Bjarki


Bjarki - 03.10.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 03.10.1902, Blaðsíða 3
3 BJ ARKI. Sverdrup hinn norski norðuríari, kom heim 19. f. m. eftir meir en fjögra ára útivist norður í Is- hafi. Voru menn orðnir mjög hræddir um hann og ráðgert að senda í nýa för til að leita eftir honum. Hann hjelt norður með austurströnd Grænlands og komst á 81 gr. 27 mín n. br. Hefur hann gert ýmsar merki- legar rannsóknir þar nyrðra. Þetta er önnur norðurför Sverdrups, því hann var skipstjóri á »Fram«, skipi Friðþjófs Nansens, og með það var hann einnig i þess- ari för. Nánar verður síðar skírt frá þessari för. Landsbíngið danska. Kosningar til þess eru nú nýafstaðnar og hafa vinstrimenn unnið þar sigur. Veðrið hefur verið hið besta nú hálfsmánaðartíma undanfarandi, stillur og hlýviðri eins og á miðju sumri. Kiötprisar eru hjer þessir í haust: 22., 20., 18 og 16 au. pd. Mör 25 au. pd. Síid var sögð mikil á F.yjafirði um síðustu helgi ! bæði í nætur og net. Einar Thorlacius fyrv. sýslumaður fór með ITóIum til Djupa- Vogs; dvelur um tíma í haust á Búlandsnesi. Jarðarför Sigurðar Jónssonar 1' Firði fór fram á mið- vikudag inn að viðstöddum fjölda bæjarbúa. Jarðarförin fór fram frá Bindindishúsinu og flutti síra Björn Þorláksson þar líkræðuna. Sigr. Johansen kaupmaður flytur í mars í vetur til Vopna- fjarðar og tekur þar við forstöðu Söllnersversl- unar. Seyðisfjörður missir, þar sem Sig. Jo- hansen fer, einn af duglegustu borgurum bæj- arins. Verslun sinni hjer heldur þó Sig. Johansen áfram. Rolf Johansen verslunarmaður flytur hjeðan einnig, í haust, til Akureyrar og tekur þar við afgreiðslu skipa stórkaupmanns Thor E. Tuliniusar. Ný hús sex hafa verið reist hjer í kapstaðnum í sumar. Tvö þeirra hefur Sig Johansen kaup- maður byggt og hefur Kristján læknir Krist- jánsson leigt annað þeirra, en hitt Lárus bók- sali Tómasson. Þriðja húsið byggir Jónas póstafgreiðslumaður Stephensen og hið fjórða Einar Long. Fimmta húsið byggja Goodtempl- arar milli Búðareyrar og Öldu, en hið sjötta er hegningarhúsið, sem nú er í snn'ðum og stendur rjett utanvið »Hotel Seydisfjord«. Qufuskipið Alf kom 1 gærkvöld af Eyjafirði; þar er enn allmikil síld. Jökull er væntanlegur þaðan á morgun. Kappsiglingin. Eftir Fredrik Kittelsen. GT'v'" V'-q Blágulur ljósblær breiddi sig yfir allt hafið. Pað glitraði og skalf í gjdtum litum, og sólargeislarnir björtu súngu gegnum rauðbrúna lýngið, sem lá eins og litfagurt teppi yfir hólmunum, og smábáran stundi hægt og hljótt í þaranum og þánginu inni við ströndina hvíta og skeljum þakta. Sunnudagakyrð og sunnudagafriður yfir allri víð- áttu hafsins frá vesturbrún og allt að ljósrönd austurs- ins. Það fannst varla vindblær og trjáblöðin og hið mjúka, græna gras hreifðist aðeins hægt einstöku sinnum. Það var því síður en svo, að það væri síglinga- veður, svo litlitið var allt annað en gott fyrir hinni stóru kappsiglingu, sem átti að fara fram daginn á eftir, og mörg óblíð andlit sáust því á hinum fjöl- skipaða flota af innan- og utanbæjar skemmti-segl- skútum, sem lágu fyrir akkeri á höfninni, sldnandi af nýju máli og sólgulli. Þáð var haft inikið fyrir því að undirbúa kapp- siglingu þessa, og fjöldinn af bestu seglskútum ná- grennisins voru komnar til að reyna sig. Fjöldi ferðamanna flykktist einnig að, og enn þá fleiri mundu þeir eflaust verða, er morgundagurinn kæmi. En svo þetta veðrið — ! Efst á Grænahöfðanum, hínum stóra hólma í fjarð- armynninu stóð Hallvarður í Vík starði útyfir sjóndeidarhringinn og skygði hönd fyrir sólu. Hann var beinvaxinn og þreklegur með lag- ! lega og góðmannlega andlitsdrætti, og þótt hann væri | nú maður á sextugs-aldri, leií hann þó út til að geta tekið rösklega í enn þá. Hann var bátasmiður og víðspurður fyri „Arin- dals-sjegturnar" sínar. Hann hafði líka snn'ðað niarga lós-báta og crðstýr hans hafði borist inn í sjálfan ■ höfuðstaðinn. Og einn góðan veðurdag fjekk hann líka brjef frá konsúl Aagaard inní bænum með pönt- un á stóru, yfirbyggðu- skemmtiskipi. það átti að vera í stærra lagi og úr hinum allra besta viði, sem hægt væri að fá. I stuttu rnáli, það átti að vera bátur, sem gæti sagt sex! Konsúllinn hefði ekki getað snúið sjer til áreiðan- legra manns en Hallvarðs í Vík, og honum þótti líka, eins og von var, sjer vera sýndur sómi mikill með þessari virðulegu pöntun, þar eð það var h'ka hið stærsta skip, sem staðið hafði á stokkum hans. Hrað- skreitt og gott siglingaskip hafði konsúllinn skrifað, og með ákefð og ánægju liafði Hallvarður ráðist í smíðina, reyndi að vanda sig sem best Og gera sitt besta til þess að skútan yrði verulega fín. Aldrei hafdi nokkur smíði hugtekið hann eins al- gerlega eins og þessi bátur, og hann sýndi bátnlim beinlínis blíðuhót, meðan hann stóð á stokkunum. Sjálfur valdi hann úr timbrinu, gáði nákvæmlega að hverju borði og vóg það, eins og það ætti að vera í hásæti konúngsins; sjálfur brendi hann úr öllum naglagöíunum, og hver einasti nagli var gjörður rið- heldur, áður en hann var rekinn í. Loksins var báturinn búinn, fagur og tignarlegur, Og beið þess að fá að stefna til hafs, og undir húrra- ópum og kampavínsskírn rann hanh ljett og lipurt út á hinar bláu bylgjur. Bátur þessi var orðinn hinn stóri sigur Hallvarðar í Vík. Fegurri bátur var sjaldsjenn á sjó, og eins og hann sigldi! — Bráðlega vann hann yfir flestum keppinautum sínum, bæði höfðuðstaðarins og sveit- anna hringinn í kring. Og mikið hrós fjekk Hallvarður fyrir bátinn, svo að sjá „Blendu" var nóg til þess að fá hjarta hans til að slá hraðara og heitara en vanalega og veita honum marga gleðistund. Síðan hafði hann smíðað marga minni skemmtibáta, en aðra eins pöntun og „Bendlu" hafði hann aldrei fengið, og eins og móðir fylgir barni sínu, svo hafði hann fylgt henni í huganum á öilum ferðum hennar og hinum sigurfrægu kappsiglingum. Sæi hann henni hælt í blöðunum svo gladdi það hann meira en sjálfan eigandann. Frh. III ■ ■■!! IHIIM KVITTANIR. Undir þessari fyrirsögn standa í byrjun hvers mánaðar nöfn þeiira, sem. borgað hafa Bjarka. (-f-) merkir vangoldið, (-)-) merkir of- borgað. VI. ár:J. V. Havstein, Oddeyri; G.Ouðmundsson, Du- Iuth; Guðl. Guðmutidsson sýslum., Kirkjubæjarkl; Pálina Mohr, Thorshavn; Páll Nikulásson, Flatey. VI. og VII. ár: sr. Jens Pálsson, Görðum; sr. E. Pálsson, Breiðabólstað; Pjetur Jónsson, Gautlöndum,' Þórður Guðmundsson, Hálsi; M. Torfason sýslumr.ð- ur, Ási; sr. B. Þorsteinsson, Siglufirði; Hermann Jónas- son, Þingeyrum; Ingimar Eydal, Melgarði (-4- 1 kr.); Ármann Bjarnason, Stykkishólmi; Fr. Eggertsson, Bakka, Vatnsdal; Þorl. Jóhannsson, Hóli, Dalvík; S. B. Jóhannsson, Tjörn. VII. ár: T. L. Imsland, Sf.; L. Imsland, Sf.; Jóh Kr. Jónsson, Sf.; N. Nielsen, Sf.; G. Sæmundssor, Whatcom; Einar Gunnarsson, Rvík; Ciunnar Ólafsson, Vík,. Mýrdal; sr. Sig. Stefánsson, Vigur; St. Stefánsson, Möðruvöllum; sr. Árni Jónsson, Skútustöðum; Jóh. Vigfússon, Akureyri; A.Jörgensen, Sf.; St. Jónsson,Bæ, Skagaf.g Pjetur Jónsson, Sf.; sr. Þorv. Brynjólfsson, Stað; Á. Jóhannsson, Sf.; B. M. Long, Winnipeg (i»r. 17,40). GÆRUR Og SKINN eru best borguð á Sútunarverksmiðjunni. A. E. BERG, Seyðisfirði. Nýútkomið: 2). Ösf/unoí: 2)igfe. A ak frumsamdra (norskra) kvœða inni- heldur bókin þýðingar á 16 íslenzkum kvceðum, ettir Matthías Jochumsson, Stein- gr. Thorsteinsson, Valdemar Briem 0. fl. 136 bls. Verð, í skrautbindi 2 kr. Til sölu hjá hðf., adr. Seyðisfirði. Bað/yf. Þeir fjáreigendur (í 3/8 af Jökuldalshreppi, Túngu-, Fella-, Fljótdals-, Hjaltastaða-, Loð- mundarfjarðar-, Seyðisfjarðar-, Valla-. og Eiða- hreppum og Seyðisfjarðarkaupstað), ,sem eiga að taka baðlyf sín á Seyðisfirði eftir auglýs- ingu amtsins, dags. 4. f. m., eru beðnir að snúa sjer til kaupmanns St. Th. Jónssonar á Seyð- isfirði, er hefur tekið að sjer útbýtingu bað- lyfjanna. Verða menn að hafa með sjer skír- teini frá hreppstjóra sínum eða aðstoðar mönn- um hans um það, hve mikið þeir eiga að fá af baðlyfinu og ílát undir það (lagarílát). Skrifstofu Norður-Múlasýslu 15 seft. 1902. Jóh. Jóhannesson. TAKIÐ EFTIR. BRÉFSPJÖLD með myndum frá ýmsum stöðum hér á landi fást hjá D. Östlund.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.