Bjarki


Bjarki - 15.05.1903, Side 1

Bjarki - 15.05.1903, Side 1
BJARKI Vlll, 18 Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr. 1 . \ . borgist fyrír 1. júlí (erlendis 4 kr. J SGVOÍSfÍrOÍ 15, 1T18Í. borgist fyrirfram). S Uppsögn skrifl., ógild nema komin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1903 Jnnilegar þakkir uottum oið ölhim þeim, er sýndu okkur /iðoeiz/u og hlut- fekningu uið bana/egu og jarðarför okkar ásfkœru móður og tengdamöður. Xristín 2. Wium. Pórunn Sísladóffir. JHárus 3 Cómasson. 3. okt- 1902 — 2 góð eintök — kaupast háu verði. D. Östlund. Til auglýsenda. Hr. David Östlund tekur á móti auglýsíngum Bjarka og semur um verð á 'þeim. Borgun fyrir allar auglýsíngar í blaðinu á að greiða til hr. ÖstlundS) en ekki til mín. Þorsteinn Gíslason. Prestar og kirkjur. l Niðurlag. Eitt afþvfsem við kjósendur verðum að leggja mikia áherslu á við kosuíngarnar á þessu vori er það, að þíngmannaefnin lofist til að vinna eftir megni að aðskiinaði ríkis og kirkju, og lofist til að semja og samþykkja lög, sem allra fyrst, um gjaldfrelsi þeirra manna sem ekki játa trú þjóðkirkjunnar, eða greinir á við hana í ýmsum’ þýðíngarmiklum atriðum, því þau rángindi mega ekki leingur við gángast, að þeim mönnum .sje haldið nauðugum í kirkj- unni, að eins til þess að borga fje til hennar. Það virðist miklu rjettara og eðlilegra, að kirkjan sjálf vísaði þessum mönnum frá sjer, því þeir tvístra hjörðinni, cn sameina ekki, og ættu því að álítast skaðlegir frá sjónar- miði kirkjunnar og klerkanna. Viðræður þeirra við safnaðarlimina munu oft hafa meiri áhrif en ræður sjálfra prestanna. Þó eru þeir látnir óáreittir af prestunum, og taldir góðir og gildir meðlimir, meðan þeir gjalda til prests og kirkju tíund, fóðra heytolla, Waríu og Pjeturslömb, borga offur, dagsverk, Ijóstolla og önnur gjö:d, sem talin eru lífsskilyrði fyrir kirkjur og klerka. Frá sjónarmiði okkar alþýðumanna er það kirkjustjórnin .sjálf og klerkarnir, sem valdir eru að mesta ólaginu, deyfðinni og áhugaleys- inu í kirkjumálefnunum, og þyrfti ekki djúpt að grafa til að sýna að svo er. Verstu óreglu- menn, sem ekki hafa reynst hæfir til annara starfa, eru með ánægju teknir inn í prestsstöð- una, og það er kunnugra en frá þurfi að segja, hve holl áhrif þeir hafahaft á safnaðarlífiðísókn- um sínum. Þegar^haft er^tillit þess, að við þurfum endilega að fá miklar og frjálslegar um- bætur á kirkjumálefnunum nú á næstu þíngum, þá er það allt annað en gleðiefni að heyra, að harðdræ.gir afturhaldsprestar sæki nú fast eftir að verða kosnir á þíng; kjósendum ætti að vera það Ijóst, að ekki er nóg þó þeir herrar tali fagurt á meðan þeir eru að ginna þá til að kjósa sig; þeir ættu að muna að »lög um greiðslu dagsverks, offurs, lambsfóð- urs og lausamannsgjalds til prests og ljóstolls og lausamannsgjalds til kirkju« frá 9. apríl 1900 eru að mestu verk presta á þíng- inu, að það voru prestar stem börðust fyrir því, að pre.star yrðu settír á föst laun úr landsjóði, og fleira, sem prestar á þíngi hafa unnið sjer og sinni stjett í hag, á kostnað okkar kjósenda þeirra og sóknarbarna. Það er sorglegt að vita hvernig bændur láta oft leiða sig, þegar um kosníngar er að ræða, og mun það að miklu leyti stafa af menntunarleysi þeirra, skorti á sjálfstæði og einurð. Alþýðumenntunarmálið er eitt af þeim málum sem tíminn heimtar að hrundið sje áfram og dugar ekki að láta staðar numið við orðin tóm, heldur verður að vinda bráðan bug að tilþrifamiklum aðgerðum í því máli. Fje því, sem nú er varið til presta ög kirkna, væri betur varið til að mennta alþýðuna, og mundi það á þann hátt bera heillaríkari ávexti fyrir þjóð- fjelagið, því þekking, menntun og menníng eru ómissandi skiiyrði fyrir vexti þess og viðgángi. Það getur ekki dulist nokkrum hugsandi manni, að eigi hin íslenka þjóð að haldast við í þessu iandi, þá verður að gera allt sem mögulegt er til að mennta þjóðina og manna, bæta atvinnu- vegina til lands og siávar, og á allan hátt hjálpa þjóðinni til að sigrast í baráttunni við hina óblíðu náttúru, og að þetta verður ekki gert með því að ausa fje iandsins þúsundum saman í sæg af óþörfum embættismönnum, eins °g híngað til hefur átt sjer stað, í stað þess að brúka það til að rækta upp landið, og til að hlynna að atvinnuvegunum. Þeir hafa þýð- íngarmikið starf að vinna fuiltrúarnir sem við veljum á þíng í vor, og við verðum að vera vandir í valí, því misheppnist það, mun það sárast koma niður á okkur sjálfum. Hið fyrsta löggjafarþíng okkar vann að nokkru leyti óhappaverk þegar það samþykkti »Lög um laun íslenskra embættismanna og fl. frá 15- oktober 1875.« og befur oft síðan brunnið við á þínginu, að það hefur verið fúst á að feta í hin sömu spor. Það skiftir því miklu, að þíng þau sem háð verða á næstu árum og hin nýa stjórn sem við eigum í vændum, hafi 1 rjettari skilníng á hlutverki því sem þau í sam- einíngu eiga að vinna, að. viðreisn og þrif- um þjóðarinnar. Að það heppnist sem best óskar víst hver góður íslendíngur af heilum huga. __________ Gamall bóndi. ð'N ©ljúfoofóss. p/ft jl;/ ítill fyrst — en flúðum alltaf hærri! _l|\ i • ^ (fjþ Fall þitt einginn heyrði’ í gljúfraþraung, Nú er boginn leingri, streingur stærri; við stuðlabergið leikur þú í saung! Og kistur áttu gulls frá guði — Braga — sem geyma margt á botni’ er einginn sá og glóir fyrst er- lyftir loki Saga og ljósið seinni tíða skín þar á. Undan stormi og eftir sólskinsstundir, er æðar þinar titra og heitast slá,| allt, sem blundar brúnum þínum undir úr böndum losnar, hörpu þinni frá. Við þjóðveginum þú munt seinna skína. og þögult bergið krjúpa við þinn fót! Það vildi’ eg lifa, að heyra hörpu þfna hljóma og boða næstu aldamót! — En lángspil þitt er ljóðafátt á stundum„ þú leggst á gullið þitt í djúpurn hyl. Svobendirðu’ aftur bogann Ijettum mundum og björg og gljúfur óma við þitt spil.,^,, Sigurður Sigurðsson. Gufuskipafjelagið Thore. Flest blöð á landinu hafa fyiir skömniu skýrt frá því, að hr. stórkaupm. Thor. E, Tuliníus í Kaupmannahöfn nýlega hafi geingist fyrir stofnun hlutafjelags með því nafni, sem stendur yfir þessum línum. Ætlun hr. Tuliníusar mun vera sú, að því er blöðin segja, að gera til- boð í gufuskipaferðir þær, (milli Danmerkur, Skotlands og Islands, og strandferðirnár) sem hið Sameinaða gufuskipafjelag undanfarin ár hefur haft á hendi. Eins og kunnugt er, verður þetta mál tekið fyrir á alþíngi, sem í hönd fer, með því að samníngarnir eru ekki leingur í gildi en yfir- standandi ár. Af þvf mjer þykir þetta mál miklu skifta, vil jeg leyfa mjer að vekja athygli nianna á því. Eingum manni blandast hugur um þáð, að samkeppni í slíku eins og í öðru sje góð, og hr. Tuliníus a skilið |lof fyrir dugnað sinn, að koma fjelaginu á laggirnar. Þíngið ætti heldur ekki að láta^ slíkt fyrirtæki afskiftalaust með öllu; og sumum hefur nú þótt það hálf- kýmilegt að þíngið 1901 skyldi veita styrk til Wathnesfjelagsins fyrir^póstflutníngamilli landa,

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.