Bjarki


Bjarki - 25.10.1901, Qupperneq 4

Bjarki - 25.10.1901, Qupperneq 4
sumar, segist hann reyna aftur næsta ár. Brjef hans er dagsett 4. apríl í vor. Pestin var komin til Neapel seint í fyrra mánuði; 12 menn sem unnu þar í fríhöfninni voru sýktir, en ekki hafði verkin breiðst leingra út. Tyrkland. Soldán hef beðið Rússakeis- ara að bera sáttaorð milli sín og Frakka, en keisari neitað. ÞraJtumálið er enn óútkljáð. Eidur. Stærsti bruni, sem fyrir hefur komið í Danmörk síðan Kristjánsborgarslot brann, var í Kallundborg 23. f. m. Eldurinn kom upp í sögunarmillu. Stórar byggíngar og fjöldi íbúðarhúsa brunnu til kaldra, kola. Dýralseknirinn skýrir svo frá ransóknum sínum á' berklaveiki í kúm hjer í Norður-Múlasýslu: Ferðina byrjaði jeg hjer frá Seyðisfirði 13 seft. og kom híngað aftur 18. Okt. Ransóknir fóru fram á þessum stöðum: Dvergasteini, Brimnesi, Hánef- stöðum, Loðmundarfirði, Húsavík, Borgarfirði, Njarð- vík, Sandbrekku, Hjaltastað, Bóndastöðum, Gunn- hildargerði, Vifilsstöðum, Hallfreðarstöðum, Hallgeirs- stöðum, Vopnafirði og Bót. Fyrir óhöpp fyrirfórst ransókn að nokkru leyti á Sæverenda í Loðmundarfirði og algerlega á Torfa- stöðum í Hlíð. Berklasjúkt reyndist: Uxakálfur í Stakkahlíð, úng kýr frá Galtastöðum út, kýr frá Fossvöllum, kvígu- kálfur á Vopr.afirði. Grunsamt reyndist: kýr frá Dallandsparti í Húsvík, kýr frá Rauðholti í Hjalta- staðaþínghá^ gömul kýr frá Gunnhildargerði, kýr fráGeirastöðura, gömul kýr frá Hallfreðarstöðum, kýr frá Surtsstöðum, keyft í vor frá Eyjaseli. Dýralæknirinn fór suður á firði með Colibri á raiðvikudaginn en fer suður þaðan með Hólum. Seyðisfirði 25. október 1901. Um helgina setti niður nokkurn ánjó og varð ófærð á fjöllum. Undanfarandí daga rigníngar, logn og hlýviðri. Við, sjóinn orðið autt, en fjöllin hvít. í nótt brann á Vestdalseyrinni hús Ólafs ísfelds ; eingu varð bjargað og húsið brann til grunna, en mannskaði varð einginn. Fegar Egill var á leiðinni um F'æreyjar, var álitið að. enskur botnverpíngur hefði fáríst þar við vest- urströnd Suðureyjar. 6 lík höfðu fundist þar á ströndinni, svo og ýmislegt rusl úr skipi, þar á með- al fjöl með nafninu: Ss. St. Bernarð. Nora og Egill eru nýlega komin frá útlöndunum, en Vesta enn ókomin og eins Ceres og Hólar að norðan. Egill fjekk ofsaveður milli Færeyja og ís- lands. Með honum kom frá útlöndum fröken Oddný Vigfúsdóttir. Sífd hafði fallið í verði í útlöndum nú síðustu vik- urnar. '< Stefán Th. Jónsson kaupm. fer til Eyjafjarðar með Vestu til «ið safna hlutaáskriftum til ullarverksmiðju- yrirtækisins. Frá mannskaðanum á Mjóafirði er ekki alveg rjett sagt í næst síðasta blaði Bjarka. Sunnlenski mað- urinn sem þar fórst hjet Sveinn Runólfsson. Herbergi fyrir einhleypa tæst á besta stað í bænum. Ritstj. vísar á. Konúngurinn i Siam ogPáil postuli. — o — Ameríkönsk kona, Mrs. Leonowens, sem hef- ur verið kenslukona við hirðina í Síam, segir í bók, sem hún hefur skrifað um dvöl sína þar, meðal annars svo frá: Einu sinni spurði konúngur hana, hvort hún skildi orðið »kærleikur» (á máli Síamsbúa: mai- tri) eins og Páll postuli útskvrir það í 1. Korintubrjefi i^.kap. og hvað Páll ætti við, hvað það væri sem vekti fyrir honum þar sem hann segir: »Jafnvel þó jeg fórnaði líkama mín- um til að brennast gagnaði það mjer ekki, ef jeg hefði ekki kærleikann*. Þegar þau höfðu skiftst á nokkrum orðum um þetta sagði kon- úngur: »Að maður gefi allar eigur sínar fá- tækum er almennt hjer í landi bæði meðal æðri og lægri stjetta. Oft gefa menn ger- samlega alt, svo að þeir eiga ekki eftir fyrir einni máltfð. Engin þarf samt sem áður að óttast að hann deyí úr húngrí, það er'óþekkt i þeim löhdum sem játa Búddatrú. Jeg þekki einn mann af konúnglcgum ættum, sem var vellríkur. I æsku kendi hann svo í brjósti um þá sem fátækir voru, lasburna af elli eða sjúkir, og yfir höfuð alla þá sem eitthvað áttu bágt, að hanb gat ekki notið auðæfa sinna. í nokkur ár fór hann um og hjálpaði Öllum sem hann náði tíl og síðan gaf hann aleigu sína til að hjálpa nauðstöddum. Þessi maður hafði aldrei heyrt eitt orð eftir Pál postula, en þekti orð Búdda: Maitri, og reyndi að skilja það út í ystu æsar. I fimm ár vann hann sem garðyrkjumaður, og valdi hann sjer þá atvinnu meðfram til jiess að kynna sjer jurtir þær, sem til læknínga eru notaðar og geta svo hjálpað þeim, sem ekki væru færir um að kaupa sjer læknishjálp. Þegar hann var á þrítugasta árinu, gekk hann inn í geistlegu stjettina; síðan eru nú 65 ár, hann er nú 95 ára, og jeg er hræddur um, að hann hafi enn ekki íundið þann sann- leik og þá sælu, sem hann leitar að. En meiri mann þekki jeg ekki en liann. Hann er mikilmenni í kristilegum skilníngi, fullur af kærleika, meðaumkunarsamur, þolinmóður og hreinn.c Konúngurinn sagði svo frá því, að þessi maður hefði einu sinni, meðan hann var garðyrkjumaður, gefið bestu verkfærin sín manni, sem stolið hafði frá honum verkfærum. Og hann bætti við : »Hann er líka mikilmenni eftir skilníngi Buddatrúarmanna ; hvorki eiskar hann lífið nje hræðist hann dauðann; hann þfáir ekkert sem heimurinn getur veitt, þráir ekkert annart en frið hinna sælu. Þéssi maður, sem stendur í broddi fyrir andlegu stjettinni í Síam, mundi án þess að hræðast fórnfæra líkama sínum lifandi eða dauðum, ef hann með því gæti öðlast skímu af hinum ei- lífa sannleik eða forðað einni sál frá dauða og þjáníngum.c Hálfu árí síðar var mrs. Leonowens kvöld eitt kölluð á fund konúngsins. Hann sat þá í klaustri einu við dándrsæng þessa öldúngs. Fjöldi múnka stóð kríngum rúmið, sem með nokkri millibili súngu vers. A rauðmáluðum bekk, liðlega 6 feta laungum og 3 feta breið- um, lá gamall múnkur í andlátinu og haiði aðeins bera bekkjarbrfki.na undir höfðinu. Hann var í gulum kufli fornfálegum, hendurn- ar voru krossiagðar á brjóstinu, höfuðið al- rakað, fætunir berir. Hann leit upp í ioftið, virtist vera að hugsa um eitthvað aivarlegt, og einga óró var á honum að sjá. Þegar múnkarnir byrjuðu að syngja, var cins og bros liði sem snöggvast yfir andlit hans, eins og hann vildi skilja hjer eftir ljós góðsemi sinnar og auðmýktar, þó hann færi burt. Hann mœlti ti! konúpgsins: Jeg fel yðar hátign fátæklíngapa, og það sem eftir verður af mjer gef jeg til að brennast.* Smásaman þýngdi honum fyrir brjósti, en allt í einu sneri hann sjer að konúnginum og sagði með mikilli áreynslu: »Nú fer jeg burt.« Múnkarnir súngu: »Þú heilagi, jeg flý til þín!« Eftir táar mínútur var yfirmaður hinnar síömsku kirkju andaður. Næsta dag var mrs. Leonowens við jarð- arförina samkvæmt ósk konúngsins. Og hugs- um okkar samanburð á þeirri jarðarfór ogjarð- arför einhvers biskups kristninnar! Kjötið var skilið frá beinunum og því kastað fyrir húngr- aða hunda, Það sem eftir var, var brennt, öskunni safnað í leirkrukku og hellt út í garð •fátæks manns scm áburði. Síðan sneri kon- úngur sjfr að mrs. I.eonowens og sagði: »Þetta er að fórna líkama sínum til brennslu. ÞaS er þettn sem ykkar fceilagí Páil talar um, — þessi gamli siður okkár Búddatrúarmann- anna, þessi fullkomna sjálfsafneitun í lífi og dauða — þar sem hann segir: Þótt jeg gæfi. líkama minn til brennslu gagnaði mjer það ekki, ef jeg hefði ekki kærleikann.* Nú á dögum, þegar svo mikið er rætt um kristilegt trúboð 'í löndum Búddatrúarmanna sýnist mjer vel við eiga að birta þessa litlu sögu. Hún sýnir að víð atttum að senda til trúboðsins — ekki kaþólska betlimúnka, held- ur góða prótestantapresta, hálaunaða og með konu og börn, til þess að kenna þeim austur þar að skiija ekki okkar heilaga Pál postula of bókstaflega. (Karl Gjellerup í »Politiken«.) ~c~ o o~b~c o o'"6'~b 0000 5~'ó 006000000' Brunaábyrgðarfjelagið »Nye danske Brandforsikrings Selskab« Stormgade 2 Kjöbenhavn Stofnað 1864 (Aktiekapital 4,000,000 og Reservefond 800,000). Teltur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæj- um, gripum, verslunarvörum, innanhúsmununv o. fl. fyrir fastákveðna litla borgun (premie),. án þess að reikna nokkra borgunfyrir bruna ábyrgðarsjtjöl (police) eða stimpilgjald. Mcnn snúi sjer til umboðsmans fjelagsins á Seyðisfirði ST. TH. JÓNSSÖNAR. Odýrasta verslun bæjarins! Hvergi betra að versla! lO°/0 afsláttur gegn peníngum! Lánsverslunin á að hverfa! Gegn peníngum og vörum get jeg best kjör! St. TJónsson. Þarfanaut handa bænum er að fá í vet- ur hjá Jóhanni Sigvaldasyni í Fremstabæ. R i t s t j ó r i: Porsteínn Gislason. Prentsmiðja Bjarka.

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.