Bjarki


Bjarki - 08.11.1901, Síða 1

Bjarki - 08.11.1901, Síða 1
Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrir 1. júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrírfram). Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. BJARKI Seyðisfirði, föstudaginn 8. nóvember. 1901 VI. ár, 42 Fyrirl estur i Bindindishúsinu á. sunnudagr- inn kl.6i/g8iðd. Ggmiðvikudagskvöld kl. 8. D. 0stlund .p e> o o o "o" poppoooooc’PPoéo'p o" o' Alþýðumentuni n. í>að er farið að ræða um þetta mál af tölu- verðri alvöru nú á síðustu tímum. Og marg- ir virðast hafa tapað hinni gömlu tröliatrú á það, að íslensk alþýða sje almennt betur mennt- uð en alþýða manna alstaðar annarstaðar á hnettinum. Einna ýtarlegast er talað um mál- ið í ritgerð eftir Einar Hjörleifsson, sem prent- uð er í Tímariti Bókmenntafjelagsins í ár. En hvort sem mönnum kann að finnast höf. þeirrar greinar gera of lítið úr alþýðu- menntuninni hjer á landi, eða ekki, þá má ætla, að flestir sjeu samdóma um það, að mennt- unarástandinu sje ábótavant og það þurfi um- bóta. Og umræðuefnið er þá, hverjar umbæt- urnar eigi að vera og hvernig þeim verði kom- ið á. I ritgerð Einars Hjörleifssonar er því haldið fram, að fyrst sje að koma lagi á barnakennsl- una. Og látum svo vera, að þetta sje rjett. Sumir seigja, að fyrsta stigið til þessa eigi að vera það, að fá góða kennara, menn, sem sjer- staklega hafi lært að seigja til börnum. Aðr- ir seigja, að fyrsta sporið ætti að vera, að fá góðar og hentugar kennslubækur. En þó við hcfðum sjermenntaða barnakenn- ara svo hundruðum skiftir, þá hefði það eing- in áhrif á barnkennsluna, ef eingin keyfti kennslu af þessum mönnum. Og þó allar bókasölu- "búðir væru fullar af góðum kennslubókum, þá væru þær ónýtar, ef einginn keyfti þær. Fyrsta sporið ætti að vera það, að löggjöf- in tæki í taumana og kæmi barnakennslunni í nýtt horf, byggi til verksvið fyrir »góða kenn- ara« og skapaði markað fyrir góðar kennslu- bækur. Fyrst er að smíða skipið sjálft. Þegar það er búið, fást ætíð árarnar eða seglin. Mjer virðist leiðin vera þessi: 1. Að koma upp barnaskólum víðsvegar um landið en nota í byrjuninni þá kennslukrafta,sem til eru, bæði kennara og bækur. Í’etta breytist og batnar smátt og smátt. 2. Að lógleiða skólaskyldu. Öll börn á vissu aldurskeyði yrðu að sækja barnaskólana. 3. Dvöl barnanna á skólunum yrði að öllu leyti kostuð af almannafje. Jeg skal svo tara nokkrum orðum um þessi atriði, hvert fyrir sig. Það er þá fyrst álitamál, hve margir skólarnir ættu að vera, eða hve stórt svæði ætti að ætla hverjum skóla fyrir sig. Sumir mundu vilja hafa einn skóla í hverjum hreppi, aðrir láta tvo eða fleiri hreppa sækja tii sama skólans. fað mun vera að flestu leyti heppilegra að skólarnir sjeu færri og stærri. Á þann hátt verður kostnaðurinn minni og kennslan einnig vafalaust betri. Einn skóli, sem ætlaður væri t. d. 200 börnum, yrði vafalaust tiltölulega kostnaðarminni en fjórir skólar, sem hver um sig væri ætiaður 50 börnum. Og að þvf er kennslukraftana snertir þá ætti skóli með 200 börnum og fjórum kennurum að standa miklu betur að vígi en skóli með 50 börnum og einum kennara. því einginn kennari er svo gerður, að hann sje jafnlaginn á að kenna allar námsgreinir. En skólarnir mættu samt ekki vera mjög strjálir. Það mætti ekki gera einstökum sveit- um eða bygðarlögum um of erfitt að koma börnum á skólana. Óþarfi væri að ætla hverjum hreppi sjerstakan skóla. Of fáir aftur á móti væru skólarnir, ef hver sýsla fyrir sig ætti að sækja. til eins skóla. I þessu efni yrði að taka mikið tillit til staðhátta f hverj- um landshluta fyrir sig. Tökum t. d. Norður-Múlasýslu. Vopna- fjarðarhreppur og Strandahreppur gætu vel sótt til eins skóla, sem þá væri heppilegast settur á Vopnafirði. Hjeraðið allt, sem til Morður-Múlasýslu heyrir, gæti vel komist af með einn skóla, en það eru sex hreppar: Hjaltastaðaþínghá, Túnga, Hlíð, Jökuldalur, Fljótsdalur og Fell. Sá skóli væri vel settur utantil í Fellum, t. d. í Asi. Ur eingum af þessum hreppum gæti heitið lángt eða erfitt að koma börnum þángað til skólans. Firðirnir, Borgarfjörður, Loðmundarfjörður og Seyðis- fjörður hefðu svo þriðja skólann í sameiníngu við Seyðisfjarðarkaupstað. Hjer er auðvitað til þess ætlast að börnin hefðu beimili í skólunum allan skólatímann. Skólaskyldan er sjálfsögð undir eins og skólar væru til, sem gætu tekið á móti öllum börnum. Og ef skólarnir væru að öllu leyti frískólar, þá virðist sú skylda ekki þúng. En jeg álít nauðsynlegt og líka rjettast, að skólarnir væru að öllu leyti frískólar. Einar Hjörleifsson ætlast til, að skólahúsin yrðu reist fyrir almenníngs fje og kennslan veitt ókeypis. Svo ætlar hann foreldrrm eða að- standendum barnanna að kosta veru þeirra á skólunum að öðru leyti. En því þá ekki að stíga sporið út, úr því það er stígið til hálfs ? —: hið opinbera kostar skólana að öllu leyti, allir hafa ekki einasta rjett, heldur skyldu til að koma börnum sínum þángað á vissum aldri, meðan þau eru að nema undirstöðuatriðin að þeirri menntun, sero hverjum manni er talin nauðsynleg, og þessi skólavera er veitt ókeyp- is. Hafi löggjafaravaldið rjett til að reisa skólana og kosta barnakennsluna af sameigin- legu fje þjóðfjelagsins, þá hefur það líka rjett til að kosta skólaveru barnanna þaðan að öllu leyti. Þetta fyrirkomulag væri hentugast og rjettast. Jeg hef stuttlega sett fram, hvernig jeg hugsa mjer að þessu máli yrði haganlegast ráðið til lykta í aðalatriðunum. Jeg býst við, að áður lángt um líður taki þíngið það fyrir. Að minsta kosti ætti svo að vera. Og ef hugsað er til stórvægilegra breytínga, þá cr nauðsynlegt, að um þær sje rætt frá sem flestum hliðuro. Um þörfinu á barnaskólum handa öllu land- inu hef jeg ekki talað. Þar má vísa til rit- gerðarinnar, sem áður er á minnst, í Tímariti Bókmenntafjelagsins. í flestum þeim atriðum, sem þar eru fram tekin, er jeg höfundinum að mestu leyti samdóma. Hve mikill kostnaðurinn yrði við að reisa barnaskólahús handa öllu landinu, get jeg ekki nákvæmlega áætlað. En vfst er það, að ókleyfur er kostnaðurinn ekki. Til samanburðar má benda á önnur hús, sem þjóðin kostar í hverri sveit. Það eru kirkjurnar. Þær eru margar hverjar ekki brúkaóar oftar en 5 —10 sinnum á ári og þá 3—4 tíma í senn. En byggfng og viðhald þessara ímynduðu barnaskólahúsa mundu ekki kosta þjóðina nærri eins mikið og byggíngar og viðhald allra kirkna Iandsins nú kostar. Jeg tek þetta sem dæmi. Vaninn hefur gert það að verkum, að menn finna ekki svo mikið til kostnaðarins. En frá mínu sjónar- miði skoðað væru skólahúsin þarfari byggíng- ar. Og eitt má benda á í sambandi við þetta, þótt jeg búist reyndar ekki við, að sú upp- ástúnga fái mikið fylgi: mætti ekki nota skóla- húsin, þar sem því yrði við komið, til guðs- þjónustugjörða og spara sjer á þann hátt eitt- hvað af kirkjunum? í því get jeg ekki sjeð neitt hneixlanlegt. Jeg ímynda mjer, að ef þessir barnaskólar kæmu upp víðsvegar um landið, þá mundu síðarmeir geta komið upp í sambandi við hina stærri þeirra alþýðuskólar í líkíngu við lýð- háskólana dönsku. Þeim skólum gætu prest- arnir stjórnað og verið þar kennarar. Þegar svo væri komið gæti kennsluaðferðin, scm Agúst Bjarnason ritar um í »Árný«, kom- ið að góðum notum hjer á landi. Þá væri auðvelt að koma á sambandi milll alþýðuskól- anna og hina hærri skóia. Því á lýðháskól- unum dönsku er mest kennt með fyrirlestrum og fyrirkomulagið á þeim skólum þykir fyrir- mynd. En eins og nú stendur á 4nundi það hafa smá áhrif, þótt einn og einn stúdent frá Khöfu cða Rvík færi að flakka um landið og halda fyrirlestra, einn eða tvo á hverjum stað á ári. Annað mál væri það undir eins og skólarnir væru til fyrir, þar sem iðulega væru haldnir fyrirlestrar og samkomur, líkt og á lýðháskólunum dönsku.

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.