Bjarki


Bjarki - 15.11.1901, Blaðsíða 4

Bjarki - 15.11.1901, Blaðsíða 4
182 Tjelag þyrfti að kaupa annarstaðar frá, feingi 'það með vöruskiftum við annað fjelag. Hjóna- laandið skyldi afnumið og kvenfólkið vera sameiginlegt öllum o. s. frv. Jeg færði fram þær ástæður á móti sem mjer duttu í hug þá í svipinn. Jeg gat ekki fellt mig við peníngaleysið og vöruskiftin. Jeg trúði ekki á það, að allir mundu jafnfúsir á að vinna. >HaIdið þið t. d, að mikið mundi liggja eftir hann þarnar* Jeg benti á Artemio son veitíngamannsins, sem enn lá þar sof- andi. »Jafnvel hjá honum mundu vakna einhverj- ar mannlegartilfinníngarc svaraði Communardo. En mest dró jeg þó í efa, að mennirnir yrðu nokkurntíma lausir við öll yfirvöld og stjórnendur, sagði, að sumir vœru fæddir til að drottna og ráða og þeir mundu stjórna; meiri hlutinn vaeri svo gerður, að hann vildi láta stjórna sjer, því það væri áha;ttuminnst og fyrirhafnarminnst. »Ef svo væri, þá væru mennirnir aumustu skepnurnar undir sólinni*, sagði Communar- do. Jeg spurði, hvernig þeir ætluðu að fara að við glæpamenn. »Glæpamenn verða eingirtiH, svaraði hann. »Allir fá það sem þeir þurfa með, og þá hef- ur einginn ástæðu til að drýgja glæpi.« Jeg sagði, að fæsta glæpi drýgðu menn í I því skyni, að afla sjer lífsnauðsynja og benti á ýmsa glæpi, sem fyrir gætu komið, þótt fjelags- lífinu yrði íyrir komið samkvæmt hugmyndum stjórnleysíngja; þeir bygðu skoðanir sínar á því, að mennirnir væru í raun og veru eingl- ar. »í’að eru þeir ekki«, svaraði Communardo, »en þeir verða það þegar fyrirko.nulag okkar, stjórnleysíngja, er komið á.« »En mjer sýuist þetta koma í mótsögn við ættafylgju- og afturfara- kenníngarnar, sem þú annars aðhyllist.* »Nei, alls ekki. Bæði Lombroso og Ferri segja, að maður sem sje »fæddur glæpamað- ur«, geti lifað lánga æfi án þess að drýgja nokkurn glæp, ef ekkert komi fyrir hann sem hvetji hann til þess«. »já, það er rjett, jeg hef sjálfur heyrt Fcrri segja þetta. En það sem jeg hef haldið fram er, að svo verði því ekki varið, þótt hug- sjónum ykkar yrði framgeingt.« Við hjeldum leir.gra áfram í þessa átt, og cinginn lagði nokkuð til málanna annar en við Communardo. Hinir sátu kringum okkur í þjettum hring og köstuðu aðeins við og við til mm reiðiyrðum. Jeg reýndi að sýna honum fram á, hve dýrslegt það vaeri, ef kvennfólkið ætti að vera samciginlegt fyrir alla; það væri þá skoðað sem hver önnur eign, líkt og þegar Páli postula dettur í hug að líkja konunni við renn-.tstein fyrir fýsnir mannsins. Ogjegsagð- ist vita, að þetta væri í raun og vera fjariægt skoðun Communardos ' sjálfs. Jeg man ekki hverju hann svaraði, en jeg man, að það sann- færði migekki. Að síðustu spurði jeg hann, hvernig þeir gætu gert sjer von um að koma hugsjónum -sínum í framkvæmd, þar sem telja mœtti víst að meiri hluti mannkynsins mundi í leingstu iög hika við að gera tilraun við fyrirkomulag jreirra. »Við upplýsum þá smátt og smátt. Við þolum með gleði þjáningar og dauða fyrir hug- sjónir okkar, og með því sannfærum við þá«. »Margir menn, jafnvel guðir iíka, hafa geing- ið í dauðann fyrir hugsjónir, sem vóru fjarstæð- ur.« »Þá sannfærum við þá með hnífnum!« »Þarna kom það! þar höfum við harðstjórn- ina. Þá eruð þið allir ekki annað enn flokkur af glæpamönnum, s'em verðskuldið að ykkur sje hegnt sem gla'pamönuum, eða rjettaia sagt, að þið sjeuð lokaðir inni eins og vitfirringar og úrættaðir menn.« Jeg var orðinn heitur og drukkinn og stóð á fœtur. »Ecco!«sagðí Artemio , hann var vaknaður. I því kom systir hansinn og hvfslaði: »Com- munardo! lögreglumennirnir ?« Communardo hljóp strax uppá herbergi sitt, kastaði sjer í rúmið í fötunum Og teppinu ofaná sig. Lög- reglumennirnir fóru ekki upp, Ijetu sjer nægja að spyrja, hvort hann væri háttaður. Svo geingu þeir út, en Communardo kom aftur ofan. Hann var fölur en rólegur. »Ef þú vissir,«sagði hann, »hversu margir af bestu mönnum landsins eru í okkar hóp, þá mundir þú ekki framar kalla okkur glæpamenn.* Jeg rjetti honurr höndina og bað hann afsökun- ar. Svo fór ieg heim á leið. Hann rjetti mjer höndina að skilnaði, hinir kvöddu mig kurteis- lega. Frh. Seyðisfirði 15. nóvember 1901 Undanfarandi kaldara en áður og snjóveður síð- ustu dagana. í dag gott veður. Skarlatssóttin er nú komin á Vestdalseyri. Skraddarastofa Eyjóífs Jónssonar saumar allskonar karlmannafatnað og drengjafatnað. Enskar húfur. VANDAÐ VERK. — FLJÓT AFGREIÐSLA. - HVE'RGI ODÝRARA. Komið sem fyrst og semjið áður en jólaannir byrja. Mjólkurskilvíndan ASexandra, - NIÐURSETT VERÐ. ALEXANDRA Nr. 12 lítur út eins og hjer sett mynd sýnir. Hún er sterkasta og vandaðasta skilvindan sem snúið er með handafli. ALEXÖNDRU er fljót- ast að hreinsa af öllum skilvindum. AI.EXANDRA skilur fljótast og best rnjólkina. ALEXÖNDRU cr hættuminna að brúka en nokkra aðra skilvindu; hún þolir 15000 snún- ínga á mínútu án þess að sprínga. ALEXANDRA hefur alstaðar leingið hæstu verðlaun þar sem hún hefur verið sýnd, enda mjög falleg útlits. ALEXANDRA nr. 12 skilur 90 potta á klukkustund, og kostar nú aðeins 120 kr. með öilu tilheyrandi (áður 156 kr.) ALEXANDRA nr. 13, skilur 5° potta a klukku- stund og kostar nu cndur- bætt aðeijis 80 kr. (áður 100 kr.) ALEXANDRA er því jafnframt því áð vera besta skilvindan líka orðin sú Ó- dýrasta. ALEXANDRA-sk i 1 v i n d- u r eru til sölu hjá umboðs- mönnurn mírium þ. hr. Stefáni B. Jónssyni á Dúnkárbakka í Dalasýslu búfr. Þórarni Jóns- syni á Hjaltabakka í Húnavatnssýslu og fleirum sem síðar verða auglýstir. Allar pantanir hvaðan sem þær koma verða. afgreiddar og sendar strax og fylgir hverri vjel sjerstakur leiðarvísir á íslensku. Á Seyðisfirði verða allt- af nægar byrgðir af þessum skilvindum. Seyðisfirði 1901. St. Th. Jónsson Aðalumboðsmaður fyrir ísland og Færeyjar. íbúðarhús, á hentugum stað hjer í bænum, með 5 herbergjum, eldhúsi, kjallara, útihúsi og fiskireit, er til sölu fyrir lágt verð og með mjög vægum borgunarskumálum. Lysthafendur snúi sjer sem fyrst til ÁRNA JÓHANNSSONAR. ' Seyðisfirði. Ódýrasta verslun bæjarins! Hvergi betra að versla! lO°/0 afsláttur gegn peníngum! Lánsverslunin á að hverfa! Gegn peníngum og vörum get jeg best kjör! S t. Th J ó n s s o n. Fataefni best og ódvrust hjá Eyjólfi Jónssyni 1. o. G. T sunnudegi kl. 4 sí meðlimir mæti. Stúkan »Aldarhvöt nr. 72« 1_ heldur fundi á hverjum ðd. f Bindindishúsinu. Allir Nýir meðlimir velkomnir. Wathnes verslun rj^r í vetur eins og að undanfórnu, gegn peníng- um og vörum. Kol, steinolfa, matvara, kartöflur og flestar vörutegundir eru til sölu, einnig ágætt tros og saltfiskur. Seyðisfirði 31. okt. 1901. Jóhann Vigfússon. Brunaábyrgðarfjelagið »Nye danske Brandforsikrings Selskab« Stormgade 2 Kjöbenhavn Stofnað 1864 (Aktiekapital 4,000,000 og Reservefond 800,000). Tekur að sjer brúnaábyrgð á húsum, bæj- um, gripum, verslunarvörum, innanhúsmunum o. fl. fyrir fastákveðna litla borgun (premie), án þess að reikna nokkra borgunfyrir bruna ábyrgðarskjöl (police) eða stimpilgjald. Menn snúi sjer til umboðsmans fjelagsins á Seyðisfirði ST. TH. JÓNSSONAR. R i t s t j ó r i: Porsteínn Gislason. Prentsmiðja Seyðisfjarðar (eigandi D. Östlund).

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.