Bjarki - 29.11.1901, Síða 1
Ekt blað á viku. Verð árg. 3 kr.
borgist fyrir 1. júlí, (erleudis 4 kr
borgist fyrirfram).
Uppsögn skrifleg, ógild nema komin
sje til utg. fyrír 1. okt. og kaupandi
sje þá skuldlaus við blaðið.
VI, ár. 45
Seyðisfirði, föstudaginn 29. nóvemher
1901
Fyrirlestur i Bindinciíshúsinu á sunnudag-
inn kl. 6!/a e. h, Efni: Op. 5. og 6. kap.
Allir velkomnir. D. 0st!und
Prædiken i Afholdslokalet onsdag aften
kl. 8. Emne : Udvælgelsen. D. 0stiund.
Takið eftirl
Margir færeyskir bátar í góðu
standi eru til sölu ineð vægurn kjörum hjá
Sig. Johansen.
SJÓMENN !
Bæði þið, sem búnir eruð að ^scrnja við
°g binir, sem ætlið ykkur á skip til mín
i vor, eruð vinsamlega beðnir að finna mig að
máli strax eftir komu »Egils« næst.
Sig. Jóhansen.
U ppboðsaugiýsíng,
Miðvikudaginn 4.desember næstkomandi verð-
ur haldið opinbert uppboð hjá Hansenshúsun-
um á Búðareyri og þar selt: »trawl« baua og
3ukt sem varðskipið »IIeimdal» gjörði upptækt
og akkeri setn herskipið Díana fann i sjó.
Söluskilmálar verða birtir á undan uppboð-
inu, sem hefst kl. 12. á hádegi.
Bæjarfógetinn á Seyðisfirði 2Zln.'01
Jóh. Jóhannesson.
Uppboðsauglýsing,
Mánudaginn 2. desember næs_tkomandi verð-
ur haldið opinbert uppboð á Vestdalseyri og
þar selt þakjárn o fl. sem bjargaðist úr brunan-
um hjá (Jlafi ísfeld.
Söluskilmálar verða birtir á undan uppboð-
inu, sem byrjar kl. 10. f.hí
Bæjarfógetinn á ,Seyðisfirði -3/n 01.
Jóh. Jóhannesson.
Tleiðruðum almenníngi gefst hjer með
til vitundar, að jeg undirritaður hef
keypt pt entsmiðju blaðsins *TIjarka« hjcr
og held áfram prcntiðn framvegis á
sama stað og hún var, undir nafninu:
»Prentsmiðja Seyðisfjarðar*.
Með því að fara erlendis í sumar er
leið, til Noregs, Danmcrkur og IJýska-
lands, hef jeg útvegað mjer ágæt áhöld
og geri mjer vonir unr að geta leyst
at hendi alls konar prentverk svo vel
og um Ieið ódýrt sem kostur cr á hjcr
á landi. AHir þeir sem eitthvað kynnu að
vilja láta prenta, eru því vinsamlega
beðnir um að muna eftif »Prentsmiðju
Seyðisfjarðar.«
Scyðisfirði 2s/n ,901
D 0stlund.
Sparisjóóurinn
á Seyðisfirði
gefur 4 °/0 p. a. í vexti af innlögum. Hann
-er opinn á hverjum miðvikudegi kl. 4—5 e. h.
í’eir, scm skulda sparisjóðnum, áminnast um
að borga vexti af skuláum sínum fyrir nvár.
STJÓRNIN.
»Vaitýskan.«
Austri fiytur nú Iánga grein með þessari
fyrirsögn og gerir þar — mirabtli dictu — tölu-
verða tilraun til að færa fram röksemdir i
málinu. Reyndar cr ekki svo að skilja,
að þar sjeu færð fram nokkur ný málsgögn.
I’að er Iángt frá því. Þar er riðið gömlum
og nýjum misskilníngi, sem hvorttveggja er
margleiðrjett og ætti því að vcra dottið úr
sögunni, týnd upp laungu hrakin ósannindi
cftir mótstöðumönnum Valtýskunnar og þar
fram eftir götunum. En í samanburði við
Vopnafjarðar-»snakkið«, sem nú um lángan
tíma hefur verið aðaliúnlegg Austra í þetta
mál, er þessi grein samt sem áður góðra gjalda
verð.
Fyrst gerir blaðið þá athugascmd, að frum-
varpið, sem samþykkt var í sumar, sje eigi
rjettilega kennt við dr .Valtý Guðmundsson, sje
eiginlega ekki Vaítýska. Þjóðólfur var að
hampa þessu í sumar og ljetu allir því ómót-
mælt, enda má á sama standa, hvort svo er
kallað eða eigi. Pfn þetta er að nokkru leyti
rjett og að nokkru leyti ckki rjett. Það er
rjett, að frumvarpið er fram komið sem miðl-
un milli flokkanna, eins og þeir stóðu eftir
þíng 1899 og að því 1 ;yti geta þeir báðir
talið sjer hlutdeild í því. Margir, sem voru
andvígir eldri frumvörpum dr. Valtýs, tóku
þetta sem milliveg. En Valtýska er þetta að
því leyti sem dr. Valtý og flokksmenn hans
allir tóku kröfur frumvarpsins strax á sína
arma og báru þær fram til sigurs á þínginu.
Stefna dr. Valtýs hefnr frá upphafi verið þessi
í stjórnarskrármálinu: Tökúm þær unibætur,
sem fáanlegar eru og miða til bóta, heldur en
ekki neitt; — færurn okkur í áttina, þótt ekki
sje nema með smáskrefum, heldur en að standa
alveg kyrrir. Þetta cr »Valtýskan« í mót-
setníngu við eldri stefnuna, Benediktskuna,
sem heimtaði: Alit í einu, eða þá ekki neitt.
I’á kemur blaðið með aðfinníngar minni-
hlutans á þíngi í sumar við frumvarpið, sem
samþykkt var. En við þeim aðfinníngum í
heild sínni er það að segja, að einginn Valtý-
íngur hefur haldið því fram, nje heldur því
fram, að það frumvarp sje alfullkomið, eða að
öllu í samræmi við óskir okkar. Því er þvert
á móti marglýst yfir, að því frumvarpi verði
ekki haldið fram til staðfestingar nema stjórn-
in reynist ófáanleg til að fara leingra.
Kaflinn um »uppruna Valtýskunnar* cr klausa,
sem flestir ættu að hafa áttað sig á af hvaða
toga er spunnin og vera orðnir leiðir á að
heyra. Uppruni Valtýskunnar er þcssi: Ih'ngið
hafði í mörg ár strítt við að koma fram breyt-
íngum á stjórnarskrá okkar, en allt varð áráng-
urslaust. Þá kemur dr. V. G. í hug, að rjett-
ara muni að fara aðra leið í barátlunni, en
hafði verið farin. Hann fer til stjórnarinnar
og spyr, að hve miklu leyti hún vilji láta
að óskum Islendínga. Hún segir, hvað hún
sje fáanleg til að veita. Hann skrifar svo
samþíngismönnum sínum svör hennar og iegg-
ur jafnframt til, að þeir taki þeíta heldur en
ekki neitt, segir, að mikil bót sje að því, þótt
margt vanti. Og margir fallast á þetta þegar
í stað.
i’etta cr uppruni Valtýskunnar.
Næsti kafli greinarinnar er um »aðferðina«,
þ. e. aðferðina, sem beitt hafi verið til að afla
Valtýskunni fylgis. Fyrst og firemst hefur þá
dr. Valtýr skrifað þíngmanni einum, sem
virðist ekki þá hafa verið vel við vald Magn-
úsar landshöfðingja Stephensen, að hann mundi
ekki þurfa að óttast að M. St. yrði ráðgjafi,
þótt breytíngin kæmist á. Þetta sýnist nú
nokkurnveginn leyfileg aðferð. Þótt dr. V. G.
hefði, meir að segia, reynt að spilla fyrir því,
að M. St. yrði ráðgjafi, sem alls ókunnugt er
um, þá var það ekki cinasta leyfilegt, heldur
Iíka, frá hans sjónarmiði skoðað, alveg rjett
og sjálfsagt.
I öðru lagi viröist Austra það athugavert við
aðferðina, að tarið var að ræða málið í dönsk-
um blöðum. En það, að málstaður dr Valtýs
hafi, eins og satt er, unnið fylgi við opinberar
umræður um málið, — það sannar og sýnir
það eitt, að málstaður hans hefur betur þolað
Ijósbirtuna en málstaður mótstöðumanna hans.
Að kasta því fram sem bríxlyrði, að málið.
hafi uunið fylgi með opiuberum umræðum, er
svo flónskulegt scm framast má verða.
Hitt, að ritgcrðir frá stjórnarbótarmönnum
hafi einhverntíma veríð gerðar afturreka frá
díinskum blöðum, veit jeg ekki hvort satt er eða
eldci. En sje það nú rjett að það hafi fyrir kom-
ið og það einhverntíma nú í haust, þá er að
minn.sta kosti ástæðan skiljanleg: Málgögn nýu
stjórnarinnar vilja einga ákveðna stöðu taka í
málinu meðan ráðgjafarnir eru því allsendis
ókunnugir.
Að hrekja alla missögli Austragreinarinnar um
gáng máisins á þíngi í sumar yrði of lángt mál,
enda óþarft, þar sem ýtarlega hefur verið frá
honum skýrt áður hjer í blaðinu. I fyrstu
var ágreininginum milli flokkanna, eins og kunn-
ugt er, svo varið, að hvor hjelt fram sínu
frumvarpinu. P'rumvarp minnihlutans, sem fellt
var, hefur nú feingið sama dóm í gfein, scm öll
blöð minnihlutaflokksins hafa hampað fram sem
sjálfsagðri skoðum vinstrimannastjórnarinnar
(grein »Politiken«, sem þýdd er í »Austra« og
»Stefni*) og hjá meirihlutanum á þíngi í sum-
ar, sem sje, >að það væri bæði óheppilegt og
lika ósarorýmanlegt við stjórnarlög vor.« Nú
hljóta mótstöðumenn dr. Valtýs að játa, að
eingu hefðum við verið bættari þótt fiokkur
þeirra hefði haft yfirhöndina á þínginu til þess
að koma því frumvarpi fram.