Bjarki


Bjarki - 22.11.1901, Blaðsíða 2

Bjarki - 22.11.1901, Blaðsíða 2
174 um. 1889 var lagt fyrir finnska þíngið—ekki til samþykktar, heldur til umsagnar— frumvarp til breytíngar á hermálalöggjöfinni og var þar bæði herþjónustutíminn leingdur og útgjöldin til hermála aukin. Sömuleiðis var þar farið fram á, að hinum finnsku hersveitum yrði blandað saman við Rússaher þannig, að nokkrir af þcim, sem teknir væru til herþjónustu í Finn- landi, yrðu ætíð sendir til Rússlands, en rússneskir menn aftur í þeirra stað tíl Finn- lands. Einnig áttu rússneskir menn að fá að- gáng að herforíngastöðu í Finnlandi. Þótt þetta frumvarp væri ólöglega upp borið tók finnska þíngið það til meðferðar, var ekki ófúst að aðhyllast ýms atriði þess, en mót- mælti öðrum fastlega. Málið er óútkljáð enn, en ýmislegt bendir á, að Rússar æt-li ekki að halda þessu fram til streitu. Þó hefur hræðsi- an við herskaparálögurnar haft þau áhrif að 10,000 Finna hafa flutt úr Iandi síðan 1899. Eins og áður er sagt, heimilar stjórnarskrá Finna þeim einkarjett til allra embætta í land- inu. Þetta ákvæði var brotið 1899 og rúss- neskur maður gerður finnskur ráðgjafafulltrúi í St. Pjetursborg. í fyrra vo'ru finnsk frímerki bönnuð. Vest er bó haftið á prenífrelsinu. Landshöfðínginn hefur rjett til að hefta útkomu blaða eftir eigin geðþótta. Frelsi til að halda sam- komur og mynda fjelög er einnig mjög tak- markað. En allt e.r þetta eins í sjáifu höfuð- landinu, Russlandi. Finnland hefur innlenda dómstóla, sem alls ekki eru háðir áhrifum trá Rússlandi. Landsmcnn trua þveit á móti á þá sem bjargvætti gega ofbeldi frá hálfu Rússa. l’ótt Rússar reyndu að valdbjóða hermálalög- 'gjöf gegn neitun finnska þingsins þá treysta Finnar því, að dömstólar sínir muni dæma þau lörg ógild og þeir sem neiti að gefa sig í herþjónustu samkvæmt fyrirmælum þeirra laga verði dæmdir sýknir. En hvernig fara muni um það mál er annars enn allt í óvissu. Það er gert mikið úr því að þjóðerni Finna sje trakað af Rússum. En þetta er ekki rjett nema að vissu leyti. Við skulum lita á hvernig ástandið hefur verið 1' Finnlandj að þessu leyti undanfarandi. ®/7 hlutar lands- búa eru Finnar, 1/7 hluti Svíar. Þessir tveir þjóðflokkar hafa alltaf átt þar í megnum deil- nm um það, hvort þjóðernið ætti að vera ráð- ándi. Minni hlutinn sænski hefur yerið drottn- ðndi í landinu alit frá því að landið var í sambandi við Svíþjóð og hin sænska tunga hefur verið hið viðurkernda og opinbera mál í Iándinu. Mestan hluta síðastliðinnar aldar hafa Finnar háð stríð fyrir þjóðc-ni sínu og túngu, én það stríð hefur staðið rr.illi finnsku óg saensku, ekki finnsku og rússnesku. og jjað stríð hefur verið háð með ekki minni ákafa cn hitt, seri? báðir flokkarnir, hinn sænski og finnski, hafa nú upp á síðkastið orðið að heyja gegn rússriéskunni. Sænski flokkurinn hefur aldrei viljað unna finnskunni jafnrjcttis við íliria særisku túrigu. Rússastjórn hefur látið þær þfætur afskiftaláusar og leingstum ekkert gert til þcss áð þreingja rtissnesku máli inn á Finna- Fínnafloklcurinn hefur þvf allt fram að sfð- ustu árum hallast meir að Rússum en Svía- flo'kkurinn; 'hann határ aílt, sem rússncskt er. Kfú á síðustu árum hafa' þó flokkarnir aðhyllst hvor annan nokkuð og innbyrðis óeirðirnar farið minnkandi. Pó er finnski flokkurinn miklu gæflyndari í viðureigninni við Rússa en hinn sænski. Einn af helstu foríngjum Finnaflokks- ins, Yrjö-Koskinen fríherra, sagði nýlCga,að úr því að Finnar á annað borð kostuðu upp á að halda ríkismál annað en Finnsku, þá væri eðli- Icgt, að Russum fyndist það fremur eiga að vera rússneska en sænska. Nú á síðustu árum er rússneska túngan kom- in inn í spilið. 1891 var sú krafa gerð, að fi.jnskir embættismenn skyldu skilja rússnesku og þetta gert að skilyrði fyrir þvt að þeir flyttust í æðri embætti. Finnar töidu þetta stríða móti stjórnarskrá sinni, en þó komst það fram.. 20. júni í fyrra fór Rússastjórn leingra og skipaði svo fyrir, að rússneska skyldi frá 1903 vera það mál, er notað væri á ölium opinberum skjölum frá finnskustjórninni (öld- úngráðinu) og til hennar, (og frá 1905 á öll- um embættisskjölum á Finnlandi. Sjálfsagt verður þá eftir á heimtuð kennsla í rússnesku í skólum Finna. Þetta framferði Rússa gegn Finnum hefur vakið mikla athygli um alla Norðurálfu. En höf. greinarinnar ber það satnan við framferði Prussa gegn Dönum í Norðursljesvík og sýn- ir fram á, að þar sje miklu meira ofbcldi beitt, en þó sje hvergi um það talað. Seyðisfirði 22. nóvember 1901. Nú síðustu vikuna er veðrið orðið hciðríkt, bjart og kalt, Mest mun frost hafa verið 10 gr., á mið- vikudagsmorgun. Jafnt snjólag liggur yfir öllu, en ekki þykkt og jörð nóg fyrir sauðfje, Skarlatssóttin hefur enn ekki breiðst út um bæinn nema Vestdalseyrina. Par er liún í fimm húsum. Samgaungubann hefur verið sett við þau öll. Sigurður hreppsstjóri Einarsson á Iláncfsstöðum hefur undanfarandi vikur legið veikur og er þúngt haldinn. f í niðurjöfnunarnefnd kaupstaðarins eru í ár Kri.st- ján Kristjánsson læknir, Árni Jóhannsson sýslu- skrifari, Stefán Sveinsson verslunarmaður, L. S. Tómasson bóksali og A. Jörgensen bakari. Póstur til Norðurlands og Suðurlands á að fara hjeðan á morgun. Legar »Mjölnir« var hjer á ferð síðast gleymdi hann að skila póstsekknum hjeðan á Akureyri, og kom með hann híngað aftur. Blaðið »NorðurIand« byrjar.ekkert vel að því cr útsendínguna snertir. Híngað eru kominn 1., 2., 3. og 5. tbl., en 4. tbl. hefur cnn ekki sjest. Ef blaðið vill koma sjer vel við fólk hjer, verður Jiað að koma rcglulega. Aukaútsvar í Seyðisfjarðarkaupstað. Njðurjöfnunarnefnd kaupstaðarins hefur nú lokið starfi sínu ög eru hjér taldir þeir gjaldendur scm borga 10 kr, eða meir í aukaútsvár: O, VV. Erfingjar 500 kr, Gránufjelagið á Vest- dalseyri 400, T. L. ímsland 380, Sig. Johansens verslun 350, Þórarinn Guðmundsson kaupmaður 300, Andrjes Rasmussen kaupmaður 200, Pöntunarfjelag fljóstdæla 150, Jóhannes Jóhannesson sýslumaður 110, St. Th. Jónsson kaupmaður 110. Fr. Wathne framkvæmdarstjóri 90, Jón Jónsson pöntunarstjóri 65, Kr. Iíristjánsson Iæknir 65, Stefán Steinholtkaupmaður 60, Eyjólfurjónsson skraddari 55, Kristján Hallgrímsson veitíngamaður 50, Skósmíða- fjelag Seyðisfjarðar 50. Sig. Jóhansen kaupmaður 48, E. Th. Hallgrímsson verslunarstjóri 45, Sparisjóður Seyðisfjarðar 40, L. Imsland verslunarstjóri 40, Guðný Tómasdóttir, Fjarðarseli 40, Jóhann Vigfússon verslunarstjóri 38, I. M. Hansen konsúll 35, Apothek Seyðisfjarðar 30, Páll Árnason 26, Leikfjelag Seyðisfjarðár 25, Einar Helgason, Gerði 25, iK. Jörgensen bakari 25. Sig. Sveinsson múrari 24, D. Ostlund prentsmiðju- eigandi 24, Einar Thorlacius fyrv. sýslumaður 24, Kristján Jónsson veitíngamaður 20, Gunnlaugur Jóns- son verslunarmaður 20, Jónas Stephensen póstaf- greiðslumaður 20, Jóhann Kr. Jónsson kaupmaður 18, íngimundur íngimundarson 18, Þorsteinn Gísla- son ritstjóri 18, Skafti Jósefsson ritstjóri 16, L, S. Tómasson bóksali 15, Vigfús ‘ Kjartansson snikkari 15, N. Nielsen verslunarmaður 15. Sig. Eiríksson, Berlín 12, Árni Jóhannsson sýslu- skrifari 12, Jóhann Sigurðsson verslunarmaður 12, Friðrik Gíslason úrsmiður 12, A. E. Berg sútari 12, Stefán I. Sveinsson verslunarmaður 12, Bjarni Sig- urðason gullsmiður 12, Þorsteinn Skaftason prent- smiðjueigandi 12, Hallgrímur Einarsson ljósmynd- ari 12, Elís Jónsson verslunarmaður 10, Thorvald Imsland verslunarmaður 10, Árni Þórðarson 10, Jón Ólafsson verslunarmaður 10, Brynjólfur Sigurðsson Ijósmyndari 10. Alls var jafnað niður 4500 kr. á 205 gjaldendur og eru gjaldendur þá 16 færri en síðastliðið ár. Aukaút3vör í Reyðarfjarðarhreppi Iljer eru þcir taldir, sem hafa 20 kr. útsvar eða meira : Fr. Klausen kaupmaður, Esldfirði kr 1604,50, O. W. Erfingjar 1110,10, Jón Magnússon kaupmaður 846,15, Síldarveiðafjelag Seyðisfjarðar 79.6,00, C. D. Tulinius 575,00, P. Randulf kaupmaður 459.8°, H. J. Beck, Sómastöðum 169,25. Guðni Eiríksson, Karls- skála 120,00. Sr. J. L. Sveinbjarnarson, Hólmum 90, Björn Eiríksson, Karlsskála 82, Friðjón Jensson læknir 70, Andrjes Eyjólfson, Helgustöðum 65, Axel Tuli- nius sýslumaður 65, Sæbjörg Jónsdóttir, Seljateigi 60, Fr. Möller kaupmaður 60, Eiríkur Bjarnarson, Karlsskáta 50. Sr. Daníel Halldórsson, Hólmum, 40, Bóas Bóas- son, Stuðlum 32, Jón Finnbogason verslunarstjóri, 25, J. C. F. Arnesea verslunarstjóri 23, Sigfús Dan- íelsson verslunarstjóri 20, Finnur Vigfússon, Eski- firði 20, Tryggvi Hallgrímsson, Borgum 20» Lög um heilbrigóissamþykktir. Alþíng afgreiddi í sumar lög um heilbrigðis- samþykktir í kaupstöðum, kauptúnum og sjó- þorpum á íslandi og hljóða þau svo: 1. gr. Um heilbrigðismálefni kaupstaðanna má skipa fyrir með samþykkum. Skal bæjar- stjórn með ráði hjeraðslæknis scmja frumvarp tíl samþykktar fyrir kaupstaðinn og senda það landshöfðíngja, er ber það undir landlaekni og staðfcstir það svo, eða synjar því staðfest- íngar. Sýslunefndum er og heimilt eftir tillögum hreppsnefnda og með ráði hjeraðslæknis að 'i

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.