Bjarki


Bjarki - 24.06.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 24.06.1902, Blaðsíða 1
VII, 25. Eitt blao á viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrir I. júlí, (erlendis 4 kr borgist fyrirframV Seyðisfirði, 24. júní, Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i. okt. og kaupandi sie þá skuldlaus við blaðið. 1902. Jriðarskjölin. Þegar skjalið með friðarsamning Breta og Búa var lesinn upp í neðri málstofunni í þingi Breta var þar troðfullt af áheyrendum og þeim Broderick, Chamberlain og Balfour var heilsað með dynjandi fagnaðarópum. Balfour las upp friðarsamninginn og hljóðar hann orðrjett svo: »Allir þeir Búar sem enn eru undir vopn- um skulu þegar leggja þau niður og gefa upp allar fallbyssur sínar, vopn og skotfæri, sem þeir hafa undir höndum, og eigi framar sýna mótþróa gegn drottinvaldi konúngsins, en við- urkenna Játvarð konúng sem löglegan konúng sinn og stjórnanda landsins. Allir Búar sem í hernum eru utan landamæra Transwaals og Oraníu og allir herfángar, sem nú eru utan Suður-Afríku, en til Búa teljast, skulu fluttir heim aftur, ef þeir viðurkenna það skipulag sem nú verður sett og yfirráð Játvarðar kon- úngs. Þeir Búar er þannig gefast upp, eða verða fluttir heim aftur, skulu hvorki sviftir persónu- legu frelsi nje eignum. Rjettarrannsókn skal ekki hafin fyrir þau verk sem unnin hafa verið í sambandi við ófriðinn, nema því að eins að þau striði móti viður- kendum hervenjum. En þau verk skulu dæmd af herrjettinum. Hollensk túnga skal kennd í hinum opinberu skólum í Transvaal og Oraníu, ef foreldrar nemendanna óska þess, og leyft er að nota hana á opinberum stjórnar- og rjettar-skjölum þar sem það er nauðsynlegt til framkvæmdar á lögum og rjetti í landinu. Þeim mönnum er leyft að eiga skotvopn er þurfa þeirra til verndar sjer, ef þeir fá skrif- legt leyfi hlutaðeigandi yfirvalda til að bera vopn. I stað herveldis þess sem nú er verður svo fljótt sem auðið er borgaraleg stjórn sett á fót í landinu, og undir eins og ástæður leyfa stofnað þjóðþing, er síðan skal leiða til sjálf- stjórnar. Ákvæði um atkvæðisrjett hinna inn- fæddu manna skal þá fyrst tekið er sjálfstjórn- in er sett á stofn. Sjerstaka skatta til borgunar á herkostnað- inum má ekki leggja á jarðeignir í Transwaal og Oraníunýlendum. Þegar ástæður leyfa skal skipa nefnd í hverju hjeraði landsins fyrir sig, og hafi embættis- maður þar forsætið, en íbúar hjeraðanna velji sjer fulltrúa til hennar. Ætlunaverk þeirra nefnda sje, að hjálpa Búum þeim er heim snúa um fæði, húsaskjól, útsæði og annað, sem nauð- synlegt er, meðan þeir eru að koma sjer fyrir. Breska stjórnin er fús til að veita 3 millj. pd. sterl. er varið skal eftir ráðstöfunum þess- ara nefnda, og ennfremur að veita rentulaust lán í tvö ár. Að þeim tveimur árum liðnum skal lánið afborgast með 3% árl. Einginn uppreistarmaður nje útlendingur hefur rjett til þessara hlunninda.« Síðan las Balfour upp hraðskeyti frá Millner lávarði til Chamberlains hljóðandi um það, að hann hefði lesið fulltrúum Búa tilkynningu um að hafin yrði rjettarrannsókn gegn þeim bresk- um þegnum sem geingið hefðu í lið með óvin- unum og rekin þar sem þeir, hver um sig ættu heimili. Stjórn Kaplandsins sk)rrir frá, að hún ætli að bjóða uppreistarmönnunum þar þessa skil- mála: Dátar, sem gefast upp og skila af sjer vopnum sínum, 'skulu hjá valdsmanni lögsagn- arumdæmis þess sem þeir gefast upp í skrifa undir játningu um, að þeir hafi gerst sekir um drottinsvik. Hafi þeir ekki gerst sekir um morð, eða einhvern þann verknað er stríðir á móti hernaðarvenjum, skal refsingin vera í því innifalin, að þeir tapa æfilangt kosningar- rjetti sínum til þings, hjeraðastjórna og hreppa- stjórna. Dómarar og aðrir, sem embætti hafa haft undir Kaplandsstjórn, en síðan tekið opin- berlega þátt í ófriðnum, skulu kærðir um drott- insvik fyrir hinum almennu dómstólum lands- ins, eða fyrir'sjerstökum dómstólum, sem settir verða á stofn með þessu augnamiði. Þó er bannað, hvernig sem á standi, að dæma þá til dauða. Friðarskilmálarnir eru frá Oranínga hálfu und- irskrifaðir af Steijn, de Wett, Oliver og Her- zog, en frá hálfu Transwaalsbúa af Burgher, Reits, L. Botha og Delarey. Fyrir hönd Breta hafa þeir Kitchener hershöfðingi og Millner. landstjóri skrifað undir samningana. Jíe/gi Valtýsson. Eins og getið var um í síðasta blaði kom hann hingað til lands frá Noregi í vikunni sem leið. Hann hefur ferðast þar víða um síðast- liðinn vetur milli alþýðuskólanna, til þess að kynnast þeim sem best, og haldið á þeim ferð- um marga fyrirlestra um ísland. Auk þess hefur hann ritað greinar um ísland í norska blaðið »Den 17. Mai«, sem er aðalblað »mál- mannanna« norsku og Árni Garborg var til skamms tíma ritstjóri að. Hann ritar þar um alþýðuskólafyrirkomulag hjer á landi og um nýíslenskar bókmenntir.. Þá hefur hann þýtt fyrir blaðið á nýnorsku allmikið af íslenskum kvæðum og látið fylgja þeim stuttar lýsingar á höfundunum og kveðskap þeirra. Hann hef- ur þýtt kvæði eftir Bjarna (Sigrúnarljóð, Odd- ur Hjaltalín o. fl.), Jónas (ísland, Gunnarshólma, Jeg bið að heilsa) Gr. Thomsen (Goðmund á Glæsivöllum, Skúla fógeta), Hannes Hafstein (Storm, Skarphjeðinn), ritað grein um skáld- skap B. Gröndals, þýtt Örlög guðanna eftir Þorstein Erlíngsson, en sú þýðing er enn ó- prentuð ásamt fieiri þýðingum hans. Hefur hann í hyggju að safna þeim síðar í sjerstaka bók. Enn hefur hann þýtt »Rand. á Hvassa- felli«, sögu si'ra Jónasar Jónassonar, neðanmáls í »Den 17. maí« og er nú að vinna að þýð- ingum á fleiri íslenskum sögum. Þýðingar hans munu vera einhverjar hinar bestu sem gerðar hafa verið af íslenskum kvæðum á útlend túngu- mál, enda er án efa hægra að ná þeim á ný- norsku en önnur mál. Einna best mun hon- um þó hafa tekist með kvæði H. H. tvö, sem nefnd eru hjer á undan. Helgi Valtýsson er úngur maður og hefur leingstum dvalið í Noregi frá því hann var innanvið fermingu og menntast þar að öllu Ieyti, tekið alþýðukennarapróf, en jafnframt gefið sig við blaðamennsku og ritstörfum. í vetur sem leið giftist hann norskri stúlku, Severine f. Sörheim. Helgi hefur mikinn áhuga á að koma alþýðu- menntamálum okkar í sem best horf og væri án efa vel til þess faílinn, að gángast fyrir framkvæmdum á því, bæði vegna áhuga síns og þekkingar þeirrar sem hann hefur aflað sjer á þeim efnum. Hann ferðast nú í sumar hjer um land til þess að reyna að vekja hreifíngu í þessa átt og mun leita samvinnu við þá menn sem vilja vinna að þessu marki. Helgi býst við styrk til ferðarinnar frá norsk- um skólamönnum. I síðastl. mánuði kom út ávarp í ýmsum norskum blöðum, skólablöðun- um, »Verdens Gang«, »i7.Maí« og »Aften- posten« og segir þar svo: »Islendingurinn Helg-i Valtýsson, sem i8gg tók hærra kennarapróf við norskan kennara- skóla, hefur tekið sjer fyrir hendur að vinna að umbótum á skólafyrirkomulaginu heima á ættlandi sínu, einkum með því að koma þar á fót kennaraskóla, sem svari til krafa nútím- ans, en þá stofnun vantar Island enn. Hann hefur í skólablöðum vorum og í »Den 17. Mai« gert grein fyrir áformum sínum. I vetur tókst., hann ferð á hendur til ýmsra norskra kennaraskóla, bæði til þess að kynna sjer skipulag þeirra og til þess að vekja eftir tekt á áformi sínu. Hann er úngur maður, frískur og gáfaður, með fjölbreyttri þekkingu og áhuga. í byrjun júní fer hann heim til Islands til þess að vinna að áhugamáli sínu. Honum mundi því mikill stuðningur og hvöt ( því, að bæði skólamenn og aðrir hjer í landi ljetu í ljósi samhug með áformi hans.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.