Bjarki


Bjarki - 17.06.1901, Qupperneq 2

Bjarki - 17.06.1901, Qupperneq 2
ga von er um nokkra framfór í iðnaði eða um- bætur á núverandi verslunarfyrirkomulagi. En til þess nægja eigi orðin ein. Menn verða allir að leggjast á eitt — afla sjer þekkíngar hver í sínum verkahríng, stunda vandvirkni og Jeita fullkomnunar. Meðan ekki eru enn þá menn í landinu, sem gefa leiðheiníngar í iðnaði, verða kaupmenn að gánga á undan í því efni, bæði vegna eigin hagsmuna og sinna viðskiftamanna. Bændur og aðrir framleiðendur verða að leita upplýs- ínga bjá kaupmönnum, en kaupmennirnir hjá umboðsmönnum sínum erlendis, sem þurfa að hafa í böndum sýnishorn af hverri vörutegund, einkum þegar um nýjan markað eða óþekktar vörur er að ræða. Hjer á Bretlandi er eflaust hægt að finna kaupendur að ftestum eða öllum íslenskum vörum, ef þær eru rjett tilbúnar og vandaðar, og jeg hefi ásett mjer að vinna að því eftir megni, í því trausti að íslenskir kaupmenn liggi eigi á líði sínu. Það er mjög óheppilegt að ekki skuli vera haft opinbert eftirlit me í útflutníngi innlendra vara. Þær vörur, sem eru óvandaðar eða illa tilbúnar, ætti ekki að leyfa að flytja á útlenda markaði; þær gera sjerstaklcga tvent íltr spilla verði á vörum þairra kaupmanna sem gera sjer far um vöruvöndun og rýra álit Íslendínga í augum annara þjóða, sem er stærra og þýð- íngarmeira en margur hyggur. Af þessum á- stæðum áskil jeg mjer rjett til að geyma (til frekari ráðstöfunar) eða endur- Scnda á kostnað eigenda óvandaðar og illa tilbúnar vörur, sem mjer kunna að verða sendar. Þetta atriði fælir máske suma kaupmenn frá að ser.da mjer vörur að selja, en ef það gæti orðið til þess, að jeg fyndi fasta og áreiðan- lega sölustaói fyrir góðar íslenskar vörur, er tilgángi mínum náð. Viðvíkjandi útlendum vörum eru erfiðleik- arnir minni. Flestir kaupmenn vita að marg- ar breskar vörutegundir eru ódýrari en dansk- ar, og sumar vörur aðeins fáanlegar hjer, auk þess sem farmgjaldið er' lægra hjeðan en frá Höfn. Þcssara hagsmuna hafa fslenskir kaup- menn orðið að fara á mis, mest vegna þess, að ekki hetur verið völ á íslenskum umboðs- manni eða erindreka hjer. Smáverslanir á Is- landi geta naumast staðið í beinu sambandi við erlend verslunarhús án erindreka. Því síð- ur geta kaupmenn siglt í hvert sinn eftir nauð- synjum sínum, efna og. kríngumstæða vegna, og þó jeg ekki vilji htekja málsháttinn sem segir: »sjálfs er höndin hoI!ust«, liggur í aug- um uppi, að margir ísl. kaupmenn eigi óhægt með að kaupa hjer vörur sínar sjáifir vegna málsins og ólíkrar verslunaraðferðar, og að þeir þckkja heldur ekki þau verslunarhús, sem eiga vei við íslenska versiun. Jeg hefi kynt mjer þéssi atriði og get því óiiikað boðið aðstoð mína við innkaui> á fslenskum vörum. Og um leið og jeg óska að njóta hylli og trausts minna tilvonandi viðskiftavina, — bið jeg alla landa vel að lifa. Edinborg f maí 1901. Garðar Gíslason. Þjóókirkjan danska. —o— Merkur danskur þjóðkirkjuprestur, Uffe Birkedal, ritar 13. f. m. í Khafnarblaðið »PoIi- tiken« um ástand þjóðkirkjunnar dönsku. Hann heldur því fram, að eitt af þeim málum sem næsta þíng hljóti að taka til meðferðar sje: kenníngafrelsi prestanna innan þjóðkirkj- unjiur. Svæsnar kirkjumálaþrætur hafa undan- farandi átt sjer stað í Danmörk. Jótskur prestur er nýlega svíftur embætti fyrir þá sök, að hann predikaði opinberlega móti útskúfun- arkenníngunni. Og þó ' virtist kirkjustjórnin danska helst vilja fara mjög vægt í það mál. En prestar innrimissjónarinnar sóktu fast á.og höfðu sitt mál fram. Því þeir höfðu fyrir sig að bera trúarjátníng og fyrirskipanir kirkjunn- ar og prestaeiðinn. Þeir bríxluðu jafnvel Sji- landsbiskupi um villukenníngar t>g vantrú. Og alla danska presta, sem ekki fylla þeirra flokk, kalla þeir skósveina djöfulsins. Hina vísinda- legu biblturansókn, sem þó á varnarmenn meðal guðfræðiskennara háskólans, kalia þeir eitraða djöfulsins villu o. s. frv. Og kirkjustjórnin getur ekki neitað að þeir hafi rjett fyrir sjer, svo framarlega sem fylgja eigi bókstaflega þeim fyrirskipunum um kenníngar presta sem heimt- aðar eru í kirkjunni eins og nú stendur. Greinarhöfundurinn vill láta breyta presta- eiðnum. Haan segir að það sje rángt að láta prestana vinna eyð að þvf, að halda fast við kenn- íngakerfi sem nú á tímuin sje úrelt og þeir auðvitað haldi ekki við og geti ekki haldið við; stofnun, sem eigi að vanda um trú og sið- gæði, verði að umgángast sannleikann með, meiri alvöru. Þetta sje sama sem að reka sjálTum sjer löðrúng. Eins og nú stendur lofa prestarnir að kenna samkvæmt hinum spámannlegu og postulegu ritum og grundvallarritum trúarjátníngar hinn- ar dönsku þjóðkirkju. En þessi grundvallar- rit eru Agsborgarjátníng og Lúthers litli kate- kismus. Prestarnir lofa að fylgja t kenníng- um sínum þeim skilníngi á hinum spámantv legu og postullegu bókum sem haldið er fram í þessum ritum. Greinarhöfundurinn vill að prestarnir fái frjáls- ari hendur til þess að kenna samkvæmt sann- færíngu sinni og skýrir frá að tillaga í þá átt hafi nú verið borin upp fyrir kirkju- og kenslu- mála-stjórninni. Tillagan fer cinnig fram á fleiri breytíngar í frjálslega stefnu, svo sem að söfnuðirnir fái sjálnr að velja sjer prest o. s. frv. Núverandi kirkju- og kcnnslumála-ráð- herra, Bjerr'e, befur ekki viljað fallast á þessar breytíngar. En greinarhöf. telur víst að þeim verði framgeingt undir eins og vinstrimenn taki við stjórn. þingmálafundir tveir voru haldnir í Austur-Skaftafellssýslu seint í apríl, annar á Hofi í Öræfum, hinn í Bjarnanesi. Á báðum þeiro fundum var samþykkt með öllum þorra atkvæða að halda fratn stjórnarbótarstefnunni á sama gruádvelli og 1897 ogiSpQ. í Bánka- máiinu og ritsímamálinu fjellust furtdirnir á gjörðir síðasta þíngs. Á öllum þeim 8 þíngmálalundum sem haldn- ir hafa verið í vor og frjettir eru at kohmar, hefur stjórnarbótarstefnan orAið ofan á. Um bánkamálið hafa einnig allir fundirnir veiið samdóma, mælt með hlutafjelagsbánkanum. »Hól af hól«. Himins enni hrukkar ský, hleypir brún við sæinn — hefur gramist gleðin í geislunum hjerna um daginn.. Þá var bæði sumarsól og sunnanhvarfl um græði; geisli saung á grænum hól gamalt lótikvæði. Kvikuðu skeljar út við ós, ailt var svona á tjái; skaut í hverjum runni rós rími að sínu strái. Sætukoppar kváðu um lýng,, kvistir hlógu að bögum. Lífið únga allt í kríng ómaði af rtýjum lögum. Nú er eins og bliku blý bæli land og sæinn, köld og bölvuð skrugguský skemma góða daginn. Þannig hefur sjerhver sitt; sjór og vindur lemjast. Fagra, ljúfa landið mitt, lát þjer ekki gremjast. Einhvern tíma sjerðu sól á sumardegi hreinum. — »Við skulum gánga hól af hól, halda jól á einum«. J. *>• Kongulóin. —o— Milli trjánna í garðinum sat kónguló og spann. — Og þráðurinn glitrsði eins og gull í geisl- um sólarinnar. — Úngt líf sveif urn kríng á hvítum vængjum. Voríagurt var lífið — sólijós hvcr draumur. — En milli trjánna 1 garðinum sat kóngulóin, og í auj^um hennar brunnu vondar girrdir. — Og hið únga líf fjötraðist í fö'gtum þráðum.— Þeir blikuðu, hinir hvítu vængir og urðu gráir. — Og kóngulóin drakk hjartablóð. — En þráðurinn glitraði eins og gull í geisl- um sólarjnnar. — Milli trjánna í garðinum sit úngur maður. . Auðlegð umkríngdi hann. Hann vóf vef af þúsund þráðum, — og augn hans brunnu eins og kóngulóarinnar. — En juæðirnir voru hugsanir hans. — Ungar stúlkur avifu í kríng í ljósklæddum leik. — Og leikurinn var líflð. — — En kónguló-in spann sína þúsund þræði,. og augun brunnu af vondum girndum og drógu hið únga líf í netíð. — — Og þeir blikuðu, hinir hv-ítu vængir og urðu gráir. 1—• Og kéngulóin drakk hjartablóð !. En á afviknum stað lá úngur piltur me& andlitið geymt í höndunum og grjet. — Því hann sá svo miki-ð illt og Ijótt í heim- irium. — Og hann rcyndi að flýja frá því. — Hann hafði gcymt sig í dimmu næturinnar — í einvcru fjallanna háu — í inristu deild hicna dökku skýja. — E.n hátiti gát ékki flúið frá.

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.