Bjarki


Bjarki - 15.01.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 15.01.1902, Blaðsíða 2
2 »vænti jeg bæði að tilheyrendur mínir hafi skilið mig og gert sjer ljósa grunndvallarhug- myndina í ræðuminni.< Chamberlam heldur’áfram: »Við getum ekki dregið upp boga Oddisevs. Við getum ekki náð Bright, þar sem hann kemst hæst, en við getum allir líkt eftir hon- um í því, að spara einga fyrirhöfn, þegar um það er að ræða, að útlista sannleikann fyrir öðrum.« Nokkrir af þeim, sem lýstu skoðun sinni á málinu, gerðu Chamberlain að umtalsefni. »Framan af«, segja þeir, «leit svo út, sem Chamberlain lærði ræður sínar utan að með mikilli fyrirhöfn. Hann var reyndar allt af ljós, en jafnframt nokkuð stirður.« Einn seg- ir : »Það gat ekki hjá því farið, að menn tækju eftir læðum hans, lærðu af þeim og skemmtu sjer við þær, vegna þess, hve skiln- íngur hans var skarpur og þráðurinn í ræð- um hans ljös og laglega spunninn. En jafnframt voru ræður hans, einkum framan af, helst til öþjálar að forminu til, sem bendir á, að þær voru allt annað en augnabliksverk, að þær voru búnar til fyrirfram og nú sama sem lesnar upp — eítir nákvæman undirbúníng og mikla fyrirhöfn.* Sagt er um Chamberlain, að einu sinni sveik minnið hann mitt í ræðu, og varð hann þá að hœtta við svo búið án þess að setja enda á ræðuna. Annar af þeim, sem lýstu áliti sínu á málinu, var Charles Dilke, sem líka er frægur mælsku- maður í enska þínginu. Hann kvaðst fyrst hafa æft sig í stúdentafjelaginu í Cambridge. Þar hefði aðaláherslan verið lögð á að hafa ræðurnar sem Ijósastar og ríkastar af rök- remdum, en minna skeytt um málið og hinn ytri búníng. Við háskólann í Öxforð hefði verið gert þvert á möti. En þetta hefði stöðugt fylgt sjer síðan. Hann sagðist reyna að skilja málin sem best, skrifa hjá sjer mörg einstök atriði, en anr.ars eingan undirbúning hafa að þvi er tramsetninguna snerti. Annars sagði hann, að »slagorðin« kjarnyrði eða fyndnar setningar, sem .fiýgju mann frá manni, væru varla nokkru sinni hugsuð eða búin til f sömu svipan og þau væru sögð. Mikið væri og komið undir málrömnum. Mörg af hinum' »fljúgandi« orðum og setningum eftir John Bright hefðu hljömað miklu hversdagslegar í munni manns, sem ekki hefði haft jafn-skýra og hijömmikla rödd. Hann sagði að mikið væri undir því komið, að byrjun og endir tækist vel. Sir Ch. Dilke kom á þing 1868 og þótti framan af þingmennsku sinni tala illa. En i877-er hann talinn með áhrifamestu mælsku- mönnum þíngsins. Sir Henry Fowler, sem er þingmaður, mála- flutningsmaður og fyrverandi ráðgjafi, sagði, að þau*20 ár sem hann hefði setið í enska þinginu,' hefði ræðustíll þingmannanna tekið miklum breytíngum. Nú væru þær ræður mest metnar, sem sýndu mesta þekking á umræðu- efninu, en minna hugsað um formið en áður. Nú^ væri eins og margir »læsu upp« ræður sínar, en áður hefði ’fsú aðferð þótt óhœf í þinginu. Hann sagðist einga ákveðna aðferð hafa til úndirbúnings, en einga fyrirhöfn spara til þess að undirbúa sig sem best; stundum væri uppkast sitt til einnar klukkatíma ræðu á einu arki, stundum á mörgum. Hann vildi ekki ráða (öðrum til að tala eftir minni en þcim, sem^væru mjög minnugir. Bright hefði oft kunnað ræður sínar utanað, en þö venju- lega talað eftir uppköstum, sem hann hefði skrifað á ferhyrnda miða. Lord Churchill hefði sagt sjer, að hann kynni ræður sínar utanað, þegar hann hefði skrifað þær einu sinni. Gladstone, sem var framúrskarandi ljett um mál, reiddi sig aldrei á minnið. Hann var vanur að búa sig út með hlaða af uppköstum, þegar hann ætlaði að halda lánga ræðu, en venjulega þurfti hann ekki á þeim að halda. Annars sagði Fowler, að mælska væri með- fædd list, sem ekki gæti lærst. Hann sagðist gefa mönnum almennt það ráð, að undirbúa sig sem best, að því er snertir þráðinn í ræðunni og röksemdafærsluna en að því er snertir orðalag og framsetning, skyldu menn láta sjer nægja það, sem þeim dytti í hug í svipiun. Peel lávarður benti á bók um þetta efni eítir enskan biskup, nafnfrægan ræðumann. I þeirri bók svarar biskupinn spurningunni, sem hjer er um að ræða, svo: »Jeg mundi segja við hvern ræðumann: Hugsaðu, hugsaðu og hugsaðu enn og aftur, þángað til þú hefur skilið hið verulega í efn- inu frá hinu óverulegu — þángað til þjer er full-ljóst, hvað þú þarft að segja. Hugsaðu, hugsaðu upp aftur og aftur um áheyrendurna, til þcss að þú getir sagt það, sem þarf að segjast, á þann hátt, að það skiljist. Og eftir að þú hefur undirbúið þig sem best, þá hugs- aðu, hugsaðu upp aftur og aftur, þángað cil það sem þú ætlar að segja er skýrt og fast í huga þjer. Orðin eru verkfærið, og sá kraftur sem beitir þeim best, er áhuginn á að segja það, sem segja þarf, samfara skýru yfir- liti yfir efnið.« Annar merkur rœðumaður úr klerkastjettinni, Dr. Clifford, gaf svohljóðandi skýrslu um sína aðferð : 1. Jeg legg sem best niður fyrir mjer at- vikin og þráðinn í .hugsuninni. 2 skrifa upp, það sem jeg vil segja, svo nákvæmlega sem tíminn leyfir. 3. Umskrifa það aftur og Iaga það í ný. 4. »Sjóða það saman«, svo jeg fái sem styttst yfirlit yfir það sem segjast þarf. 5. Reiða mig ekki á það sem jeg hef skrifað, en gefa sálunni svifrúm til að víkja frá því, ef svo vill verkast. 6. Gera mjer vel ljóst, hver áhrif jeg vil vekja, og beita síðan öllum kröftum í þá átt. Ennfremur gefur hann þessar reglur: 1, Gleymdu aldrei að tala Ijóst. Það er höfuðskilyrðið fyrir því, að það sem sagt er hafi áhrif. 2. Til þess áð heyja þjer orðafjölda, þá Iestu bestu rithöfunda og taktu sjerstaklega eftir öllum völdum orðum, orðum sem lyfta setníngunum upp í hærra veldi og hefja þær yfir hið hversdagslega. 3. Til þess að tryggja þjer vald yfir sjálfum þjer, þá gleymdu þjer á þann hátt að þú fyllir sálina, tilfinníng og hugsun, með efninu og tilgángi ræðunnar. 4. Sífeld vinna er höfuðatriðið; aldrei að láta hugfal!ast.« Spyrjandinn bætir því við, að áheyrendur þessa fræga prests munu síst gruna, að hann hafi svo mikið fyrir ræðum sínum. Þetta eru helstu svörin. Lord Kimberley sagði: »Jeg skrifa aldrei ræður mínar. Eigi jeg að halda lánga ræðu, skrifa jeg aðeins hjá mjer fáar og stuttar setníngar. Jeg bý mig ekkert undir, en treysti á þekkíng mína á málefnunum.« Kynbætur á hestum. —n — Einkennilegt má það heita, hvað lítið við ís- lendíngar gerum til umbóta á hestakyni okkar. Það getur þó naumast verið af þv/, að við ekki sjáum, að mikið vanti á, að það sje í því lagi, sem það gæti verið, ef við legðum stund á að rækta það. Allir h'jótum við að játa, að hest- arnir eru eitt af okkar þörfustu dýrum, því án þeirra gætum við ekki lifað. Okkur ætti því að vera ant um þessar afar-nauðsynlegu skepn- ur, og því œttum við að gera okkur meira far um góða meðferð á þeim, og um leið reyna til að bæta kyn þeirra. Eitt er víst, að ef við gætum stækkað kynið svo mikið, að meðalhestur væri 55 þuml. á hæð, í staðinn fyrir að nú er meðalhestur tal- inn vera 50 þuml., þá fengjum við töluvert hærra verð fyrir þá hesta, sem keyttir eru til útflutnings, heldur en við fáum nú. Einglendíngur, sem feingist hefur við sölu á íslenskum hestum nú nokkur undanfarin ár, sagði mjer, að ef hestar þeir, sem til útlanda væru sendir, væru að meðaltali 4 þuml. hærri, þá mundi að minnsta kosti fást þriðjúngi hærra verð fyrir þá. Það eitt ætti því að vera nóg hvöt, til þess að við færum að gera tilraun með að stækka hestakynið. Síðan fjársala til útlanda hætti, hefir hrossa- sala í mörgum hjeruðum verið það helsta, sem sveitabændur hafa getað feingið penínga fyrir. En þótt við nú alls ekki tókum tillit til út- flutníngs á hestum, þá ætti okkur samt sem áður að vera ant um að bæta hestakynið, bæði vegna þess, að stórir hestar eru all-oftast sterk- ari, og eins það, að víst er að stórir hestar seljast töluvert hærra verði manna á milli, heldur en þeir smáu. Það veit jeg af eigin reynslu. Nú undanfarin nokkur ár hafa á sumum stöðum hjer á landi verið gerðar tilraunir með að bæta hestakynið. Þó mun það mest hafa geingið í þá áttina að uppræta skjótta litinn, sem einnig er mjög^ nauðsynlegt, en híngað til mun hafa verið mjög Iítið gert til þess að stækka kynið. Það hafa verið gerðar sýslusamþykktir um kynbætur hesta, en þær hafa gefist misjafnlega, enda viða haft of lítið eftirllt með að þeim væri hlýtt. Jeg er því alveg viss um, að með því fyrir- komulagi, sem nú er, megi ekki vænta veru- legra framfara í hestaræktiuni. Það sem okkur því vantar til þess að við getum komið hestakyninu f það horf, sem það ætti að vera í, er regluleg kynbötastofnun, þar sem aldir væru upp stórir folar, og frá þeirri stofnun ættu svo bændur að fá kynbótafola. Auðvitað þurfa svo merarnar, sem þessir folar væru notaðir til, að vera stórar. Þá er víst, að við þurfum ekki að bíða mjög mörg ár, þar til við förum að sjá töluverðar umbætur í kyninu. Slík stofnun hlyti að hafa töluverðan kostn- að í för með sjer, en hún mundi með tím- anum borga sig, ef rjettilega væri að farið. Hjer á landi sem annarsstaðar ætti að vera tvenns konar hestakyn, alveg fráskilið hyort öðru, það er að segja reiðhesta og áburðarhesta, en of mikinn kostnað mundu tvær stofnanir hafa í fór með sjer, enda mjög örðugt, eins og nú stendur, að að- greina kynin, meðan hestakynið er svo að segja óræktað. Ea ef við hefðum eina

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.