Bjarki


Bjarki - 06.02.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 06.02.1902, Blaðsíða 1
rl_ Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr. V |I, Qn borgist fyrir 1. júlí, (erlendis 4 kr borgíst fyrirfram). Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i.okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. Yfirsetukona. Níunda yfirsctukvennaumdæmi Norður-Múla- sýslu (Hofteigssókn frá Hofteigi og Hnefilsdal, svo og Brúarsókn) verður laust 1. maí næst- komandi. Þær yfirsetukonur, sem óska að verða skip- aðar í umdæmi þetta, snúi sjer til oddvita sýslunefndar Norður-Múlasýslu innan 15. apríl næstkomandi. Skrifstofu Norður-Múlasýslu 31. janúar 1902 Jöh. Jóhannesson. nooooooo 00 ooooooooooooeoooooooeo KONÚNQSBOÐSKAPURINN. —o— 10. jan. hefur konúngurinn gefið út svo- hljóðandi boðskap til fslendínga: Fyrir Oss hefur verið lagt, af íslandsráðgjafa vorum, allraþegnlegast ávarp, samþykkt af efri deild alþíngis síðastliðið sumar, og er þing- rnannaframvarp það um breytíngar á stjórnar- skipunarlögum frá 5. jan. 1874, sem þá var samþykkt, sjerstaklega falið umhyggju Vorri. Af samþykkt frumvarpsins leiðir, að Vjer, sam- kvæmt 61. gr. nefndra laga, höfum með tveim opnum brjefum frá 13. seftember f. á. rofið alþingið og skipað fyrir um nýar kosníngar og einnig með opnu brjefi undirskrifuðu í dag á- kveðið, að hið nýa alþíng skuli koma saman í Reykjavik 26. júlí þ. á. Jafnframt er tekið fram í ávarpinu, að þótt breytingarnar í hinu samþykkta frumvarpi geti tali.st þýðingarmiklar umbætur á stjórnarfyrirkomulagi Islands, verði samt fullnægjandi skipulag á málum þessum þá fyrst aö álítast feingið, er æðsta stjórn sjermála landsins sje búsett í landinu sjálíu. Þar að auki er þar fram borin sú ósk, að und- ir eins sje skipaður sjerstakur ráðgjafi handa Islandi, án þess að beðið sje eftir að umrædd- ar breytíngar á stjórnarskipuninni sjeu leiddar til lykta, og mæti hann á næsta alþíngi í Reykja- vík til þess að semja um þetta mál við full- trúa þjóðarinnar. Vjer metum mjög mikils hamingjuóskir þær, scm fram eru bornar t' ávarpinu, Oss til handa og Vorri og konúnglegu ætt. Vjer höfum ckki álitið rjett að grfpa fram í hinar núverandi umræður um fyrirkomulagið á stjórnarskipuninni með því að skipa sjerstak- an ráðgjafa, eins og ávarpið fer fram á. Þar á móti er það ætlun Vor, svo framarlega sem umræðurnar um breytíngar á stjórnarskip- un íslands -mættu með því teljast til lykta leiddar, að verða við óskum Vorra kæru og trúu íslendinga um breytingar þær á stjórnar- skipuninni sem upp á er stúngið, þar a meðal einnig fyrst og fremst um skipun sjerstaks ís- lensks ráðgjafa, sem skilji og tali íslensku og mæti á alþíngi. Vjer mundum því með þetta fyrir augum mjög vcl geta fallist á skipulag það sem fram á er farið í fyrnefndu frumvarpi til breytingar á stjórarskipunarlögunum. En þar sem fyrnefnt frumvarp gerir ráð fyrir, að hið íslenska ráðaneyti Vort sitji eftir sem áð- ur í aðseturstað vorum, og þar sem oss er það kunnugt, bæði af ávarpinu og aföðrusem opinberlega hefur komið fram, að margir af Vorum kæru og trúu Islendíngum óska, að það flytjist til Reykjavikur, höfum Vjer álykt- að, til þess að þetta mikilsvarðandi atriði geti orðið nákvæmlega athugað af alþingi, að leggja einnig fyrir næsta alþíng frumvarp, sem auk þeirra breytínga, sem áðurnefnt frumvarp hef- ur inni að halda, fer ekki aðeins fram á að Islandsráðgjafi Vor skilji og tali Islensku og mæti á alþingi, heldur cinnig að hið íslenska ráðaneyti Vort sitji í Reykjavík. Það verður þá alþingis sök að skera úr, hvort af þessum tveimur frumvörpum muni samkvæm- ara óskum Vorra kæru'og trúu íslendínga og hvort þeirra sje betur til þess lagað, að leiða umræðurnar um breytíngar á stjórnarskipun íslands til lykta. Og mun þá hvort af þessum tveimur frum- vörpum sem á lögmætan hátt verður samþykkt af alþingi öðlast Vora kónúnglegu staðfest- íngu. Gefið á Amalíuborg þ. io. jan. 1902 Undir vorri konúnglegu hendi og innsigli. Christian R. Alberti STJÓRNARSKRÁRMÁLIÐ ÍSLENSKA. —o- Siðan hin íslenska stjórnarskrá var gefin 5. jan, 1874, hafa frá íslendi'nga háifu iðulega komið fram óskir um breytíngar á henni, án þess að liti út fyrir neinn árángur af þeim leingi vel. Aðalatriðið í þessum óskum íslendínga var að gera stjórn íslands meira íslenska. Um þessar óskir verður ekki annað sagt en að þær sjeu í sjá'lfu sjer sanngjarnar. Þó að ís- lenskan sje að vísu náskyld danskri túngu, þá er hún þó svo ólík nútíðar dönsku, að það þarf talsverða æfingu til þess að lesa hana, og mikinn lærdóm til þess að kunna að tala hana. Það er því ekki nema eðlilegt, að íslendíngum finnist þeir standa Ula að vígi með ráðgjafa, sem hvorki skilur eða talar fslensku, en á þó að bera öll þeirra málefni fram fyrir hans há- tign konúnginn. En á meðan kröfur íslend- ínga fóru svo lángt, að þeir heimtuðu ís- lenska sjerstjórn með vicekonungi [landstjóra eða jarli], sem stjórnaði Islandi með sínum ráðgjöfum, eins og konúngur nú með sínum ráðgjöfum stjórnar öllu ríkinu, svo að þá hefðu í raun og veru orðið tvær jafnhliða stjórnir, önnur fyrir ísland og hin fyrir hitt n'kið, — á meðan kröfur lslendfnga stefndu í þessa átt,. þá var gefið, að árángurinn af tilraunum þeirra hlaut að verða einginn (negativ). Eingin dönsk stjórn hefðt getað fallist á slíkt fyrirkomulag, sem í raun rjettri hefði klofið ríkið í tvo laust samteingda hluti, og í sjálfu sjer hafði í sjer fólgna mikla hættu. Eftir margar máialeitanir við hin fyrri ráða- neyti, virðist nú vera gott útlit til samkomu- lags við Islendínga um stjórnarfyrirkomulag, sem báðir málsaðilar geti sætt sig við, þann- ig, að Islendingar, fái því framgerigt að stjórn þeirra verði algjöriega íslensk, án þéss að rík- isheildinni sje nokkur- hætta búin. ' Grund- völiur þessa samkomulags er stjórnarskrár- frumvarp það er alþm. Dr. Valtýr Guðmunds- son, með loforði um stuðníng frá hinu fyrra ráðaneyti, var frumkvöðull að og sam- þykkt var á alþíngi í sumar sem leið. Hið samþykkta frumvafp gekk að ýmsu leyti (fjölg- un þjóðkjörinna þingmanna, rýmkun kosníngar- rjettarins o. fl.) lengra en stdðningsloforð hins fyna ráðaneytis heimilaði. En þrátt fyrir það hefur hans hátign konúrigurinn, eins og sjest af konúngsboðskapnum til Islendínga, sem prent- aður er á öðrum stað hjer í blaðinu, ákvará- áð eftir tillögu hins núverandi Islandsráðgjafa að veita þessu frumvarpi konúnglega staðfest- íngu, svo framarlega sem það verður samþykkt óbreytt á því alþíngi sem koma á saman að sumri, eins og hin íslenska stjórnarskrá heimt- ar með tilliti til stjórnarskrárbreytinga. Með þessu Væri málinu heillavænlega tyrir- komið, svo framarlega sem það væri vfst' að með því að samþykkja og lögleiða Valtýsfrum- varpið, þá hætti þessi lánga stjórriarskrárbar- átta. En það er öðru nær en að þetta sje víst. Því bæði hefur efri deild hins sama alþíngis, sem samþykkti Valtýsfrumvarpið, látið það í ljósi í ávarpi til hs. hátignar konúngs- ins, að þá væri baráttan fyrs't heillavænlega til lykta leidd, þeg.ar því væri náð, að hin æðsta stjórn í sjermálum íslands, væri búset

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.