Bjarki


Bjarki - 15.11.1901, Blaðsíða 3

Bjarki - 15.11.1901, Blaðsíða 3
171 nokkru ráði. — Nýúngasmala og n3'rúngásmaia ekki, allt eftir því, hvaða skilníng menn leggja í það orð. Hann vinnur ekki fyrir neitt sjerstakt viku eða mánaðarblað svo menn vita með vissu,og er þannig ómögulegt að smeygja þessum frjetta- fleyg inn undir, eða tengja starfa hans við neitt blaðaheiti. Iíann verslar með nyúng- I ar sínar á strætum og torgum við alla sem í frjetta færi koma fyrir eigin ánægju áhættu- laust, eftir sinni alkunnu verslunarmeginreglu: »jeg sel það ekki dýrara en jeg keypti það.« Aðalstarfsvið þessa »amateur« nýjúngasmala, sem ætti að vera crindrcki kaupfjelaga á út- lendum markaði, samkvæmt sinni verslunar- meginreglu, er bundið við útgáfu heimilis- og sveita-blaða þess byggðarlags sem bann farsæl- ir með návíst sinni. Þessi blöð eru prentuð á kerlíngasvuntur og eiga sjer eingan ábyrgð- armann eða konu. — (Skynberandi mönn- um sem hafa verið svo heppnir að þurfa ekki að kynna sjer höfuðbyggíngu þorksins gefst til vitundar að kerlíngarsvunta er kölluð sú hin þunna himna sem liggur ofan á kinnfiski inum í hverjum rjett sköpuðum þorskhaus.) Þegar smalinn hafði króað mig af úti í einu horninu á Jterberginu, eins og lagnir smalar gera við kindur í rjettum sem þeir vilja ná á vald sitt, hóf hann sögu sína á þessa leið: — Það kvað vera alveg áreiðanlegt að hann kemur híngað með næstu ferð, þessi maður með Xaugað í höfðinu. — Eigum við ekki að skreppa vestur? — Hvaða maður ? — Þessi sem sagan var af í »Eimreiðinni« einu sinni. Manstu ekki eftir henni ? Hann sá hvað var innan í öliu fólki, meinsemdir og djöfulskap; og svo hljóp hann heim og lokaði sig inni. — Hefurðu virkilega ekki lesið Eim- reiðina« ? Hann stakk úr sjer það augað sem hneixlaði hann sá maður, og sjer ekki meira en við núna. Hefur þú ekki lesið «Eimreiðina«? — Jú, en ef það er ekki sá, sem stakk úi sjer augað, þá er það einhver annar. — Sag- an cr áreiðanlega sönn, mjcr var sögð bún áðan í fínu Iuisi hjer. í bænum, heyrðu, — og þar var frúin að taka til í búrinu, sem snýr dt að götunni, hí, hí. — Jeg hef eingum sagt þetta nema þjer, og »jeg sel það ckki dyrara en jeg keyfti það«, en jcg ímynda mjer að þetta kvisist bráðlega því vin- ur minn Snorrasen er víst búinn að ná í sög- una. — Já, það kvað vera alveg satt að hann, uppvartarinn á L............hafði sagt frá því einhverjum mönnum hjer, jeg man ekki hverj- um, heyrðu! en ekki fyr en þeir höfðu gcfið honum þau heimsins undar af öli. Þeir kunna að versla við þá hjer í landi, heyrðu. Hefurðu aldrei heyrt þetta fyr? — Má jeg bjóða þjer nokkuð ? — Nei, þakka þjer fyrir, jeg má ekki drekka meira í dag. Hvernig heldur þú að þeim líði hjerna í höfuðstaðnum þegar sá með augað í höíðinu fer að segja þeim hvað gangi að þeim innvortis? Skyldi hann geta þekktúr »trolIara-« fiskinn í maganum á manni innanum aðra fæðu? — Það er, held jeg, ómögulegt? I’að er verra ef hann getur sjeð hvaða fisk- •ur liggur undir steini. — Hvernig undir steini? Ef hann getur lesið hinar leyndustu hugsanir og hvatir þínar og mínar, og allra manna. — O dauði og salta pína! Ef hingað til bæjar- ins kæmi maður sem gæti lesið á menn eins og opna bók — — heyrðu! Það flýði allt fólk úr bænum. — En ef maðurinn elti það upp í sveit. — Ha, ha ha. Iiafðu ekki hátt. Skyldi hann líka geta sjeð hvað manni býr í brjósti. Já, jeg álít það alis ekki ómögulegt. Jeg get ekki sjeð neitt á móti því, ha? Það hefði verið gaman að fara með hann uppá þíng og og iáta hann segja sjer hvers- þessum lið á fjárlögunum og mótí hinum. — Skyidi hann geta sjeð hvort mennhafajet- ið og drukkið daginn áður. — ,Ef fæðan hefur verið sterk og meltíng- in veik, en þess þarf ekki með, ef hann sjer matarleyfarnar í höfðinu á fólki. — — Ætla að það sje satt að hann hafi skrif- að með síðasta skipi og pantað herbergi og heyrðu, tcingið það svar, að allt væri upp- tekið. IJa, ha. Þcir cru hræddir um að hann sjái í gegnum brekánið. — Hver skyldi líka vilja koma nálægt svoleiðis manni, sem einginn fær dulið fyrir sínar leyndustu hugs- anir, það er ómögulegt álít jeg.— — Prestarnir hafa leingi vitað af veru sem hefur þenna eiginlegleika.— — Já, en það er allt annað.—Þessi maður ætlar náttúrlega að skrifa í útlend blöð og tímarit um »Island« og hið eina sanna innræti »Is!endinga.« heyrðu, og hann er viss með að nafngreina menn og gera þá ómögulega út um allan heim. — Heyrðu, jcg er viss um að hon- um gæti tekist að fá styrk af þinginu til þess að láta aptur augun og þegja ? -— Ileldurðu það? — Já,en þarna kcmur vinur minn Snorrasen. — Good morníng. -— Jeg hafði afplánað minar þjáníngar þennan dag og leit lausnarauga á eptii nýjungasmalan- um sem nú var búinn að bnappagata Snorra- sen kaupmann og víkja honum á afvikinn stað stað ti! nýrrar og löglegri meðferðar á því sem bætst haföi við söguna hjá okkur báðum.-- Svo liðu nokkrir dagar og sagan var komin inn á hvert einasta heimili Og nú er vi& því búið að maðurinn komi og er þá vert að skýra frá, hvernig honum verði tekið. Vinur minn. stjórnleysinginn. Sönn saga frá Ítaiíu, eftir E. Rasmussen. Frh. I seftcmber 1897 fór Communardo til Re- j canati til þess að fullkomna sig í iðn sinni undir tilsögn frænda síns, Giacomo Braccialargi, sem var í svo miklum metum fyrir listasmíði sitt, að fæðingarbœr bans hafði b.yggt sjerstakt hús handa gripasafni hans. Um sama leyti kom jeg til Recanati til að grúska þar í bóka- söfnunum og á þann hátt kynntist jeg Comm- unardo. I þraungri og óhreinni götu þar í bænum var fátæklegt matsáluhús. Þó var það hið besta sem þar var um að velja, Þar bjó Comm- unardo og þar borðaði jeg miðdegismat ásamt nær öllum úngum menntamönnum bæj- arins, læknum, lögfræðingum og kennurum. Veitíngamaðurinn var uppgjafadáti úr prfalið- inu og á eftirlaunum. Hann var farinn að heiísu, en sonur hans, maður um fertugt, rjeði öllu. Hann hafði framanaf verið þjóðveldis- maður, cn svo kvaðst hann hafa farið að hugsa um, hversvegna hann væri að halda við þann flokk, þar sem svo margir væru nú orðnir jafnaðarmenn. Svo varð hann jafnaðarmaður. En þó hygg jeg að hann haldi ekki leingi við þann fiokkínn heldui; kröfunni um átta ti'ma vinnudaginn gctur hann naumast fylgt til leingd- ar. E11 hann var gestrisinn maður. Allir sem einhverjar útistöður áttu við lögin og yfirvöld- in höfðu griðastað hjá honum í lítilli slofa uppyfir matsölusalnum, og þar voru þeir óhult- ir fyrir lögreglumönnunum. Mjer leist mjög vel á Communardo undir eins og jeg sá hann. Iiann var Íríður sýnum með dökk, gáfuleg augu. Hann var hár og vel byggður og blátt áfram 1' allri framgaungu. Á kvöldin borðuðum við stundum einir fyrir okkur og töluðumst þá oft Ieingi við. Hánn var gagnkunnugur ítölskum bókmenntum, en þó var Victor Ilugo uppáhaldsskáld hans. Hann hafði lesið öll rit Rousseaus og þekkti allt, sem þýtt var á ítölsku eftir Herbert Spencer. Hann vissi, meira að segja, töluvert um Danmörk og sagði mjer frá einum frœg- um manni dönskum, sem jeg kannáðist í fyrstu ekkert við, Kristen Larsen, og hef jeg síðan oft sjeð leiðandi greinar eftir hann í blöðum stjórnleysíngja. Sjerstaklega man jeg eftir einu kvöldi þarna á matsölustaðnum. Jeg kom í það sinn seint, hafði verið á ferðalagi þar í nágrenninu, var rennvotur og ília til reika, lueðal annars af því að jeg hafði drukkið vont vín hjá presti einum, sem við komum til. Stofan var full af stjórnleysingjum. Fyrir utan mig var þar inni aðeins einn maður, sem ekki hafði verið 1' hegníngarhúsi. Það var málarasveinn frá Nea- pel. Hann stóð við eitt borðhornið og saung alþekkt ítalskt lag, en annar ljek undir á har- moníku. Jeg sá, að Communardo hafði feing- io eitthvað í koilinn. I’egar hlje varð á har- moníkusaungnum, þá saung hann stjórnleys- íngjavísur með hinum. Annars saung hann aldrei og drakk aldrei. Þegar frá leið fór málarasveinninn burtogveitíngamaðurinnsofnaði; jeg varð einn innan um tóma stjórnleysfngja. Lít- ill stúdent, sonur lyfsalans þar í bænum, leið- inlegur og æstur maður, sem flestir álitu til í allt, skoraði á mig að segja álit mitt á mál- s;að stjórnleysíngja. Jeg vildi hafa eitthvað fast að halda mjer við og bað hann fyrst að segja mjcr, hverjum kenníngum hann hjeldi fram; hann skyldi t. d. lýsa fyrir mjer, hvern- ig hann hugsaði sjer ástandið í Recanati þeg- ar stjórnleysið væri komið á. Communardo tók þá íram í og setti fram hina alkunnu kenníngu stjórnleysíngja um framleiðsluna og skiftíng auðsins. Allir skyldu eftir eigin vali taka þátt í framleiðslunni. Peníngar skyldu alls ekki til vera framar. Við skiftin feíngi hver það sem hann þarínaðist, eftir því scm velmegun fjelagsheildarinnar leyfði. Undirhenm væri komið, hve mikið af munaðarvörum, skraut- gripum o. s, frv. biðist; af lífsnauðsynjum hefðu allir nóg. Þá hluti, sem þetta bæjar-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.