Bjarki


Bjarki - 04.10.1901, Side 1

Bjarki - 04.10.1901, Side 1
Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrir 1. júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. VI. ár. 37 Seyðisfirði, föstudaginn 4. október. 1901 ------------------ - immmrwrr——— 1 gnn rsaxsaumei —numw.n... ^i|-—wn 111 1 !■; >w AKBRAUTARMALIÐ. SVAR TIL SÍRA MAGNÚSAR í VALLANESI. — o— í grein síra Magnúsar Bl. Jónssonar, sem birtist í 35. tlb. Bjarka, er litið helst til ein- hliða á þetta mál og því nauðsynlegt, að gerð- ar sjeu við hana nokkrar athugasemdir. Jeg er höf. fullkomlega samdóma um það, að brýn þörf sje á því, að Hjeraðið fái greið- ari leið til sjávar en það nú hefur. Um þörf- ina á þessu efast víst einginn, sem til þekkir. Hitt er þrætuefnið, hvar akbrautin verði hag- anlegast lögð, þegar til þess kemur. Og jeg er höf. samdóma um það, að vilji Hjeraðsmanna eigi að ráða miklu í þessum efnum. Því fyrir þá yrði brautin lögð. En hvar eru atkvæði Hjeraðsmanna í því máli? Síra Magnús lætur sem hann tali tyrir munn þeirra allra. En tiL þess hefur hann einga heimild. Að þvf er mjer er kunnugt, óskar allur þorri þeirra miklu fremur að brautin komi til Seyðisfjarðar en Reyðarfjarðar. Þetta kom fyrst og fremst mjög ákveðið fram á sýslufundi Norðmýlínga í fyrra. Þar er samþykkt með 11 atkv. svohljóðandi tillaga: »SýsIunefnd Norðurmúlasýslu lætur eindreg- ið það álit sitt í ljósi, að vegna samgángna milli Hjeraðs og Fjarða sje nauðsynlegt að leggja hinn fyrirhugaða akveg yfir Fjarðarheiði til þess að hann komi Hjeraðinu að notum. Telur hún því sjálfsagt að legga veginn þar, ef eigi reynast óklcyfir erfiðisleikar því til fyr- irstöðu. Sumuleiðis álítur sýslunefndin nauð- synlcgt að vegarstæðið sje skoðað eigi aðeins að sumtinu, heldur og að vetrinum og vorinu.» (sbr. Bjarka 21. apríl 1900). Allir sýslunefndarmenn af Hjeraðinu sam- þykktu þessa tillögu og það eftir ýtarlegar umræður. Og mikill meirihluti Hjeraðsins er í Norðurmúlasýslu; aðeins 3 hreppar af 9 í Suðurmúlasýslu. Þá má benda á samþykkt þíngrrálafundar Norðurmúlasýslu, sem haldinn var á Fossvöll- um í vor sem leið og nær eingaungu sóttur- ur af Hjeraðsmönnum. Hún hljóðar svo: íFunduririn skorar á alþíngi að fylgja því sem best fram að landstjórnin framkvæmi sem tryggilegast og fljótast ályktun síðasta alþíng- is um rannsokn a þvi, hvernig bcst og varan- legast yrði komið fram samgaungubótum milli Fljótsdalshjerað og Fjarðanna og skorar á þíng- ið að veita fje til sh'kra samgaungubóta svo fljótt sem það sjer sjer fært. Verði lögð ak- braut milli Hjeraðs og Fjarða, þá álftur fund- urinn nauðsynlegt, að hún verði lögð frá Seyð- isfirði yfir Fjarðarheiði til þess að hún komi Hjeraðinu að notum og skorar á þíngmennina að fylgja því fram. Samþykkt með öllum at- kvæðum.« (sbr. Bjarka 8. júní þ. á.). Af þessum fundarsamþvktum virðist augljóst, hver sje vilji alls þorra Hjeraðsmanna í þessu máli. Og óviðkunnanlegt hlýtur það að vera fyrir sýsluneíndarmenn lijeraðsins og svo alla þá sem þíngmálafundinn sóttu á Fossvöllum í vor, að heyra nú síra Magnús lýsa því yfir, þvert ofan í atkvæðagreiðslu þeirra, að allt Hjeraðið æski akbrautar um Fagradal, en ekki Fjarðarheiði. Sannleikurinn mun sá, að með Fagradal halda aðcins þeir tveir hreppar á Hjeraði sem næstir liggja dalnum, en þeir hreppar eru 1' Suðurmúlasýslu. fetta cr það álit sem Hjeraðsmenn hafa allt ti) þessa látið uppi á málinu að undanskilinni samþykktinni á fundinum á Höfða í vor, en sá fundur var bæði fámennur og líka eingaungu sóttur af Sunnmýlingum. En Hjeraðsmenn eru ekki einráðir um val á vegarstæðinu; I’ar eru tveir málsaðilar: sá, sem brautin er lögð fyrir og sá, sem brautina á að leggja. í’essir málsaðilar eru Hjeraðið og Iandssjóður- inn. Hjeraðið, sem á að njóta brautarinnar, óskar, eins og eðlilegt er, að hún verði lögð þar sem hún kemur því að sem fyllstum not- um; landsjóðurinn, sem á ao leggja fram pen- íngana, á heimting á, að einnig sje litið til kostnaðarins. I’íngið, sem úrskurðarvalaið hef- ur í málinu, verður að taka tillit til hvors- tveggja. Síra Magnús geingur í grein sinni alveg framhjá öðrum málsaðilanum. Hann minnist ekkert á kostnaðinn. I’etta er máski eðlilegt af því að hann er einn af þeim sem á að njóta brautarinnar. En setji hann sig í spor þeirra sem eiga að kosta ferautina og aldrei hafa hennar nokkur not.. I þeirra sporum mundi honum þykja órýmilegt að ekkert tillit væri tekið til kostnaðarins,- Akbraut um Fa’gradal kostar, eftir áætlun verkfræðíngsfns, 18000 kr. mcir en akbraut um í'jarðarheiði, og þar á of- an yrði árlegur viðhaldskostnaður á braut um Fagradal einnig miklu meiri. Þetta verður að eingu í augum síra Magn- úsar, af því að hann telur víst, að til þess að brautin komi Hjeraðinv. að notum verði hún að leggjast um Fagradal. En Iíti hann nú til yfir- lýsinga Hjeraðsmanna á sýsiufundinum f fyrra og þíngmálafundinum í vor. Þar færa þeir fram sömu ástæðuna fyrir því, að brautin verði að koma á Fjaröarheiði, segja, að hún komi Hjeraðinu að öðrum kosti ekki að notum. Þeir segja, með öðrum orðum: Við flytjum eftir sem áður vörur okkar á klyfberaklökk- unum yfir Seyðisfjarðarheiðar, þótt akbraut komi frá Hjeraði til Reyðarfjarðar. Síra Magnús færir fram þrjár ástæður fyrir sínu máli. Fyrst þá, að leingur sje auð jörð á Fagradal og því meiri tryggíng fyrir að ■ naegilegt vörumagn v trði flutt eftir brautinni að sumrinu. I’að cr vafalaust rjstt, að braut- in yrði leingri tíma á ári hverju auð á Fag- radal en Fjarðarheiði. Og þetta út af fyrir sig mælir mcð Fagradal. En hitt er víst, að sá tími sem Fjarðarheiði er snjólaus á hverju ári nægir til aðflutnínga á Hjeraðið, þótt vörumagn þess yrði margfalt meira en þið nú er. Þegar akbraut er kom- in á öðrumhvorum staðnum, þá er svo sem sjálfsagt, að annaðhvort tekur einhver einn maður, eða þá fjelag, alla flutníngana að sjer uppyfir brautina. Hitt nær eingri átt, að hver bóndi fyrir sig æki vörum sínum alla leið frá sjó. En þegar flutníngarnir eru komnir í þetta horf, þá skiítir minnstu, hvort byrja má á þeim hálfum mánuði fyr eða síðar að vorinu eða hvort þeim verður að vera lokið hálfum mánuði fyr eða síðar að haustinu. Sem sagt: þetta er ástæða sem mælir með Fagradal, en einganveginn svo sterk, að hún geti ráðið miklu um úrslitin. Næsta ástæða síra Maguúsar er sú, að flutn- íngarnir verði þriðjúngi dýrari um Fiarðar- heiði. Þessi ástæða væri afgerandi, ef hún væri á nokkrum rökum bygð. En hvar eru þeir reikníngar sem sýna þctta? Jcg þekki einga áætlun, sem nokkuð er á að byggja, um flutníngskostnað yfir Fjarðarheiði og Fagrac’al nema eftir verkfræðíng landsins. Útdrátturúr henni er prentaður í Bjarka 24. mai í vor. Þar segir, að flutníngur á hvcrju fconni -verði 1 kr. 36 au. ódýrari yfir Fagradal en.Fjarðar- heiði. Lætur þá nærri, eftir reikníngi verk- fræðíngsins, að flutníngskostnaðurinn verði J/6 hærri yfir Fjarðarheiði. En til þess að neita áœtlun hans verður að færa einhverjar ástœð- , ur; það dugar ekki að £era það alveg út í bláinn. Annars hefur mismunurinn á flutníngskostn- aðinum mikla þýðfngu, þótt ekki sje hann meiri en þetta. En það sem vega verður á móti honum er mismunurinn á dýrleika braut- annna. Fagradalsbrautin verður 18000 kr. dýrari. Arsvexir af því fje með 5°/0 er 900 kr. Þar að auki yrði árlegur viðhaldskostnað - ur á Fagradalsbrautinni miklu meiri. Land- sjóðurinn, sem brautina á að Ieggja, stæði sig því jafnvel við að leggja braut yfir Fjarðarheiði og veita síðan árlega 1J/2 — 2 þús. kr. styrk til flutnínga eftir henni, eins og að leggja braut- ina um Fagradal. Þriðja ástæðan er sú, að á mcgi hest- um hvar sem er á Fagradal, en Fjarðarheiði sje ein gróðulaus eyðimörk. En vegleingdin yflr þessa gífurlcga eyðimörk mun vera eitt- hvað ein dönsk míla, eða vel það, svo að sú ástæðan virðist mjer ekki geta orðið mjög þúng á metunum. Allur þorri Hjeraðsmanna óskar fremur ak- brautar um Fjarðarheiði en Fagradal, fremur

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.