast af frjettaburði fáfróðra og eigin- ■gjarnra trúboða. Menníng Kíuverja er ólík menm'ngu Vesturlandaþjóðanna, en Kínverjar standa þar framar að ýmsu leyti. I’eirra menn- íng er margfalt eldri, trúarbrögð þeirra að minnsta kosti eins fullkomin, heimspekileg vís- indi cru hjá þeim á háu stigi, en í verklegum vísindum eru þeir á eftir. Og þó er land þeirra betur ræktað en nokkurt land í Norð- urálfu. Á einni ferh.m. í Kína geta lifað að minnsta kosti tvöfalt eða þrefalt fleiri menn en á jafnstórum bietti í þeim löudum sem best eru ræktuð annarsstaðar. Enskur maður, dr. I. E. Dillon, sem verið hefur með 1' Kínastríðinu, hefur lýst frarnferði Norðurálfubúa þar eystra. Og sú lýsíng er hroðaleg. Hann segir, að það væri rángt að dæma menníngu þessara tveggja mannflokka, hins hvíta og hins gula, ettir framkomu þeirra í þessu stríði, en ef dæma skyldi eftir henni,, þá yrði dómurinn sá, að siðmenníngin stæði á miklu I’ægra stígi hjá hvíta fiokktium. Dr. Diilon kom til bæarins Tongkcv við Peihofljótið skömmu eftir að herflokkar Norðurálfuþjóðanna. höfðu herjað þar. Ibúarnir höfðu verið drepnir unn- vörpum, húsin rænd og brennd. Uppúr rúst- unum stóðu sumstaðar hálfjetnir mannaskrokk- ar; hermennirnir höfðu ekki ske'ytt utn að hyija líkin öðruvísi en svo, að þeir hryntu yfir þau múrveggjum eða köstuðu yfir þau hálmdýnum. Ein saga af hernaði Norðurálfumanna, sem flaug um allt Kínaveldi, hijóðar svo: Um 300 verkmenn lifðu á því að flytja vörur f og úr skipum útiendra þjóoa á höfninni við Taku. Til þess að lifa sem ódýrast og koma ekki í bága við aðra feingu þeir sjer í sameiníngu skip til að búa í og lögðu því þar á höfn- inni. I’egar cinga atvinnu var að fá hjeldu þeir kyrru fyrir í skipi sínu, en þegar atvinna' bauðst unnu þeir eins og hestar. Þannig höfðu þeir lifað án þess að gera nokkrum mein. Svo kom her Norðurálfumanna til Taku. Þeir sem í skipinu bjuggu urðu hræddir og á- settu sjer að halda til Iands. Peir hugsuðu, að þar sem þeir væru verkamenn, sem hefðu óbeit á ófriðnum, mundu þeir verða látnir fara í friði og lögðu skútu sinni til lands. En rússneskir hermenn feingu áður auga á þeim og hafði, að sögn, verið gefin sú skipun, að skjóta undantekníngarlaust alla menn sem þeir næðu til og bæru hárpísk. Rússar drápu hvern mann sem á skipinu var. Þessi saga fiaug um Kína sem dæmi uppá framferði Norðurálfubúa, ekki svo mjög af því að hun væri hroðalegri en rnargar aðrar, en Kínverjum virtist þessi grimmd svo tilgángslaus og þar af leiðandi órjettlát. Kínverjar, sem minntust á þessa sögu við Dillon, sögðu : »Við getum gefið það eftir, að rjctt sje að hlífa aldrei óvini sínum í or- ustu, þótt við reyndar teljum það villiþjóða- æði. En áður morðin byrja er þó rjettara að sannfærast um að við óvin sje að eiga, og þessir verkamenn sem drepnir voru á skipinu voru hvorugu megin í ófriðnum og einkis manns óvinir.« Á öðrum stað skutu Norðuráifumenn alveg að orsakalausu Kínverja, sem leiddi rneð sjer son sinn 8 ára gamian. Þeir fjellu báðir á knje og báðu um grið, en voru vægðarlaust skotnir. Dillon sá það síðast til líkanna, að við þau stóð mórauður hundur og reif ketið af öðrum handiegg fullorðna mannsins. I Tangsju voru drápin svo ör að blóð rann í lækjum eftir rennusteinununr; um göturnar varð ekki geingið án þess stígvjelin yrðu flekkótt af mannabióði, sumstaðar stóð það uppi í poll- um. í’ar var einginn Kínverskur maður ó- liultur um líf sitt stundinni leingur. Hver þussi í útlenda hernum hafði ótakmarkað vald yfir Hfi hinna innfæddu, jafnvel háttstandandi manna. Kínverjar voru rifnir upp úr svefni' eftir 12—14 tíma vinnu, settir fra 1 anvið byssu- j hiaupin og skotnir án þess þeir vissu minnsta tiiefni til þess. Noiðurálfumenn skipuðu með marghléypurnar í höndunum Kínverjum hvað sem þeirn datt í hug; gegndi Kínverjinn ekki strax var bann skotinn. Og þessu va’di j’fir lífi Kínverja beittu hermennirnir nær þvt ver en villt dýr mundu hafa gert í þeirra sporum. þeir Ijeku sjer híægjandi að því að svívirða Kfnverja á allan hátt. Þeir voru barðir og flettir klæðum á götunum. Hershöfðíngjar Jap- ansmanna urðu fyrstir til að banna hcrmönn- um sínum slíkt ódæðj þegar þao keyrði fram úr öilu hófi og á eftir þeim komu síðan her- foríngjar Norðurálfuþjóðanna Dr Dilion segir að það hafi verið algeingt, að officcrar úr Norðuráifuhernum liaft nauogað kínverskum konum og látið drepa þær á eft>r. Margar kínverskar konur fyrirfóru sjer, heingdu sig í trjánum eða drekktu sjer til þess að kornast hjá að lenda í höndum Norðurálfu- manna. Það var almennt áliíið verra cn allt annað að komast á vald hinna kristnu msnna. Hræðslan var svo megn, að margar kínverskar konur drekktu sjer í fijótunum, þótt vatnið væri ekki dýpra en 3 fct. Þær hjcldu höfð- ' inu í kafi þángað til þær drukknuðu. Þesskonar sj\á!fsmoro' voru orðin svo algeing að áoldáta- • i9öl eveit var sett til þess að koma í veg fyrir þau. Það má svo sem nærri geta hverrar vernd- ar eignir Kínverja hafi notið, þar sem hermönn- unum var gefið ótakmarkað vald yfir lífi þeirra. Soldátar Norðurálfurmanna rændu öllu sem hönd varð á fest. Eftir að Tiensin og Peking voru teknar, þá voru settar upp sölubúðir ( herbúðum Rússa og Ameríkumanna og rekin verslun með ránfeinginn. Það er sagt að sumir komi heim frá Kína sem millijónaeig- endur að rændu og stolnu fje þar eystra. Japansmenn bönnuðu fyrstir ránin, en þá var sagt að þeir hefðu rænt eins miklu og allar hinar þjóðirnar til samans. Kínverska keisara- böllin var rænd með ótrúlegum ruddaskap. Soldátarnir ruddust inn í herbergi kcisarans þrátt fyrir bann kínverskra embættismanna. Skúffur, borð og skápar var allt rifið upp, allt undir því yfirskyni að menn vildu skoða skraut- gripina. En þeir voru alltof freistandi til þess að þeir feingju að liggja kyrrir. Þegar minnst varði stúngu hermennirnir þeim í vasa sína og alstaðar heyrðist: »Hjeðan geta menn ekki geingið burt jafnfátækir og áður.« Og svo rændi hver og ruplaði eftir vild sinni. Þegar keisarafólkið flýði höliina hafði það skilið þar eftir nokkra háttstandandi menn af hirðinni til þess að taka á móti óvinahernum. Þeir voru allir höfðínglegir menn og tóku mjög kurteys- lega móti óvinunum, þótt svona stæði á. En þegar hermönnunum var hleypt inn. í keisara- herbergin þreif Ameríku’naður ejnn cftir mjög skrautlcgri perlufesti sem einn af kínversku em- ba;ttismör;nununi bar á sjer og sleit hana af honum. Hann ætlaði einnig að rifa einkenn- ishnappinn af húfu hans, en einn af sendiherr- unum kom þá að og hindraði það. En Ame- ríkumaðurinn komst burt mcð perlufestina. Bækur og rit. —o— 2. E i r I I. á r 3.—4. h. Þrátt fyrir'dugn- að útgefandans og umönnun læknanna ætlar nú Eir að sálast tveggja ára gömul. Útgef- andinn, Sigf. Evmundsson, segir í auglýsing sem fylgir þessu hefti: »Reynsla er fcingin íyrir því, þó slæmt sje frá að segja, að það borgar sig mjög sjaldan hjer á landi að gefa ut nytsamar eða fróðlegar bækur, • Undirskrif- aður hefur mátt kenna á þessu nokkrum sinn- um. Fyrst þá er jeg gaf út »Sjálfsfræðarann,« seinna, er jeg gaf út »Um matvæli og mun- aðar vöru.« Ekkert þessara rita hefur selst að neinum mun, svo að melra eða minna tap hefur hlotist af útgáíu þeirra. En hitt hefjeg reynt, að riddarasögur gánga út og þesskon- ar dót, sem cinginn fróðieikur er í.« Það nefur verið vel vandað íil þessa tíma-

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.