Bjarki


Bjarki - 08.11.1901, Page 4

Bjarki - 08.11.1901, Page 4
Macarete, var nú öll á lotti af gleði yfir frægð þeirri, sem hann hafði feingið í stríðinu. Frh. Þjóðsaungur Frakka, Marseillaisc, er að mörgu leyti merkilegur. Bæði kvæðið og lagið er hrífandi. Lagið er kunnugt uir. allan heim. Kvæðið er til í íslenskri þýðíng: Fram til orustu ættjarðar niðjar. En merkilegt er það, að þetta heimsfræga kvæði er eina kvæðið sem kunnugt er eftir höfund þess. Hann hjet Rouget de Lísle. Allt til þessa hefur hann einnig veiið talinn höfundur lagsins, en uú er upplýst að svo er ekki. Rouget de Lisle var í her Frakka á dögum stjórnarbyltíngaiinnar. Sagan segir að hann hafi ort kvæðið í Strassburg á einni nótt, eft- ir að hafa verið í veislu hjá borgmeistaran- um þar; borgmeistarinn hafi beðið hann að búa til hersaung handa sjálfboðsliði, sem átti að leggja þaðan á stað næsta morgun og hafi R. de Lisle þá um nóttina ort bæði kvæðið og lagið. En þessi frásögn er ekki sennileg. Lagið hefur nú fundist í eftirlátnum skjöl- um organIe*ikara, sem stýrði kirkjusaungnum í dómkirkjunni í St. Omer í fylkinu Pas-de-Cal- ais á árunum 1775 — 1787- Hann samdi sálmalög og kórsaungva og gaf bókasafni bæj- arins safnið áður nann dó. En uppruninn til þessa lags þykjast menn geta sannað að sje æfagamlir þýskir kyrkjusaungvar. Það er kunnugt, að Luther valdi á sínum tíma kirkjusauagum lög frá ýmsum veraldlegum kvæðum, veiðisaungum, dykkjuvísum og ásta- kvœðum ogurðuþau þannig aðsálmalögum. »Jeg skil ekki hversvegna djöfullinn ætti að hafa rjett til allri fallegustu laganna,< sagði hann. Kvæði R. de Lisle var í fyrstu kallað »her- saungur Rínarhersins,* en það var sjálfboða- hersveit frá Marseille sem flutti Iagið til París og eftir það var hersaungurinn kallaður »marseillaise<. Saungurinn varð strax mjög frægur. Þýska skáldið Klopstock hitti R. de Lisle einu sinni í Hamborg og sagði þá við hann, að með kvæði sínu hefði hann valdið dauða 30,000 þjóðverja. Eins og fleiri átti R. de Lisle einu sinni á tímum stjórnarbylt- ingarinnar að hálshöggvast, en við fall Rob- espierres komst hann hjá því. Hann varð sár í ófriðnum, en lifði til 1836. Seyðisfirði 8. nóvember 1901. Veður nú svo gott á degi hverjum sem á sumri væri. Afli töluverður. »Mjöliier« kom að norðan í gærkvöld seint og fer aftur íkvöld eða nótt. St. Th. Jónsson kaupm. kom með honum frá Akureyri. Dauflega s'egir hann, að Akureyríngar hafi tekið hlutafjárframlagi til ullarverksmiðjunnar, og var nú ekki að heyra að áhuginn á því máli vseri þar jafnmikill og af var látið í sumar. Fyrir Síldarfjelag Seyðisfjarðar keyfti St. Th. Jóns- son grunn undir hús, sem það hefur í hyggju að reisa skammt utan við Oddeyrina. Með »Ceres« var hjer um daginn á leið tiIKhafn- ar Klemens sýslumaður Jónsson og kona hans. Hún hefur Ieingi verið veik og siglir til lækninga. Enn fremur var með skipinu á útleið J. Christensen kaupm. Hjeðan fór Jón pöntunarstjóri í Mula, en kemur aftur fyrir jól. Með »AgIi< fóru hjeðan til útlanda Fr. Wathne framkvæmdarstjóri; Lórarinn Guðmundsson kaupm. með dóttur sinni, Sig. Jónsson verslunarmaður og og Leif Hansen, sonur Hansens konsúls. Með »AgIi« var hjer á ferð til Suðurfjarða Jóh. Thorarensen frá Kaupángi í Eyjafirði. Eftir manntali, sem nú er nýfarið fram, eru hjer í kaupstaðnum 880 manns. Tveir bændur skagfirskir flugust á í haust á rjett- um og Iauk þeirra viðureign svo, að annar beit eyra af hinum. Skarlatssótt kvað vera á Upp-Hjeraði, í Skriðdal og á Hrafnkeisstöðum í Fljótsdal. Þetta er haft eftir Jónasi Kristjánssyni lækni; hann var í Egils- stöðum í fyrradag. D. Östlund hefur keyft húsið, þar sem prent- smiðja »Bjarka« hefur áður verið, ásamt prentsmiðj- unni. Er hr. Östlund að setja upp fullkomna prent- smiðju í húsi sínu, hefur þrjár prentvjelar og fær innan skamms ýmis konar letur; prentun mun því framvegis verða fulikomlega eins vel af hendi leyst hjer á Seyðisfirði og nokkurstaðar annarstaðar hjer á landi. í sambandi við prentsmiðjuna setur hr. Östlund upp prentmynda-verkstofu (zinkætsnings- anstalt), og er það algerlega nýtt hjer á landi. AII- ar þær myndir, er híngað til hafa verið prentaðar hjer á landi, hafa'verið til búnar erlendis. Lað eru því miklar framfarir að geta nú feingið myndir til prentunar gerðar á íslandi. Bráðapestarbólusetníng á Sauðfje hefur mistekist í haust sumstaðar á Hjeraði. Hvergi þó farið eins illa og á Hallormsstað. Af 300 kindum, sem þar vora bólusettar, drápust 83, þaraf 30 Iömb. Bólu- efnið virðist of sterkt. Skraddarastofa Eyjólfs Jónssonar saumar allskonar karlmannsfatnað og drengjafatnað. Enskar húfur. VANDAÐ VERK. — FLJÓT AFGREIÐSLA. — HVERGI ÓDÝRARA. Komið sem fyrst og semjið áður en jólaannir byrja. NYIR KAUPENDUR að næsta árgángi »Bjarka« fá í kaupbæti söguna »SNJÓ« eftir Alexander Kielland og fleiri sögur eftir fræga höfunda, alls yfir 200 bls., eða »SPÁNSKAR NÆTUR* eftir Börge Jansen, sem er álík.a að stærð. Menn geta valið um bækurnar. Bráðum byrjar í blaðinu skemtilegur róman, sem einnig verður sjerprentaður. Nýir kaupendur hjer í grendinni geta enn fremur feingið blaðið ókeypis til ársloka. Strokkar frá hinni nafnfrœgu sænsku strokka fabriku 35 kr. eru hjá St. T h. Jónssyni á Seyðisfirði. Íbúðarhús, á hentugum stað hjer í bænum, með 5 herbergjum, eldhúsi, kjallara, útihúsi og fiskireit, er til sölu fyrir lágt verð og með mjög vægum borgunarskilmálum. Lysthafendijr snúi sjer sem fyrst til ÁRNA JÓHANNSSONAR, Seyðisfirði. P /T? í/ f It3 »Vegurinn til Krists« (ib. 1.50) D fX U f» . og »Spádómar frelsarans* (ib. 2.50) eru ágætis jólagjafir. Fást hjá D. Östlund. Odýrasta verslun bæjarins! Hvergi betra að versla! * IO°/0 afsláttur gegn peníngum! Lánsverslunin á að hverfa! Gegn peníngum og vörum gef jeg best kjör! St. T Jónsson. FRÆKORN, heimilisblað með myndum, byrjar um nýár 1902 á 3. árg. og kemur út á Seyð- isfirði. Kaupendur gefi sig fram við D. Östlund. C'o+o Ckf n i best og ódýrust hjá 1 aiacnu Éyjólfi Jónssyni. 1. O. G. T. Stúkan » Aldarhvöt nr. 72« ___________________heldur fundi á hverjum sunnudegi kl. 4 síðd. f Bindindishúsinu. Allir meðlimir mæti. Nýir meðlimir velkomnir. Sjómenn. f*eir sem vilja gefa sig á þilskip min í vor komandi, eru beðnir að gefa sig fram við mig innan Nóvbr. mánaðarloka þ. á. Kjör: 30 kr. um mánuðinn og 6 og 3 au. premía. Sig. Jóhansen. Wathnes verslun rj££"r í vetur eins og að undanförnu, gegn peníng- um og vörum. Kol, steinolía, matvara, kartöflur og flestar vörutegundir eru til sölu, einnig ágætt tros og saltfiskur. Seyðisfirði 31. okt. 1901. Jóhann Vigfússon. Brunaábyrgðarfjelagið »Nye danske Brandforsíkrings Selskab* Stormgade 2 Kjöbenhavn Stofnað 1864 (Aktiekapital 4,000,000 og Reservefond 800,000). Tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæj- um, gripum, verslunarvörum, innanhúsmunum o. fl. fyrir fastákveðna litla borgun (premie), án þess að reikna nokkra borgunfyrir bruna ábyrgðarskjöl (police) eða stimpilgjald. Menn snúi sjer til umboðsmans fjelagsins á Seyðisfirði ST. TH. JÓNSSONAR. Ritstjóri: Þorsteinn Gíslason. Prentsmiðja Bjarka.

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.