Bjarki


Bjarki - 14.03.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 14.03.1902, Blaðsíða 2
2 allrar stjórnar og án fána. í virkjunum á iandi bjeldu menn að þetta væri sjóræningjaskip og var farið að miða á það fallbyssunum. En áð- ur skotin byrjuðu náðu skipverja í gamallt norskt flagg og drógu það upp. Þegar á land kom á Madeira, var þeimtek- ið vel. Konsúll Bandaríkjanna bauð skipverj- um til miðdegisverðar og bjó þá út með nesti til fararinnar vestur. Þeir voru þrjá daga á Madeira, og hjeldn út þaðan 31. júli. Eftir 14 vikna sigljngu komu þeir loks til Nevv-Jork. En þegar þángað kom, var skip- stjórinn tekinn fastur og lagt löghald á skút- una. Orsökin var, að skipið hafði þýngri farm og fleiri farþega, en leyfilegt var samkvæmt í amerikskum l'ógum, í hlutfalli við stærð þess. Aður lángt Jeið var þó skipstjóri látínn laus aftur og skipið líka og Lars Larsen seldi það ásamt farminum fyrir 400 dollara. Síðan hjelt hópurinn inn í landið og tók sjer bólfestu í Kendall, Orleans County, New York. Þar myndaðist fyrsta norska nýiendan í Ameríku. ÆSKUMINNÍNQ. —o— Eftir Stephan G. Stephansson. —o— það er cinginn efi’, hann þótti ára-korn, bctst fyrst, með slögum. Lífið gerði eingla-öldúng úr honum á karar-dögum. Það kvað vera venja’ og íögmál vor á milii’ að geta’ hans þanninn ; þegja’ um únglíngs-árin, benda’ á allra-samþykkt— garnla manninn. Þessar góðu leifar læt jeg ^»gja’ að mestu, fyrir prestinn; stæii jeg hans aðal-efni aldrei gæti fegrað brestinn. Mitt er, að gc-ta’ um glappaskotin, gönuskeiðín, slark og hrekki; út’ um sveitir sjeð þau hef jcg — sjálfan piltinn þekkti ekki. En jeg sje á afleiðingum, illt hef’r verið hann að ternja; verið oft við aldar-háttifm ónæmur til fulls að serríja — Það er að segja' ef sýndist honum sverfa’ að velferð þjóðar, landsins. Eigin-hag Ijet flakka’ í fyllsta forsjáleysi æsku rnannsins. írá þeirn árum enn jeg kenni andann hans í stclnum grónum, ei.ns og vorsins fyrstu fugla á flugi þekki’ í hrafnamónum. Öllum mínum er það sama önnur heiti þó tilnefnið — lögun gullsins glepur heimska, glöggur maður þekkir efnið. Þegar jeg, í iciði Ijúfu, legg af hafi inn í fjörðinn, hcilsa mjer með svipum sveinsins sólgylt höfnin, menn og jörðin; þegar ríð jeg hcim í hlaðið hlemrni-braut að dalabænum, finn jeg þar er úti’ og inni æskan hans í fólki, blænum. Bóndinn heilsar, á mig yrðir, útlendíng, sem kóngur, bróðir. Það eru breyttir heima-hættir, heimtað fleira’ en vera góðir. Dalakarlinn á, nú orðið, einurð til að vera maður. — Þetta sagði’ hann, svona var hann sjálfur frjáls og æskuglaður. Mjer úr húsi’ í hlaðið fylgir heimasætan—draumar rakna— segir upphátt, eigi roðnar: Útlendingur, þín jeg sakna! Fann jeg, að um hulda heima hafði’ hún skygnst af tindi dalsins—- Þetta kvað hann úngur. Öllum óaði við brekka fjallsins. Korni’ jeg þar sem vildust veit jeg völd og lærdóm fylkja liðið, sje jeg þar á furðu fáum farisea - og herra-sr.iðið. Hans á yngri árum var það öllum heilagt nema glönnum, skop hans um það ávann honum úthýsing hjá dánumönnum. Auði hlaðin skip á skriði skauta hvítu út með ströndum: þar er byr frá bylja-árum bcrnsku hans í seglum þöndum. Únglings hugsun er að gróa upp úr blásnum fjallahögum. Hann á, skráð á sveitarsandinn, sögubrot frá ýngri dögum. Og jeg fann í framtíð nýrri fólk er þorði’ að sverja’ og efna: litlu skifti eign og uppbefð; aðalmark er verk og stefna ; menjar okkar, ódauðleikinn, eru í lífi fósturlandsins — það cru vonir vfgðar honum, vilji djarfa æekumannsins. Það er víst, hann vægði’ ei falsi. — Veistu, að orðin drepa’ og sýkja? Framtíð á hann — á við hina alla’ er kunna að semja’ og víkja. Aldrei getum uppi haldið öllu, sem til líknar varð hann; okkar vesöld um hann rasar, ofurhugann, víga-barðann. Svo kom þessi sæli friður, sómamennskan, eingilblíðan, dauðalogn í öllum æðum. —Yfirbót það nefnum síðan — Allar taugar slöptu slitnar; slepti sinnar æsku tökum, hætti að drekka, hætti’ að vinna. Hlítti gerð í öllum sökum. Hugsið ekki, þrátt um þetta, það jeg tali á mold hans reiður. Víst var ekki ofgóð honum allskyns sæla, nokkur hciður. Vor var sök að tíminn treindist til hann yrði svona þægur— höfðum við hann heingt um þrítugt, hefði’ hann orðið maður frægur. Þerrið tárin, huggist, huggist! Hvað er orðið breytt um náinn? Nú er einginn hjeðan horfinn. Ilann var laungu svona dáinn. Sjáið það er sama róin, svipur hans er ekki breyttur, mæðubrosið margra ára, mókið eins og hann var þreyttur. Ferðist út um fjörð og bygðir! Fljótt mun Ijettast harmur þúngur; þar er hann á lífsins Iandi líkur því sem hann var úngur.— Svo bef eg þá yfirfarið æskubrekin, glöpin, ragið—. Taktu nú við, sjera Sómi, segðu heimi niðurlagið. (Heimskr.) ''w> . Bannlagastælan. — O — Það er afsakanlegt þótt bindindismenn myndi sjer einstreingingslegar skoðanir á áhugamáli síriu og þá jafr.framt rángar í ýmsum greinum, þegar þess er gætt, að þeim er nær aldrei mótmælt. Þeir ræða þetta mál ár eftir ár í sinn hóp, innan luktra dyra; þeir ræða það ár eftir ár í flokksblöðum sínum, en —- alltaf mótmælalaust. Menn viðurkenna almennt að starf þeirra sje gott og gagnlegt, þakka þeim það og styðja þá. Og jeg er, eins og jeg hef áður tekið fram, þessu samdóma. Það er að scgja meðan þeir fara ekki út i öfgar og fjar- stæður, en svo kalla jeg bannlagahugmynd þeirra. Þeir hefðu aldrei átt að hleypa þeirri flugu á loft, vegna þess, að bannlagahugsunin stríðir óneitaniega móti þeim rjettarhugmynd- um sem hver frjálslvndur maður hlýtur að óska að iöggjöf okkar og stjórn viðurkenni og fylgi. Eða, hvers vegna hefur G.-T regian ekki farið fram á þetta í hinum stóru menningar- löndum? Mundi það ekki vera annaðhvort af því, að hugmyndin sjc ekki talin rjettmæt al- mennt innan reglunnar, eða þá afþví, að leið- andi mcnn reglunnar viti, að hún sje hvergi talin rjettmæt af hlutaðeigandi löggjöfum og þjóðum? Lög cins og þetta hafa hvergi haft framgáng nema í fáum ríkjum í Bandatíkjun- urn. Og reynslan mælir þar eindregið móti lögunum. D. Ostlund hefur í Frækorum 28. f. m- rit- að lángt svar móti grein Bjarka um bannlögin f 7. tbl. Jeg skal hjer minnast á það með nokkr- Ltm orðum. Aðalmótbára mín á móti lugunurn var sú, að þau væru órjettlát gaguvart hófdrykkjumönn- unum og þeirra vegua óhafandi. Að því er ofdrykkjumennina snertir, þá játa jeg, að það geti komið til álita, hvort löggjöfin hafi þar ekki rjett til að skerast í leikinn. En jeg neita, að hún hafi rjett til að gera það með bannlögum, vegna hófdrykkjumannanna. Þetta er kjarni málsins. En í svari sínu einblínir D. Ö. á ofdrykkjumennina, en lítur framhjá hin- um. Þessvegna fer svar hans að mestu fyrir ofan garð og neðan. Spurningin, sem þeir bannlagamennirnir verða að svara, er: Hefur löggjöfin rjett til að sviíta hófdrykkjumennina áfeinginu vegna of- drykkjumagnanna ? Til þess að dæma um þetta höfum við lagt til grundvallar kenningar J. St. Mills. D. Ö. er enn að vitna í bók hans »Um frelsið«. Jeg þori ekki að neita, að hann hafi lesið þá bók. En svo mikið er víst, að hann hefur ekki lesið haná sjer til gagns. Það

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.