Bjarki


Bjarki - 18.12.1901, Blaðsíða 1

Bjarki - 18.12.1901, Blaðsíða 1
Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i. okt. og kaupandi sje þá skuidlaus við blaðið. Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrir 1. júlí, (erlenriis 4 kr borgist fyrirfram). VI. ár. 47 Seyðisfirði, fimtudaginn 18. desember Reikníngur yfir tekjur og gjöid kírkjugarðs Seyðisfjarðarkaupstaðar. Tekjur: Gjafir frá ýmsum.................... 579,50 Frá tombólunefndinni................ 578,35 Erá kvennfjelaginu »Kvik« .... 140,00 Frá kaupm. Sig. Jóhansen fyrir graf- reit............................... 50,00 Skuld kirkjugarðsins................. 54,47 Kr. 1402,32 G j ö I d : Skurðagröftur o. fi. . ,.557,40 Sljettun og vegir í garðinum . . 313,.° j Vegur inn að garðinum með brúm 225,26 • Portið............................. 106,56 Borgað jarðeigendum fyrir kirkju- garðsstæðið................ 200,00 Kr. 1402,32 Sundurliðaður reikníngur liggur til sýnis hjá ur.dirrituðum. Seyðisfirði 2. des. igoi. Fyrir hönd nefndarinnar, SIG. JOHANSEN. Takið eftir! Margír færeyskír bátar í góðu standi eru til sölu með vægum kjörum hjá Sig. Johansen. Sparisjóðurinn á Seyðisfirði gefur 4 °/0 p. a. í vexti af innlögum. Hann er opinn á hverjum miðvikudegi kl. 4—5 e. h. f’eir, sem skulda sparisjóðnum, áminnast um að borga vexti af skuldum sínum fyrir nýár. STJÓRNIN. Uppboðsauglýsíng. Laugardaginn 21. þ. m. á hádegi verður haldið opinbert uppboð hjer á skrifstoíunni og þar seldar útistandandi skuldir þrotabús B. Thorsteinssonar & Co. frá Bakkagerði í Borgar- firði, sem eigi hafa orðið heimtar inn. Sölu- skilmálar verða birtir á uppboðinu. Skrifstofu Norður-Múlasýslu 13. des. 1901. Jóh. Jóhannesson. ESTU JÓLA G J A FI RNAI fást í Bókaverslun L. 5 Tómassonari SÁLMABÆKUR — LjÓÐ/ SÖGUBÆKUR — FRÆÐIBÆI UR — BARNABÆKUR — MYNDABÆKUR ALBUM — MV' ARAMMAR — JÓLAKOR , —NÝJÁP' . RT—PENÍNGABUDDUR o. m. BÆKUR Ankafund heldur st. »Aldarhvöt 0.72« föstudagskvöld kl. 8 síðd. í Bindindishilsinu. Með „Agli44 er nýkomið : KARTÖFLUR, NÆPUR (kaalrabi) og hin ágætu amerikönsku HAFRAGRJÓN. SIG. JOHANSEN. 6~oL‘o"ó"r ö"‘o' o ~ö o-ö-'o1'd"'o"'o""o'o'o o o’o o‘*5*"ó* ’ I Osanníndí »Austra« leiðrjett. j i 1 „Æítirfarandi grein er send ritstjóra »Austra« j af dr. Valtý Guðmundssyni til leiðrjettíngar á ósannindum þeim, sem blaðið hefur stöðugt borið fram síðan Hannes Hafstein var hjer á ferð í haust, sem sje að dr. Valtýr reyndi að spilla fyrir því að Islendingar feingju »heima- sjórn«. fessi ósannindi eru því afkáralcgri sem dr. Valtýr er einmitt sá maður, sem mest og best fyigir því fram, að við fáum verutega og fullkomna heimastjórn, þar sem aftur á móti »beimastjórn« sú, sem »Austri« nú er far- inn að halda fram, er ekki annað en óverulegt og óákveðið kák, sem jafnvel gæti orðið til ógagns eins. Lciðrjetting dr. Valtýs hljóðar svo : Flerra ritstjóri I Samkvæmt tilskipun 9. maí 1855, 11. gr. krefst jeg þess, að þjer takið eftirfarandi leið- rjettíng í i.eða 2. númer af blaði yðar, semút kemur eftir að hún befur borist yður í hendur. Þjer hafið ( blaði yðar »Austra« XI, 39 talið sjálfsagt, að jeg mundi spilia fyrir því hjá vinstrimannastjórninni, að hún bjóði Is- lendíngum heimastjórn, sem mjer af vissum ástæðum virðist vera svo meinilla við, að jeg hafi aftekið það við Hannes Hafstein í Höfn, að jeg vildi, að við feingjum ráðgjafa Islands búsettan é íslandi. Þetta allt verð jeg að lýsa ástæðulaus- ar getsakir og tilhæfulaus ósannindi. Jeg veit ekki hverjar ástæður jeg ætti að geta halt til þess, að vera illa við, að hin æðsta stjórn sjer- mála vorra væri búsett ( landinu 'sjálfu. Jeg hef heldur aldlrei sagt neitt í þá átt. Jeg hef aldrei verið á móti því, heldur ávallt með þvi, jafnskjótt og slfkt væri fáanlegt. Híngað ti! hefur þetta vcrið ótaanlegt, og meðan svo stóðu sakir, var sjálfsagt að halda fram því fyrirkomulagi, sem best var af því, sem fáan- legt var. En nú er komin ný stjórn til valda og reynist hún fáanleg til að veita okkur full- komna heimastjórn í sjermálum vorum, þá mun hvorki jeg nje aðrir flokksbræður mínir halda fast við hina fyrri stefnu, heldur taka boði hennar tveimhöndum. Og ekki nóg með það, við höfum bæði stutt að því og munumlíka framvegis eftir megni styðj^ að því, að stjórn- in veiti okkur þetta. Um þetta geta allir sannfært sig sjálfir, ef þeir vilja hafa fyrir því, að fletta upp Þíngtíðindunum og lesa þar ávarp efri deildar til konúngs [sem skoða má sem ávarp alls Framfaraflokksins]. Þar höfum við lýst því yfir, að það sje sannfæríng vor, að sú skoðun sje cnn ríkjandi hjá þjóð vorri, að stjórnarskipun Islands sje þá fyrst komin í það horf, er fullkomlega samsvari þörfum vor- um, »þegaræðsta stjórnlandsins íhin- um sjestaklegu málefnum þess er bú- sett hjer á landi«. Hvernig er hægt að kveða skýrar á um þetta, og á hvarn hátt bet- ur unt að gefa stjórninni það til kynna, en í ávarpa ti! konúngsins sjálfs ? í frumvarpsformi var ekki mögulegt að gera það, eftir því sem á stóð. Hvernig ætti jeg nú eftir þessa yfirlýsíngu Framfaraflokksins að fara að því, að spilla fyr- ir algerðri heimastjórn hjá vinstrimannráðaneyt- inu, án þess að gánga beint á móti flokks- bræðrum rnínum? Jeg vona, að allir skyn- samir menn sjái, að slíkt nær eingri átt. Ann- að mál er það, að hvorki jeg nje aðrir flokks- bræður mínir munu gánga að liku fyrirkomu- lagi og farið var fram á í frumvarpi timenn- ínganna á síðasta þíngi, þar scm gert var ráð tyrir undirtylluráðgjáfa búsettum í Reykjavík og sama sem ábyrgðarlausum, dönsk.um yfir- ráðgjafa í Kaupmannahöfn,, sem þíngið hefði eingin áhrif á — og þetta svo k a 11 að »heima- stjórn«! Við látum okkur ekki nægja neina heimasjjórn, sem ekki er nema nafnið eitt. En fullkominni heimastjórn, sem út >á við er óháð í sjermálum lands.ns og inn á við háð vilja þíngs og þjóðar, henni tökum við með þökkum, og fyrir henni viljum við vinna, hvort sem skeiðið verður tekið í einum spretti eða fleirum. Kaupmannahöfn 12 nóv. 1901 Valtýr Guðmundsson

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.