Bjarki


Bjarki - 26.09.1902, Qupperneq 1

Bjarki - 26.09.1902, Qupperneq 1
BJARKI Vll3 36. Eitt blað á viltu. Verð árg. 3 kr. borgist fyrir 1. júlí, (erlendis 4 kr borgist. fyrirf'ramj. Seyðisfirði, 26. seft. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. Jlug/ýsíng. Verslun sú, er jeg hingað til hef rekið fyrir minn reikning og hr. Th. Brynes í Stavángri, hættir um næstkomandi nýár; verður því meiri hluti vöruforða þess, sem til er í versluninni, seldur við opinbert uppboð í október í haust, eftir nánari auglýsingu bæjarfógeta, sem verð- ur birt hjer í blaðinu. Húseignir verslunarinnar, svo sem: »UverpOOls«-hÚSÍð með hálfri bryggju, »Skotöjmag:asins«-húsið og tvö nýbyggð hús — byggð í sumar — eru þegar til sölu með góðum kjörum. Lysthafendur semji sem fyrst við undirrit- aðann. Seyðisfirði 14. seft. 1902. Sig- Johansen. lCppboðsauglýsíng. Eftir beiðni kaupmanns Sig. Johansens hjer í bænum verður haldið opinbert uppboð við verslunarhús hans föstudaginn io. október næstkomandi og þar seldir hæstbjóðendum ýmsar búðarvörur, svo sem : álnavörur, járnvörur og margs konar kramvörur Söluskilmálar verða birtir á undan uppboð- inu, sem byrjar kl. 11 f. h. nefndan dag, Borgunarskilmálar ágætir. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði 18. seft. 1902. Jóh. Jóhannesson. /Barnaskólarnir. Sarnaskó/inn á /Fjarðarölclu verður haldinn í vetur, frá 15. október til 15. maí. Hann verður í 3 deildum og verða kennslustundir 3 á dag í 1. deild, 41' 2. deild, og 5 í 3. deild, Skólagjaldið verður 6 krónur fyrir hvert barn í I. deild, 8 krónur í 2. deild, en 10 krónur í 3. deild. Þeir sem vilja láta börn sín gánga á skól- ann, verða að gefa sig fram við Lárus kenn- ara Tómasson, fyrir 10. október næstkomandi, og þeir sem vilja sækja um fríkennslu fyrir börn sín á skólanum, verða að hafa gjört það skriflega tíl bæjarstjórnarinnar innan 1. sama mánaðar. Sarnaskó/inn á Vestdalseyri verður haldinn sama tíma, kennslustundir 5 á dag, skóla- gjald 8 krónur fyrir hvert barn. Þeir sem vilja láta börn sín gánga á skólann snúi sjei til Jóns kennara Sigurðssonar, en þeir sem sækja um fríkennslu til bæjarstjórnarinnar innan tímatakmarka þeirra, er áður segir. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði I5:septemb. 19 Jóhannes Jóhannesson. Baðlgf. Þeir fjáreigendur (í 8/g af Jökuldalshreppi, Túngu-, Fella-, Fljótdals-, Hjaltastaða-, Loð- mundarfjarðar-, Seyðisfjarðar-, Valla- og Eiða- hreppum og Seyðisfjarðarkaupstað), sem eiga að taka baðlyf sín á Seyðisfirði eftir auglýs- ingu amtsins, dags. 4. f. m., eru beðnir að snúa sjer til kaupmanns St. Th. Jónssonar á Seyð- isfirði, er hefur tekið að sjer útbýtingu bað- lyfjanna. Verða menn að hafa með sjer skír- teini frá hreppstjóra sínum eða aðstoðar mbnn- um hans um það, hve mikið þeir eiga að fá af baðlyfinu og íldt undir það (lagarílát). Skrifstofu Norður-Múlasýslu 15 seft. 1902. Jóh- Jðhanneson. Horfur og hugsjönir hinnar frjálslyndu truar. Kafli úr ræöu eftir enskan Únítara- kenniniann (ö'v' Vti „ - Nú eftir mikið og magnað framfaraskeið, fullt af fjörugum vonum, finnst oss, sem fram fylgt höfum frjálsum skoðunum í trúarefnum, sem sjeum vjer að kafa í ótal stefnustraumum, er oss alls eigi dreymdi fyrir áður, enda sjeu allar þær straumkveykjur and- stæðar óskum vorum og upprunastefnum. Lítum til lífsins umhverfis oss: fer ekki allur tíðarandinn (Zeit- geist) í þveröfuga átt við það, er menn þóttust fyrir- sjá fyrir einum eða tveimur mannsöldrum síðanPVjer stöndum eins og hremdir eftir ótöluleg vonbrigði. Sjerstaklega hefur trú vor á sigur og kraftsiðferðisins og trúar-sannindanna svikið oss. Uppeldisbækurnar hafa blekkt oss, iðnaðarlífið hefur gabbað oss,hið stjórn- lega frelsi hefur svikið oss, umbætur mannfjelagsins hafa brugðist og vjer höfum nú sjeð öldina hinna miklu loforða líða undir Iok og skilja við oss í einskonar öfugstreymi eða stíflu, með sárveik- um vonum og örmagna eftirvæntingum. Og þetta gildir allsherjarlíf allra flokka og fjelaga. Bók- menntir vorar eru orðnar eins og dægurflugur, skáld- skapurinn fallinn niður á lægstu nóturnar, listirnar líflausar, trúin hjá mörgum orðin ríngl eða reykur! Hin miklu frægðarnöfn hafa eins og sópast út úr heiminum. Peir menn, sem áður stríddu glaðir und- ir merki allsherjarhugsjóna, þeir hafa eftir Iátið sonu, er lítt sinna þeim hlutum. Minnist einungis eins dæmis: Hversu hló vorum framfaramönnum hugur í brjósti fyrir 40 árum síðan, þegar koma skyldi menn- ing og þrifum inn á hvert einasta heimili fátækling- anna - gjöra hvert einasta barn þjóðarinnar að nýt- um og góðum manni! Nú hefur heil kynslóð og ólíku fjölmennari vaxið npp og náð fullorðinsaldri við miklu meiri hagsmuni en nokkur átti áður að hrósa. En mundi nokkur vera svo trúgjarn og vonglaður, að hann ætli, að námsþorsti, sannleiksást án hagnaðar og löngun eftir hinu besta, sem hugsað hefur verið eða sagt, hafi við það aukist? Nautn, eftirsókn nautn- ar, skemmtanirog áfergja íþær: sá þorstinn hefurauk- ist og tífaldast, svo að hinn snauðasti verkmannalýður krefst tómstunda til þeirrar iðju. En óbreyttir siðir með háu hugarfari — þau meðulin, sem vjer fyrir 30 árum vonuðum að mundu hefja allan þorra þjóð- ar vorrar - hvað varð af þeim? í stað þess mætir oss, sem miður fer, spiltur listasmekkur, sem lætur sjer lynda hrekkvísar blaðagreinir — blöð, sem hæð- ast að alvörugefinni íhugun alvarlegra mála, þar eð slíkt þykir nú þunglamalegt að lesa, og fjöldanum hvimleitt. En í stað þess ala þau lýðinn á sálarsjúku sagnasmíði, er nýtur nafnbótarinnar Realismi — al- veg óverðskuldað. Og nokkuð svipað ætla jeg að komi fram innan vjebanda sumra trúaðra safnaða. Minnumst þess, hve örugglega feður vorir sóttu fram til þess að hrinda allri heiðni og hjátrú út úr trúar- lífi manna og reyna til að koma meiri samhljóðun á milli trúar og rjettrar hugsunarnú á'tímum. Munu börn þeirra, sem eingin tækifæri fundu að njóta til- sagnar í vísindum og heimspeki til styrktar og örv- unar í drottins þjónustu — munu börri þeirra skynja það, hirða um að skynja, að alheimnrinn eftir kenn- ing Herschels sje háleitara musteri tll að dýrka guð í en heimurinn í Genesisbók, eða sköpunarverkið hjá Darwin hærra dæmi óendanlegrar og gagntakandi speki, heldur en hin hebreska frásaga! Mun ekki allur þorri vorra ungu manna, þótt á sinn hátt sje vel mentaður og vel uppfræddur, láta sjer þvílíka hluti litlu skifta að íhuga þá til hlítar? Það er ein- hver dauðans kyrkingur kominn yfir vorn ísrael! ein- hver andans dofi; en brennandi betrunarþorsti, skil- yrði allra sannra framfara og siðbóta, er farinn að verða sjaldsjen dyggð og eftir því lítils metin. Og svo: lítum á hvað fyrir oss ber utan vjebanda vor hinna frjálsari trúmanna og sjáum svo betur hvernig vjer stöndum að vígi. Öllu megin er við ofurefli að eiga; en þeir stóru flokkar háfa og lítið saman að sælda hvað samþykki snertir —* nema. hvað allir eru á einu bandi, að gjörneita frumreglu alls hugsunarfrelsis. Undir niðri eru þeir efasjúkir inn að hjartans innstu rótum og vantreysta gjörsamlega viti sínu, að það taki rjetta leið til nokkurra algildra sanninda. Á aðra hönd vora standa hinar miklu rjett-trúunar kirkjur, þær sem fullyrða sýknt og heil- agt þeirra fornu fyrirtekt, að hæfileikar tnannsandans sjeu svo skapaðir, að þeir skynji eigi andlega hluti, að vitsmunir vorir hafi orðið fyrir ósköpum eða ólögum svo annað ráð sje eigi til, en að þiggja yfir- náttúrlega staðfesting himneskra leyndardóma. Og svo kemur það kátlega: hinir heitustu verjendur hinn- ar heimspekilegu óvissu verða trúgjarnari öllum trú-

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.