Bjarki


Bjarki - 15.11.1901, Blaðsíða 2

Bjarki - 15.11.1901, Blaðsíða 2
170 Á slikri grund, þeim finnst sem fargi ljetti á fjöri sínu’ í hverjum nýjum spretti. í*ú getur reiknað, hvort þjer virðist vert að verja til þess krónu rjett um sláttinn, að skemmta þjer og skoða sveitarháttinn; en sjáðu, hvað þú getur iíka.gert: Pú fær þjer menn til fylgdar inn á heiðar, svo farið þið á svana' og hrcina veiðar. Ólafur J. Bergsson. Ný póstlög. Ein af þeim lögum sem síðasta þing hefur samþykkt eru ný póstlög. Frumvarpið var frá stjórninni. Þar eru dregin saman í eina heiid þau lagaboð er snerta póstmálin og breytíngar gerðar í ýmsum atriðum frá þvt sem nú er. En hclstu breytíngarnar eru þess- ar: 1. Þar er gert ráð fyrir að póstavísanir gángi í viðskiftum manna milli póststöðva innanlands. Þó cr póststjórninni gefin heim- ild til að ákveða, hvenær og hvernig póstá- vísanaviðskiftin skuli byrja innanlands og hver pósthús geti tekið þátt í þcim. Þetta er tölu- verð bót, því mildu hagkvæmara er fyrir al- menníng að senda penínga á þennan hátt, einkum smáupphæðir, en í ábyrgðarbrjefum •eða peníngabrjefum. I aths. við frumvarpið segir, að töluverðum vandkvæðum sje það þó bundið fyrirpóststjórnina að koma þessu á, því ekki verði við búist að öll pósthús hafi að staðaldri svo mikið af pen- íngum fyrirliggjandi, að þau geti tekið að sjer ■útborgun á póstávísunum. Þó muni eingin •vandkvæði á því í Reykjavfk og ekki muni iþað heldur ókleyft í hinum kaupstöðunum, og með því nú að smáupphæðir sjeu sendar lángt um oftar til kaupstaðanna, þar sem bæk- ur og blöð koma út, en þaðan til annara póststöðva, þyki áhættulaust að innleiða þessa aðferð á peníngasendíngum með þeirri takmörkun, að póststjórnin ákveði, hverjar póst- stöðvar geti útborgað póstávísanir og hvenær póstávísanaviðskiftin geti byrjað. Póststjórnin ætti ekki að láta dragast ieingi að koma þessari breytíngu á; þótt ekki yrði farið ieingra cn svo fyrst í stað, að pósthúsin í kaupstöðunum fjórum leystu út póstávísanir, þá er mikil bót að því. 2. breytíngin snertir sendingar á blöðum og tímaritum. Eftir henni á ekki að vega og frí- merkja hvern einstakan böggul, eða hverja einstaka sendíngu, heldur vega í einu það sem inn cr lagt í pósthúsið ( hvert skifti. Til þeirra sendínga, er þannig má senda, skal telja »sjerhvert blað eða rit, sem prent- að cr eða margfaldað á líkan hátt, þegar það á að koma út einu cinni eða oftar á hverju ári í heftum, sem hafa sameiginlegan titil og hvert um sig vegur eigi yfir 25 kvint.« BurðargjjldiS verður á tírnabilinu frá 15. apríl til 15. október 10 au. undir hvert pund eða minni þúnga. Á tímabilinu frá 15. okt- óber til 15. apríl 30 au. undir hvert pund eða minni þúnga. í’essar breytingar gera útsendingu blaða og timarita miklu umstángsminni en áður, bæði fyrir útgefendur og póstmenn og fara í sömu átt og frumvörp.sem verið hafa til meðferðar á þingi áður, en þó ekki orðið að lögum. Með tilliti tii þessara breytingar á send- íngum þlaða og tímaríta er þýngdartakmark á krossbandssendíngum fært niður úr 5 pundum og í 50 kvint. Ymsar aðrar breytingar eru gerðar með lögum þessum, cn smávægilegri. Lögin öðiast gildi 1. júlí. 1902. Sveitabókasöfn i Ameriku (lauslega þýtt úr »Kríngsjaa«) Það er kunnugt, hve fyrirkomulag á bóka- söfnum er á háu stigi í Ameríku. Framfarir þær, sem orðið hafa á fyrirkomulagi bókasafna þar síðari helmníng aldarinnar eru alveg ótrú- lega miklar. 1S50 voru f Bandaríkjunum að- eins 500 bók'asöfn, sem flest voru mjög smá og áttu þau öil um 2 millj. binda. Nú eru þar hjerumbil Sooo bókasöfn með ekki minna en 50 millj. binda, og fjögur af þessum bóka- söfnum hafa fleiri bindi hvert, en öll bókasöfn- in sem voru til fyrir 50 árum. Þar að auki eru 2 blöð sem tókasöfriin gefa út, 3 vel út- búnir bókasafnaskólar, mörg bókasafnafjelög og að endíngu mörg umferðabökasöfn, hug- mynd sem tæplega er tíu ára gömul. Þýð- íngarmestu atriðin á tilhögun bókasafnanna í Ameríku eru: sjerstakir lestraraiir fyrir börn og blinda menn, sarnvinna bókavarðanna og lærisveinanna á hinum opinberum skólum og útbreiðsia og ián á bókum milli bókasafnanna innbyrðis. Spursmdiið, sem legið hefir þeim þýngst á hjarta er mest hafa hugsað og barist fyrir bókasöfnunum síðustu tfu ár, er þetta : Hvern- ig á tiihögunin á bókasöfnunum að vera, til að koma þeim að notum, sem best, er búa í fjarlægð eða cru dreifðit ? Þeir sem búa i bæjunum eða í þjettbýli þurfa ekki að kvarta, en, sveitabúar eru íiia staddir að þessu leyti, Umferðabókasöfnin, sem hinn alkunni bóka- vörður, Alvel Ðervey, inniciddi fyrir nokkrum árutn hafa gjört sveitabúendum lánghægast með að afla sjer bóka. En án efa er þýð- ingamesta sporið í þessa átt fyrirkomuiag Brumbacksbókasafnins í Van West Coanty í ríkinu Ohio. BóÞasafn þetía, sem stofnað er með erfðaskrárgjöf J. S. Brumbacks, er alveg ný stofnun og bendir á mikiar breytíngar og fram- farir á tilhögun bókasafna í Ameríku. Mesti kosturinn við þetta bókasafn er sá, að það veitir sveitabúum og þeini sem búa í fjarlægð lánghægast með að afla sjer bóka. Það er hörmulegt að vita það, en samt er það svo, að »góðgjörðasemi« þess opinbera kcmur mest fram við íbúa borganna, Hvað er gjört til þess að gjöra lífið á bændabýlunum ánægjulegra, betra og hug- næmara? Það er sífelt kvartað urn fólksstraum- inn úr sveitunum til bæjanna, en þó er lítið eða ekkert gjört til þess að sveitalífið sjc ekki einmanalagt og tilbreytíngaiaust eins og það er. Mikill hluti af ungu og efniiegu sveíta- fólki sem tii bæjanna kemur lendir oft í als- konar sukki, því það kann ekki að haga sjer í hinum nýju kringumstæoum lífsins sem eru margskonar freistingasnörur. Piltarnir verða að drykkumönnum og stúlkurnar lenda ekkí sjaldan í heimkynni lasta og spillinga. Til- breitingaleysi og ieiðindi sveitalífsins eiga vissulega mikinn þátt í þsim mörgu skipbrot- um sem verða á æfi einstaklíngsins, er maður svo oft rekur sig á í spillíngabælum stórborg- anna. Það er ekki einhlýtt að benda á feg- urð náttúruunar, sem maður verður aldrei þreytt- ur af að skoða og njóta, því víst er það þó að maður unir sjer ekki endalaust við hana eingöngu. Hvers vegna á hann þá ekki eíns- og borgarinn að hafa greiðan aðgáng að bestu bókmentum heimsins ? Aðferð þeirri sem bókasafn Brumbacks hef- ur til að koma bókum um alla sveitina skal ní lýst. Stærð hjeraðsins er um 275,000 akrar og íbúat um 35 þús. Hús bókasafnsins er bygt í miðjum bænum Wan West og rúm- ar 100 þús bindi. Bókasafníð er metið 200 þús. kr. virði og árstekjur þess eru 26 þús. kr. Auk aðalbókasafnsins eru tíu deildar- bóksöfn, víðsvegar um sveifina ogerjafnhægt að ná til hvers þeirra og aðaibókasafnsins fyrir þá s ;m (búa f nálægð víð það. Öll deild- abókasöfnin eru í sambandi við aðalbóka- safnið efiir svokölluðum umferðabókasafnsreglum, sem eru þannig, að forstöðumaður bókasafns- ins kaupir í einu 1000 bækur, flestar nýar, og sendir til deildanna, 100 bækur tii hverr- ar. Hver deiid hefur bækurnar í 2 mánuði til útláns, og skifta þæ.r bókunum á milli sín á víxi, þar til hver deild hefur haft allar bæk- urnar undir höndum, sem síðan eru sendar aðalbókasafninu og þeim þar raðað niður„ Þetta geingur hvað af öðru. í hverri defld er cinnig hægt að fá lánaðar bækur tneð sömu skilyrðum og á aðalbókasafninu. Hcimild til að nota söfnin fæst aðeins á aðalbökasafninu en eftir henni geta menn feingið bækur hvar sem er í hjeraðínu. Helstu biöð bjeraðsins flytja skrár yfir allar bækur safnsins og skýra jafnótt frá heiti á nýjum bókum og þeim er raðað niður. Þó Brumback bókasaínið hafi aðeins starfað fáa mánuði hefur það þó unnið almennings hylli. íbúarnir ræða með lífi jog sál áhugamál tímans og bækurnar eru sendar lesendunum úti ystu króka hjeraðsins. Forstöðumenn bókasafnanna hafa vakandi auga á áhugamálum sveitabúanna við hverja framför, sem þau taka. Áhugamál hjeraðsins í verklegum, fjelagslegum og mennt- andi framförum, eru miðuð við skoðanir í þeim bókum, sem nýastar eru og mesta þýðingu hafa fyrir þau efni. Yfir höfuð reynir bókasafnið að laga sig eptir óskum sveitabúanna, og reynir með því, að fegra Og víkka hinn atidlega sjón- deildarhring þeirra. S i g. J ó h. X auga i Reykjavik. Úr brjefi. Ef jeg man rjett þá barst mjcr fregnin til eyrna á þann hátt að jeg var pillaður út úr hóp manna og cinángraður með valdi af hin- um ötulasta nýúngasmala sem bænum hefur fjenast síðan blaðaútgáfa hófst hjcr að *

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.