Bjarki - 18.12.1901, Blaðsíða 3
i87
Sagt ’er að Frakka stjórn vilji ekki taka
.beiðnina aftur og að skipið eigi að fara gegn-
um sundið í banni Tyrkja, en þá á það á
hættu að verða skotið sundur í spón trá
virkjunum á landi.
Bæði England og Rússland hafa tvö herskip
að staðaldri í Bosporns, en Þýskaland, Italía
Og Austurríki aðeins eitt.
Pestin gerir enn vart við sig til og frá,
einkum í Suður-Evrópu. í>ar á móti er nú sagt .
að hún sje horfin úr Egyftalandi.
De Wet. í smábse einum á Þýskalandi |
hefur verið reist myndastytta af Búaherforingj-
anum fræga, de Wet. Myndin er gerð fyrir ein-
kennileg samskot. Fornafn de Wets er Krist-
ján. Nefndin sem íyrir samskotunum gekk
gaf út áskorun til allra Kristjána í þýska rík-
inu að reisa þessum nafna sínum minnismerki.
í smábænum, þar sem samskotin voru byrj-
uð, voru 18 Kristjánar og þeir byrjuðu sam-
skotin og gáfu allir. I nefndinni voru auðvit-
að tómir Kristjánar. Nú er myndastyttan full-
gcrð og myndir af henni fljúga í blöðunum um
allan heirp. Það er stór brjóstmynd á háum
fótstalli og neðanvið liggur mynd af ófreskju,
sem á að tákna hörmungar og skelfingar þær
sem ófriðurinn skapar.
De Wet er frægastur allra foringja Búa;
hann verst Bretum enn og gerir þeim margan
óskunda, þótt hann hafi nú aðeirs yfir t — 2
þús. manna að ráða.
um við stöðugt að launa nokkrum uppgjafa-
ráðgjöfum — það gæti orðið töluverður
ábætir við hin embættismannalaunin. Og þar
við bætist svo slirifstofukostnaðurinn. Hannei
nú á ráðaneytisskrifstofunni í Khöfn um 18000
kr. Það er því töluvert álitleg upphæð sem
rikissjóðurinn losnaði við og velti yfir á land-
sjóðinn með þessu móti. Auk þessa mundi kostn-
aðurinn við ferðir ráðgjafans aftur á bak og
áfram nema töluverðri upphæð.
I kostnaðinn væri auðvitað ekki horfandi,
ef í aðra hönd biðist veruleg heimastjórn, sam-
kvæm eldri kröfum okkar.
En ef Reykjavíkurráðgjafinn ætti að vera
bundinn af dönskum yfirráðum, svo að á-
hrif hans yrðu í reyndinni ekki önnur en lands-
höfðíngjans nú, þá ynnu n víð það eitt við það,
að fá þessa »aðalkröfu« Austra uppfyllta,
búsetu ráðgjafans hjer heima, að við feingjum
að launa honum úr okkar eigin vasa. Yfir-
stjórnin yrði eftir sem áður í Kaupmannahöfn,
en d nska vinstrimannastjórnin hefði losað
ríkissjóðinn við að launa Islandsráðgjafanum,
gjöld sem ríkissjóðurinn tók að sjer þegar
fjárhagur landanna var aðskilinn.
Aðalkrafa okkar í stjórnarskrármálinu á að
vera sú, að efla vald þíngsins, að gera ráðgjafa
okkar háða áhrifum þess og þjóðarinnar, en
óháða út á við.
Nil í höftum.
Aðalkrafa Austra i stjórnarskrár-
málinu.
I síðasta töiubl. Austra segir, að aðalkrafan
í stjórnarskrármálinu sje sú, »að ráðgjafinn
sitji heima á Islandi*.
En því fer fjærri að þetta sje rjett, ef bú-
setunni hjer heima fylgja þeir annmarkar, að
íslenski ráðgjafinn verði að standa undir eftir-
liti einhvers af dönsku ráðgjöfunum, eða verða
einskonar undirráðgjafi hans. Með því fyrir-
komulagi yrðum við litlu bættari. Ráðgjaf-
inn yrði ekkert annað en samskonar milliliður
milli Kaupmannahafnarstjórnarinnar og alþingis
eins og landshöfðingi er nú.
Það er eingin ástæða til þess að gapa af
feiginleik yfir því, þótt blöð vinstrimanna
lýsi því yfir, að þeir hafi ekkert á móti að
íslenski ráðgjafinn sje búsettur í Reykjavík,
fyr en stjórnin hefur svarað þeirri spurningu
hvaða skilyrði frá hennar hálfu fylgi búsetunni.
Og það svar er enn ekki komið.
Það má ekki leggja ofmikla áherslu á bú-
setuna út af fyrir sig. En það er hætt við að
mörgum verði að gera það; að þcir vilji vegna
hennar einnar taka við fyrirkomulagi, sem í
reyndinni yrði ef til vill eingin framför frá
því sem er.
Stjórnin hefur meðftam eigingjarnar hvatir
til þess að vilja flytja búsetu ráðgjafans til
Reykjavíkur. Búsetu hans þar á sem sje að
fylgja það,fað við launum honum sjálfir, en
það er sparnaður fyrir ríkissjóðinn. Og hugs-
um okkur, að auk hins starfandi ráðgjafa yrð-
Fyrir 30 öldam var Egyptaland helsta
menningarból heimsins. Rómaborg var jafn-
vel aldrei eins voldug og Egyftaland á dögum
faraóanna. A ríkisstjórnarárum Ptolomeus-
anna var velmegun mjög mikil í Egyftalandi.
Það var kornforðabúr heimsins og aldingarður.
Landið var mjög frjósamt og uppskeran fór
þar fram þrisvar og jafnvel stundum fjórum
sinnum á ári. Þessi frjósemi var Nílfljótinu að
þakka. Þvi Egyptaland er þurt og sólarhitinn
þar brennandi á sumrin. En við upptök Níl-
fljótsins fellur mikið regn á vissum tímumárs-
ins svo að ákafur vöxtur hleypur í fljótið.
Með þessu vatni berast ógrynnin öll af mold
og jurtaleyfum frá efri straumfláka fljótsins
niður til Egyftalands. Þar flóir fljótið yfir sljett-
lendið meðan vöxtur er í því, en þegar hann
þverrar og fljótið dregst aftur niður í farveg-
inn liggur áburðarlag eftir yfir tandinu og
þetta veldur frjósemi jarðvegsins. Eyjarnar 1'
mynni Nílfljótsins eru eingaungu myndaðar af
þessum framburði fljótsins og þvf mjög frjó-
samar.
A dögum faraóanna var fljótinu veitt eftir
stórum skurðum viða um landið, en sfðan var
skurðunum ekki haldið við svo þeir fylltust
og urðu að eingum notum; hinn stærsti af
þessum skurðum, Bahr-Jusuf, þ. e. Jóscfsvatnið,
er þó enn opinn og ber vott um framtakssemi
forn-Egyfta. En siðastliðnar 30 aldir hefur
landinu farið aftur.
Na, óleon mikli hugsaði sjer að gera stórar
vatnsveitínga í Egyftalandi og tvöfalda með
þeim hið ræktaða Iand. Síðari stjórnendur
þess hafa og oft ætlað sjer hið sama, en fjár-
hagur landsins hefur ekki leyft það. Þó gerði
Mehemed Ali kostnaðarmikla tilraun. Hann
fjekk franskan verkfræðíng til að standa fyrir
verkinu. Landsmenn voru skyldaðir til að
vinna að því og barðir áfram með svipum
eins og ísraelsmenn forðum daga. Það sem
vinna átti var, að hlaða ákaflega stóran stýflu-
garð í nánd við Kairo. Að verkinu var unn-
ið í 20 ár, því fljótið ' eyðilagði og skemmdi
alitaf mikið þegar vöxtur kom í það. En þeg-
ar stýflugarðurinn var fullbúinn og lokað var
fyrir framrás vatnsins, reyndist garðurinn of
veikur. Hann gliðnaði og við sjálft lá að
hann fjelli, en hefði svo tarið, þá var bæði líf
og eignir fjölda manna í voða. Menn flýttu
sjer að opna lokurnar og vatnið braust fram
án þess að fella múrinn. En nú var sannað
að hann var ónýtur. Franski verkfræðíngur-
inn hvarf skyndiiega og menn frjettu ekki til
hans í mörg ár. Síðar kom hann fram í Kairó
og var þá svo fátækur að hann jafnvel leið
suit. Enska stjórnin útvegaði honum þá ár--
legan ltfeyrir sem þóknun fyrir verkið. Það
sýndi sig að peníngaþraunginni var tremur um
að kenna, hvernig farið hafði, en ódugnaði
eða kunnáttuleysi mannsins.
Þegar Bretar höfðu náð ráðum á Egyfta-
landi, voru verkfræðíngar, einn eftir annan,
sendir til að skoða flóðgarðana við Kairo í
þeirri von, að gera mæcti við þá. Eínn lagði
til að í stað þess að verja fje til að endur-
bæta þá, Tæri rjettara að kosta nokkrum, þús-
undum til að spreingja þá í loft upp. Annar
sagði að gera mætti við þá fyrir 18 millj.
króna, þriðji bauðst til að taka að sjer við-
gerðina fyrir 9 millj. Boðið var þegið. Verk-
fræðíngurinn, sem fyrlr viðgerðinni stóð, hjet
Villcocks. Honum tókst að gera svo við flóð-
garðana, að þeir hafa reynst vel. Síðan því
var lokið eru 12 ár. A þeim tíma hefur rækt-
aða landið verið aukið svo með vatnsveitíng-
um að kostnaðurinn við aðgerðina er þegar
fullkotrlega borgaður með rentum.
Þegar reynsla var feingin fyrif árángrinum
af þcssu, kom Cromer lávarði í hug, að reyna
mætti að rækta Efra-Egyftaland á sama hátt.
Villcocks var feiugin ti! að fara þángað rann-
sóknarferð og fóru til hennar nokkur ár. Hann
gaf skýrslur og áætlanir um kostnaðinn, en
mönnum kom ekki saman um, hvort fyrirtæk-
ið mundi borga sig. Frakkar, sem áttu þátt
í stjórn landsins, neituðu öllum f ramlöguja.
Villcocks varð leiður á mótspyrnunum og neit-
aði að fást meira við málið. En Caomer lá-
varður hjelt áformi sínu fast fram og loks fór
svo, að hann fjekk því framgeingt.
Nokkrir menn í Lundúnum tóku sig saman
og sneru sjeru til frægs verkfræðings, B. Bak-
er sem byggt hafði Forth-brúna. Honum leist
vel á fyrirtækið, en loforð um fjárframlag
fjekkst hjá alkunnum bánkara í Lundúnum, E.
Cassel. Síðan buðu þessir menn landsstjórninni
að taka að sjer fyrirtækið, byggja tvo stóra
flóðgarða og grafa vatnsveitingaskurði þá sem
nauðsynlegir þóttu, án þess að taka við ein-
um eyri fyrir verkið fyr en því væri lokið,
Kostnaðurinn var áætlaður 92 millj. kr. og
átti að endurgjaldast á 30 árum. Útgjöldin
urðu þannig rúmar 3 millj.kr.árlega, en aftur
á móti var áætlað að ágóðinn af vatnsveiting-
unum mundi árlega nema 7 millj. króna.
I.andstjórnin gekk að tilboðinu, samningar
voru undirskrifaðir og strax byrjað á verkinu.