Bjarki


Bjarki - 11.05.1901, Síða 2

Bjarki - 11.05.1901, Síða 2
70 an 2. seft. s. á. útvega sjer skriflegt leyfi frá lögreglustjórninni til þess að dvelja í landinu. Auðvitað voru lögin eingaungu gefin út vegna Gyðínga. Þessi leyfisbrjef voru seld. Hver Gyðíngur, sem ekki gat sýnt slíkt leyfisbrjef, var nú útlægur, þótt hann væri fæddur og uppalinn í Rúmeníu og hefði unnið þar í her- þjónustu lögákveðinn tíma sem innfæddur mað- ur. Margir Gyðíngar ncituðu að hlýðnast þessu lagaboði og höfðu fastráðið að fara þar eins lángt og þeir kæmust. Þá kom frá stjórn- inni svohljóðandi boðskapur: »Þeir útiendíng- ar sem fæddir eru og uppaldir í landinu þurfa ekki leyfisbrjef til landsvistar, ef þeir sýna, að þeir hafi sótt um að ná rjettindum inafæddra manna«. Og svo flýtti stjórnin sjer að aug- lýsa út um alla Evrópu, að hún hefði nú hvatt Gyðínga til þess að ná borgararjettindum þar í landinu. En þetta var ekki annað en bragð til þess að auka tekjur ríkisins. Þá voru í Rúmeníu samkvæmt opinberum skýrslun 100,000 full- orðnir karlmenn af Gyðíngafólki, sem ekki höfð- n landsvistarleyfisbrjef sem útlendíngar. Tekj- ur ríkisins af sölu rjettindanna til þessara manna verða: 1. Fyrir umsóknina sjálfa 25 fr. á mann, eða samt. c. 2,500,000 fr. 2. Fyrir nauð- synleg vottorð um skattagreiðslu, herþjónustu o. s. frv. að minnsta kosti 5 fr. á mann, samt. 500,000 fr. 3. Fyrir löggildíng á öllum þess- um skjölum 6 fr. á mann, eða 600,000 fr. samt. Sje nú bætt hjer við c. 400,000 fr. fyrir end- urnýun og afskriftir tapaðra skjala, þá eru það samt. 4 millj. fr. sem Gyðíngar eru á þennan hátt látnir borga til ríkissjóðsins. En allur ijöldi þeirra er blásnauðir menn, sem alls ekki eru færir um að borga út í einu 50 fr. Anti-Semita-fjelagið gerði allt til að vekja ofsóknir gegn Gyðíngum þeim sem heim sneru eftir flóttatilraunina. Það átti að útiloka þá frá öllum atvinnugreinum. Sumstaðar varráð- ist á þá með vopnum þegar þeir komu til baka til þess að setjast að í fyrri híbýlum sínum. I smábænum Podul Ilvati voru hús þeirra brennd, 10 menn drepnir og margir særðir. I Jassy og Botocham var líkt farið að. Þar skárust hersveitir f leikinn og endalokin urðu þau, að nokkrir Gyðíngar voru fángels- aðir. Allt þetta er verk Anti-Semíta-fjelagsins. Vonir Rumeníu-Gyðínga um að ná rjetti sín- um þar í landinu styðjast einkum við það, að aðrar þjóðir láti málið til sín taka og einkum treysta þeir þar áhrifum hinna auðugu Gyð- ínga í vesturlöndum álfunnar. Bækur og rit. 6. A 1 d a m ó t, sjónleikur með kvæðum og kórum, eftir Matthías Jochumsson. Aldarprsm. 1901. Þetta er leikurinn, sem sýndur var á Akur- eyri f vetur sem leið. Þó er hann nokkuð brcyttur, eftir því sem höf. skýrir frá í for- málanum. Nýúm kafla og nýum persónum er aukið inn I. og svo er því sem þá var ( ó- bundnu máli snúið í rím; Ieikurinn er nú allur í Ijóðum. Og margt af þeim er, eins óg við er að búast, snilldarlega kveðið. Sýníngarnar eru sjálfsagt áhrifamiklar á leiksviði, enda var mik- ið látið af þeim í vetur. Leikurinn byrjar á stuttum inngángssaung, sem súnginn er bakvið tjöldin. Þá kemur inn »Kallarinn« og boðar fundi gömlu aldarinnar og nýu aldarinnar. Gamla öldin talar fyrst ein frá leiksviðinu, síðar kemur inn nýa öldin og end- ar fundur þeirra á því, að hin gamla hrn'gur í valinn, en nýa öldin stendur eftir á leiksviðinu með dísirnar Trú, Von og.Elsku. Þrjár persónur aðrar eru í leiknum, norn- irnar Urður, Verðandi og Skuld. En mjer virðist lítið verða úr erindi þeirra inn á sjón- arsviðið. Þeim er bætt við eftir að leikur- inn var sýndur í vetur í staðinn fyrir dætur »AIdarandans«, Framfór, Frílund og Oró sem hafa átt að tákna fylgihugmyndir 19. aldar- innar. Þessi upprunalega hugsun höf. virðist mjer betri en hin síðari. Því stríðið milli norn- anna og dísanna verður ekkert höfuðatriði í leiknum. En Dísasaungurinn sem fer á eftir er fallegur: Þegar æfin líður að banablund, þegar brjóstið kvíðir á neyðarstund, þegar tæmist kraftur og táp þitt frýs kemur Trúin aftur, þin góða dfs. Þegar hjartað mæðist við mein og stríð, þegar myrkrið hræðir í feigðar tíð, þegar allir smá þig og voði er vfs þá er Vonin hjá þjer, hin góða dís. o. s. frv. í kveðju gömlu aldarinnar og samtali ald- anna eru einnig margir fagrir kaflar. Þetta er síðasta vísan í leiknum: Fram með gleði gott að iðja! Guð er andans líf og skjól. Lyft þjer, únga ljóssins gyðja, ljett í Tírrans kerrustól! Aftan við bókina eru prentuð lög við suma af saungvunum. Frágángur á bókinni er vel vandaður og framanvið er mynd af höfund- inum. Síra Matthías er nú á siðustu árum eini maðurinn sem eykur bókmenntir okkar að skáldritum svo að nokkru nemi. í fyrravetur kom út eftir hann kvæðaflokkurinn um »HóIa- stól«, í riti norðlensku prestanna, í sumar sem leið »Jón Arason« og nú í vetur þetta Alda- mótaleikrit. í blöðum og tímaritum á hann fjölda kvæða, sem ort eru eftir að ljóðabók hans kom út, fyrir 15 árum, og ættu þau nú að fara koma út í einni heild. 7. Bernska og æska Jesú, eftir H. Jensen. Þýtt hefur Vilhj. Jónsson. Glasgow- prentsmiðja 1901. Efni þessarar bókar er að sýna, hvernig sögusagnir þær muni hafa myndast, um líf Jesú frá Nasaret, sem frá er skýrt í Nýjatesta- mentinu, hvað nýar rannsóknir hafi leitt í ljós um þetta efni o. s. fiv. Höf. er guðfræðíng- ur, var leingi prestur í þjóðkirkjunni dönsku, en gerðist svo efasamur og blendinn í trúnni og kvaðst þá samvisku sinnar vegna ekki geta verið prestur leingur og sagði sig úr þjóð- kirkjunni. Hann neitar guðdómi Krists, en telur hann verið hafa hinn mesta siðameistara og velgjörðamann mannkynsins. Hann Segir, að með því að gera Jcsú að guði hafi kirkjarr fjarlægt hann mönnunum og svift veraldarsög- una hennar mesta mikilmenni. »Hún gætti* þess ekki, að með því að auka tign hans á þennan hátt, Iyfti hún honum upp í sæti, sem honum hafði sjálfum aldrei komið til hugar að seíjast í, en útilokaði um leið þá frá honum, sem hvorki gátu nje vildu bæla niður mótmælii skynseminnar og frjáisrar hugsunar . . . Það hlýtur því að verða hlutverk vorra tíma og framtíðarinnar, að koma Jesú Kristi aftur inn í söguna, í það sæti sem hann settist sjálfur í og í það sæti sem hver sannleiksvinur hlýt- ur að skipa honum sem hinum mesta manni, þeim manni, sem hefur ekki aðeins gjört sjer Ijósasta hugmynd um og skyggnst best inn í eðli guðs, heldur líka Iagt hina þýðíngarmiklu undirstöðu undir allt fjelagslíf mannanna. En eigi þetta að geta tekist verður að berja nið- ur trúarsetníngar kirkjunnar. I‘að verður að sýna fram á, hvernig þær mynduðust þegar á þeim tímum er rit Nýatestamentisins voru sam- in, en um leið, að í mörgum þessum ritum finnast enn í dag menjar kristindóms, sem er laus við trúarkreddur, kristindóms, sem á rót sína að rekja til Jesú Krists sjálfs«. Þessi kafli er tekinn uppúr formála höf. fyrir ritinu. Menn ættu að kaupa það og lesa. Það er stutt og ekki dýrt, isðbls. ( 8 bl.br. Samanburður á efnahag sveitarsjóðanna í Norður-Múlasýslu far- dagaárin 1893—4, 1896—7 og 1899—1900. T ekjur: 1893—4 1896—7 1899—1900 1. Eftirst. frá f. á. Kr. 17845,70 Kr. 7500,77 Kr. 6426,44 2. Fátækratíund Kr. 1379,91 — I535.0S — «682,90 3. Aukaútsv. — 9973,09 — 8359,65 — 11065,65 4. Afgj. af jörðum Kr. 1085,17 — 1298,31 — 1369,63 5. vxt. af peníngum Kr. 294,64 — 293,75 — 668,77 1100,00 — 968,00 — 1112,00 6. Hundask. — 7. Ýmisl. tekjur Kr. 8. Hreppavegafje Kr. 6248,95 — 9435.12 — 6423,11 300,00 — 1036,25 Samtals Kr.: 37927,46 Kr. 29690,65 Kr. 29784,75 Gjöld: 1. Fátækraframfærsla: Kr. 7351,37 Kr. 2. Til menntamála Kr. 811,10 — 3. Sýslusjóðsgj. — 1481,56 — 4. Sýsluvegasj.gjald Kr. 1096,87 — 5. Til refaveiða — 721,50 — 6. Sveitarstj.kostn. Kr. 656,84 — 7. Ýmisl. gjöld — 5013,07 — 8. Til hreppav. — 203,20 — 9. Eftirstöðvar —20591,95 — 4702,46 Kr. 7232,71 2982,98 — 915,00 535-30 768,90 11205,09 1034,00 7546,92 183,48 4292,25 1038,75 481,51 — 1164,61 — 5127,29 — 1036,25 — 4)227,90 Samtals Kr.: 37927,46 Kr. 29690,65 Kr. 29784,75 Fyrsta árið eru gjaldendurnir til sveitasjóðanna 1218 (en þar af 468 í Seyðisíj.hreppi hinum forna), en tala þeirra, er þáðu af sveit, 94 alls, þar af 23 heimilisfeður og 33 munaðarlaus börn. Pessum þurfalíngum var lagt að meðaitali 78 kr. 20 a. eða alis kr. 7351,37- Annað árið eru gjaldendurnir 987 (þá er Seyðisfj. kaupst. frá skiiinn), en þurfalíngar 73, þar af 3 heimilisfeður og 31 munaðarlaus börn; þessum þurfa- língum er lagt að meðaltali 64 kr. 42 a. eða alls kr. 47°2,46-

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.