Bjarki


Bjarki - 27.09.1901, Page 3

Bjarki - 27.09.1901, Page 3
að frá Sketlandi um Færeyjar af stóra norræna málþráðafjelaginu. ■ En ekkert geta þau um hluttoku annara ríkja í fyrirtæ'kinu, en það er hún, sem á hefur staðið allt ti! þessa. Lík- legast er, að í fregn þessari sje eitthvað bland- að málum. Stjórnarskrármálíð í Khöfn. — o — Eins og kunnugt er, sendi minnihlutinn Hannes Hafstein til Khafnar strax í þínglok til þess að túlka skoðanir þess fiokks á stjórn- arskrármálinu fyrir stjórninni. Það er ekki vanda- 'aust hlutverk sem hann hefur þar feingið að vinna. Því þessir svokölluðu flokksmenn hans hafa einga sameiginlega skoðun á málinu. Skoðanir þeirra eru í þeim efnum svo gjör- •ólíkar innbyrðis sem framast má verða. Sum- ir vilja alls eingar breytíngar frá því sem er, aðrír vilja eitthvað meira en frumvarp meiri- hlutans. Þessir minnihlutamenn gætu aldrei orðið á eitt sáttir um nokkrar breytíngar. Þeir geta aldrei samleið átt framar en dagux.-. inn og nóttin. Þeir geta aldrei orðið sam- taka til annars en þess, að sporna á rróti öllum breytíngum, eins og átti sjer stað í sumar. í dönskum biöðum, bæði »Nationaltidende« og »Politiken«, hafa komið franr greinar um málið, ritaðar eftir viðtali við þá dr. Valtý og Hannes Hafstein. Tveggjaráðgjafafrumvarpi minnihlutans frá því í sumar segistPIannes nú ekki vera fylgjandi leingur, því verði fram- vegis alls ekki haldið fram. Um afstöðu flokksmanna sinna ti! clöri frumvarpanna, land- stjóra eða jarls með ráðaneyti, segir hann, að »cf til vill sjeu nokkrir meðal þeirra, sem telji slíkt fyrirkomulag markmiðið«. Það er auð- fundið, að sjálfur er hann ekki í þeirra tölu. En hvað vill þá »flokkur« hans? Um það hefur Hannes Hafstein ekki látið neitt ákveðið uppi. Og við því er heldur ekki að búast. 1 þeim flokki vill einn þetta, annar hitt, enn aðrir ekki neitt. »Pólitiken« lætur. eins og við getum feingið allt sem við viljum, sje sambandi Islands og Danmerkur ekki raskað. En þetta er reyndar ekki annað, en hægrimannastjórnin hefur áður sagt. Blaðið vill láta setja nefnd at íslenskum og dönskum mönrium til þess að koma málinu 'svo fyrir, að báðir geti verið ánægðir. Annars er litið að marka, hvað dönsk blöð segja um málið enn sem komið er. Hin nýja stjórn er því alvcg ókunnug. Ilún hefur ekk- ert um það sagt enn. Bæði hefur hún í mörgu að snúast nú sem stendur, og svo er ekki heldur við því að búast, að gersamlega ó- kunnugir menn myndi sjer ákveðnar skoðanir á málinu á svipstundu. En í haust á að koma út konúngleg aug- lýsíng, sem skýrir frá skoðun stjórnarinnar á rnálinu. Fregnir. sem borist hefur um það, að skipaður yrði fyrir næsta þíng sjerstakur Islandsráðgafi, hefur ekki við neitt að styðjast. Seyðisfirði 27. seftember 1901. Rigningar stöðugt fram vfir síðustu helgi og 'einnig við og við þessa viku. Sunnanatt og hlý veðrátta. Garðarsuppboðið byrjaði í gær, og er hjer fjöldi manna aðkomandi, sem það sækja, til og frá aí land- inu. Skipin fimm voru seld í gær og keyptu þessir: »G. í. C.« keypti etatsráð Bryde íKaupmannahöfn á 6100 kr. »GoIden IIope« keypti Sig. kaupm. Johansen á 6000 kr. »Vesper« keypti sami á 5400 kr. »E!dorado« kevpti Pjetur kaupm. Thorsteinson á Bíldudal á 5100 kr. »Morning Star« keypti framkva:mdarstjóri Fr. Wathne á 4900 kr. Jónas Kristjánsson Iæknir ernú kominn austur til læknishjeraðs síns; har.n sest að í vetur annaðhvort á Arnheiðarstöðum eða Klaustri í Fljótsdal. ingólfi Gíslasyni cand. med. er veitt Reykjadals læknishjerað og hann fiuttur þángað. Nýtt blað ætla Akureyríngar að fara að gefa út. Lað verður prentað hjá Oddi Björnssyni og ritstjór- inn verður Einar Hjörleifsson. Hann er nú fluttur norður. Blaðið kvað eiga að byrja 1. okt. og heita »NorðurIand«. Landburður af síld var á Eyjafirði nú um síðustu helgi, hver nót og hvert net f'ullt. Síldargangan byrjaði um miðjan mánuðinn. Ætiað var, að um 2000 tunnur mundu vera í einum lásnum, þeirra Wathnes og Chr. Havsteens. Iriskiafii varogmikil] þar nyrðra. »Hólar« fóru fram hjá Borgarfirði síðast á suðurleið. En þar biðu þeirra milli 40 og 50 sunnlenzkir sjó- menn. »Ceres« var þá feingin til að hleypa inn til Borgarfjarðar daginn eftir og flytja þá norður um land og suður. Frásögnin hjer á undan um kaupin á Garðars- skipunum er tekin eftir uppboðsbókinni. En það er fjelag sem boðið hefur í skipin öll. í gærkvöld hjeldu fjelagsmenn fund til að skifta feingnum og fór þá svo, að Sig. kaupm. Jóhansen hreppti tvö skip- in, »G. I. C.« og »Vesper«, Lórarinn kaupm. Guð- mundsson »Morníng star,« Pjetur kaupm. Thorstein- son á Bíldudal »Eldorado« og Ólafur Árnason kaupm. á Stokkseyri »Golden hope«. Dýrast af skipúnum varð við skiftin »G. I. C.« á 7700 kr. Hannes Hafstein kom heim úr Hafnarför sinni nú í vikunni með »Ceres«. Tryggvi Gnnnarsson.bánkastjóri, sem fór út með Hannesi til þess að garfa eitthvað í bánkamálinu, er einnig kominn heim aftur. Jón Ólafsson býður sig fram til þíngs í Suður- Múlasýslu. Snemma í jiessum mánuði brann bærinn á Litla- Eyrarlandi í Iíaupángssveit í Eyjafirði. Þar var timöurhús, en óvátryggt. Skaðinn talinn á 4. þús. kr. 130 hestar af töðu brunnu. Baldvin Einarsson bóndi á Sólborgarhóli í Krækl- íngahlíð fjell nýlega af hesti og beið bana af. Þeir síra Halldór Bjarnarson á Sigurðarstöðum á Sljettu og Páll bróðir hans hafa nú hver í sínu lagi lögsótt ritstjóra Austra fyrir »Strandsögu« síra í*or- leifs á Skinnastað, sem stóð í blaðinir 1. ág. síðastl. Lað er þraungt í búi hjá Skafta nú sem stendur. Austri er látinn lifa á því að prenta upp greinar úr Bjarka. tjl Upphjeraðs, allt út að Túngu og Hjaltastaðaþíng- há, bæði með aðalpósti og Vopnafjarðarpósti, til Út- hjeraðs, í Túngu, Hlíð og Hjaltastaðaþínghá með Vopnafjarðarpósti. Með öðrum ferðum er biaðið ekki sent nema því að eins að þess sje vitjað á afi greiðslustaðnum. Letta er tekið hjer fram vegna umkvartana einstöku manna um, að þeir fái blaðið seint. Það liggur á ákveðnum dögum á viðkpmu- stöðum póstanna, en ferð þess þaðan til einstakra kaupenda getur útgefandi ekki ráðið. »G!adys«, fjárfiutníngaskip frá Skotlandi, kom híng- að snemma í vikunni og bíður til mánudags. það á að taka 2000 fjár hjá Sig. kaupm. Jóhansen og eitt- hvað af fje- frá Pöntunarfjelagi P'ljótsdæla. Loiko Sóbar. (Zigeuna saga). —-;»:o:«: — »Æ, jeg fell þjer til fóta, stæriláta drotn- íng!« hrópaði Sóbar svo hátt, að hljómaði yfir alla heiðina, fleygði sjer niður á jörðina, qm- faðmaði og kyssti fætur hinnar Iátnu Röddu. Hann lá hreifíngarlaus. — Við stóðum ber- höfðaðir, hljóðir og óttaslegnir og horfðum á þennan ömurlega leik. Hvað getur maður sagt cða gert undir svona kríngumstæðum ? Og jafnvel þó Núr gamli hefði skipað okkur að binda hann, þá hefði einginn okkar hreyft hönd nje fót gegn Loikó Sóbar. Núr benti okkur að viðlskyldum gánga afsíðis. En Daníló tók upp hnífinn, sem Radda hafði fleygt frá sjer; hann horfði leingi á hann, en gráu hár- lokkarnir á honum og skeggið nötraði af ó- stillandi geðshræríngu. Hnífurinn var flugbeitt- ur en hafði bognað og blóð Röddu litaði hann enn fagurrauðan. Ailt í einu stökk Daníló þar að, er Sópar lá og lagði hann með hnífn- í hjartastað. Hann var faðir Röddu, hann gamli Daníló herniaður! »Það var rjett gjört af þjer, nrælti Sóbar skírt og skiljanlega og snjeri sjer að, Daniló. — Síðan dó hann, — til þess hinumegin við dauðan að samcinast Röddu. Við geingum allir burtu. Þarna lá Radda, starandi til himins og með höndina þrýsta að sárinu; en við fætur hennar lá hinn hugprúði Loikó Sóbar, með andlitið hulið hárlokkum. Daníló gamli skalf og dökku augabrýrnar hans hnykluðu sig. Hann stóð þarna þögull og horfði til himins. En vesa- lings gamli Núr fleygði sjer á grúfu niður á jörðina og grjet svo sárt að líkami hans engd- ist af ckka. — Þetta var líka sárt sorgarefni, eða hvað finnst þjer, Fálki? Þegar þú geingur, Fálki, þá gakk ætíð beint áfram og hvarfla aldrei til hliða — ætíð beina leið — heyrir þií það — Já nú er saga mín á enda — Fálki.« Makar þagnaði, Ijet pípu sína niður í tóbaks- hylkið og hneppti yfirhöfnina yfir brjósíið, er áður var bert Það fór að rigna, vindurinn óx og hafdrunurnar urðu æ þyngri og reiðilegri, og hestarnir komu lötrandi hver á eftir öðrum og hnipruðu sig í kríngum varðeldinn, sem nú var því nær útkulnaður. Makar Ijet vingjarnlega að hestunum og klappaði á makkann á uppáhaldshesti sínurr, cr »Satan« hjet. Síðan sneri hann sjer til mín: »Nú mun vera mál að sofna,« og hann sveip- aði sig í kósakkaúlpuna og sofnaði þegar. Bjarki er sendur til Hjeraðs með hverri póstferð;

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.