Bjarki


Bjarki - 22.11.1901, Blaðsíða 4

Bjarki - 22.11.1901, Blaðsíða 4
176 fyrir, þá gleymi jeg öllutn flokkadráttum og geing undir merki kouiíngsins í Ítalíu, og það þótt djöfuliinn sjálfur sæti í hásætinu. Í’ví komum við aftur undir yfirráð klerkanna, nndir yfirráð þeirra sem hafa vald yfir sálinni, þá er úti um allt.« Jeg spurði hann þá, hvernig hann liti á konúnga- og keisara-morð stjórnleysfngja. »'þeir menn sem þau vinna eru okkur hin- um óviðkomandi,« svaraði hann. »Þeir eru vitlausir, eða óðir. Jeg held að eingu leyti með þeim, nema aðeins þeim manni sem myrti •Canovas de Castillo; fyrir honum tek jeg of- an.« Morgun einn var mjer sagt að Communar- do hefði verið dauðveikur nóttina á undan. Jeg ætlaði að vita hvernig honum liði. En á leiðinni mætti jeg honum. Hann gekk hægt og leit ellilega út. Hann gekk við staf, en studdi vinstri höndinni á lendina. Hann var boginn í baki einsog gamalmenni. »Menjar frá fangavistinni,« sagði hann. »Taugarnar eru eyðilagðar, hryggurinn bilaður og líkt er víst um allt hitt. Jeg fæ þetta nær því stöðugt cinu sinni þriðja hverja viku og get þá naumast á heilum mjer tekið.« Þó var Communardo aðeins 22 eða 23 ára. En hann lór ekki heldur vel með sig. Sumar nætur háttaði hann alls ;kki. Hann gat stað- ið nóttina í gegnum við gluggan sinn og star- að út í loftið. 1 október komu ákafar rigníngar. Þökin á húsunum hjeldu ekki því regni; það streymdi inn. I stofunum stóðu hvervetna balar til að taka á móti lekanum. í matarhúsinu sátum við með útþandar regnhlífar yfir okkur meðan við borðuðum. Fyrstu nóttina fjellu tvö hús og íbúarnir björguðust með naumindum. Víða fluttu menn út úr húsum sínum, því þeim lá við falli. Vatnið át jarðveginn undan þcim. Kirkjuklukkunum var hríngt í sífellu, en ekki leit út fyrir að það bætti neitt úr. Niðri á sljettlendinu voru menn þó miklu ver komnir. Recanati liggur um 1000 fet yfir sjávarmáli efst á hæð einni. Nú var eins og bærinn stæði á umflotinni ey. Öðrumegin flóði Mussone yfir bakkana, hinumegin Potenza. Vatn lá yfir öliu í margra mílna fjarlægð og flóði yfir ræktaða akra og víngarða; þeir höfðu sýnilega orðið fyrir svo miklum skemdum, að þeir gátu ckki náð sjer eftir þær í lángan tíma. Korninu scm var ný sáð, skolaði burt. Sandskriður frá hæðunum höfðu víða spillt láglendinu. Nokkrir menn drukknuðu og fjöldi dýra. Hús- in hrundu og húsgögnin fundust síðar út um eingin lángar leiðar frá þeim. Það er ekki unnt að lýsa bágindunum. Prestarnir settu að lokum út Maríulíkneski, sem átti að gcra kraftaverk. Daginn eftir var veðrið gersam- lega breytt, himininn orðinn heiður og blár. Aumíngjarnir, sem fyrir tjóninu böfðu orðið, keyítu vaxkerti fyrir síðustu peníngana, sem þeir áttu til, og kjarkur þeirra vaknaði á ný. En góðviðrið varaði aðeins þrjá daga. ]’á byrjuðu sömu ósköpin aftur og í það sinni dugðu hvorki Ijós nje líkneski. Bændurnir hjeldu að heimsendir væri þegar kominn. Uppi í Recanati kendu menn í brjósti um bændurna niðri á sljettunum. Menn töluðu bver í munninn á öðrnm. En einn var sá jmaður, sem gekk niður eftir til að sjá, hvern- ig ástandið væri, og var í þeirri ferð heilan dag í helliregni. Það var Corrmunardo. Þeg- ar hann kom heim um kvöldið skrifaðí hann áskorun um samtök til að hjálpa. Hann sagði að fólkíð væri bjargarlaust og liöi sult. Að- alskonunum í bænum þótti leitt, að þær höfðu ekki fundið upp á þessu sjálfar. Þær mynd- uðu nefnd og völdu Communardo fyrir skrif- ara í henni. Það átti að vera gert í háði. En bann tók á móti því. Allt erfiðið Ienti á honum. Hann gaf sjálfur 10 lírur, en mörg ríkisfrúin gaf ekki meir en helmníng á móts við hann. Hann sótti um þetta leiti um upptöku í lestr^rfjelag bæjarins. Honum var neitað. Hann, stjórnleysínginn, hegníngarhússfánginn, fjekk auð- vitað ekki að vera í fjelagi með bestu mönn- um bæjarins. Hann svaraði neituninni á prenti með opnu brjefi, og svaraði 'með stolti og fyrirlitningu. Brjsfið var meistaralega skrifað. Þess má þó geta, að all flestir hinir ýngri menntamenn hjeldu með honum og þótti vænt um skósiirnar, sem forstöðunefndin fjekk, en það voiu nokkrar landeyður úr aðalsflokkn- um. Veturinn 1898 fjeklc jeg þær fregnir í brjefi frá Recanati, að tilraun hefði verið gerð til að myrða Communardo í Macareta. Hann átti þá að fara í herþjónustu. Kvöldið áður var hann mcð nokkrum kunníngjum sínum. Aður en þeir skildust vjek hann sjcr eitthvað frá og var þá stúnginn með hníf í bakið. »Verið þið ekki að þessari vitleysu,« sagcii hann; hann vissi í fyrstu alls ekki, hvað um var að vcra. Hann gekk nokkur spor, svo fjell hann og lá fljótandi í blóði sínu. Þegar jeg kom aftur til Recanati um vorið heyrði jeg, að menn ætluðu apotekarasyninum, stúdcntinum, sem áður er nefndur, verkið eða upptökin að því. Hann hafði verið að útbreiða þær fregnir, að Communardo hefði svikið fie- lagsskapinn. Slíkt líktíst Communardo, eða hitt þá heldur! f’cssi stúdent var síðan hand- tekinn og fángelsaður í uppreistinni. Communardo komst á fætur aftur. Þegar hann kom í herþjónustuna var honum skipað í deild með hegnfngarhússfaungum. Allir vissu að hann var sijórnleys/ngi. Nú átti enn að ala hann betur upp. Reglurnar í þessum deild- um eru mjög strángar. Þetta er, með öðrum orðum, önnur útgáfa af betrunahúsunum. I mars 1898 var jeg á skemtiferð á eynni Capri. Mig grunaði þá ekki að þessi fallega ey væri nokkurskonar fángelsi fyrir vin minn Communardo. En hann var þar þá, og þar var hann enn um haustið það ár, til þess að »betrast og uppalast.« En heimskulegt er að fara svona með þessa menn. Með því eru þeir knúðir til að ala | hugssjónir sínar og þroska þær í myrkunum, | ieynilega, og eingum gefst tækifæri til að skýra þær fyrir þeim og hrekja þær, varla einu sinni til að kynnast þeim að ráði. Afleiðíngin er sú, að allur fjöldinn lítur með aðdáun til manna eins og Communardo, en horfir með gremju á ofsóknirnar sem þeir verða fyrir. Og sjálfir halda þeir leingra og Ieingra á sömu brautinni, þángað til hatrið er orðið svo megnt að þeir grípa til eins eða annars óynd- isúrræðis til þess að svala því. Skraddarastofa Eyjólfs Jónssonar saumar allskonar karlmannafatnað og drengjafatnað. Enskar húfur. VANDAÐ V E R K. — FLJÓT AFGREIÐSLA. — IIVERGI ÓDÝRARA. Komið scm fyrst og semjið áður en jólaannir byrja. Odýrasta verslun bæjarins! Hvergi betra að versla! iO°/0 atsláttur gegn peníngum! Lánsverslunin á að hverfa! Gegn peníngum og vöram ge f strokkar frá hinni nafnfrcegu sænsku strokka fabriku 35 kr. eru hjá S t. T h. J ó n s s y n i á Seyðisfirði. jeg best kjör! S t. Th J ó n s s o n. Wathnes verslun rj^uurr í vetur eins og að undanfórnu, gegn peníng- um og vörum. Kol, steinolía, matvara, kartöflur og flestar vörutegundir cru til sölu, einnig ágætt tros og saltfiskur. Seyðisfirði 31. okt. J901. Jóhann Vigfússon. Leikhús Seyðisfjarðar óskar eftir leikendum, er tak- ast vilja á hendur að leika hið nýa stykki fje- lagsins HEIMKOM AN, sem er ágætt kvöldstykki og gert hefur glim- randi lukku hvervetna. Menn snúi sjer til Éyjólfs Jónssonar. 2 til 3 samlit kattaskinn kaupir Eyj. Jónsson háu verði nú þegar. 1.0. G. T. Stúkan »Aldarhvöt nr. 72« *___________’______heidur fundi á hverjum sunnudegi kl. 4 síðd. f Bindindis’núsinu. Allir meðlimir mæ. ti. Nvir meðiimir velkomnir. Brunaábyrgðarfjelagiö »Nye danske B r a 11 d fo r s i k r i n g s Selskab* Stormgade 2 Kjöbenhavn Stofnað 1864 (-Aktiekapital 4,000,000 og Reservefond 800,000). Tckur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæj- um, gripum, verslunarvörum, innanhúsmunum o. fi. fyrir fastákveðna iitla borgun (premie), án þess að reikna nokkra borgunfyrir bruna ábyrgðarskjöl (police) eða stimpilgjald. Mcnn snúi sjer tn umboðsmans fjelagsins á Seyðisfirði , ST. TH. JONSSONAR. R i t s t j ó r i: Þorsteínn Gislason. Prentsmiðja Seyðisfjarðar.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.