Bjarki


Bjarki - 06.02.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 06.02.1902, Blaðsíða 2
2 í landinu sjálfu, og í líka átt hafa raddir heyrst frá öðrum Islendíngum Sumir vilja ráða milinu til lykta með því að fá tvo sjerstaka íslenska ráðgjafa, annan búsettann í Reykjavík, en hinn í Khöfn, þann- ig að Reykjavíkurráðgjafinn hafi aðallega á hendi heimamálin (den lokale administration.) og standi t' sambandivið þíngið, en komist aðeins í samband við hans hátign konúnginn fyrir milligaungu Kaupmannahafnarráðgjafans. Slík tvöfeldni yrði svo greinilegur ogsvo mikillgalla- gripur, einkum ef ráðgjöfunum baeri eitthvað á milli, og jafnvel þ6 samvianan væri góð, að hún hlýtur að álftast með öllu óhafandi. Hjer verður að velja um eitt af tvennu. Annaðhvort verður Islandsráðgjafinn með stjórnardeild sinni að vera búsettur t' Kaup- mannahöfn, eða hann verður að vera búsettur með stjórnardeildinni í Reykjavík. Sitji ráð- gjafinn í Kaupmannahöfn, verður hann að fara til Reykjavíkur þegar þíng eru, eða nauðsyn- iegt þætti af öðrum ástæðum að hann væri staddur á Islandi. Sitji hann í Reykjavík, verð- ur hann þá er nauðsyn krefur að fara til Khafnar. Hinn fyrri kostur er í samræmi við frumvarp Dr, Valtýs. Hinn stðari kosturinn liggur enn ekki fyrir í frutrvarpsformi. En eins og konúngsboðskapurinn ber með sjer er það fyrirætlun stjórnarinnar, aðleggja fyrir alþingi frumvarp, er fari fram á, að ráð- gjafi Islands sitji með stjórnardeild sinni í Reykjavík Annars eiga að vera í þessu frum- varpi aliar sörnu breytingar á stjórnarskránni og stóðu í frv. Dr. Valtýs. í’að er þvt nú íslendfngum t sjálfs vald lagt að láta alþíng skcra úr, hvor kosturinn, sjeð með íslenskum augum, er meita fullnægj- andi og bctur fallinn til þcss að fá enda á stjórnarskrárbaráttuna. Hvorutveggju úrslitin hafa t sjer fólgnar miklar framfarir fyrir Islendt'nga. Því eftir báðum ná þeir því lángþráða takmarki, að æðsta stjórn (óvcrste aðministration) landsins verði íslensk < raun og veru. Á móti frumvarpi Dr. Valtýs Guðmunds- sonar hefur vcrið og mun verða haft það, að fslandsráðgjatinn dvelji bæðt sjaldan og stutt í einu á Islandi. Á móti frumvarpi stjórnarinnar verður haft það, að íslandsráðgjafinn yrði* bæði s|aldan og stutt í einu I aðseturstað stjórnarinnar til að gæta þar hagsmuna íslands. En hvorutveggju mótbárurnar eru 'sprottnar af því sem eingin lög geta lagfært: hvað fs- land er lángt frá Kaupmannnahöfn. Þar se.n frumvarp dr. Valtýs breytir eingu tit um stjórnarháttu íslands frá því sem nú er, nema þvt', að það verður ráðgjafinn í stað landshöfðingja sem mæíir á alþingi, þá yrði það aftur á mótt sjátfsögð afleiðíng stjórnar- frumvarpsins að vt'ðtækar breytíngar yrðu að koma á stjórnarformið innanlands. Fyrst ráðgjafi íslands cr búsettur á íslandi <»g hefur stjórnardeild sfna þar, þá verður ís- 3and að sjálfsögðu að standast sjálft kostnað- inn af þessu fyrirkomulagi. Þó mundi varla ueitt verða j«vf til fyrirstöðu að hinn danskt ríkissjéður kostaði undirskrifstofu Islandsráð- gjafa í Kaupm.höfn, ef Islendíngura þætti þörf á að ráðgjafinn befði undirskrifstofu þar. Island feingt að vfsu með þessu fyrirkomu- lagi talsverð útgjöld sem ekki hafa áður hvílt á landinu. Ea á hinn bóginn hefur aftur bú- seta ráðgjafans og stjórnardeiJdar hans á ís- landi það í för með sjer, að ýms núverandi útgjöld fyrir Island gætu fallið burtu. ’egar ráðgjafinn er búsettur á Islandt og getur sjálfur haft á hendi hina æðstu stjórn, hlýturað mega leggjabæði landshöfðíngjaembætt- ið og amtmannaembættin niður, og leggja starfa þeirra til stjórnardeildar ráðgjafans. Ennfrcm- ur mætti gera aðalstjórn landsins óbrotnari t' ýmsum atriðum. Ef ráðgjafinn hefði einn deildarstjóra (landritara), 2 skrifstofustjóra, 2 aðstoðarmenn, 2 skrifara og einn boðbera, ætti stjórnardeildin auðveldlega að geta komist yfir starfa sinn. Kostnaðurinn við þetta fyrirkomu- lag yrði því í ein.ju meiri en nú er við hið innlenda stjórnarform, — að undanskiidum þeim ráðgjafaeftirlaunum sem kynnu að falla á, ef ráðgjafaskipti yrðu tíð. Dálítil aukaútgjöld kynuu að stafa af ut- anferðum ráðgjafans, sem auðvitað færu eftir því, hve oft honum þætti Hafnarferðir nauðsyn- jegar. Því með aðgætni og skynsamlegri for« sjá ráðgjafans yrðu margar slíkar ferðir varla nauðsyulegar. Þau árin sem alþing er yrð* hann auðvitað að ferðast tvisvar hingað til Khafnar, í fyrra skiftið fyrir þitlg, til þess að leggja lagafrumvötp sín fram t' ríkisráðinu, og í hitt skiftið eftir þing, til þess að leggja fram í ríkisráðinu þau lög er alþingi hefar samþykkt. Auðvitað væri líka það fyrirkomu- lag hugsanlegt að hann sendi þeim af dönsku ráðgjötunum frumvörpin, er hann væri mest samrýndur, og Ijeti hann bera þau fram fyrir ríkisráðið. Eu sem regla væri þetta ekki heppilegt fyrirkomulag. Því bæði er það, að Isiendingar færu þá varhluta af því er einmitt ætti að vera eitt af aðalkostum hins nýja fyrirkomulags, bæði eftir frv. dr. Valtýs og eftir hinu vœutanlega frumv. stjórnarinnar, ncfnilega [tví, að sá ráðgjafi framberi málin í ríkisráðinu, sem steniur í beinu sambandi við alþingi, og er sjálfur vel heimi í óllu sem Is- land snertir; og eins er hitt, aðjþað gæt’ orðið bráðnauðsynlegt að Islandsráðgjafinn væri sjálf- ur viðstaddtir, ef ág«-einingur yrði t. d. um það, hvort eitthvert af þeim mílum c hann óskaði afgreidd f ríkisráðinu, stöfnaði ekki ríkisheild- inní í voða, eða mundi skerða jafnrjetti allra danskraþegna. Þvíeinsog það ersjálísagt, aðeing- um hinna ráðgjafanna mnndi láta sjer detta í hug að fást um þau mál er heyra undir sjer- mál íslands, eins er hitt sjáifsagt, að það væri skylda þeirra að mótmæla, ef Islandsráðgjafi yrði of nærgöngull ríkishcildinuieða jafnrjetti þegn- anna. Á sama hátt væri það rjett og skyit fyrir ráðgjafa lslands að andmæla því, ef frá Dönum kæmi fram viðleytni til að losa um sambandið við Island, eða af Dana hálfu væru gerðar tilraunir til að skerða jafnrjetti Islend- inga gagnvart Dönum t' konuugsríkinu. Fyrir utan þessar ferðir aiþingisárin yrði það komið undir ráðgjafanum sjálfum, »hvc honum< þættt tíðar Hafnarferðir nauðsynlegar. Ferða- kostnaðurinn hlyti því að standa t' nokkurn- veginn hlutfalli við þann hag fyrir Island, er ferðirnar ættu að hafa í fór með sjer. Neinn kostnaður fyrir landið t' fjarveru ráð- gjafans, handa staðgöngumanni hans, kæmi varla til tals. Pví það væri eðlilegt að land- ritari gegndi til bráðabyrgða ráðgjafaembættinu t' fjarveru ráðgjafans, eða ef hann dæi. Þareð Islendíngum verður nú gefinn kostur á að fá ráðgjafa, sem er fœr t' tslensku og þar að auki að velja um það, hvort þeir vilji heldur að ráðgjafinn sitji með stjórnardeild sína í ICaupmannahöfn eða í Reykjavík, þá má toija vi'st að hinni lángvinnu stjórnarskrárbar- áttu verði nú lokið. Það er nú eingaungu komið undir íslend- íngurn sjálfum, hvort þeim stefnuskiftum á stjórnarfarinu, sem komin eru á hjer í Dan- mörku, eigi líka að auðnast að hafa samskon- ar breytt'ngu fyrir Isiand f för með sjer. (Dannebrog 12. jan. 1902) TILLÖQUR STJÓRNARINNAR. —o — Hinn lángþráði konúngsboðskapur, sem prent- aður er hjer fremst t' blaðinu, er út af fyrir sig að mestu leyti eins og fiestir Íslendíngar munu hafa gert sjerí hugarlund. Frumvarpi meiri- hlutans frá í sumar er heitið staðfestíngu, en jafnframt tjáir stjórnin sig fúsa á, að flytja bú- setu ráðgjafans til Reykjavt'kur, ef það sje fremur að óskum Islendínga. Pó er svar stjórn- arinnar fuilkomnara og ákveðnara en margir gerðu sjcr vonir um, því hún kveðst leggja fyrir næsta þíng ákveðið frumvarp um fyrir- komulag það sem samfara verði búsetu ráð- gjafans t' Reykjavík. Á konúngsboðskapnum út af fyrir sig er því ekki mikið að græða, fyr en stjórnarfrumvarp það sem heitið er kemur fram. En þar bæt- ir mikið úr skák grein sú sem boðskapnum fylgir í rnilgagni lslandsráðgjafans, Dannebrog, sem án efa er skrifuð af ráðgjafanum sjálfum, Alberti. Þessi grein er orðrjett þýdd á öðr- um stað hjer t' blaðinu. Hún gefur nokkurn vcginn ljósa hugtnynd um, hvernig hann hugs- ar sjer fyrirkomulagið. Það sem við höfum haft sterka ástæðu til að óttast, er eftirlitið með ráðgjafa okkar frá hálfu dönsku stjórnarinnar, cf búsetan yrði færð til Reykjavíkur, (sbr, tíumannafrv. og fleira í lfka átt.) Og blöð minnihlutaflokksins hafa gefið í skyn, að þau vildu fá búsetuna t' land- inu, þótt henni ætti að fylgja það, að íslensku málin yrðu borin upp tii staðfestíngar af ein- hverjum af dönsku ráðgjöfunum, eða síðustu úrslit þeirra lögð í hendur danska ráðaneytis- forsetanum. Ráðgjafinn hallast ekkt að þessu fyrirkomulagi sem betur fer. Hann virðist ætlast til, að ráðgjafi okkar sje jafnhátt sett- ur ftinum ráðgjöfunum t' ríkisráði konúngs, að eingir milliliðir sjeu milli hans og konúngsins. Þetta er mikilsvert atriði. Agnúinn á þessu frumvarpi t' samanburði við Irumvarpið, sem samþykkt var t’ sumar, er þá sá, að eftir því höfum við clcki að staðaldri ráðgjafa okkar í ríkisráðinu til þess að gæta hagsmuna okkar gagnvart þeim löggjafarstaðfestingum, sem þar fara fram. . Annað atriði, sem athugavert er, er kostn- aðurinn. Hann hiýtur að verða nokkru meiri á okkur eftir frumvarpi stjórnarinnar. Sum- ir Islendíngar virðast ætla það út af fyrir sig kost, að við fáum að launa ráðgjafanum sjálf- ir. Danir munu aftur á móti gjarnan vilja iosna við allan kostnað af íslenska ráðaneyt- inu. En með breytíngu þeirri sem ráðgjafinn ætlast tii að verði á æðstu embættaskipun landsins fæst, eins og hann teltur fram, tölu- vert upp í þann kostnað, svo að kostnaðar- aukinn þyrfti ekki að verða ýkjamikill að und- anteknu því, ef gera þyrfti ráð fyrir mörgum ráðgjafaeftirlaunum. En gaetum við ekki farið

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.