Bjarki


Bjarki - 09.04.1901, Page 2

Bjarki - 09.04.1901, Page 2
50 rits frá byrjun; efnið er aðgeingilegt fyrir alla qg hverjum^manni nauðsynlegt. Samt getur Eir ekki borið sig. En svona hefur farið fyr- ir hverju einasta sjerfræ.ðisriti sem stofnað hefur verið hjer á landi. Búnaðarritinu hefur líka verið vel stjórnað, en það gat samt ekki borið sig, þrátt fyrir töluverðan opinberan styrk. Lögfræðíngur hefur flutt ýmsar ágætis- ritgerðir í sinni grein, en hann borgaði sig ekki og komst svo á landsjóðsstyrk. Jað er nú eingu minni ástæða fyr- ir þíngið til að styrkja útgáfu þessa tímarits laeknanna, heldur en hitt tímaritið, sem laga- málin ræðir. Því ef nokkur einstök stjett manna hjer á landi ætti að vera fær um að halda uppi sjerstöku riti í lræðigrein sinni, þá eru það lagamennirnir; þeirra embætti eru best launuð. En Iagasafnið, sem þó er almennt nauðsynleg bók, er líka gefið út með ríflegum landssjóðsstyrk. Það er Hka ekkert á móti því að land.sjóð- ur styrki útgáfu slíkra rita, til þess að hægt sje að selja þau'með svo lágu verði að allur almenningur eigi aðgáng að þeim. Það væri að líkindum beinasti vegurinn til þess að venja menn við að lesa þörf og góð rit, eins og þessi sjerfræðisrit sem hjer hafa verið nefnd, að landsjóður kostaði útgáfu þeirra að sem mestu leyti og kaupendum væri ekki ætlað að borga meir en ^/g eða */4 af útgáfukostnaðin- um. Það hefur verið sagt nú um aldaskiftin, og það vatalaust með rjettu, að íslensk alþýða væri orðin lángt á eftir alþýðu manna í ná- grannalöndunum að menntun. Menn hafa ver- ið að stökkva upp á nef sjer og neita þessu, en það er skammgóður vermir. Ekki er held- ur nema eðlilegt að svo sje. Því hjer vanta menntunarfærin; hjer vanta alþýðuskólana, hjer vanta tímarit og blöð. Og það er þetta sem menntað hefur alþýðu manna í nágrannalönd- unum á síðari áratugum. í þessu hefti Eirar er meðal annars frh. af ritg. Jónassens landlæknis um Iæknaskipun Is- lands á 19. öld; frh. af ritg. Guðm. Magnús- sonar um fæðuna; um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma, eftir Guðm. Björnsson, og um augnasjúkdóma, eftir Björn Olafsson. 5. Eimreiðin VII. ár 1. h. Þar er fremst lángur og röksamlegur ritdómur eftir dr. Finn Jónsson um kristnitökurit Björns rek- tors Ólsens, sem Bmfjel. gaf út í fyrra. Hann finnur ýmislegt að þv', en ekki vil! Bjarki vera dómari í þeirri þrætu. í’á er skáldsaga á 33 bls. eftir Eggert Levi og hcitir »Tíma- mót«. Það er ekki mikill eða djúpt sóttur skáldskapur í henni; en hún cr fremur vel skrifuð, náttúrlega sögð og blátt áfram. Höfund- urinn er að sögn barnakennari í Húnavatns- sýslu og úngur að aldri. Efnið er um fram- farabatáttu og bfeytíngaviðleitni úngs bónda, sem er gagnfræðíngur, í sveit sinni og mót- stöðuna, sem hann verður fyrir. • Kvæði Guðm. Friðjónssonar, »Arni f Urðarbási«, er kjarnyrt og einkennilegt, eins og allt sem þaðan kemur. Holger Wiehe ritar um nýa aðferð við saung- kennslu og telur margt af því rángt sem áð- ur er ritað á íslensku í því efni. Jón Jónsson sagnfræðfngur rífur niður Íslendíngasöguþætti Boga Melsteds, sem út komu sfðastl. ár í Bs. alþ-. °g því miður að mestu leyti með fullum rökum. Ýmsir fleiri ritdómar eru í hcftinu. | I einum þcirra eru tekin upp ummæli eftir Holger V.'iehe, þar sem hann er að hrósa máli og stíl Einars Hjörleifssonar á kostnað Guðm. Friðjónssonar. Þau ummæli finnst mjer fjarri rjettu lagi. E. H. skrifar vel, en hann er ekki nærri eins listfeingur á mál og Guðm. Frið- jónsson. H. W. hefur fundið, að það er ljett að þýða eftir Einar, en það er sjálfsagt örð- ugt að þýða mál G. F. Með því meiri list sem höfundurinn beitir móðurmáli sínu, því óhægra verður að þýða eftir hann á útlend mál N ó tt. — o--- Miðsvetrarnótt. — Norðurljós skjálfa á skýlausum himni: — Stormefldur, hvæsandi glóðmökkum glitrandi I gullfextur ljósdrekinn æðir fram titiandi, — leyítrandi eldtúngur logandi teygjandi, liggjandi í fjörbrotum, bliknandi, deyjandi. — Hornóttur máninn hlær yfir sæinn og hjúpar jörðina í vetrarbiæinn, — sylfurbleikt, bláfaidað breiðir hann slörið sitt— brosandi háðslega — um aumíngja landið mitt, hyggur að gera það hrjóstugra, magrara — en hjálpar þó til þess að sýna það fagrara. — — Ljóseygar stjörnúr brosa og blika, brotnandi öldur við ströndina kvika. ---------Annars er það svo hægt og hljótt, — heimurinn sefur um miðsvetrarnótt.— Eins og barnið blíða móður — eins og blómið sumarsólu, eða villiönditj vatnið vafið heiðarörmum grænum — svo elska jeg þig friðsæla fagra nótt; — því þú ert þögul, hægferða og hljóð með sorgarsvip yfir enni þínu — eins og hin vonlausa, andvaka móðir, sem situr við vöggu barnsins síns deyjanda og getur ekki grátið meir, — því augun eru þornuð, og hjartað er svíðandi sár. Þessvegna er hún harmþrúngin og hljóð, og sorgarrúnir eru ristar á hið hvíta enni. — — Þannig ert þú líka, — nótt! En þú grætur yfir heimsku mannanna og stíngur þeim svefnþorn — til þess að þagga hið andiausa, eilífa hjal og stöðva hina munnstóru hlátra. — — Þessvegna elska jeg þig, — af því þú þaggar allt, — einginn skellir hurðunum, og eingin er heimskur! Allir eru jatnir f örmum þínum r>g þú himpar þeim jatn hægt hyort sem þeir liggja á heyi eða dýnu! Svala, svefnbh'ða, svarteyga nótt! Legg hendi þína á mitt heita enní — og stöðvaðu hinn ólgandi straum míns únga blóðs! Lát það renna hægt! — nei, lát það fossa! því hið eilífa logn og hin straumlausa stilla er ekki best. — En vefðu þinni dúnmjúku, dökku blæu utan um mig, svo heimurinn heyri ei til bjarta míns, sem brýst um og lemst eins og villidýr í búri, en hjúfrar sig svo eins og hræddur fugl Og titrar t' Orðlausum ótta. — Er það ekki skrítið þetta endalausa stríð, — þessi lífsins sjónleikut á leiksviði heimsins! — hlátur á vörum, helstuna í brjósti, — og höfuðið veikt af hugsárum kvölum, — en einginn veit það, — og einginn skilurþað! Þökk, nótt, — hönd þfn er köld. — Nú rennur blóð mitt rólegt — I^artað hvílir. — Þrýst mjcr f faðm þjer — fast — last! — Svona! og seig mjer vakandi dt'sfagra drauma! — Huss! Farið hægt! — Þið sjáið hún sefur. — Hún bvt'lir svo barnsleg með hönd undir kinn rnín hvíta biúður svo úng og fín, og hljóðlaust um barminn bylgjar lín. — Næturdimm háraldan fellur nú frjáls ur fjötrunum ntður um drifhvítan háls — — sem töfráafl hrífur það huga minn. Hún ástin mín únga, mitt allt, mitt líl! Hún sefur I Jeg öfunda svefninn sem örmunum vefur um hana — því það er rjettur minn! Nú verð jeg að læðast sem þjófur hjer inn og hugstolinn horfa og fá ekki ao snerta | hinn hálfopna, blóðheita, skjálfandi munn! -------—- Ö, feingi eg að hneigja höfuð þreytt. og hvfla við þinn barm, þá hnýttir þú um hálsinn minn þinn hvíta, mjúka arm og hvíslaðir þau ástarorð svo æskahrein Og þýð, sem aðcins þú í öllum heimi átt svo töfrablíð. — — Hljótt beygi jeg hnje, og hugur minn hvílir við njartað þitt — hjartað þitt unga, sem einnig er mitt! Blóðaldan brennir f barmi, er stígur sem bylgjur hægt og rólega sígur. — Andi þinn svííur um andlit mjer dragandi sál mína í fjötrum fast inn að brjósti þjer, — í augnabliks algleymis gleði jeg gieymi mjer; — jeg finn hve þú skelfur f faðmi mt'num, jeg finn, — nei, jeg heyri hve hjartað þitt slær, og munnur minn dregst að mu.jni þínum — — — en hvað! — — — O, — það var bara vakandi draumur! — Jeg vissi ekki af mjer, — allt var svo hljótt, því heimurinn svaf um miðsvetrarnótt. w. Hannes Árnason docent. Mörgum Íslendíng hefur sjálfsagt íyrir 30 árum síðan þótt Hannes Arnason verja eigum sínum undarlega. Hann kvað hafa þótt sjer- vitur, karlinn. En efamál er samt, hvort þeim hefði verið betur varið á annan hátt. Það er auðskilið, hvað fyrir honum hefur vakað, hvað honum hefur fundist einna átakanlegasta mein Íslendínga, en það er fjarstaðan við menníng- arlíf umheimsins, einángrunin, vöntun á inn- strau.ni nýrra, fersxra hugmynda. Þann straum vill hann skapa. Og hann vill leiða hann híngað beint frá höfuðuppsprettunni, frá heim- spekinni sjáifri. Hann hugsar sjer að senda ; úngan rruna t.jöiía hvert ár suður í heim » ettir nýum hugsji.i.um, .-uir ferskum hugnynd- I tus u.ii licimrnn og iífið. A þennau hátt áleit hann eigum sínum best varið. Hannes Árnason dó 1. des. 1879. Árið áður stofnaði hann með erfðaskrá sinni sjóð sem heitir »Styrktarsjóður Hannesar Árnason- ar til eflíngar heimspekilegum vísindum á Is- Iandi.< Gjöf H. Á. var upphaflega 30,315 kr. 43 au. og skyldi sú upphæð sett á vöxtu þángað til rentan væri orðin 2000 kr.; þá skyldi henni varið til styrks handa manni, sem tekið hefði heimspekispróf við háskólann Khötn eða prestaskólann í Rvik með 1. eink., til þess að halda áfram heimspekisnámi, fyist eitt ár í Khöfn og síðan tvö ár við einhvern háskóla á Þýskalandi. ,En styrkurinn veitist til fjögra ára. Og fjórða árið á styrkþyggjandi að dvelja í Rvfk og halda opinbera fyrirlestra um heim- spekileg efrtl. Styrkurinrt veitist síðaft nýum manni sjötta hvert ár. Nú í ar á hann að veitast í fyrsta sinn.

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.