Bjarki


Bjarki - 24.12.1901, Side 3

Bjarki - 24.12.1901, Side 3
sinni hálfu að hætt vcrði við útleggíng nýa- testamentisins og það af henni ónýtt sem þeg- ar er orðið til. Tyrkland. Tyrkastjórn kvað nú leyfa herskipi Frakka »Mouett«, að fara gegnum Bosporus og þar með mun 'úllum ófriði milii Frakka og Tyrkja lokið í bráð. ÍSL. PÓLITÍK í KHÖFN. Kvöldið 29. f. m. hjelt Finnur prófessor Jónsson fyrirlestnr um stjórnarskrárþrætu okk- ar í fjelagi danskra stúdenta í Khöfn. A eft- ir urðu lángar umræður um málið. Útdráttur úr því sem þar var sagt hefur ekki sjest hjer enn. En Finnur Jónsson er einn af þeim mönnum sem virðist allt vera feingið rreð búsetu einhverrar ráðgjafanefnu í Rvík, þótt völdin verði eftir sem áður í Khöfn í höndum einhvers af dönsku ráðgjöfunum. Auk Finns töluðu á fundinum Oktavius Hansen málfærs'iumaður, N. I. Larsen þíng- maður, Scavenius kammerberra, Klemens Jóns- son sýslumaður og dr. Valtýr Guðmundsson. Tveir hinir fyrnefndu Danir eru vinstrimenn, hinn þriðji hægrimaður. Þeir voru allir sam- dóma um það, að flytja mætti búsetu ráðgjaf- ans til Rvíkur og Islcndíngar mættu launa honum. Annars hafði komið fram í ræðum þeirra ekki lítill skortur á kunnugieika á mála- vöxtum. Dr. Valtýr hefur sjálfsagt skýrt fyrir fund- armönnum, að Íslendíngar tækju ekki við sams- konar frumvarpi og tíumannafrumvarpinu frá í sumar. Annars lýsti hann kröfum Islendínga í hinurn eldri frumvörpum og hjelt fram því fyrirkomulagi sem farið er fram á í frumvarp- inu frá ’8g. Hann sagði, að slíkt fyrirkomu- lag mundi ná almennu fylgi Islcndínga og þar gæti hin nýa stjórn mætt kröfum þeirra. Þetta fyrirkomulag taldi hann æskilegast. Dr. Valtýr og flokksmenn hans gera sllt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að við fá- um fullkomna heimastjórn, landstjóra, búsett- an í Rvík, með ráðgjöfum eða ráðgjafa. „Einkermileg; greftrun.44 — o — Bjarki hefur verið beðinn fyrir svo látandi svar uppá aths. Austra f síðasta tbl. með þessari fyrirsögn: Skafti Jósefsson hefur i síðasta tbl. Austra minnst á jarðarför Sigurðar sál. Einarssonar og þar sagt frá því, að ekki hafi verið súng- in þau vers úr sálminum : »Allt eins og blómstrið eina«, sem nafn Jesú Krists stend- ur í. Að sjerstaklega er getið um þetta virðist benda á, að höf. álíti það á einhvein hátt hneykslanlegt, annaðhvort fyrir viðkomandi persónur, Sigurð sál. og ekkju hans, eða þá sálminn og höfund hans, eða að hinn látni hafi ekki virt svo mikið Krist og kenníngar hans, að hann vildi hans minnst við jarðarför sína. Til þess að láta höf. og aðra skilja, að hann hefur hjer strandað á skeri skilningsleysis og þekkingarleysis á því sem hann talar um, þá vildi jeg segja hjer að lútandi nokkur orð: Höf. er það fullkunnugt, að þau hjón, Sig. sál. og Arnbjörg ekkja hans, tilheyrðu eigi þjóð- kirkjunni og ylðurkenndu ekki trúna á guð- ! dóm Krists og endurlausnarkenníngu kirkjunn- ! ar. Nú vill svo til, að í þessum sálmi — þó ! hann sje Ijómandi failegur — er þetta trúar- | atriði einna greinilegast viðurkennt og játað ! af hinu andríkasta sálroaskáldi og mesta trú- \ i ; j rnanni sem landið hefur átt. ! Finnst höf. nú nokkur samkvæmni í því að þessi sálmur hefði allur verið súnginr. við þetta tækifæri? Getur ritstj. álitið a5 sálminum og höf. hans ' hafi verið gjörð nokkur vansæmd með því, þó þessi erindi eigi væru súngin ? í Jeg get als eigi sjeð það. Einginn efast um að sálmaskáldið mikla hafi trúað því sem hann tekur svo skýrt fram : : sálminum, án þess þó að hann hafi ætlast : til að sálmurinn samsvaraði trúaþörf alira um ' aldur og æfi. j Ilvað hitt snertir, sjest það svo áþreifan- ) lega nú, eins og svo oft áður, hve þeir, serr. ! með þjóðkirkjunni halda verða sjer til opinberrar j minkunar án þess þeir viti eða athugi það, að j þeir jafnvel sjá ekki vit í öðru en því sem í fult eraf hræsnis kreddumogyfirdrep- skap. | Hvað því þriðja viðvíkur þá veit jeg það, að i hinn látni virti Krist og kenníngar hans og breytti eftir þeim, svo að jeg efast um að ritstj. komist þar með tærnar sem hinn látni hafði hælana. Sigurj. Jóh, Nii í höftum. Niðurl. Flóðgarðurinn við Assuan er 3 kflom. á lengd. Hann er úr granit og hæðin .27 m. yfir minnstu vatnshæð fljótsins. Breiddin að ofan er hjerumbil 18 m. F.ftir þeim garði á að leggja járnbtaut. Til þess að byggja þennan garð varð að veita fljótinu úr farveginum. Gegnum garðinn eru 180 recnur, en iokurnar fyrir þeim og umbúningurinn í kring úr stáli. Sá útbúnað- ur er uppfundning ensks manns, F.M. Stoneys, og er svo Ijett að lyfta Iokunum að hvert barn getur það. Garðurinn við Assuan myndar vatn sem er 225 kílom. á iengd og inniheldur eina billjón tonria af vatni. 8500 verkamenn hafa unnið að verkinu og skifst á, svo að sumir hafa unnið á nóttunni, aðrir á daginn. Grjót- ið, sem garðurinn er byggður úr, er höggvið út úr sömu klettunum, sem forn-Egyftar hjuggu úr Kleópötrunálina og fleiri stórsmíði því lík og í sumum af þessum klettum sjást enn förin eftir meitlana sem unnu á þeim fyrir 30 öldum. Assíut 'er 500 kílom. neðar en Assuan. Flóð- garðurinn þar er minni, en þó að mörgu leyti merkilegri; hann cr jafnvel talinn eitthvert hið merkilegasta mannvirki, sem gert hefur verið- Þessi garður er alls ekki grafinn niður í botn fljótsins til að fá undirstöðu, eins og garður- urinn við Assuan, heldur er 3 m. þykkt og 26,5 m. breitt múrgólf ia_t á fijótsbotninn 12 m. undir lægstu vatnsstöðu fljótsins og þetta múrgólf ber garðinn. Hann er Soo m. á lengd og gegnum hann 111 rennur. Vestan- við garðinn er 15 m. breitt sund,se.n skipum er ætlað að fara um. Verð hins ræktaða lands sem myndast við vatnsVeiíingar frá þessum tilbúnu stöðuvötnum er rciknað 11/2 millíarð króna. Þessi stórvirki breyta gersamlega hinu núverandi ástandi Egyfta- lands; það verður að líkindum mestu auðland heimsins. Flóðgarðarnir í Nrl eru hið stærsta mann- virki, sem unnið hefur verið og verða ævaranui mhnismcrki um yfirrúð Breta yfir Egyftaland’, cins og pyramfdarnir gömlu standa enn sem minnismcrki um velmegun landsins á döguiii faraóanna. Seyðisíirði 24. des. 1901. Tíðin óstöðug. Undanfarandi daga stillur og góð- viðri, en gekk í hríð í gær með mikidi snjókomu. »Egill kom að norðan á sunnudagsnótt og fór hjeð- an aftur í gærmorgun. Ilann kom með póst frá Norður og Vestudandi og frá Reykjavík. Engin stórtíðindi sögð önnur en bruninn á Akureyri. Með Agli kom hingað Jón Ólafsson faðir Björns ritstjóra Stefnis. Skariatssóttin er nú komin í Loðmundarfjörð, að Klippstað, og hcfur flest af fólkinu jrar veikst, bæði fullornir og börn. »NorðurIand« segir veikina mikið að breiðast út í Skagafirði. Fundur var haklinn nú fyrir helgina í Pöntunar- fjelagi Fljótsdada til j)ess að velja ptöntunarstjóra í stað Jóns í Múla. Kosningu hlaut Jón Stefánsson, sá er híngað kom fyrir tveim árum úr Filippseyja- ófriðnum. Auk hans sóttu KristjánBlöndal verslunar- rnaður á Sauðárkróki og Hermann Jónasson búfr. og al[)m. á Lingeyrum. Jón í Múla er orðinn umboðsmaður L. Söllners við kaupfjelögin hjer á landi, eins og Jón Vídalín var áður, en mun ætla að búa hjer iramvegU. 2 fyrstu tölubl. af hinu nýa blaði Vestfirðínga, »Arnfirðingis, eru nú komin. Hann er í nokkru stærra broti en Bjarki, á að koma út 36 sinnum á ári og kostar aðeins 2 kr. 50 au. Lað lítur út fyrir að hann muni seljast vcl hjer, því á lítilli stundu eftir að hann kom í land tjekk hann um 20 kaupendur. Alexar.der Durnas (framb. Dyma), hinn eldri heimsfrægi rithöfundur með því nafni, bauð sig einu sinni frain við kosningar til opinberra starfa og mælti með sjér á þennan hátt: Hann hefði í sam- flcytt 20 ár unniðiotíma á dag, eða í allt 73000 tíma og á, þessum 20 árum skrifað 400 rómanabindi og 35 'eib.it Rómanarnir hefðu veitt setjurunum við prer.t imiðjurnar atvinnu og laun sem næmu 264- 000 frat nkum, prenturunum 528000, pappírssölunum 633000, bókbindurunum 120000, bóksölumönnun- um 2,400000, leigubókasöfnunum 4,5Scfooo, Að öllu samantöldu sagði hann að rómanar sínir^hefðu veitt 692 mönnum stöðuga atvinnu í 20 ár með 3 fr. dag- launum. Leikritin 35 sagði hann væru tij jafnaðar hvert um sig leikin 100 sinnum og hefð.i leikhús- stjórarnir feingið fyrir þau 1,400000 fr., leikararnir 1,250000 fr, leiktjaldasmiðirnir 210000. fatasölumenn- írnir 149000. Ieikhúsaeigendurnir 700000, skradd- ararnir 50000, klippararnir 93000, saungvararnir 157000 og fátækrasjóðirnir (í skatta) 630000. Sam- tals hefðu leikritin veitt 1450 mönnum 'stöðuga at- vinnu í 10 ár Alexander Dumas fjekk sjálfur of fjár fyrir rit sín, en hann eyddi því jafnskjótt og hann .túk á móti því. Þegar hann dó fundust hjá honum einir 20 fránkar, en.þá hafði hann tekið til láns hjá syni sínum.

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.