Bjarki


Bjarki - 31.10.1902, Blaðsíða 4

Bjarki - 31.10.1902, Blaðsíða 4
4 B J A R K I Hillevaag UllarverHsmiðjur aka á móti ull til tóskapar, og vinna þær eins fallega og ódýra dúka og nokkur önnur verksmiðja og eins fljótt. Sendið því ull yðar til umboðsmanna þeirra, er hafa úrval af sýnishornum. í Reykjavík: Herra bókhaldari Olafur Runólfsson, - Stykkishólmi: - verslunarstjóri Armann Bjarnason. Á ísafirði: - kaupmaður Árni Sveinsson. - Blönduósi: - verslunarmaður Ari Sæmundsson. - Sauðérkrók: - O. P. Blöndal. - Oddeyri: - kaupmaður Ásgeir Pjetursson —»— - verslunarmaður Jón Stefánsson. - Húsavík: - Björn Bjarnarson. - Norðfirði: - kaupmaður Gísli Hjálmarsson. - Eskifirði: - skraddari J. Kr. Jónsson. - Reyðarfirði: - verslunarstjóri Jón O. Finnbogason. Aðalumboðsmaður áíslandi er S{olf Johamen á Seyðisfirðf. Slysið. sem vildi hjer til á mánudagskvöldið, ætti að verða til þess að götuljós kæmu hjer inn með veginum í miðbænum að minsta kosti. Bjarki skrifaði í vetur sem Ieið grein um nauðsynina á þessu. Þetta slys hefði að öllum líkindum ekki komið fyrir, ef götuljós hefðu verið komin á þessu svæði. Tíðin hefur verið einmunagóð undanfarandi, þar til á miðvikudaginn; þá gekk í bleituhríð; í gær og dag er aftur góðviðri. Afli hefur verið góður undanfarna daga. Vestmannaeyjnm 2. okt- 1902: „Ágætt sumar hjá okkur í alla staði; nýting fyrir- taks góð, fýlungaveði góð. 2 hvali hefur rekið, annan 30., hinn 31. ágúst, en þeir slitnuðu úr festum Norðmanna. Nú er 10 st. hiti daglega. Yfir höfuð er þetta hið mesta veltiár sem yfir eyjarnar hefur komið síðan þær byggðust. Fiskur mikill, fiskverð gott; þorskur 58, lánga 50, smáfiskur 40, ísa 35 kr. skp., hrognatunna 40 kr., en erlendis feingu kaupmenn fyrír hana 57 — 58 kr. Þorskur var fallandi sakir samtaka Spánverja er síðast frjettist. Fyrir laungu fjekkst 57 — 58 kr. í Khöfn, 62 kr. í Leith. Reykjavíkur höfn, það er nú talað um að gera höfn handa Reykjavík í Skjerjafirðinum, vestan við Seltjarnarnesið. Um þetta hefur kommandör Hammer ritað grein í ísafold áður hann fór hjeðan af landi í haust og ræður þar fastlega til þessa. Hann segir þar skipalægi hið besta og eingan vanda að gera innsiglinguna hættulausa. Stórskipabryggja ætlast hann til að þar verði gerð, kamt innan við Skildinganesið og svo lögð jám- braut þaðan til þess að aka á vörunum inn til bæjar- íns. Yrði þetta að líkindum miklu ódýrara en að gera við höfnina, sem nú er notuð, svo að hún yrði viðunanleg, eins og oft hefur verið ráðgert. -*^ilYI"r*L=ír- Uppboð á Jadar. Hinrik Dahl kom af Fáskrúðsfjarðaruppboðinu í gærkvöld og sagði af því þessar frjettir: Skipíð keyfti Olgeir Friðgeirsson, verslunarstjóri Ör. &. W. á Fáskrúðsfirði, o. fl. í fjelagi á 590 kr. Síldin seldist frá 10--17 kr. tn. og keyftu þeir mest Wathne og Mannæs, fiskurinn komst í nokkuð hátt verð, kjöttunnan c. 45 kr., skinn 1 kr. búntið. 2 runaábyrgðarfjelagið ,,J[ye danske 2>randforSikringS Se/skab“ Sformgac/e 2, Xöbenhaon Stofnað 1864 (Aktiekapital 4,000,000 og Reservefond 800,000) tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæjum, gripum, verslunarvörum, innanhúsmunum o. fl. fyrir fastákveðna litla borgun (Præmie) ánþess að reikna nokkra borgun fyrir brunaábyrgðar- skjöl (Police) eða stimpilgjald. Menn snúi sjer til umboðsmanns fjelagsins á Seyðisfirði Sf Ch. Jðnssonar. Rjúpur keyptar háu verði í allt haust. Sf ■ Ch.Jónson. Byssur og Rjúpur. Nokkrir menn í Seyðisfirði og nærsveitis geta fengið lánaðar byssUT til að skjóta rjúpur með gegn því að borga vissan part af veiðinni í hvert sinn. Fyrir byssu og öll skotfæri borgist helming- ur af veiðinni eða x/3 aðeins fyrir byssuna. Til sölu enn mikið af BySSUUl, bæði fram aftan hlöðnum, og skotfæri öll af bestu tegund. St Th Jónsson Brúkuð íslenzk frímerki kaupir Andr Rasmussen, Seyðisfirði. mBmmmmBmaKBmmmmmmmmmBmummammmaammKmammmmmmmmm RITSTJÓRI: ÞORSTEINN GÍSLASON. Prenlsm. Seyðisfj. 24 Iiti, sem lögðust yfir allt með ítölskum blíðleikjhin ljósu, smábröndóttu vorský sigldu tignarlega um blá- djúp himinsins, sem hvoldist yfir grænni, gróður- þrúnginni sljettunni; þegar sólín hnje urðu þau fyrst gul, svo rauð, svo fjólublá, og hurfu svo Ioks fyrir tindrandi stjörnum næturinnar. Það svalaði honum svo vel þegar hann kom löðursveittur út úr bænda- býlunum og hafði haldið þar guðsþjónustu í þjett- fullum húsunum, þar sem hver hafði nær því orðið að sitja eða standa ofan á öðrum og hljóð og grátur úngbarnanna höfðu sífellt truflað fyrir — að koma þá útá þessa reginvídd fulla af sólarljósi og sumargróðri. Hann sat þá lángar stundir í kerru sinni, svalg loft- strauminn og ljet sijettuvindinn blása burt frá sjer öllum leiðum hugsunum og endurminníngum. Jafn- vel á veturna fannst honum einhver tign yfir sljett- unni, þó hann oft óttaðist veldi hennar þegarhríðar- biljirnir voru í aðsígi. Þetta óendanlega, hvíta nálín og hinir ótömdu, hamslausu náttúrukraftar, sem Ijeku sjer um það, þetta var svo hrópandi mótsetníng við smábýli, bis og basl nýbyggjendanna. Þeir voru eins Og smáar mýs á þessum endalausu sljettum. Andlegan fjelagsskap hafði presturinn eingan. Hann 25 og konan urðu í þeim efnum að vera sjálfum sjer nóg. Og hún hafði reyndar ekki neinn verulegan áhuga á guðfræðislegum efnum. Hún gat eins og áður hlustað á útleggingar hans og skýríngar og játað því sem hann sagði, en ekkert sjálfstætt gat hún lagt til þeirra mála. Meðal bændanna voru þó nokkrir vel gáfaðir og menntaðir menn; en þeir voru ekki í söfnuði hans. Það voru menn sem lásu Thomas Paine og Ingersoll, og sem lútherskur prestur gat hann auðvitað ekki haft önnur afskifti af þeim, en að dæma þá til helvítis. Safnaðarmenn hans voru ekki bókamenn, og það var að vissu leyti gott, því það virtist svo sem allir þeir sem gáfu sig við að lesa og fræðast hneigðust að vantrúarritum og yrðu veikir í barnatrúnni, ef ekki blátt áfram guðleysíngjar. Það var því ekki að undra þótt presturinn metti það eins og andlega veislu að koma einu sinni á ári á hjeraðsfundina, og þó einkum sýnódufundina, eða prestafundi, sem haldnir voru við og við. Flann lifnaði allur við það og naut þess lánga tíma á eftir. Þessar guðrækilegu kappræður, þar sem prestarnir æfðu sig í að verja trúarsetníngar og starfsemi sýnód- unnar, þær lífguðu hann upp. Þær ruddu loftið eins 26 og reiðarslög; þar var ritníngargreinumun slaungvað einni mót annari eins og þrumufleygum; þar heyrð- ust hvell og glaðleg skot frá Lúther og köppum hans og það var eins og reykjarlyktina legði fyrir frá villu- trúarmannabrennum miðaldanna; únítarar og aðrir vantrúarseggir voru steiktir þar lifandi, og öll önnur Iúthersk kirkjufjelög en norska sýnódan sett í gapa- stokkinn. Þegar presturinn koitr á þessar samkomur fannst honum líkt standa á fyrir sjer og gömlum herfáki, sem leingi hefur verið brúkaðir til að aka grjóti og mykju, en allt í einu heyrir herlúðurinn gjalla. Hann reysir eyrun, lyftir makkanum og hneggj- ar; hann krafsar frá sjer og vill þjóta á stað, hið gamla fjör logar í augunum og titrar í vöðvunum-en það varir ekki nema svipstund; grjóthlass daglega lífsins heldur í. Jafnframt þessum fundahöldum voru svo veislur haldnar með góðum mat og víni og milli rjettanna, borðbænanna og sálmasaungsins, var þá skotið inn spaugilegum sögum, prestasögum frá gamla landinu og svo nýum sögum, sem gerst höfðu þarna vestra; og þá var hlegið fullum hálsi. Frá Þessum fundum kom presturinn heim ýngdur og styrktur til þess að takast á ný á hendur hin dag.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.